Morgunblaðið - 05.03.1963, Blaðsíða 6
MORCVNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 5. marz 1963
VERKFÖLL BREIÐAST
ÚT í FRAKKLANDI
Samúðarverkföll
boðuð í dag
París, 4. marz (AP—NTB).
FJÖLMENNT lögrreglulið hefur
verið sent tii helztu námuhéraða
Frakklands, þar sem um 240 þús-
und verkamenn í kolanámum
ríkisins hafa verið í verkfalli í
fjóra daga. Franska stjórnin
hefur fyrirskipað námumönnun-
um *.V taka að nýju upp vinnu,
en þeim fyrirmælum hefur ekki
verið sinnt. „Við snúum ekki
Erlendar
fréttir
í stuttu máli
Bergen, 4. márz (NTB).
ANDREI Gromyko utanríkis-
i ráðherra Sovétríkjanna og
kona hans eru nú í opinberri
heimsókn í Noregi. Þaðan fara
þau á fimmtudag í opinbera
heimsókn til Danmerkur. í
dag var utanríkisráðherrann í
Bergen.
—O—
London, 4. marz (AP).
BREZKA ríkisstjórnin til-
! kynnti í dag að breyting hafi
verið ákveðin á yfirstjórn)
varnarmála. Verða sérstök \
I ráðuneyti hers, flughers og
l flota héreftir undir yfirstjórn
varnarmálaráðherrans, þótt
hvert þeirra fyrir sig fái áfram
1 að hafa sinn ráðherra og her-
i ráðsforseta.
Rio de Janeiro, 4. marz AP.
TALSMABUR utanríkisráðu-
neytisins í Braziliu tilkynnti
i dag að sjóræningjarnir níu
frá Venezuela, sem tóku flutn
ingaskipið Anzoategui í síð-
asta mánuði, hafi fengið hæli
sem pólitískir flóttamenn í
Brasiliu.
London, 4. marz (AP).
í DAG var loks endanlega
gengið frá kvikmyndinni
„Cleopatra." Undirbúningur
að töku myndarinnar hófst
fyrir fimim árum, en sjálf
myndatakan tók þrjú ár. Full
gerð kostar myndin um 40
milljónir dollara (um 1720
millj. kr.).
Washington, 4. marz AP.
GEORGE Romney ríkisstjóri
í Michigan tilkynnti í dag að
„ég verð alls ekki í fram-
boði“ við kosningu forseta-
efnis Republikana 1964. Hann
hefur hingað til verið talinn
einn þeirra þriggja, sem helzt'
koma til greina. Hinir eru Nel
son Rockefeller ríkisstjóri í
New York og Barry Gold
water öldungardeildarþing
maður frá Arizona.
aftur til vinnu fyrr en orðið
hefur verið við kröfum okkar“,
sagði Jean Nicolas, fulltrúi ka-
þólsku verkalýðssamtakanna í
dag. Komu námumenn saman í
dag á aðaltorgi námuborgarinn-
ar Forbach, skammt frá landa-
mærum Þýzkalands, í dag til að
mótmæla aðgerðum ríkisstjórnar-
innar.
Verkamenn í kolanámunum fá
nú um 180 franka (kr. 1550,—)
fyrir sex daga, 46 stunda vinnu-
viku. Krefjast þeir söimu launa
fyrir fimm daga, 40 stunda vinnu
viku.
Mörg stéttarfélög, hafa boðað
til samúðarverkfalla á morgun,
þeirra á meðal samtök starfs-
manna járnbrautanna, eftirlits-
menn fiugvallanna, starfsmenn
neðanjarðarbrauta og strætis-
vagna í París, blaðamenn, kenn-
arar, stúdentar og starfsmenn raf
orkuvera og gasstöðva.
Árekstur í lofti
Bordeaux, Frakklandi,
4. marz (AP—NTB).
ÞRJÁR franskar sprengjuflug-
vélar af gerðinni B-26 rákust
saman í lofti skammt fyrir sunn-
an Bordeaux í morgun og hröp-
ugu niður í skóglendi. Fimm
menn af áhöfnum flugvélanna
létu lífið.
Slysið var3 með þeim hætti að
vélarnar þrjár flugu þétt saman
í æfingaflugi þegar einn flug-
mannanna missti stjórn á vél
sinni með þeim afleiðingum, sem
að ofan getur. Ein flugvélanna
hrapaði niður á skógi vaxið svæði
um 200 metrum frá þorpinu
Trensaeq. Þegar flugvélin kom
til jarðar kom upp eldur í brak-
inu og brunnú fimm hektarar
skóglendis áður en slökkviliði
tókst að ráða niðurlögum eldsins.
Tveir menn áf áhöfn vélarinnar
stuttu út í fallhlífum, en önnur
þeirra opnaðist aldrei. Eitt lík
fannst í brakinu.
Önnur flugvélanna féll einnig
niður í skóg skammt frá þorpinu.
Eldur kom upp í brakinu, en fljót
lega tókst að ráða niðurlögum
hans. Tveir af áhöfninni fórust
með vélinni. Þriðja vélin hraþ-
aði til jarðar um 20 kílómetra frá
Trensacq, og fannst eitt lík í
henni. Hinir þríi*, sem í vélinni
voru, komust lífs af.
Fjárlagafrum-
varp Færeyja
Einkaskeyti til Mbl. frá
Færeyjum 2 marz.
Á ÞINGFUNDI í gær Iagði Er-
lendur Patursson, fjármálaráð-
herra landsstjórnar Færeyja,
fram fjárlagafrumvarp fyrir
1963-64. Fjárlögin nema rúmum
200 milljónum ísl. kr. og eru
tæpum 40 millj. ísl. kr. hærri en
sl. ár.
Stokkhólmi, 4. marz (NTB).
HELANDER-málið svonefnda
verður að öllum líkindum tek-
ið fyrir að nýju í Lögmanna-
réttinum í Stokkhólmi hinn 19.
þ. m. Máli þessu hefur hvað
eftir annað verið frestað af
ýmsum ástæðum, og hafa allir
aðilar notað tækifærið til að
safna gögnum. Meðal annars
hafa verið fengnir til útlendir
sérfræðingar til að rannsaka
fingraför á bréfum þeim, sem
Helander fyrrum biskup er
sakaður um að hafa sent nafn
laust.
AÐFARANÓTT sunnudagsins
var slökkviliðið kvatt að belg-
iskum togara, er lá hér í
höfninni. Hafði kviknað þar í
fötu og rusli í kyndiklefa í
vélarúmi. Myndaðist mikill
reykur. Settu slökkviliðsmenn
á sig grímur og komust niður
og slökktu eldinn fljótt, sem
var lítill.
í gær kl. 14.43 var liðið
hvatt að togaranum Geir.
Hafði þar kviknað í olíu í
kjalsogi fyrir aftan gufuketil
er verið var að kveikja upp í
togaranum. Eldurinn var fljótt
slökktur og skemmdir urðu
litlar.
Ljósmynd þessa tók Sv. Þ.
er slökkviliðsmenn voru við
togarann Geir.
Ferðaskrifstofur
stofna samtök
FJÓRAR ferðaskrifstofur hér í
Reykjavík hafa nýlega stofnað
með sér samtök, sem nefnast
Félag íslenzkra ferðaskrifstofa.
Félagið er stofnað í þeim til-
gangi að samhæfa sem bezt starf
semi og aðstöðu ferðaskrifstof-
anna.
Að þessuim samtökum standa
ferðaskrifstofa Geiors H. Zoega,
Lönd og leiðir, Saga og Sunna,
en Geir H. Zoöga var kjörinn
fyrsti formaður.
Markmið samtakanna eir:
a) að gæta sameiginlegra hags
muna félagsmanna,
b) að vinna gegn hvers kon-
aar óheiðarlegri samkeppni og
auika samstarf og gagnkvæm-
an skilning meðal félagsaðila,
c) að vinna að því, að ferða-
skrifstofustarfsemi í Iandinu
sé rekin á traustum og heið-
arlegum grundvelli,
d) að vinna að því, að kom-
ið verði hér á skynsamlegrl
löggjöf um ferðamál, og að
ríkið hætti viðskiptum á at-
hafnasviði ferðaskrifstofa, og
færi afskipti sín í þeim efn-
um í svipað horf og tíðkast
í öllum nági'annaiöndunum. ,
Félagasamtök eins og þau, er
hér hafa nú verið stofnuð hafa
um árabil verið starfandi á hin-
um Norðurlöndunum svo og flest
öJlum öðrum Evrópulönduom.
Með auknum ferðalögum til og
frá íslandi undanfarin ár, hef-
ur starfsemi íslenzkra ferðaskrif-
stofa sífellt farið vaxandi. Mun
hún vafalaust enn eiga eftir að
aukast, þegar ný og heilbrigð
löggjöf verður sett um ferðamtái
hér á landi. Með tilliti til þessa
m.a. ákváðu fyrrgreindar fjórar
ferðas'krifstofur að stofna með
sér samtök, sem stefna að þv|
að veita bæði innlendum og er-
lendum viðskiptavinum sínuina
sem bezta þjónustu.
• MEÐ BARN f FANGINU
VI» STÝRIÐ.
Kona hringdi til Velvak-
anda fyrir skemmstu og hafði
orð á því hvort ekki væri á-
stæða til að vara við að konur
ækju með ungbörn í keltu sinni
undir stýri bifreiðarinnar. Hún
sagðist hafa þann sama dag séð
unga móður fara með barnið sitt
upp í bifreið sína og setjast und-
ir stýrið með barnið í fanginu
og aka af stað. Ekki sagði kon-
an það óeðlilegt að ungar hús-
mæður nú á dögum ættu sinnbíl
og ækju honum með börn sín,
en hún spurði hvort ekki væru
barnasæti eða stólar, sem hægt
væri að setja í bílinn, svo öku-
konan þyrfti ekki að halda á
barninu. Það hlyti að vera
hættulegt fyrir öryggi bæði.
hennar og barnsins svo og ann-
arra vegfarenda.
Það fer ekki á milli mála að
þetta athæfi ungu konunnar er
bæði óheimilt og hættulegt og
er vonandi að fólk athugi þetta
gaumgæfilega, því það hefir oft
komið fyrir að hlotizt hafa slys
af því er börn hafa verið öryggis
laus í framsæti bifreiðar og öku
maður eða kona hafa ætlað að
grípa þau á augnabliki, sem
hætta var á ferðum, en um leið
hætt að hugsa uxn stjórn bifreið
arinnar.
• BETRA ER SVART
NEFTÓBAK.
Neftóbaksunnandi skrifar:
„Néftóbaksnotandi beinir þeirri
fyrirspurn til Tóbakseinkasölu
ríkisins, hvort ekki sé hægt að
fá á markaðinn neftóbakið með
svarta litnum, sem er miklu •
betra en það með brúna litnum.
Tóbaksmaður".
• UM LOKUNARTÍMA
LÍDÓ.
J. Ó. skrifar eftirfarandi
bréf:
„Velvakandi!
Lídó, hefir tekið upp þá lofs-
verðu nýbreyfni, að breyta
rekstri hótelsins í danssal fyrir
unglinga með vínlausum veit-
ingum. Það má þakka, að gefa
ungmennum þannig færi á, að
dansa og koma saman án vín*
á borðum og við bar. Vonandi
verður haft eftirlit með, að eng
um líðist að hafa vín um hönd,
til að setja ómenningarbrag á
samkomuna.
Margir aðstandendur ungl-
inga er sækja þennan stað, em
óánægðir með þá tilhugsun að
láta dansa til kl. 02.00 á sunnu
dagsnótt. Þegar dansl er hætt,
standa velflestir ungmennanna
vegalausir á götunni, allir stræl
isvagnar hafa hætt akstri fyric
stundu. Þeir, sem tök hafa á
sækja sína, hinir verða ýmist að
kaupa sér bíl eða ganga heirn.
Það sjá allir sanngjarnir menn,
að svona má þetta ekki vera.
Dansinum verður að ljúka þaS
snemma, að hægt verði að not*
strætisvagnana fyrir þá, er þes*
óska. Húsið er opnað kl. 20.00,
því ætti að vera lokað kl. 24.00
eins og á sunnudagskvöldum,
Þá hafa engir afsökun, að þeir
hafi ekki náð í strætisvagn. ÞaS
virðist vera sæmilegur sprettur
að dansa frá kl. 20.00 til kl. 24.00
það er meira en hálft dagsverkf
Vel væri, ef forráðamenw
Lídó vildu hugleiða þessa ábend
ingu, hún er áreiðanlega til bóta
og margur unglingurinn koma
fyrr heim.
J.Ó."