Morgunblaðið - 05.03.1963, Síða 8

Morgunblaðið - 05.03.1963, Síða 8
8 UORGVNBL401» Þriðjudagur 5. marz 1963 Lánveitingar úr Stofniánadeild landbún- aðarins hafa hœkkað verulega Á FUNDI efri deildar i gær var frumvarp um kirkjugarða sam- þykkt við 2. umræðu og vísað til 3. umræðu. Fruir.varp um sölu eyðijarðarinnar Bakkasels var samþykkt við 3. umræðu og sent forseta neðri deildar tii af- greiðslu. Loks urðu töiuverðar umræður um frumvarp um bú- stofnlánasjóð. Bústofnlánasjóður. Ólafur Jóhannesson (F) gerði grein fyrir efni fruimvarpsins, sem er á þá leið, að stofnaður sé sérstakur búsbofnslánasjóður, er veiti frumbýlingum og öðr- um bændum lán til að kaupa búsbofn eða búvélar. Stofnfé sjóðs inis er 40 millj. kr. óafturkræft framlag úr ríikissjóði, er greiðist á næstu átta árum með 5 millj. ior. framlagi á ári, og 60 millj. kr lán, er stjórn sjóðsins heimil- ist að taka, en fjármálaráðherra i ábyggist fyrir [hönd ríkissjóðs lántökuna. Skil- yrði fyriir lán- | veitingu úr sjóðn um erU þau, að umsækjandi reki landibúnað sem aðalatvinnu veg, að umsækj- andi hafi ekki þann bústofn, sem að áliti sjóðs- stjórnar er nægilegur til fram- færslu fjölskyldu hans samhliða öðrum tekjuvonum eða hafi eigi efni á að festa kaup á nauð- synleguim búvélum, að umsækj- andi sé að dómi sjóðsstjórnar vel hæfur til að reka landbúnað, enda mæli hreppsnefnd með lán- veitingunni, að umsækjandi setji þá tryggingu fyrir láninu, er sjóðsstjórn tekur gilda, að um- sækjandi geti að dómi sjóðs- stjórnar staðið undir árlegum greiðslum af lánum sínum. Lán úr sjóðnum má veita gegn veði í fasteign, veði í vélum og verkfærum, veði í tilteknum flokki eða flokkum búfjár, gegn íhreppsábyrgð eða sjálfskuldar- ábyrgð tvegigja eða fleiri aðila. Vextir af lánum úr bústofnslána sjóði mega ekki vera hærri en 5% og iánstími ekki lengri en 10 ár. Kvað alþingismaðurinn fram- sóiknarmenn hafa flutt frumvarp I um stofnun bústofnlánasjóðs á tveim undanförnum þingum en þau ekki náð fram að ganga. Vandamálið er töluvert víðtækara. Magnús Jónsson (S) kvað vandamál þetta töluvert víðtæk- ara, en ÓJ vék að í ræðu sinni. Ekki væri eingöngu um það að ræða, að fé skorti til að lána í þessu skyni heldur kæmu þar og til greina önnur vandamál. í raun og veru væru vélar og bústofn alls ekki veðhæf, hvað sem liði því ákvæði í veðlögum og vissum undantekningarákvæð uim í því sanmbandi. Þau ákvæði geta gengið, ef um er að ræða mjög stutt lán, en til lengri tíma er ákaflega erfitt að veita ián út á bústofn, enda hefur það verið svo um fjárbústofn hér á landi á und- anförnum árum, að féð hefur hrunið niður og horfið á skömm- um tima. Hér er því um mjög veruleg áhættulán að ræða og kvaðst allþingismaðurinn því hyggja, að á undanförnum árum hialfi það ásamt fjiárskortinum vaildið þvi, að af stjórn Búnað- arbankans hefur ekki verið tal- ið fært að hefja lánveitingar í þessu skyni . Hitt væri svo annað mál, ef með einihverju móti reyndist unnt að finna aðrar veðsetningar eða ef hugsun manna væri sú, að beinlinis væri rétt að taka upp aðrar lánareglur og veita nokkuirs konar áhættulán, sem væru að nokkru leyti út frá styrkjarsjónarmiði. Kvaðst alþing ismaðurinn álíta, að ekki mætti í þessu efni villa mönnum sýn. Hér væri við vandamál að glíma, sem ekki væri eingöngu fjár- hagslegs eðlis, heldur væri það til komið einnig sakir þess, að mjög torvelt er að koma slík- um lánveitingum fyrir. T.d. voru hafin bústofnlán í Danmörku en horfið frá þeim, þar sem ekki var talið að mögulegt væri að lána út á bústiofninn einan. Með þessu kvaðst alþingismaðurinn ekki með nokikru móti mótmæla þeirri nauðsyn, sem er á því að finna hér einhver úrræði. ALLIJR EIIM IMYJUIMG Framhjóladrif — V4-vél — Slétt gólf. Fjögurra gíra hljóðlaus gírkassi o.fl. o.fl. Rúmgóður 5 manna bíll. Nauðsynlegt að panta strax, eigi af- greiðsla að fara fram fyrir sumarið. UMBDÐIÐ KR. HRISTJÁNSSDN H.F. SUDURLANDSBRAUT 2 • SÍMI 3 53 00 Fjárfestingarmál land- búnaðarins. Hitt er svo önnur spurning, sagði alþingism'aðurinn, hvort rétt sé að taka þetta mál út úr og segja með því, að þetta sé meira vandamóil en ýmis önn- ur fjárfestingarmál landbúnað- arinis. ÓJ benti réttilega á, að í lögum um Stofnlánadeild land- búnaðarins eru fullgildar heim- ildir ttl lánveitinga til beggja þeirra þarfa, sem frumvarpið fjallar um. Enda kvaðst alþingis- maðurinn þeirrar skoðunar, að ekki væri ákaflega mikið happ í því að fara að stofna nýjan lánasjóð í þessu skyni nema því aðeins, að hugsunin á bak við það væri sú, að önnur sjónar- mið réðu úm lánveitinga úir þeim sjóði og annað viðhorf væri til veðsetningar og trygginga en hjá Stofnlánadeild landbúnaðarins. Fjárfestingarmál landbúnaðar- ins er að sjálfsögðu miklu víð- tækara vandamál. Fjárfestingair- lánin hafa verið of lág, og er það m.a. ástæðan til þess, að bændur hafa safnað lausaskuld- um. Var sú ráðstöfun tvímæla- laust mikilsverð, er lausaskuld- unuim var breytt í föst lán. Og það væri auðvitað höfuðnauð- syn að reyna að leggja áherzlu á, að þessum málum verði koom- ið í það gott horf, að lausaskuld- ir þurfi ekki að myndast í stór- um stíl að nýjú. Síðustu árin hafa lánveitingar úr Stofnlána- deild landbúnaðarins verið hækk aðar mjög verulegar, svo að í ýmsuim tilfellum er ekki langt frá þv’í, að grunntölur þær, sem miðað er við, séu raunhæfar. Og þó að vísu sé rétt, að verð- lag bafi hækikað, hefur samt þok- azt allverulega í þessa átt. Þann- ig eru lánveitingarnar núna nær þeim grundvelli, sem miðað er við, þegar lánveitingar eru á- kvarðaðar, heldur en var fyrir þrem árum miðað við þágild- andi veirðlag. Og að sjálfsögðu ber að stefna að því, að lán til byggingar, ræktunar og ann- arra framkvæmda á jörðum kom izt upp í það mark, að unnt reynist að lána hámarkslán mið- að við raunlhæft mat á kostnaði framkvæmda. I annan stað verð- ur smám saman að reyna að taka upp nýjar lánveitingar eins og gert hefur verið upp ,á síð- kastið. Þó þannig, að ekki sé gengið lengra en svo, að unnt sé að uppfylla þau loforð eða þær vonir, sem roenn geta byggt á sl’íikum lánveitingum. Þess vegna kivaðst alþingismaðurinn ekki telj a það heppileg vinnu- brögð, að ákveða t.d. lán úr Stofn lánadeild landbúnaðarins svo há, að sýnt væri, að Stofnlánadei'ld- in gæti ekiki risið undir þeim, svo að grípa yrði til þess að fara að velja umsækjendur úr. Af þessum sökum hefur þótt eðli legra, t.d. varðandi lán til véla- kaupa, að hafa þau lægri en reyna að sjá til þess, að þeir menn, sem vél'arnar keyptu, gæbu treyst á að fá lánin . Jafnframt kvaðst hann þeirr- ar skoðunar, að eins og Stétt- arsamband bænda hefði lagt mikla álherzlu á, að taka þyrfti til rækilegrar athugunar, hvort ekki reyndist unnt að taka upp lánveitingar til vissra fraim- kvæmda bænda svo sem súg- þurrkunar en þá út fi-á því sjón- anmiði, að menn gætu treyst á að fá slík lán, svo að þau yrðu ekki aðeins pappírsgagn. Samræmdar aðgerðir. Þá kvað alþingismaðurinn hugsanlegt, eins og ymprað hefði verið á við sig sem banikastjóra, að stofna bústofnslánasjóð eða bii stofnslánadeild í ákveðnu sveit- arfélagi, sem með sameiginlegrl ábyrgð tæki slíik lán og endur- lánaði það síðan bændum með þeim tryggingum, sem þeiir heima fyrir gætu þá fengið. Vafa laust megi hugsa sér ýmsar slíik- ar hliðar á inálinu, en allt þyrfti þetta nánari atihugunar við. En varðandi ölll þessi mál yrði einn- ig að hafa í huga, að enda þótt lán séu fáanleg, þá eru takmörk fyrir því, hvað menn mega taka mikið að láni, þegar þeir eru að koma fótunum undir sig. Með þessum hugleiðingum kvaðst alþingismaðurinn ekki kasta rýrð á þá hugmynd, sem hér kæmi fram, því að vissu- lega væri fjallað hér um vanda- mál ,sem gefa þarf gaum að. Þó kvaðst hann til viðbótar vilja benda á eitt atriði, sem gæti mælt á móti því að stofna sér- stakan sjóð í þessu skyni. Ett gert er ráð fyrir, að þessi sjóð- ur hafi sérstaka stjórn, sem mundi þá starfa eftir sínum regil um en Stofnlánadeildin eftir sín- um. En þegar fjárfestingarláin til landbúnaðar, sem til annarra aitvinnugreiha er að ræða, er mjög æskilegt, að um samræmdar aðgerðir sé að ræða. Sjálfkjörið hjá Fél. íslenzkra rafvirkja SÍÐASTLIÐINN laugardag rann út framboðsfrestur við stjórnar kjör í Félagi íslenzkra rafvirkja, aðeins einn listi barst, borinn fram af stjórn og trúnaðarmanna ráði félagsins, og varð hann því sjálfkjörinn. Listinn var þannig skipaður: Stjórn: Formaður: Óskar Hall grímsson. Varaform.: Pétur K. Árnason. Ritari: Sigurður Sigur jónsson. Gjaldkeri: Magnús Geirs son. Aðstoðargjaldkeri: Sveinn V. Lýðsson. Varastjóm: Kristinn K. Ólafs- son. og Kristján J. Bjarnason. Trúnaðarmannaráð. Jón Hjör- leifsson, Ólafur V. Guðmundsson Olfert J. Jensen, Leifur Sigurð- son. Varamenn: Björgvin Sigurðs- son, Jón Páll Guðmundsson, Magnús Guðjónsson Gunnar Backmann. Stjóra Styrktarsjóðs: Gjaldkeri: Guðmundur Björgvinsson Rit- ari: Einar Einarsson. Til vara: Hjörleifur Þórlindssón Magnús Lárusson. Stjórn Fasteignasjóðs: Þorst- einn Sveinsson, Kristján Benediktsson, Lárus Sigurðsson. Aðstoð ríkisins við kaup- staði og kauptún Á FUNDI neðri deildar í gær gerði Emil Jónsson félagsmáia- ráðherra grein fyrir frumvarpi ríkisstjómarinnar um aðstoð rík- isins við kaupstaði og kauptún vegna iandakaupa. Var frumvarpi vísað til 2. umræðu og nefndar. 2 millj kr. árlegt framlag Ráðherrann gat þess í ræðu sinni, að með frumvarpi þessu væri sú meginbreyting gerð á nú- gildandi lögum, að ríkið er ekki lengur neinn milliaðili að landa- kaupum, heldur verða hlutaðeig- andi sveitarfélög kaupendur landsins þegar í stað, en ríkið veitir aðeins aðstoð við kaupin með beinni hag- stæðri lánveit- ingu og veit- ingu ríkisábyrgð ar fyrir láni til kaupanna. Það eitt skilyrði er sett fyrir aðstoð samkvæmt lög- unum, að ríkis- stjórnin telji hlut aðeigandi sveit- arfélagi nauðsynlegt að eignast landið vegna almennings þarfa, og skal þá, áður en aðstoð er veitt, leitað umsagnar Sambands íslenzkra sveitarfélaga. Gert er ráð fyrir, að ríkissjóð- ur leggi árlega fram 2 millj. kr. á árunum 1963—1972 í þessu skyni, er geymist á sérstökum reikningi í Seðlabankanum. í samíæmi við það voru á síðustu fjárlögum ætlaðar 2 millj. kr. í þessu skyni og Þórshafnar- hreppi verið veitt aðstoð til landa kaupa, en hann hefur keypt land úr jörðinni Syðra-Lóni. Síðan gerði ráðherrann grein fyrir, hvernig landeignum hinna ýmsu sveitarfélaga er háttað. Kom þar m. a. fram, að ástandíð í þeim málum er gott i öllum kaupstöðunum nema Keflavík. Hið sama er að segja um mörg kauptúnanna, þótt nokkur þeirra séu ekki vel sTödd. Hannibal Valdimarsson (K)' kvað frumvarpið stefna í rétta átt. Þó væri ekki nóg að gert og hvatti hann mjög ti’l þess, að upp yrði tekinn sérstakur verð- hækkunarskattur, sem lagður væri á þá landeigendur, sem ættu það landrými, sem framkvæmdir í þágu almennings hækkaði I verði, svo að þeim þætti ekki eins fýsilegt að halda landinu og væru fúsari á að selja það við hóflegu verði. VQNDUÐ íl n Fmii II R Siqurpórjónsson & co f Jlciftmrstnrfi U

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.