Morgunblaðið - 05.03.1963, Síða 12

Morgunblaðið - 05.03.1963, Síða 12
12 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 5. marz 1963 JMwiptiMaMli Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson, Sigurður Bjarnason frá Vigur # Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritsijórn: Að^lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakió. HVAÐ SYNIR IÐJU- KOSNINGIN? ¥¥vaða vísbendingu gefa úr- slit stjómarkosningarinn- ar í Iðju, félagi verksmiðju- fólks í Reykjavílc, um póli- tískt ástand og horfur meðal almennings í borginni? Lýðræðisöflin meðal verk- smiðjufólks unnu mikinn sigur í þessari kosningu. — Kommúnistar, sem stjórnuðu félaginu árum saman og höfðu þar verulegan meiri- hluta, fá nú aðeins 307 at- kvæði af 1408, sem greidd voru. I>að þýðir, að þeir hafa aðeins fengið rúm 20% at- kvæða. Svona hrikalegt er fylgis- tap kommúnista í félagi verksmiðjufólks í höfuð- borginni. Framsóknarmenn buðu nú í fyrsta skipti fram sjálfstætt í Iðju. Áður hefur flokksfor- ysta þeirra í félaginu stutt framboðslista kommúnista, en vitað er að nokkrir Fram- sóknarmenn í Iðju, sem fyrir- líta kommúnistadekur flokks- ins, hafa undanfarin ár stutt framboðslista lýðræðissinna. Framsóknarleiðtogamir reiddu hátt til höggs í þess- um kosningum. I áróðri sín- um fullyrtu þeir, að þeir myndu verða „stærsti and- stöðuflokkur“ stjómar lýð- ræðissinna í félaginu. En niðurstaðan varð sú, að þeir fengu aðeins 218 atkvæði. Samanlagt hafa framboðs- listar kommúnista og Fram- sóknarmanna í þessum Iðju- kosningum fengið 525 at- kvæði. Framboðslisti lýðræð- issinna hlaut hinsvegar 851 atkvæði, eða 326 atkv. fleira en kommúnistar og Fram- sóknarmenn samanlagt. -k Þetta er vissulega mikill og glæsilegur sigur lýðræðis- aflanna, ekki sízt þegar á það er litið að Framsóknarmenn og kommúnistar lögðu ofur- kapp á að efla fylgi sitt sem mest í þessum kosningum. Leiðtogar þjóðfylkingarflokk- anna sögðu fólkinu, að nú riði á að efla stjómarand- stöðuflokkana. Úrslit kosn- ingarinnar í Iðju yrðu próf- steinn á fylgi Viðreisnar- stjórnarinnar og uppbygg- ingarstefnu hennar. Þetta sögðu Framsóknar- menn og kommúnistar fyrir kosningarnar í Iðju. En verk- smiðjuíólkið tók af öll tví- mæli um afstöðu sína. Það hafnaði forystu Framsóknar- manna og kommúnista eins rækilega og frekast varð á kosið. Það afneitaði verð- bólgustefnu þjóðfylkingar- manna en skipaði sér imdir merki lýðræðisaflanna, sem berjast fyrir bættum lífs- kjörum verksmiðjufólks af festu og ábyrgðartilfinningu. Úrslitin í Iðju em þess vegna stórkostlegt áfall fyrir þjóð- fylkingarflokkana, hvom í sínu lagi og sameiginlega. Þau sýna, að verksmiðjufólk- ið í Reykjavík, sem kemur frá miklum fjölda heimila í borginni, fordæmir hina á- byrgðarlausu niðurrifsstefnu þjóðfylkingarmanna. Það kýs áframhaldandi framfarir og uppbyggingu í landinu á grundvelli raunsærrar og á- byrgrar efnahagsmálastefnu. Stjórn Iðju, undir forystu Guðjóns Sigurðssonar og fé- laga hans, hefur unnið merki- legt starf í baráttunni fyrir bættum kjömm iðnverka- fólks. Hún hefur í staðinn hlotið traust þess og fylgi. Lýðræðisöflin í Iðju em sterk og hrinda hverju áhlaupi kommúnista og Framsóknar- manna á fætur öðru. Þessi kosningaúrslit eru greinileg vísbending um það, að komm- únistar em að tapa innan verkalýðshreyfingarinnar, en lýðræðissinnar eru í sókn. Þess vegna er ástæða til þess að óska lýðræðissinnum til hamingju með þau. Þau eri gleðilegt tímanna tákn. FRAMLÁGIR MENN eir vom framlágir leiðtog- ar Framsóknarmanna, eft ir að atkvæðatalningunni í Iðju var lokið á sunnudags- kvöldið. Peningafurstar SÍS höfðu farið hamförum í kosn- ingabaráttunni um daginn. Nú átti að sýna og sanna hið mikla veldi SÍS-klíkunnar meðal iðnverkafólks í Reykja vík. Og umfram allt ætluðu Framsóknarmenn sér að sýna með kosningaúrslitunum í Iðju, að þeir væru orðnir stærri flokkur en kommún- istar innan Iðju. En reiturnar ruglast stund- um í hinu pólitíska fótabaði kommúnista og Framsóknar- manna. Þess vegna urðu Framsóknarmenn fyrir mikl- um vonbrigðum. Og enda þótt kommúnistar færu mikl- ar ófarir í þessum stjómar- kosningum í Iðju og fengu aðeins rúm 20% atkvæða, glöddust þeir þó innilega yfir því, að þeir skyldu þó halda yfirtökum yfir Framsókn. En sameiginlega harma þjóðfylkingarmenn þá stað- i reynd, að lýðræðisöflin í Iðju • Kúrdar í herklæðum. Slitnaö upp úr viðræðum Kúrda og íraksstjdmar EFTIR stjómarbyltingruna í írak í febr. s.l. gerðu Kúrdar vopnahléssamninff við hina nýju stjórn og: sendu nefnd Bagpdad til þess að ræða við hana um sjálfsstjórn Kúrdum til handa. Eins og kunnugft er hófu Kúrdar, • sem bygrgja nyrztu héruð íraks, uppreisn gegn stjórn Kassems fyrir rúm um 18 mánuðum. Skömmu áður en byltingin var gerð, hermdu fregnir, að þeim hefði orðið nokkuð mikið ágengt í baráttunni við stjórnarherinn. Þegar Kassem, forsætisráð- herra og stjórn hans hafði ver ið steypt af stóli, komu full- trúar hinnar nýju stjórnar íraks og fulltrúar Kúrda sam- an til viðræðna í Bagdad, en s.l. laugardag slitnaði upp úr viðræðunum. Formaður sendi nefndar Kúrda í Bagdad Jel- al Talibani sagði fréttamönn- Mustafa Barzani, foringi Kúrda. — Við munum berjast til siðasta manns. um við brottför sína frá borg" inni, að fulltrúar stjórnarinn- ar hefðu viðurkennt þá sögu- legu staðreynd, • að Kúrdar værú sérstök þjóð, sem hefði rétt til þess að ráða sjálf mál- um sínum. Hins vegar sagði Talibani, að fulltrúar stjórn- arinnar hefðu ekki viljað gefa Kúrdum ákveðið svar um það hvort stjórnin hyiggðist virða þennan rétt Kúrda og veita þeim sjálfsstjórn. Talibani sagðist því ætla að halda aftur til aðalstöðva Kúrda í fjöll- unum í norðurhluta íraks og ræða við foringja þeirra Must- afa Barzani. Hann sagðist vona, að íraksstjórn veitti Kúrdum sjáifsstjórn áður en þeir neyddust til þess að grípa til vopna á ný. Nokkrum dögum áður en slitnaði upp úr viðræðunum í Bagdad ræddi Mustafa Bar- zani við fréttamenn í aðal- stöðvum sínum. Sagði hann, að Kúrdar myndu halda áfram að berjast ef þeim yrði ekki veitt sjálfsstjórn innan ír- anska ríkisins og berjast til síðasta manns. fengu 326 atkvæðum fleiri í þessum kosningum en Fram- sóknarmenn og kommúnistar samanlagt. Það gefur þjóð- fylkingarmönnum ekki góðar vonir um framtíðina, allra sízt í alþingiskosningunum í vor. SJÁVARÚT- VEGURINN OG STARFS- FRÆÐSLAN Ctarfsfræðsludagur sjávarút- ^ vegsins, sem nýlega var haldinn, tókst ágætlega. — Fjoldi ungs fólks kom þangað og kynnti sér þær starfs- greinar, sem veittar voru greinargóðar og fræðandi upplýsingar um. 'Samtök sjáv- arútvegsins veittu þessum starfsfræðsludegi þróttmik- inn og ágætan stuðning. Sjávarútvegurinn er lífæð íslenzks efnahagslífs. Hann stendur undir meginhluta þeirra útflutningsverðmæta, sem eru aðalgjaldeyrisupp- spretta þjóðarinnar. Fram- leiðsla sjávarafurða er stöð- ugt að aukast og verða fjöl- breyttari og fjölþættari. Það er ákaflega þýðingarmikið að unga fólkið hafi sem gleggst- ar upplýsingar um þennan aðalbjargræðisveg þjóðarinn- ar. — Starfsfræðslan stefnir a8 því að auðvelda æskunni að velja sér lífsstarf við sitt hæfi og tryggja þjóðfélaginu jafn- framt að starfskraftar henn- ar nýtist sem bezt. Þess vegna er ákaflega þýðingarmikið að henni sé fullur sómi sýndur, Á því hafa ráðamenn Reykja- víkurborgar og forystumenn atvinnuveganna áreiðanlega fullan skilning. Þess vegna verður að vænta þess, að lögð verði áherzla á að efla starfs- fræðslima og gera hana sem allra fyrst skyldunámsgrein í öllum barna- og framhalds- skólum, eins og tíðkast í flest- um nágrannalöndum okkar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.