Morgunblaðið - 05.03.1963, Page 13
Þriðjudagur 5. marz 1963
MORCVNBLAÐ1Ð
13
RÆÐA GIJIMIMARS GUIMIMARSSOIMAR
í HÓFI BLAÐAMAIMIMA
PRESSUBALL — gleiðletrað og
letrið ekki af smærra taginu.
Lagleg hjörð, þegar hún er orðin
eamlit í vesturheimskunni, blöð-
in hérna í Víkinni. Og áður varði
brá eitt þeirra á leik, fannst til-
valið að bæta við fáeinum
baunagrösum — „Glimt af dönsk-
um húmor“ nefndist sú einstæða
bókmenntakynning. Er þetta það
sem koma skal? Og ekki vildi
blessað útvarpið sitja aðgerða-
laust: andríkið þeim megin aðal-
iega í því fólgið, að notfæra sér
— að nýíslenzkum öndungasið
— tilvitnanir í rit framliðinna
við þá virðingarverðu iðju, að
hlúa að málblómi einu mildu og
hýru: pressuballkjóll. Guðfeð-
urnir, Jónas Hallgrímsson, Páll
gamli og Hjálmar frá Bólu, áttu
allir til að vera ofurlítið mein-
yrtir, en hafa vonandi fengið
inni á betri staðnum; þaðan mun
örðugra og e.t.v. miður vel séð,
að koma fram allt of grimmum
hefndum. Málfræðingunum í
fcjallara Háskólabókasafnsins
ætti ekki að þurfa að leiðast
þessa dagana: Þeir hafa nóg að
gera að ganga á reka. íslenzk
tunga mun ekki verða að fátæk-
ari. Eða hvað?
Komið á skrá er væntanlega
örðið „hótel“, viðbúið að það á-
lítist hafa áunnið sér álíka helgi
í málinu og t.d. kirkja. Það mun
þykja hótfyndni að amazt við
því. Hálfhvimleitt er það eigi að
síður. Eldri heiti eða ný af inn-
lendum toga ættu að nægja.
Góðum gestum þykir sér síður
en svo greiði ger með því að af-
máð séu þeirra vegna sérkenni
staða, þjóða og þjóðtungna, sem
þá fýsir að kynnast. Mætti segja
mér að Loftleiðir ætti gengi sitt
um víða veröld 'ekki sízt að
þakka þeirri lofsverðu dirfzku,
að flagga heimtaheitinu. Gisti-
húsið Saga mun hafa þótt full
sveitalegt, og standa þó bændur
að baki. Þegar rætt er við út-
lendinga heitir húsið Hótel Saga,
eða jaifnivol Saga, og verður ekki
beygt. Er alveg víst að þess
verði óralangt að bíða, að ung-
stúlka á heimili, þar sem erlend-
ir gestir eru tíðir, komi þjótandi
og tilkynni hrifin: Mér hefur
verið boðið á pressuball á Hótel
Saga. (Hún kynni að bera það
tfram: Saga). LÆklega miundi hún
þó stytla sér leið: Ég er boðin á
pressó í Sagó!
Nú mun tíml til kominn að
fella léttara hjal. Gamall maður
— og sá er gamall, sem hefur
lifað tvær stórstyrjaldir og getur
átt von á þeirri þriðju — gamall
maður hefur gjarna þann hátt-
inn á, að taka mið frá því hann
man fyrst eftir sér. Sá, sem sleit
barnsskónum austur á landi fyr-
ir nálega þremur aldarfjórðung-
um, hefur lifað tímana tvenna
og þrenna. Dvalardægur mín
undir þaki ýmissa útibúa gisti-
húsahringsins Sögu eru orðin
það mörg, að naumast er á bæt-
ondi, væri ég ekki haldinn ó-
dæma forvitni um það, sem
framundan bíður. Það er svo
ekrýtið, að það er eins og manni
komi það við fram í rauðan
dauðann.
Breytingar þær, sem hafa átt
•ér stað, eru flestar til bóta, en
samt á ýmsan hátt óhugnanleg-
er. Eyjan hvíta ber svip, sem
ekki verður auðveldlega um-
turnað til ókennileika. Um menn-
ina og dagfar þeirra gegnir öðru
máli. Framkoma á almannafæri
ber ekki ætíð aukinni menningu
vitni, svo mikið er víst. Meginið
of ungu og miðaldra fólki ber
•úú að síður á sér myndarbrag,
en úr öllu má of mikið gera;
það er eins og maður sakni ein-
falds virðuleiks þeirra, sem áttu
sér hestinn að þarfasta þjóni.
Þá mættu og sumir þeirra, sem
varla geta skroppið húsa milli
nema í ökutæki, vel vera þess
minnugir, að í íslendingasögum
þótti það ekkert hól um karl-
mann, að hann væri kjötvinn.
Menn deyja ekki lengúr úr ófeiti
hérlendis, sem betur fer: nú er
því snúið við.
Umhverfi aldamótanna var fá-
tæklegt um skör fram, en
skemmtilegt var það og ekki
stefndi það efnahag fjölskyldu
né þjóðar í voða, að renna sér á
hrossleggjum í stað skauta und-
ir alstirndum næturhimni. Það
hvarflaði held ég ekki að öðrum
en þeim, er áttu við einkaharma
að búa, að kvíða morgundegin-
um; landið gyllt árdagsroða, og
svo var og um hugarheima:
mannúðin í algleymingi, vel-
gengni vís ef ekki á morgun þá
hinn daginn, örugg heimastjórn
á næstu grösum. Einnig lestrar-
efnið var af öðrum toga spunnið
en það, sem nú virðist falla
mönnum bezt í geð. Sturlunga
t.d. þótti ekki óskemmtileg af-
lestrar og mikil var sú mildi að
öld grimmdar, fláræðis og frelsis-
missis var gengin og átti ekki
afturkvæmt, —- að við héldum.
Aldamótalýðræðið var á marg-
an hátt ósköp barnalegt, en það
var ekki orð innantómt, enginn
var feiminn við að fleygja
flokksklafanum segði sannfæring
hans honum að rétta leiðin að
settu marki lægi í aðra átt. Sá,
sem það gerði þurfti ekki endi-
lega að hafa rétt fyrir sér; aðal-
atriðið að hann breytti rétt á
mannlegan og lýðræðislegan
mælikvarða.
Fram til þess tíma hafði ein-
angrunin orðið þjóðinni til böls
og blessunar, sitt á hvað. Margt
verðmæti hafði hún verndað, en
stundum kostað mannslíf eigi
allfá. Þegar ósköpin dundu yfir
handan Atlantsála árið 1914, var
henni ekki að fullu lokið; gand-
reiðar um lofthötfin áttu sér enn-
þá hvergi stoð nema í ævintýr-
um. Englendingar tryggðu sér
tangarhald á landinu, þótt lágt
færi: alþjóð varð þess naumast
vör. Engu líkara þá og síðar en
að við værum undir vernd land-
vætta eða annarra máttarvalda.
Fyrri ógnarhrinan færði þjóð-
inni uppistöðu stjórnmálalegs
sjálfræðis. Að liðnum rúmum
aldarfjórðungi bætti hin síðari
Jvafinu við, og fylgdu því silki-
slæður efnahagslegrar undir-
stöðu, allt of vel þegnar. Hvað
varð af gróðanum? Spyr sá, er
ekki veit.
Hér hefur verið stiklað á
steinum, enda ekki annars kost-
ur. Svo að ég víki aftur að
heimsstyrjöldinni fyrri. Hún
kom færandi hendi til fleiri
þjóða en íslendinga, t.d. Rússa.
Einnig þá losaði hún úr alda-
gömlum viðjum — eða hvað?
Hér á Norðurlöndum, ekki sízt
meðal íslendinga gladdist fjöldi
manna, er harðstjórn Zarveldis-
ins var hnekkt. Skáld Rússa sum
hver stóðu oss nær en flest önn-
ur. Kúgun vissu Islendingar
hvað var. En brátt dró bliku á
loft. Að Rússum mistókst að
þræða lagaleiðina var óg;V u-
merki, en illt að gefa upp alla
von. Síðan murkuðu valdhafarn-
ir lífið ekki aðeins úr Zarhjón-
unum heldur og dætrum þeirra,
alsaklausum og varnarvana. Al-
ræði öreiganna var skiljanlegt
að vissu marki, einkum mönn-
um sem hafði ekki gefizt kostur
á að átta sig til fulls á því, að
afturhvarf frá ógnarstjórn er ó-
gerlegt nema með blóðugum
átökum, utan frá eða innan.
Ævaforn reynsla sannaðist, sú,
að byltingin uppetur börnin sín.
Dómur sögunnar hygg ég muni
verða sá, að mesta óhamingja
mannkynsins til þessa hafi ver-
ið, hverning málin þróuðust í
Rússlandi. Bylting vekur gagn-
byltingu. Þess varð vart víða um
heim, hremmilegast í djöfulæði
heimsstyrjaldarinnar síðustu. Út-
koman, að .. hvar sem vér ann-
ars etruim stödd, og hvenær, erum
vér ætíð öll með tölu stödd á
nöf Nástrandar.
Það er mikil Guðs gjöf það eitt,
að vera til, koma út undir bert
loft að morgni dags og anda að
sér. Ég gat þess áðan, að mér
finnst forvitnilegt að sjá hverju
tfraim vindur. Það er ekki lítils
virði að hafa litfað þiá sólar-
hringa einn eða tvo síðast liðið
ihaust, er mannikynið stóð sam-
hliða næir hel j arþröm i n ni en
nokkiru sinni áður — og hrökk
ekki fram af! Furðulegt, hve fáir
virtust gera sér ljóst, hversu gíf-
urleg hæfctan var. Eru menn örðn
ir svona milklar hefcjuir? Eða svona
sljóir? Vel hefði -það miátt vekja
nokkra furðu, og um leið tendra
vonarneista, að það var engu
lífcara en að það hefði hvarflað
að manni að nafni Nikíta Krús-
jeff, að vegur hans mætti verða
þá mestur í veraldarsögunni,
tækist honum að atfla sér frið-
airverðlauna Nóbels á friðsamleg-
an hátt. Nýverið hefux raunar
atftur þotið ófriðvænlega í tálkn-
unum þar eystra og greftranir
boðaðar; en 9kyldu slík undiur
gerast, þá verður gaman að koma
á pressuball, jatfnvel að ónefninu
óbreyttu — vonandi treysta blaða
menn sér til að finna samkomu
sinni virðulegra heiti — og mæla
fyirir minni.
Að þessu sinni verður að tjalda
því sem til er, og er þó gleði-
efni vissulega vandfundið. Ofur-
llítil atfsökun kann að felast í þvi,
að varla nokkur önnur innlend
kynislóð hefur litfað jafnalvar-
leg og örlagrík tímamót. Segja
rná og, að vér Íslendingar sé-
um aðeins sem sandikorn á sæv-
arströnd í tíma og rúmi. Eigi
að síður er það svo, að förumst
vér, þá ferst mannkynið í heiid.
Örlög heimskringlunnar og hnaitt
búa eru slik; það er ein af hin-
um mörgu óræðu gátum tilver-
unnar: auðmjúkuir þótti manns-
ins á sér engan annan stodn.
Sem betur fer eigum vér enn
mannval á mörgum sviðum, en
einhvern veginn stöndum vór
eigi að síður höllum fæti; það
er eins og heildin njóti sán ekki.
Grímur gaimli kvað um gyðjuna,
sam gistihiús það, er vér erum
í stödd dregur nafn sitt af: „Við
engar er hún aldir bundin, ei
við siðaskipti nein: Saga er jafn-
an söm og ein. Heim þótt korni
hiruista stundin, heldur hún á-
fram sinni grein“.
Það er nú svo. f Garðarrtílki
austur vill stundum annað verða
uppi, og ekki hefur Iandanum
tefcist að hrinda smánarheiti þvi,
er klu'nt var á Snorra: „fólgsnar-
jarl“. Og hvað um Hólafeðga?
Á 900 ára afmæli Skáliholtsstóls
þótti atfhöfðun þeirra við túnfót
litlum tíðindum sæta. Þeirra var
að engu getið. Höfðu þeir þó fóm
að lítfinu fyrir land siitt og trú
— einir manna, að ég hygg. Nú
kvað eiga að búa þeim stúku
í dómkirkjunni nýju. Eða mis-
minnir mig það? Ef til vill væri
bænhús á aftökustað fullt eins
vel til fallið. Annars má svo
sem vel vera, að þeir verði látn-
ir liggja óbættir hjá garði til
eilífðarnóns.
Það væri eftir öðru. Ebki hatfa
Víkverjar til þessa reynzt for-
vitnir úr hófi um hugsanlegar
leifar landnáimsmannsins sem öll
fslandsbyggð er rakin frá. Og
vel una menn því, að sjá Við-
ey ónýtta handari sundsins. Ann-
ar eins grafreifcur og þar gæti
orðið umhverfinu öllu, m.un fiá-
um höfuðborgum tiltækur. En
. óekki. Sem stendur sitja menn á
rökstólum og er efst í huga að
beita lýðræðisvaldi til að banna
fákænum mönnum að leggja
j'arðneskar leifar sínar þar, sem
þeim væri ljúfast að hvíla, banna
þeim það jafnvel þótt þeir eigi
landspilduna. Vonandi eru menn
óflokksbundnir um atkvæða-
greiðslu.
Ætti ég að nefna þrennt, sem
ekki verður án lifað, sízt dautf-
trúa mönnum og trúleysingjum
(trúaðir menn telja það til
skyldna), þá er það manndómur,
vandvirkni og hagsýni. í þessum
efnum finnst mér á skorta hér-
lendis, og það svo mjög, að lang-
tímunum saman hef ég ekki get-
að á heilum mér tekið. Mér finnst
vandskritfað um Íslendinga að svo
sfcöddu, án þess að bera þá út
— sem kallað yrði. Þess vegna
gladdi það mig meira en ég fæ
auðveldlega orðum að komið, að
gamaLl blaðamaður tók sig til
Gunnar Gunnarsson flytur ræðu sina
og sýndi svart á hvítu, að tfc
eru undantekningar frá reglunnL
Páar bækur hafa fróað mér meiæa
en „Þúsund ára sveitaþorp", eft-
ir hann Árna Óla. Væri landið
í heifd rekið eins og Þykkbæing-
ar, eftir bókinni að dæma, reba
'hreppinn sinn, þá þyrfti engu að
kvíða. Þar verður stertimennsk- .
an fáum að fótakefli. Þar er
ekki sníkjurekstur talinn til fyr-
irmyndar. Menn búa að sínu,
og búa vel. Einmitt það verður
þjóðin að læra. Það er ekki heið-
arlegra manna háttur, að halida
við taprekstri, hverrar tegundar
sem er. Búrekstur landsins, og
hver annar, verður að bera sig.
Hér er engin hætta á ferðum.
Heilar sveitir kunna að fara í
auðn, og hatfa gerL Þær munu
byggjast á ný, trúið þér mór til.
Atvinnureksfcur hvers konar á sór
'hér fágæt skilyrði, ef aðeins
menn læra vandvinkni. Og stunda
hagsýni.
Blaðmenn góðir, sem báðuð
mig að mæta hér; ég gerði það
með háltfum huga. Allir aðrir
voru hingað kvaddir þess eins
erindis, að skemmta sér og
skemmta öðrum: mér hins veg-
ar ætlað, að vega ofurlítið uipp
á mótí. sgálfsagðri léttúð síð-
kvöldsins með fáeinum alvarleg-
um hugleiðingum; hugmyndin
að baki óefað sú, að þeir sem
entust til að hlusta á mig hefðu
þar með fcryggt sér eins konar
aflátsbréf — og að fornum vanda
ekki ókeypis.
Lýk ég síðan máli mínu með
þeirri einlægu ósk, að þér meg-
ið bera hamingju til að leggja
atf mötrkum eigi óverulegan hluita
þess, er tiil þarf, að saga lands-
ins megi fara vel. Falleg sagia
er alltaf svo sfcemmtileg. Sný ég
Ikveðju þe9sari sérstaklega til
eins af heiðursmeðlimum yðar,
óskabarnsins síunga, Árna Óla.
Að síðustu vildi ég mega mælast
til að sem flest yðar, sem á heyr-
ið gerið svo vel að tafca undir
þær árnaðaróskir, að Blaðamanna
félaginu megi vel vegna og þó
einkum að það láti sér annt
i um, að skila orðabókaxhötfund-
unum í kjallara Háskólabóka-
safnsins, oftar en hitt verðmætara
efni, en lauslega var á drepið i
upphafi þessa máls.
Gunnar Gunnarsson.
Hlífarsamsæti á
ísafirði
ísafirði, 26. febrúar.
SÍÐASTLIÐINN sunnudag hélt
Kvenfélagið Hlíf hið árlega sam-
sæti sitt fyrir eldra fólkið hér
í bænum. Á Hlífarsamsætið var
að þessu sinni boðið um tvö
hundruð manns.
Samsætið fór fram eins og
venja er til, hófst kl. 6 e.h. á þvi
að formaður Hlífar, frú Unnur
Gísladóttir setti samsætið. Þá var
sunginn sálmur, síðan talaði sókn
arpresturinn sr. Sigurður Krist-
jánsson. Þá var kaffidrykkja og
síðan skemmtiatriði, sem stóð frá
kl. 8—11 e.h. Síðan var marzerað
og dansað til kl. 1 eftir miðnætti.
Ekki er ofsagt, að samsætið
hafi verið öllum gestum til
ánægju og Kvenfélaginu til sóma.
Bílstjórar á Fólksbílastöð fsa-
fjarðar óku þeim gestum sam-
sætisins, sem þess óskuðu end-
urgjaldslaust til og frá sam-
komustað. — Garðar.
Vegaskemmdir
VEGAMÁLASTJÓRNIN beinir
þeim tilmælum til bílstjóra að
aka ekki um Grafningsveg, því
að hanii er ákaflega blautur og
ótryggur. — Brú hefur brotnað
á veginum yfir Skaftáreldahraun.
— Vegurinn milli Kópaskers og
Raufarhafnar er ófær eins og er
vegna vatnsflaums og úrrennslis.
Gert verður við hann, strax og
I og unnt er.