Morgunblaðið - 05.03.1963, Side 15

Morgunblaðið - 05.03.1963, Side 15
Þriðjudagur 5. marz 1963 MORCVNBLAÐ1Ð 15 Afhjúpuð mynd af dr. Birni á Keldum SL. sunnudag var afhjúpuð á Tilraunastöðinni á Keldum mynd úr eir, sem Sigurjún Ólafsson, myndhöggvari, hafði gert af dr. Birni heitnum Sig urðssyni, fyrsta forstöðu- manni stofnunarinnar, sem manna mest átti þátt í að koma henni á stofn. Dr. Björn lézt sem kunnugt er fyrir nokkum árum, en hefði orðið fimmtugur þennan dag. f>að er Tilraunastöðin á Keldum, sem hefur látið gera styttuna, og afhenti hana Páll A. Pálsson, yfirdýralæknir með ræðu. En viðstaddir voru menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, fjölskylda dr. Björns, samstarfsmenn hans og vinir. Frú Una Jóhannesdóttir, ■ ekkja dr. Björns, þakkaði, og færði hún Tilraunastöðinni á Keldum að gjöf málverk eftir Jóhann Briem frá sér og börn um sínum. Myndirnar á síðunni tók ljósmyndari blaðsins, Ólafur K. Magnússon við afhjúpun styttunnar. Á stærstu mynd- inni eru börn dr. Björns við styttuna. Þau eru talið frá 11 vinstri: Jóhannes, Edda og Sigurður. Á annarri mynd er Gylfi Þ. Gíslason, menntamála róðherra og frú Una Jóhann- esdóttir. Og á minnstu mynd inni er Páll A. Pálsson, yfir dýralæknir í ræðustóL f Vestmannaeyjum verður til sölu RITSAFN Jóns Trausta 8 bindi í skinnlíki Ritsafnið hefir nú verið endurprentað, og í tilefni af 90 ára afmœli höfundar verður Ritsafnið selt fimmtudag og föstudag og aðeins fyrir EITT ÞÚSUND XRÓNUR Bókaverzlun Þorstefxis Johnson Sími 22 — Vestmapnaeyjum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.