Morgunblaðið - 05.03.1963, Page 17
Þriðjudagur 5. marz 1963
MORGU NBLAÐIÐ
17
Jón Böðvarsson
f rá Grafardal -MinnáJiq
„Þó er í hverju lífi lifuð
leynd, sem aldrei verður
skrifuð,
til er heimur hulinn bak við
tuun sem allir mega sjá“.
JÓN Böðvarsson frá Grafardal
ver fæddur á Kirkjubóli á Hvít-
ársíðu hinn 5. júní 1901, sonur
hjónanna- Böðvars Jónssonar
bónda þar og Kristínar Jóns-
dóttur. Var Jón elztur þriggja
sona þeirra hjóna, hinir eru bor
steinn bóndi í Grafardal og Guð
mundur skáld að Kirkjubóli.
Móður sína misstu þeir bræður
ungir, og fluttist Jón að Kol-
stöðum, aðeins fjórtán ára að
aldri, og síðar að Fróðastöðum,
þar sem hann kynntist Salvöru
Brandsdóttur, sem síðar varð
kona hans. Giftust þau árið 1930
og hóf Jón sama ár búskap í
Grafardal ásamt Þorsteini bróð-
ur sínum og konu hans, Jónas-
ínu Bjarnadóttur, ráku þar félags
bú, tii þess er Jón hætti búskap
árið 1953.
Er þeir bræður hófu búskap 1
Grafardal, má segja að það hafi
verið neyðarbrauð, þar sem Graf
ardalur var þá eina jörðin í öll-
um Borgarfirði, sem laus var til
ábúðar. Var jörðin bæði illa hús
uð og rýr og bætti ekki úr skák,
að fyrstu búskaparár þeirra voru
mikil vanhöld á skepnum vegna
Steinn Þ. Öfjörð
IMinningarorð
Um Gnúpverja á ég yndisleg-
ar minningar. Ég var prestur
þeirra á mínum beztu árum.
Sveitin var orðlögð fyrir jarð-
gæði, fegurð og frjósemi, afrétt-
arlöndin ágæt, óvenjulega rík af
eögulegum minningum og stór-
brotinni fegurð. Þjórsárdalurinn
er í sannleika skáldskaparins og
sagnanna land, sem er jafn töfr-
andi fagur á blíðum sólskinsdög-
um á sumrum og á heiðríkum
tunglskinsnóttum að vetrinum.
Niðurinn í Þjórsá skapar það
undirspil og þá töfra í þessu
fegurðarmusteri sýslunnar „að
hið Lága færist fjær, en færist
aftur nær hið helga og háa.“
) Mennirnir, sem byggja þessa
eveit, falla alveg inn í rammann
og umhverfið. Það er yndislegt
fólk, vinnusamt, glaðlynt og fé-
lagslynt, tilbúið alltaf með sam-
hjálp og samstarf, í einu orði
sagt: að létta hverjum og einum
lífsstarfið með vináttu, tryggð og
einingu í orði og verki.
1 Einn af hinum ágætu bændum
sveitarinnar var Steinn Þ. öfjörð
bóndi í Fossnesi, em lézt á sl.
•umri, 23. júní 1962, 77 ára gam-
•11.
Hann var fæddur I Austurhlíð,
17. júní 1885. Foreldrar hans
voru Þórarinn Vigfússon og Guð-
tiý Oddsdóttir. Hann fluttist með
foreldrum sínum að Fossnesi 1897
og dvaldist þar alla tíð eftir það.
Steinn kvæntist 18. júlí 1920
Ingunni Ingimundardióttur frá
Andrésfjósum á Skeiðum. Steinn
tók við búsforráðum í Fossnesi
um það leyti er hann kvæntist,
og bjó þar samifleytt til dauða-
dags. Ingunn, kona hans, lézt á
undan honum. Þau hjónin eignuð
ust tvö börn, Ingibjörgu, sem dó
« öðru ári, og ’Gunnar, sem lifir
og hefur tekið við búi og jörð af
föður sínum.
Steinn í Fossnesi er vinum
einurn minnisstæður á marga
iund. Hann var meðalmaður,
eamsvaraði sér vel, en yfirbragð-
jð og svipurinn skarpur, eins og
brúnir fjallanna, sem mótast af
eldi og ís. Svipurinn minnti mann
•trax á það, að þar fór maður,
iem hafði karlmannlega lund,
viljastyrk og festu í hverju því,
*em hugur og hendur bundust
•ð. Bóndi var hann ágætur og
hafði meðfætt brjóstvit á öllum
hlutum, hvort heldur það varu
búskaparhættir, skepnuhirðing
«g meðferð dýra, jarðræktarmál
•g byglgingar.
Hann var fæddur með þeirri
guðdómlegu gjöf, að allt lék í
höndum hans — hin ólíklegustu
verk — með frábæru snilldar-
bragði, og á ég þar við, að hann
var völundur á tré og járn og
gerði á þeim sviðum ótrúlegustu
hluti, sem allir báru vitnisburð
um frábæra hugkvæmni, verka-
snilld og hagsýni og það fyrst og
síðast, að hann var á undan sín-
um tíma.
Eitt það fegursta I fari hans
var það meðal annars, hve vel
hann fór með skepnur, það var
hans metnaður, að þær litu sem
bezt út og bæru honum og bú-
skap hans fagurt vitni.
Þegar komið var að Fossnesi,
þar sem þrifnaður og regla
ríkti úti og inni, þá sá maður í
hvert skipti eitthvert nýtt verk
sem bar mikilvirkum og þjóð-
högum húsbónda vitni, og um
leið stórbrotnum manni, því verk
in voru svo traust og svipurinn
yfir þeim þannig, að ekki væri
tjaldað til einnar nætur.
í viðkynningu aliri var Steinn
skemmtiiegur og tryggur maður.
Hann var fastmæltur, kjarnyrt-
ur og lýsingar hans á hversdags-
legum hlutum gátu oðið stórkost
legur vitnisburður um skaphita
hans og næman skilning á öllu,
sem fyrir augu hans bar.
Hann var skemmtilegur, stór-
brotinn og einstæður maður á
alla lund.
Hann var gestrisinn og góður
heim að sækja, ákjósanlegasti
maður í öllum mannfagnaði.
Kona hans, Ingunn, var fyrir-
myndarkona og húsmóðir og
heimilið bar henni fagurt vitni
um hreinlæti og reglu, hún var
háttprúð og tók höfðinglega á
móti öllum, sem komu á heimili
þeirra hjóna.
Ég minnist þeirra hjónanna
beggja með sö'knuði og trega.
Fyrir framan Fossnes rennur
Þjórsá með þungum nið til vest-
urs. Það er eins með okkur menn
ina. Þegar litið er yfir mannslífið
þá er það eins og stórfljót, sem
rennur með þungum nið til vest-
urs.
Fossneshjónin, Ingunn og
Steinn eru farin og horfin frá
Fossnesi. Þau hafa sameinazt
fallvatninu mikla og eilífa, sem
flutt hefur þau til sólarlandanna
himnesku handan við hið yzta
haf.
ormaveiki, er upp kom. Komu
þeir bræður þó smám saman und
ir sig fótunum. Bar hvort tveggja
til, að búskapurinn var rekinn
með nýtni og fyrirhyggju, en
einnig var heimilisiðnaður mik-
ill, svo að meir varð úr afurðun
um, en ellá hefði orðið.
Konu sína missti Jón 14. apríl
1951, og festi hann ekki yndi í
Grafardal eftir það. Reif hann
sig upp tveim árum síðar og hætti
búskap, vann hann eftir það í
Hvalstöðinni á sumrin og var
vetrarmaður fyrstu tvö árin á
Þyrli á Hvalfjarðarströnd, en síð
an í Hlíðardalsskóla. Mun óhætt
að segja að þar hafi Jón fundið
mest yndi, eftir að kona hans dó.
Hann var hændur að skepnum
og barnelskur og í slíku umhverfi
undi hann sér vel. Þar lézt Jón
15. janúar' sl. Yeiktist hann
snemma um morguninn og lézt
síðar um daginn. Lætur hann
eftir sig fjögur mannvænleg börn,
Þuríði, Brand, Böðvar og Krist-
ínu.
Jón var mjög bókhneigður
maður og las allt, sem hann komst
höndum yfir. Hann var góður
smekkmaður á mál og vel að sér.
Naut þó ekki annarrar skóla-
göngu en tveggja ára náms í
Hvítárvallaskóla. Hann var mik-
ill áhugamaður um ungmennafé
lagsmál pg lét sig þau mjög
varða. Átti nokkur ár sæti í stjórn
verkalýðsfélagsins Harðar í Hval
fjarðarstrandahreppi og beitti á-
hrifum sínum jafnan með einurð
og sanngirni.
Eg kynnist Jóni, er ég hóf að
vinna í Hvalstöðinni sumarið
1954 og vorum við samverkamenn
þar níu sumur. Þótti mér Elli
sækja hann seint heim og í mínu
minni var hann hinn sami öll
þessi ár og enn er ég ekki reiðu
búinn að kveðja hann. Eg veit
heidur ekki, hvernig ég á að fara
að því. Sjálfur vildi hann ávallt
hafa umbúðirnar sem minnstar
og vel ég þann kostinn.
Tíðast verður mér hugsað til
Jóns, er við skeggræddum í kjöt
húsinu, meðan verið var að snúa
hval, eða ég stalst stund til hans
út í rengishús. Margt bar á bóma,
skeggrætt var um vísur og kvæði:
„Lá honum löngum á tungu
Ijós og minnileg saga“.
Halldór Blöndal.
O. MUSTAD & SÖN, Oslo
YALE
Lyftitæki útvegum vér frá
U. S.A.
V. -ÞýzkalanUi
Bretlandi
Frakklandi
Italíu
og Spáni
YALE
tækin eru traust og
vönduð en þó létt
í meðförum.
Gerið pöntun yðar
í tíma.
Umboðsmenn
G. Þorsteinsson & Johnson hf.
Grjótagötu 7. — Sími 24250.
Tilboð óskast
í nokkrar fólksbifreiðar, er verða sýndar í Rauðar-
árporti fimmtudaginn 7. þ. m. kl. 1—3 e.h. — Tilboð-
in verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag.
Sölunefnd varnarliðseigna.
UEGISTtRtt) TRAOE MARR
M U S TA D
Key^^Brand
FISH HOOK.S
hafa framleitt fiskiöngla fyrir margar kynslóðir íslenzkra
fiskimanna. Yfirburðir Mustadönglanna hafa alltaf reynzt
ótvíræðir. Úrvals hráefni og þrotlaus nákvæmni i framleiðslu-
háttum með áratuga reynslu að baki, gerir stöðug gæði
Mustad önglanna örugg og trygg. Þannig hafa bátaformenn
á íslandi áratug eftir áratug notað svo að segja eingöngu ......
MUSTAD ÖNGLA
AF ÞVÍ AÐ:
1) þeir eru sterkir
2 ) herðingin er jöfn og rétt
3) húðunin er haldgóð
4) lagið er rétt
5) verðið er hagstætt
Vertíðin bregzt ekki vegna
önglanna, ef þeir eru frá
Osló.
Mustad önglar fást hjá öllum veiðai fœraheildsölum
og kaupmönnum á landinu
Jón Thorarensen.