Morgunblaðið - 05.03.1963, Síða 21
21
Þriðjudagur 5. marz 1963
MORCUNBL4ÐIÐ
Norska ríkið
kært
'Á FUNDI í mannréttindanefnd
Evrópuráðsins í næsta mánuði
mun m.a. fjallað um kæru á
íhendur ríkisstjórn Noregs frá
norska tannlækninum Andreas
Iversen. Telur hann lagaákvæði
um vinnuskyldu tannlækna í
Noregi brot á mannréttindasátt-
mála Evrópu.
Málavextir eru þeir, að norska
félagsmálaráðuneytið gaf Iver-
sen fyrirmæli í desember 1959
um, að Eann skyldi starfa í eitt
ár í Moskenes, norðarlega í
landinu. Eftir árangurslaus mót-
mæli fór Iversen til Moskenes í
maí 1969, en hætti þar störfum,
áður en ár væri liðið, þ.e. í febrú-
ar 1961. Fyrir þetta var hann
dæmdur í 2.000 kr. sekt og til
vara í 30 daga varðhald. Meiri-
hluti Hæstaréttar Noregs hefur
nú staðfest þennan dóm.
Iversen krefst þess, að mann-
réttindanefnd Evrópuráðsins lýsi
lög þau frá árinu 1956, sem á-
kvörðun félagsmálaráðuneytisins
er byggð á, andstæð 4. grein
mannréttindasáttmála Evrópu. í
henni er lagt bann við þrælkun,
svo og þvingunar- og nauðungar-
vinnu. Þá krefst Iversen þess, að
nefndin lýsi því yfir, að dómn-
um yfir honum beri ekki að full-
nægja. Norska ríkisstjórnin
krefst frávísunar og heldur því
fram, að ekkert brot á mann-
réttindasáttmálanum felist í lög-
unum frá 1956 um vinnuskyldu.
Félagslíi
j Knattspyrnufélagið Fram
Knattspyrnudeild
Meistara- og 1. flokkur.
1 Fyrst um sinn verður æfinga
f taflan eins og hér segir:
Á sunnudögum kl. 10 f. h.
á Framvellinum.
Á miðvikudögum kl. 8.30
e. h. í LaugardaL
Á fimmtudögum kl. 8.15
e. h. á Framvellinum.
Á laugardögum kl. 4.30
í KR-heimilinu.
Mætið vel og stundvíslega.
Þjálfarinn.
Knattspyrnufélagið Fram
i Knattspyrnudeild
2. flokkur.
| Fyrst um sirrn verður æfinga
i taflan eins og hér segir:
! Á sunnudögum kl. 10 f. h.
; á Framvellinum.
Á miðvikudögum kl. 8.30
; e. h. i Laugardal.
A fimmtudögum kl. 8.15
e. h. á Framvellinum.
Mætið vel og stundvíslega.
Þjálfarinn.
fci HT'.i i-trg)
Esja
vestur um land í hringferð
8. þ. m. Vörumóttaka á mið-
vikudag til Patreksfjarðar.
Sveinseyrar, Bíldudals, Flat-
eyrar, Suðureyrar, ísafjarðar,
Siglufjarðar og Akureyri. —
Farseðlar seldir á fimmtu-
S dag,
Alvinna
Handlaginn og reglusamur maður óskast strax við
skemmtilegan smáiðnað. Umsækjendur sendi nöfn
sín undir merkinu; „Vandvirkur — 6256“ til afgr.
Mbl. —
Fatabreytingar
Breytum tvíhnepptum jökkum í einhneppta.-
Þrengjum buxur.
KÍæðaverzlun Braga Brynjólfssonar,
Laugavegi 46. — Sími 16929.
Söluturn
óska að taka á leigu húsnæði undir sælgætisbúð.
Sælgætisbúð með kvöldsöluleyfi eða veitingastofa,
kæmi til greina. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 20.
marz, merkt: „Söluturn — 6479“.
íbúð óskast
3ja til 5 herb. íbúð óskast til leigu, helzt í Austur-
bænum eða Hlíðunum. — Fyrirframgreiðsla. —
Upplýsingar í síma 20834.
5 herbergja
íbúð er til sölu á neðri hæð við Guðrúnargötu. fbúð-
inni fylgir hálfur kjallari.
Málflutningsskrifstofa
VAGNS E. JÓNSSONAR
Austurstræti 9. — Símar 14400 og 20480.
íbnð tíl sölu í Reyhjnvík
5 hei-b. hæð í steinhúsi við Efstasund. Bílskúr fylgir.
ÁRNI GRÉTAR FINNSSON, hdl.
Strandgötu 25. — Hafnarfirði.
Sími 50771.
TRELLEB0R6
vinyl asbest
endingargoöar
falleg mynztur
stuttur afgreiöslufrestur
GUNNAR ÁSGEIRSSON f
Suðurland'sbraut 1 6 Sími 352ÖÖ
GÓLFFLÍSAR
Tilkynning
Nr. 7/1963.
Vérðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi hámarks-
verð á saltfiski. Miðað er við 1. flokks fullþurrk-
aðan fisk, að frádreginni niðurgreiðslu ríkissjóðs:
Heildsöluverð, pr. kg.............. kr. 8.85
Smásöluverö með söluskatti, pr. kg. . . — 12.00
Verðið helzt óbreytt þótt saltfiskurinn sé afvatn-
aður og sundurskorinn.
Reykjavík, 2. marz 1963.
Verftlagsstjórinn.
Einbýlishús
í smíðum er til sölu í nýja hverfinu við Vífilsstaða-
veginn. Gruiinflötur 218 ferm. að meðtöldum bíl-
skúr. Óvenjulega glæsilegt hús.
Málflutningsskrifstofa
VAGNS E. JÓNSSONAR
Austurstræti 9. — Sími 14400 og 20480.
Múlflutningsskrifstoía
jnín er flutt á Skólavörðustíg 3A, mifthæð.
»
Jón Bjarnason
hæstarcttarlögmaður. — Sími 11344.
„Tækifæri“
Maður, sem tæki að sér að fiska á góðum 11 tonna
trillubát, getur orðið eigandi að honum með góðu
móti. Má vera staðsettur hvar, sem er á landinu. —
Nafn og heimilisfang sendist Mbl. í lokuðu umslagi
fyrir 10. marz, merkt: „Veiðar — 6257“.
Afgreiðslustarf
Stúlka óskast til afgreiðslustarfa.
Egilskjör
Laugavegi 116.
IViiðstöðvarkatlar
Uil sölu 8,5 ferm. miðstöðvarketill og Rexoil-
brennari. — Óskum eftir 3ja ferm. miðstöðvar-
katli og Rexoil-brennara. Upplýsingar í síma 24228
frá kl. 9—5.
Veitingahús
Maður, sem hefur lengi haft sjálfstæðan veitinga-
rekstur, óskar eftir að taka á leigu eða veita for-
stöðu hóteli eða veitingahúsi. Staðir í nágrenni bæj-
arins koma til greina. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir
1. apríl, merkt; „Veitingahús — 6474“.
Stærsti bókamarkaður Helgafells i Unuhúsi
500 bókatitlar. 20% aukaafsláttur á öllum bókum forlagsins.
Helgafellsbækur aðeins á Helgafellsútsölu í Unuhúsi.
Meðal hinna 500 bóka eru 3 úrvalsskáldsögur eftir Nóbelsverðlaunaskáldið Steinbeck (allar saman 65.00),
Hemmingway, Emily Brotnte, Oscar Wilde, Sinclair Lewis, Andre Maurois, Tolstoy. Annars aðallega inn-
lendar úrvalsbækur. — Bókakynning og markaður Helgafells stendur yfir í tvær vikur og bókum bætt
Uin jafnskjótt og aðrar seljast upp. HELGAFELL