Morgunblaðið - 19.03.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.03.1963, Blaðsíða 20
20 MORCVISBLAÐIÐ Þriðjudagur 19. marz 1963 Þé reis Hesba upp á hnén til að horfa á þennan mann, sem visaði frá sér nefjum. Þarna lá hún á fjórum fótum, og sorg- mætt andlitið starði á hann gegn um úfna lokkana. — Hm! sagði hann og leit augum kunnáttu- mannsins á nefið á henni. — Betri hef ég séð þau. En til hvers ertu svona á fjórum fótum eins Og hundur, sem setlar að fara að gelta? Komdu og sittu hérna. Hann klappaði á jörðina við hlið- ina á sér og hún hlýddi. Hann leit nú annars sjálfur út eins og stór, vingjarnlegur hundur, með svona mikið hár á höfðinu og hökunni og klæddur í svo druslu leg, biá föt. Hún hafði lært að tortryggja alla, en engu að síður fékk hún traust á honum. Hann tók nú brauðpakka upp úr vas- anum. Hann rétti henni eina sneið og hún át hana með græðgi. — Ekkert fengið að borða í morgun? sagði hann. Hún hristi höfuðið. — Og ekkert í gærkvöldi? Aftur hristi hún höfuðið og hámaði í sig brauðið. — Verið hérna úti í alla nótt? Hún kinkaði kolli. — Ertu að strjúka? Hún kinkaði aftur kolli. Hann rétti henni aðra brauð- sneið og fór svo að éta eina sjálfur. Þau luku við brauð- pakkann í félagi og síðan tæmdi hann eina bjórflösku af stút. Svo skolaði hann hana í læknum, fyllti hana af vatni Og færði henni. Meðan hún var að drekka úr henni, tróð hann í pípuna sína og hallaði sér upp að stein- inum. Þar lá hann þegjandi með pípuna milli tannanna og feitu hendurnar á maganum. Það var komið hádegi og ljómandi sólar- geislarnir helltust yfir þau, og áður en Hesba vissi af, var hún steinsofnuð í skugga pessa risa- vaxna manns. Hr. Cecil Bond, eftirsóttasti andlitsrrvyndamálari síns samtíma, sem hafði vissu- lega vísað frá sér nefjum í tuga- tali, sá ekkert því til fyrirstöðu, að hann fengi sér líka lúr. Hann vildi helzt hvíla sig frá andlits- málverkinu með því að mála ofurlítið landslag, en honum lá ekkert á og gat farið sér hægt. Hann kunni til fullnustu þá list að hvíla sig. Nú lauk hann úr pípunni sinni, stakk henni í vas- ann og brátt var hann farinn að hrjóta í ró og næði. Hann vaknaði rétt á undan Hesbu, og þegar hún vaknaði og sá, að hann lá þarna enn í sömu stellingu, fannst henni til um það. Það gaf til kynna einhvern bjargfastan stöðugleika, sem stakk svo í stúf við alla óviss- una, sem hún hafði hingað til búið við. Án þess að hann gefa tilefni til þess, og formálalaust, tók hún að segja sögu sína. Þegar hún hafði lokið henni, sagði hann í ströngum tón: —' Það sem þú hefðir átt að gera, var að skrifa hr. Vereck- er, og þegar Hesba sagði, að hún þekkti ekki heimilisfang hans, svaraði hann: Bull og vit- leysa barn. Ekkert annað en senda það til erkibiskupsins af Kantaraborg. Það hefði alveg dugað. Hesba horfði með aðdáun á manninn, sem veitti svo rétt að leysa hina erfiðustu hnúta. Hún varð snögglega áhyggjufull yfir þeirri hugsun, að svo einfalt ráð hefði getað sparað henni mörg mæðuár. — Jæja, sagði hr. Bond og reis á fætur. Nú skulum við fá okk- ur flesk og egg og svo lítum við í Crockford. Hesba hafði enga hugmynd um, hver Crockford var, en hún var reiðubúin að taka þátt í fleskinu og eggjunum, sem hr. Bond át í staðinn fyrir síðdegis- te. Þau borðuðu í eldhúsinu á sveitabænum þar sem hann hélt til, og að máltíðinni lokinni ók bóndinn þeim til Bangor. Þar gat hr. Bond náð í prestatal Crock- fords og rak upp gleðióp þegar hann rakst þar á séra Hubert Verecker, M.A.,B.D., sem virtist vera aðstoðarprestur í New- penny í Suður-Cornwall. — Þarna er okkar maður! æpti hann, og svo settist hann sam- stundis niður til að skrifa séra Verecker. Tveim dögum seinna kom skeyti til hr. Bond: „Getið þér sent hana til mín?“, og svo var Verecker sent skeyti á móti: „Ég skal koma með hana til yðar. Bond“. Við Laurie sagði Hesba ekki annað en þetta: — Nokkrum ár- um seinna tókst mér að ná sam- bandi við séra Verecker, og eftir það gekk allt eins og í sögu. Hún gerði sér ljóst, að hún gæti aldrei gert honum eða nokkrum öðrum lifandi manni skiljanlega alla þá byltingu, sem varð á lífi hennar í þá daga, en sú bylting var engu minni en hin, sem varð við dauða föður hennar. Hún gat skilið það sjálf, að hún væri frjáls manneskja, að hún gæti komið og farið að eigin vild á bænum, þar sem hún lifði í hóg- lífi á kostnað hr. Bonds. En konan, sem hún hafði strokið frá, fann hana þarna og kom, heldur ábúðarmikil, í fylgd með lögregluþjóni. Þau tvö komu að henni úti á akri á bænum og konan hljóp til hennar sigri hrósandi og æpti: — Þetta er hún! — Jæja, stúlka mín, þér er víst bezt að koma með henni húsmóður þinni, sagði lögreglu- þjónninn og öll svörtu sorgar- skýin sigu aftur yfir hjarta stúlkunnar. En þá var það, að hr. Bond kom vaggandi yfir ak- urinn, og æpti góðmannlega: — Hæ, þarna, látið þið telpuna afskiptalausa og snáfið þið burt! — Ég á stúlkuna, hún hefur strokið frá mér, æpti konan í æsingi, og lögreglumaðurinn bætti við: — Hún á að fara þang að sem hún á heima. — Það ættuð þið líka að gera, sagði hr. Bond rólega. — Hvaða sakir hafið þið á hendur henni? ■— Ja, það er svona, að þið haf- ið enga kæru á hana o.g enga handtökuskipun. Þér ættuð að hypja yður. Og þér líka, sagði hann við konuna. Mér líkar ekki nefið á yður. Lögreglumaðurinn gaf kon- unni olnbogaskot, og þau fóru svo Teiðar sinnar. Hesba var stórhrifin. Hún leit á hr. Bond, eins og einhverja yfirnáttúrlega veru, sem skipaði forlögum manna með einni handarbend- ingu. Þessu mundi hún aldrei gleyma og þá ekki ferðinni gegnum Hereford og Bristol, þar sem hún hljóp út í sólskinið á stöðv- arpallinum og át brauð og drakk te með hr. Bond, og flata lands- laginu í Somerset og rauðu klett ana í Devonshire, sem sjórinn skar í furðulegustu myndir, og svo litlu akrana og skógardalina í Cornwall. — Þér skiljið, ungfrú Lewison — þannig kallaði hann hana í gamni — að ég ætlaði þarna til Newpenny, hvort sem var. Nú, hef ég aldrei sagt yður það? Ég hef ofan af fyrir mér með því að mála myndir af fólki, og ég ætla að mála eina þar. Hún heitir frú Armytage. Hafið þér nokk- urtíma hayrt nefnda Söru Armi- tage? — Nei, herra. — Það megið þér ekki segja henni, ungfrú Lewison. Það er talið sjálfsagt, að enginn sá mað- ur sé til, sem ekki hefur heyrt hennar getið. Hún skrifar skáld- sögur og hún er forrík. Sem bet- ur fer er nefið á henni sæmi- legt.... En, bættd hann við.. —* yður mun finnast þessi New- penny hræðilegur staður. Allt lúsugt af listamönnum og rit- höfundum, sem safnast saman við altari frú Söru Armytage. SHtltvarpiö Þriðjudagur 19. marz. 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 „Við, sem heima sitjum" (Dag rún Kristjánsdóttir). 15.00 Síðdegisútvarp. 18.00 Tónlistartími barnanna (Jón G. Þórarinsson). 18.20 Veðurfregnir. — 18.30 Þing- fréttir. — 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Einsöngur í útvarpssal: Eiður Á. Gunnarsson syngur. Við hljóðfærið: Fritz Weisshappel 20.20 Þriðjudagsleikritið: „Nef- klemmugleraugun" eftir Sir Arthur Conan Doyle og Mic- hael Hardwick. — Leikstjóril Flosi Ólafsson. 21.05 Píanómúsik: Andor Foldes leikur lög eftir Brahms, de Falla, Poulenc o. fl. 21.15 Erindi á vegum Kvenstúd- entafél. fsl.: Dýrasjúkdómar, sem mönnum getur stafað hætta af (Kirsten Hendrik- sen dýralæknir). 21.40 Tveir óperuforleikir eftir Moz art: „Cosi fan tutte“ og „La Clemenza di Tito". 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (32). 22.20 Lög unga fólksins (Gerður Guðmundsdóttir). 23.10 Dagskárlok. Miðvikudagur 20. marz 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 „Við, sem heima sitjum": Sig- urlaug Bjarnadóttir les skáld- söguna „Gesti“ eftir Kristínu Sigfúsdóttur (8). 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla f dönsku og ensku. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Bond ola kasa“ eftir Þorstein Er. lingsson; IV. (Helgi Hjörvar), 18.20 Veðurfregnir. — 18.30 Þing- fréttir. — 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: ólafs saga helga; XX. (Óskar Halldórs- son cand. mag.). b) Haraldur Guðnason bóka- vörður flytur síðari frásögu sina af náttúruhamförum I Landsveit: Jarðskjáilftarnir 1896. 21.05 Föstumessa í útvarpssal. — Prestur: Magnús Runólfsson. Organleikari: Jón G. Þórar- insson. Stúlkur úr Miðbæjar- skólanum syngja. 21.45 íslenzkt mál (Dr. Jakob Bena diktsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (33). 22.20 Kvöldsagan: „Svarta skýið** eftir Fred Hoyle; IX. (Örn- ólfur Thorlacius). 22.40 Næturhljómleikar: a) Concerto grosso nr. 7 I B-dúr op. 6 eftir Handel. b) Sellókonsert í d-moll eftir Carl Philipp Emanuel Bach, 23.20 Dagskrárlok. ALLTAF FJÖLGAR YOLKSWÁGEN VOLKSWAGEN kemur yður ætíð á leiðar- enda. — Hvert sem þér farið, þá er VOLKS- WAGEN traustasti, ódýrasti og því eftir- sóttasti bíllinn. Pantið tímanlega. FERÐIST í VOLKSWAGEN HEILDYERZLUNIN HEKLA HF Laugavegi 170—172 — Reykjavík — Sími 11275. KALLI KUREKI -X -x — WITH THAT HOLE IN YOUR SHOULDEE, I FIS-UHE YOU'LL BE TAME EWOU&tl CTILL WE HANP YOU OVER TOTH'I ‘ THANkS FOE TH’.4S AK)' TH’ HAT, ^ PEOF/ MAYSE TH' DESERT SUN'LL COOK SOME SEMSE INTO YOU/ Eg býst við að þú verðir viðráðan- legur með þetta gat í öxlinni og við komum þér klakklaust í hendur lag- enna. TeiknarÉ Fred Harman — Þakka þér fyrir byssuna og hatt- inn, prófessor. Kannske eyðimerkur- sólin geti komið einhverju viti ion 1 hausinn á þér. — Náðu í hestinn þinn, Litli-Bjór, og rektu slóð Bykkju-Bjarna. Hann kemst ekki langt fótgangandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.