Morgunblaðið - 27.03.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.03.1963, Blaðsíða 3
Miðvikudag\ir 27. marz 1963 M O R G V /V R L A Ð IÐ 3 í DAG er alþjóðaleikhúsdag- urinn og í kvöld verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu leikritið Andorra, eftir sviss- neska leikritaskáldið Max Frisch. Fyrir helgina brá blaðamaður Mbl. sér í heim- sókn þangað og horfði á æf- ingu Andorra, sem fram fór undir leiðsögn austurríska leikstjórans Walter Firner. , Áður en æfingin hefst, seg- ir leikstjórinn mér, að hann sé hæstánægður með sam- vinnuna við leikarana. — Þetta fólk hefur ekki aðeins hæfileika, segir hann, heldur Fábjáninn (Árni Tryggvason), hermaðurinn (Bessi Bjarnason) og Andri (Gunnar Eyjólfsson). Hárið þitt vex aftur, Barblin. Eins og grasið á gröfunum. einnig geysilegan áhuga og ó- drepandi dugnað. Það er aldrei hægt að leggja fram nákværr.a áætlun eða lýsingu, sem leik- arar 'eiga síðan að haga túlk- un sinni eftir. Ég vil að þe\r reyni fyrst þá aðferð, sem þeir álíta rétta eða þeim er eðlilegust, og geri þá sjálfur mínar athgasemdir, þegar ég sé hvernig hún er. Þannig verður minna af leik þeirra áskapað eða sjálfrátt. Það er ekki hægt að lýsa list. Það er eins og þegar við elskum ein- hvern, þá getum við alarei gert okkur grein fyrir hvers vegna við gerum það. Nú hefst æfingin og Barblin hvíttar hús föður síns í tilefni af hátíð heilags Georgs. Það er ekk-i aðeins hátíð henago Ggorgs, sem gleður Andra, — gyðinginn í Andorra, heidur það að hann á að fá að verða trésmiður. — Mann langar til að kasta nafninu sínu eins og húfu upp í loftið, en ég stend hér bara og vef saman svunt- una mína. Þannig er hamingj- an. ★ • ★ Ekki verður Andri þó smið- ur, því sagt er, að hann og hans líkar séu alltaf að hugsa um peninga. Þess vegna er verkstæðið ekki staður fyrir haiin heldur verzlunin. Að honum er vegið frá öilum hliðum og menn keppast um að finna hjá honum einkenni, sem þeir tileinka Gyðmgum. Til hughreystingar segir presturinn: — Þegar þeir segja: Gyðingurinn er hug- laus, þá máttu vita það, að þú ert ekki huglaus, Andri, ef þú játast undir það að vera Gyðingur. Löngu síðar segir prestur- inn: — Þú skalt ekki gera þér mynd af Guði, drottni þínum, né mönnunurn, sem hann hefur skapað Einnig ég varð sekur um það. Ég vildi koma til móts við hann í kær- leika, þegar ég talaði við hann. Ég var einn þeirra, sem gerði af honum mynd, einn þeirra, sem hlekkjuðu hann, einn þeirra, sem komu hon- um í gálgann. ★ • ★ Nú birtist ný persóna á svið- inu, Senoran. Hún á ekki heima í Andorra, heidur fyr- ir handan, hjá þeim svörtu. Hún segir við kennarann: — Þú sagðir að sonur okkar yrði að taka það á sig. Nú þurfið þér að skýra fyrir hon- um, hvað það er að vera And- orri og segja honum að taka það á sig. Faðir við Andra: — Þú ert sonur hans. Það er sannleik- urinn. Andri: — Hversu margan sannleik hafið þið? Svona get- ið þið ekki komið fram gagn- vart mér.... 'Faðir: — Af'hverju trúirðu okkur ekki? Andri: — Ég á engan trún- að eftir handa ykkur. Faðir: — Þú vilt vera Gyð- ingur? Andri: — Ég er það. Ég vissi lengi ekki hvað það var. Andri (Gunnar Eyjólfsson) og Barblin (Kristbjörg Kjeld). Kennarinn björnsson). væri Gyðingur. Hvers vegna komstu af stað þessavj lygi? Kennarinn fellst á að leysa loks frá skjóðunni: — Ég mun segja, að hann sé sonur minn, sonur okkar, þeirra eigin hold og blóð.. Senora: — Af hverju ferðu ekki? Kennarinn: — Og ef þeir kæra sig ekki um sannieik- ann? Senoran við Andra: — Þeir svívirtu þig og mísþyrmdu þér, en því linnir. Sannleik- urinn dæmir þá, og þú, Andri, ert sá eini hér, sem ekki þarft að óttast sannleikann. Andri: — Hvaða sannleika? Enn er presturinn fenginn til að leiða Andra í sannleika um uppruna sinn. Kona kenn- arans segir við hann: — Það er erfitt starf, sem bíður yðar í þessu húsi, faðir. Þér hafið skýrt fyrir honum Andra okk- ar hvað það er að vera Gyð- ingur, og sagt honum að hann (Valur Gíslason) og gestgjafinn (Jón Sigur- Nú veit ég það ... Ég var glaður, græn skein sólin í trjánum, ég henti nafni minu á loft, eins og húfu, sem eng- inn átti nema ég, og niður dettur steinn, sem drepur mig. ★ • ★ Hinir svörtu að handan ráðast inn í Andorra, sem fell- ur í hendur þeirra án blóðs- úthellinga. Úr gjallarhornum innrásarliðsins hljómar: — Enginn Andorri hefur neitt að óttast. Andorrarnir hraustu leggja niður vopn þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar. Er þeir ganga fram hjá Andra og föður hans á torginu, segir Andri: — Tókstu eftir því, hvernig þsir ganga. Þeir líta ekki hver á annan. Og þessi líka þegjandi. Þegar það hefur gerzt, þá finn ur hver fyrir sig, hverju hann trúði aldrei, þess vegna ganga þeir svona einkennilega núna. Eins og Skfhjúpaðir lygarar. Framh. á bls. 22 STAKSTEIIMAR „Minnir óþægOega á vinstri stiómina*4 Fyrir skömmu kom út hjá Al- menna bókafélaginu bókin „ÞaS gerist aldrei hér“. Þetta er mjög athyglisverð skáldsaga, sem er í senn spennandi og verSug hug- vekja, því að þar er um það fjailað, hvernig þjóðirnar geta orðið afbeldinu að brá-ð, ef þær sofna á verðinunx Sagan gerist í Bretlandi, en Benedikt Grön- dal, ritstjóri Alþýðublaðsins, rit- aði grein, þar sem hann stað- setti söguna hér á landi og helztu persónurnar urðu þá Þórarinn Þórarinsson, sem meginábyrgð bar á því að Framsóknarflokk- urinn greiddi kommúnismanum götuna, Lúðvík Jósefsson, Magn- ús Kjartansson o.fl. Benedikt Gröndal segir í upphafi greinar sinnar: „Enda þótt bókin sé skáldsaga Og margt í henni umdeilanlegt, minna ýms smáatriði óþægilega á vinstri stjórnina sálugu, sér- staklega fyrir þá, sem þekktu til á bak við tjöldin á þeim árum. Þess vegna er fróðlegt að endursegja aðalefni bókarinnar og staðsetja það á íslandi moð íslenzkum nöfnum“. „Þjófylkingarstjóra** Bókina „Það gerist aldrei hér“ ættu sem allra flestir að lesa, því að hún tekur hug sérhvers lesanda. Þar er f jallað um mann- leg vandamál og undirtónninn eru ógnir þær, sem steðja að öllu mannkyni. Gjarnan mættu menn líka hafa það í huga við lestur bpkarinnar, að einn þeirra manna, sem kunnastur var öll- um hnútum á tímum vinstri stjórnarinnar, Benedikt Gröndal ritstjóri, skýrir opinberlega frá því, að bókin ir.inni „óþyrmilega á vinstri stjórnina sálugu“. Þann ig gerir þessi maður sér það Ijóst, að titill bókarinnar „Það gerist aldrei hér“ getur orkað tvímælis, ef skammsýnir og met orðagjarnir stjórnmálamenn láta kommúnista leiða sig skref af skrefi. Kommúnistar vita þaið líka, að eina von þeirra um að ná völdum hér á landi er eftir þeirri leið, sem þeir sjátfir nefna „þjóðfylkingu“, þ.e.a.s. að ná sair.úarfi við menn á borð við þá, sem nú rá.ða lögum og lof- um í Framsóknarflokknum, þjarma að öðrum flokkum, ein-. staklingum og fyrirtækjum, unz svo er komið að andstaða gegn fyrirætlunum þeirra er orðin veik og auðvelt að smeygja fjötr unum á þjóðina. Auðvelt hér í leyndaráætlun kommúnista unv valdatöku, þar sem þeir setja allt traust sitt á samvinnu við Framsóknarmenn, lýsa þeir því í smáatriðum, hve valdataka hér á landi sé miklu auðveld- ari en í öðrum löndum. Að þessu vék Einar Olgeirsson líka nýlega á fundi í kommúnistaflokknum, þar sem hann benti á það, að valdið yfir fjármagni og atvinnu- lífi væri hér á landi í ríkari mæli í höndum ríkisins en í nokkru öðru lýðfrjálsu landi. Þess vegna þyrfti lítið annað að gera í „þjóðfylkingarstjðrn“ en skipta um yfirstjórn ríkisfyrirtækja og banka. Þá væri auðvelt að kné- setja einkarekstur og laira and- stöðu gegn „alræði öreiganna". Úr þvi að hættan vofði yfir í vinstri stjórninni, þar sem Al- þýðuflokkurinn reyndi þó að hamla á móti, sézt ljóslega, hve miklu meiri hún mundi vera í „Þjóðfylkingarstjórn" Framsókn- armanna og kommúnista, því að hinir fyrrnefndu eru jafnvel ofsa fengnari í árásum og aðdróttun- um en sjálfir höfuðpaurar heirna kommúnismans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.