Morgunblaðið - 27.03.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.03.1963, Blaðsíða 2
2 MORCVNBLAÐ1Ð Miðvikudagur 27. marz 1963 Stuðningur við stefnu Vi&reisnars tjórn arinn ar í Efnahagsbandalagijnu glopraðist upp úr Framsóknarþingmanninum Jón Skaftason, þingmaður Framsóknarfl., ritaði í gær langhimd um Efnahagsbanda- lagsmálið í Tímann. Er þar um furðulegan samsetning að ræða, svo að játa verður að menn verða hálf ruglaðir við lestur hans, og hvað mundi þá vera um það að skrifa slíkt. Má vera, að þar sé fundin skýr- ingin á því, að greinarhöf. tek- ur aftur með einu orðinu það, sem hann segir í h inu. Hvað sem um það er, þá glopr Jón ast það á einum stað upp úr þingmanninum, að hann sé í raun réttri stuðn- ingsmaður stefnu ríkisstjóm- arinnar, þótt hann mótmæli sjálfum sér á öðram stað í greininni. Á einum stað segir hann: ,4 umræðum m.a. á þingi virðast allir ræðumenn vera sammála um tvennt. Hið fyrra er, að full aðild að bandalaginu henti ekki, og hið síðara er, að nauðsynlegt sé að ná samningum við banda- lagið um viðskipta- og tolla- mál a.m.k.“ Síðar segir Jón Skaftason: „Talað er um tvær færar leiðir til þess að ná þessu marki, þ.e.a.s. að tengjast bandalaginu sem aukaaðili skv. 338. gr. Rómarsamnings- ins eða að gera við það við- skipta- og tollasamning. Ljóst er að margt er það um þejsar leiðir óvitað og óskýrt í dag, er vitneskja fæst um síðar.“ Á enn öðrum stað segir greinarhöfundur: „Mér sýnist því engin á- stæða tU að rasa um ráð fram í ákvörðunum um tengsl við bandalagið, engin efnahagsleg rök neyði okkur tU slíks, ef allt er tekið með í reikning- inn.“ Þama segir Jón Skaftason umbúðalaust, að alUr séu sam- mála um nauðsyn á tengslum við bandalagið að um tvær leiðir sé að ræða og óljóst sé enn, hvor muni betur henta okkur, og loks að ástæða sé að doka við og sjá hvernig málin þróast. Þetta er í ná- kvæmu samræmi við þá stefnu, sem Viðreisnarstjóra- in hefur markað, en Framsókn armenn almennt ráðast á af mikilli heift. Síðar í greininni ræðst Jón Skaftason að viðskiptamáila- ráðherra fyrir það, að hann hafi fyrir alllöngu „harðneit- að því, að mögulegt væri að leysa vandamál okkar eftir toIlasamningsleiðinni.“ Síðar hafi ráðherrann raunar — og ríkisstjórnin öll — talið, að eðlilegt væri að halda þeirri leið opinni jafnt og aukaað- Udarleiðinni. En þegar hliðsjón er höfð af því, að þingmaðurinn telur, að tvær leiðir komi tU greina og óljóst sé, hvor heppUegri reynist að lokum, er það furðu legt að hann skuU ráðast að viðskiptamálaráðherra og telja meginsök hans þá, að hann hafi áður viljað loka þessari leið. Sannleikurinn er sem sagt sá, að það eru Fram- sóknarmenn, sem hafa talið brýna nauðsyn bera til þess að loka annarri leiðinni, án þess að kanna, hvort hún væri heppilegri en hin. í raun réttri er Jón Skafta- son því að ráðast á forystu síns eigin flokks, þegar hann segir það fráleitt að loka ann- arri leiðinni, sem tU greina getur komið. Segja má, að það sé virð- ingarvert, ef Jóni Skaftasyni er sjálfrátt, þegar hann Iýsir stuðningi við stefnu ríkis- stjórnarinnar, en hitt er því miður líklegra, að slegið hafi út í fyrir honum og hann muni því herða sig upp í fuUri ,„framsóknarmennsku“ og trúmennsku við stefnu foringjanna. Reykjavík ðnnur hðfuð- borg Danakdngs Þangað heíði Kristjdn X. getað farið í stríðinu, segir danskur fræðimaður RITSTJÓRI danska blaðsirts Information, Börge Outze, vinnur nú að stóru ritverki um heims- styrjöldina síðari, sem nefnist „Danmark under den anden verdenskrig”. Ritverk þetta fjall- ar einkum um þann þátt styrjald- arinnar, sem gerðist í Danmörku, eða hafði bein áhrif á aðstöðu Danmerkur, þótt víðar sé komið við. Ritverk þetta er gefið út í 64 síðna heftum, og fjallar nýút- komið hefti, hið Í2., um þá at- burði, er fylgdu í kjölfar hernáms Danmerkur og Noregs. Ræðir Outze þar uppgjöf Nor egs og ákvörðun Hákonar, kon- Ungs, að flýja land og stjórna því erlendis frá. Segir hann síðan: „í síðasta boðskapnum til norsku þjóðarinnar var lögð á það áherzla, að baráttunni væri ekki lokið, nú yrði aðeins að stjórna henni að utan. Upp úr því varð til hugtakið „Hinn frjálsi Noregur“, stríðandi þjóð 1 her- numdu landi. Frjáls norsk yfir ráðasvæði voru nú aðeins þilför á skipum. (Dönsk útlagastjórn hefði verið betur sett þjóðréttar- lega — það gerir t.d. Færeyjar og Grænland. Ef Danakonungur hefði breytt á sömu lund og Há- kon, hefði hann enn haft höfuð- borg: Reykjavík“. Morgunblaðið bað fréttaritara sinn í Kaupmannahöfn, Gunnar Rytgaard, að hafa samband við, Kristján X Börge Outze, og biðja hann að gera nánari grein fyrir þessu og skýra við hvað hann hefði átt með fyrrnefndum ummælum í bókinni. í gær barst Morgunblaðinu svarskeyti með eftirfarandi um- mælum höfundarins: „Ummæli mín eru rökrétt með tilliti til þáríkjandi sambands milli Danmerkur og íslands. Með an konungssambandið stóð, hafði Kristján konungur í rauninm tvær höfuðborgir, og hefði hann yfirgefið Danmörk hefði hann raunverulega getað sezt að í hinni höfuðborginni, Reykjavík. Ég held ekki að neinn hafi hugsað út í þetta þá, og ég hef ekki séð þessa hugsun koma neins staðar fram. En þetta hlyti að geta hafa átt sér stað, og frá fræðilegu sjónarmiði væri mjög fróðlegt ef varpað yrði ljósi á þetta þjóðréttarlega. En þó þessi hugsun hefði komið fram, hefði það engu breytt, því konungurinn vildi ekki yfirgefa Danmörk, þótt reynt væri að fá hann til þess“. Óeirðir Framhald af bls. 1. afleiðingum, að umferð fór öll úr skorðum. Allmargir menn særð- ust svo í óeirðunum að flytja varð í sjúkrahús og margir voru handteknir. I kvöld hafði mannfjöldinn dreifzt um miðborgina, en lög- reglumenn óttuðust að enn kynni að koma til vandræða, einkum fyrir utan Church House, nokk- ur hundruð metra írá þinghús- inu. Fólk þetta var fulltrúar 700.- 000 manna, sem atvinnulausir eru í Englandi. Flestir komu frá Norður-írlandi Skotlandi og Norðaustur-Englandi, en þar er atvinnuleysið mest. Fjórir ráðherrar, þar á meðal Maudling fjármálaráðherra hafa lýst sig fúsa að hefja viðræður um leiðir til lausnar þessa máls. Hafnarfjörður SPILAKVÖIjD Sjálfstæðisfé- Iaganna í Hafnarfirði verður í kvöld og hefst kl. 8.30. Spiluð verður félagsvist og verðlaun veitt. Siglufjarðar- skarð eitt lokað af snjó Siglufirði, 26. marz. — Mjög lítill snjór er í Siglufjarðar- skarði, aldrei verið minni á i þessum árstíma. Er það varla meira en 2—3 daga verk fyrir' eina ýtu að ryðja snjó af veg- inum, en Siglufjarðarskarð mun nú eini þjóðvegur lands- ins, sem ekki er opinn til um- ferðar. — Stefán. Paul Reumert áttrœður í GÆR, þriðjudaginn 26. marz, varð Paul Reumert, leikari átt ræður. Danir hafa sýnt honum margvíslegan sóma og dagblöð in dönsku minnast afmælis hans með greinum og myndum frá leikferli hans. Sjálfur hafði Reumert tilkynnt að hann yrði fjarverandi á afmælisdaginn og fór hann frá Kaupmanna- höfn, ásamt f jölskyldu sinni sl. fimmtudag. Ekki var vitað, hvar hann mundi dveljast. í tilefni áttræðisafmælis listamannsins komu út hjá Gyldendal-forlaginu tvær bæk ur, önnur eftir Reumert sjálf an „Teatrets Kunst“ en hin er minningabók um hann, skrifuð af vinum hans og samverka- mönnum, og nefnist hún „Bog en om Poul Reumert — Skrev et af hans Venner". Meðal þeirra, er skrifa þar, eru Bodil Ibsen, Henning Moritzen, Ed- vin Tiemroth, Marcus Mel- chior, Julius Bomholt, Osvald Helmuth og Sigurður Nordal. Gagnrýnandi danska blaðs- ins BT, Inge Dam, fer mjöig lofsamlegum orðum um bæk- urnar. Minnist gagnrýnandi á þann kapítula bókar Reum- erts, sem m. a. segir frá ræð- unni, sean Poul Reumert flutti á leiklistarráðstefnu í Reykja yík fyrir nokkrum árurn. Inge Dam segir: „Efni ræð- unnar var: Hvernig er bezt unnt að efla hið þjóðlega leik hús? Flestir töldu það bezt gert með skólum, þar sem íeik stjórar kenndu leikurum með aðstoð leiktjaldamálara, leik- búningateiknara, leiksviðs- stjóra og ljósamanna, — og þá var það, sem Reumert stóð upp og vakti rólega athygli á því, að í sérhverju leikhúsi í heiminum gæti einnig að finna leikara og leikkonur. Og hann kvaðst sjá vaxandi hættu, — já raunar upphafið á eyðileggingu leiklistarinnar — í sívaxandi valdi leikstjór- anna“. Fái fullan lífeyrisrétt hjá almannatryggingum Ríkisstjómin hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um Lífeyris- sjóð starfsmanna ríkisins, en breytingar laganna eru við það miðaðar, að tryggja opinberum starfsnr.önnum, sem lögin taka til, og eftirlátnum mökum þeirra og börnum, viðhlítandi ellilíf eyri, maka- og barnalífeyri, áa þess að stöðugt þurfi nýja laga- setningu um uppbætur á lífeyr- inn. Þessu er reynt að ná með eftirtöldum ráðstöfunum: 1) Allir þeir, sem lög þessi taka til, fá fullan lífeyrisrétt hjá al- mannatryggingunum. En ætla má, að Hfeyrir almannatrygging- anna verði í meginatriðum látinn taka bireytingum í samræmi við breytingar á kaupmætti kxónunn ar. 2) Reglan um að miða elli-, örorku- og makahfeyri við með- altal síðustú 10 ára er felld nið- ur og þess í stað miðað við síð- ustu laun sjóðfélagans. 3) Gert er ráð fyrir, að ef al- menn hækkun verður á launxim opinberra starfsmanna, skuli lif eyrisgreiðslur úr sjóðnum hækka á tilsvarandi hátt, en ríkissjóð- ur endurgreiða sjóðnum þó hækk un á iífeyrisgreiðslum, sem af þvi leiðir. Kynnisferð Heimdallar Heimdallur efnir til kynnis- ferðar til Akraness n.k. laugar- dag í samvinnu við Þór, féia.g ungra Sjálfstæðismanna á Akra- nesL Á Akranesi verður m.a. skoð- uð Sementsverksmiðja ríkislns undir leiðsögn sérfróðra manna. Haldinn verður fundur með ungum Sjálfstæðismönnum á Akranesi og þátttakendum, og loks mun í>ór, FUS, efna til dan3 leiks á Hótel Akranesi um kvöld- ið. Lagt verður af stað frá Reykja- vík kl. 2 eh. á laugardag. Vænt- anlegir þátttakendur láti skrá sig í síma 1 71 02 sem fyrst. Einmánuður byrjaður læg átt, sem var að. snúast 1 GÆR hyrjaði einmánuður. meir til austurs. í Frakiklandi Þá var á hádegi frostleysa var hlýtt, en ennþá kaldar á hér um allt land og hæg suð- Norðurlönduna. 2C. MakZ /9i3njt [ NA /5 hnáiar | ^ SV 50 hnútar X Sn/Homa » ÚSi V Shárir S Þrumur 'Wz, KuUathi! Hifasiii H Hmt | L* t-ZSlX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.