Morgunblaðið - 27.03.1963, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.03.1963, Blaðsíða 5
' Miðvikudagur 27. marz 1963 MORCinSBL 4Ð 1Ð A . M sjóshitnsli Vertu hjá mér, kvenmannskind kvæðalag að styrkja, ofurlitla mansöngsmynd má ég til að yrkjá. I>ó ég láti leika dátt ljóð á okkar fundum, þínar hef ég ástir átt ekki nema stundum. En þá voru aðrar til, oft um vetrarkvöldin sendu mönnum mætan yl. — mögnuðu ástarvöldin. Oft er farið upp í Naust, eta þorramatinn mikilmenni matarhraust mjög við skammtinn natin. Stundum er og þjórað þétt þegar á kvöldið líður, einnig líka undirrétt öldin teita bíður. Felli ég mig við feitan hupp finnst það góður skerfur, þegar glösin þurrkast upp. — l»egar ljóðið hverfur. I»ó einatt hafi átök hörð af óðarmætti dregið, vil ég láta á Vopnafjörð venda hróðrarfleyið. Bússnir voru hræður tveir búnir góðum þroska, út úr vörum ýttu þeir, ætluðu að veiða þorska. Aldan glotti, golan hló, garpar sinntu ei' æðrum, öslaði trillan út á sjó undir gildum bræðrum. Er þeir stýrðu inn að bólm öldu — greiðum — hrafni, hófst á sjónum ylgja ólm inn frá knarrarstafni. Fara bræður fram í stafn, felmtur upp er sprottinn, annar kallar Eysteins nafn, annar hét á Drottin. Býsnalega bræður þeir blíðum friði sviftust: Dpp úr sjónum uggar tveir ógnarfullir lyftust. Aldrei sá það veit ég vel, verri skepnu forðum drottinsmaðurinn Daniel djarfur í sínum orðum. Jóhannesar ekkert ýkt. orð um heiminn berast, aldrei honum hefir slíkt hrædýr opinberast. Tíu metra taldist langt tröllið Ránarsala, og á sundi afar strangt yppti ljótum hala. Skepnan illa, blá sem blek, bátum vildi farga, að þeim sneri ofurfrek, illt var þá til bjarga. Æðir fljót um hranparhyl Herjans skepnan grimma, enginn kann á slíku skil skrímsli hafsins dimma. Skeljum þakið skrölti við skrímslið Ránarsala, ægilegt var útlitið. — Ógnaði sonum dala. Dugir ekki Drottins nafn á Drafnarfles að tóna, Eysteinn reyndist öðrum jafn okkar líf að fjóna. Lúðvík ekki leggur lið lítt við hreysti talinn. — Hvern á karl að kvabba við Krjúsjeff eða Stalin? Þegar ekki leggja lið lýðir bolsarauðir, ætti að reyna íhaldið áður en sökkvum dauðir. Sigraðir ógnum sílakórs seggir bænum snúa ákaft nú til Ólafs Thors, á hann sögðust trúa. Til að auka öryggið okkur víst til bata, eins mun Gylfi leggja lið og legiónir Krata. Eykst nú hlýrum mætum magn, móður vaxa náði ef að skepnan gæti gagn gert á ísaláði. Gætum við skrítnu skrímsli náð, skrafaði vopnfirzk hetja, yfir Menntamálaráð mætti dýrið setja. Margan heyrði ég minnast þess, maður eða fjandi hæfur í þann helga sess hvergi finnst á landi. Færðust bræðilr Ásmóð í illa skepnu að fanga, reyndu dýrið röskir því reka upp að tanga. Virtist ekkert illt á leið allt fram gekk með snilli, fretaði rokkur, fleytan' skreið fjarðarnesja milli. Gnauðaði alda, gelti vél, glettnir vindar sungu, undan gnoð um ýsumel ótal boðar sprungu. Sóttu út á yztu mið, ekki sinntu kælum, aldrei kenndu ótta við Ægisdætra gælum. Fengu þreknir, þörskafjöld þar við lengi búa, síðan aftur undir kvöld inn að landi snúa. Levíathan líktist mest leiður skrímslisfjandi. Aldrei slíkan uslagest okkar bar að landi. Enginn kunni kappi snar kennsl á dýrið bera. Ætluðu Stalin ýmsir þar afturgenginn vera. Kom á bræður býsna hik, bjuggust sízt við griðum, ei sást skepna önnur slík uppi á grynnstu miðum. Ætlar skepnan ill og örg, auðsætt má það vera, okkur hverja banna björg, bágt er við að gera. Ærðist skepnan illa þá, elt af Ránargandi, téðum bræðrum flýði frá í fússi út með landi. Þa.rna sloppið firðum frá forðaði dýrið strandi. Einn bílstjóri ókind sá ösla burt frá landi. Útá er nú óðargrín, að fer vetrargríman. Búið Óðins brennivín. — Búin líka ríman. svb&pá. íbúð Einhleyp stýlka óskar eftir eins til tvegigja herb. íbúð ineð baði. Fyrirframgr. — Uppl. í síma 32566. .Aftaníkerra til sölu Ódýr, uppl. í síma 36820. Pínaó Gott Hornung & M0ller píanó til sölu. Uppl. í síma 3-81-91 eftir kl. 7 á kvöld- in. Kjallaraíbúð til leigu. að Söriaskjóli 62. — Sími 22946. I Kápur til sölu með skinnum og skinn- iausar á hagstæðu verði. Kápusaumastofan Díana Sími 18481 — Miðtúni 78. UNGUR, velmenntaður útlendingur, enskumælandi, óskar eftir góðri skrifstofuvinnu. — Upplýsingar í síma 1-73-38. I Bariiavagn j, Vel með farinn blár Pedegree barnavagn í síma 51176.' Ungur maður vanur afgreiðslu, óskar eftir vinnu við verzlunar- störf. Tilboð sendist afgr. Mbl., merkt: „Vanur — 6578“. Vantar 1 herb- Upplýsingar í síma 34995 og 19843. líbúð Góð 5—6 herbergja íbúð » óskast. Uppl. í síma 19246 eftir kl. 19,-. Til leigu risíbúð í Hlíðunum, 4 herb., eldlhús, bað, þurrkherbergi og geymsla, sér hitaveita. Tilboð merkt: „Skilvísi — 6575“ sendist Mbl. I Keflavík Hin viðurkenndu sænsku Tretorn .gúmmístígvél, kom in aftur. Veiðiver Sími 1441. 1 Keflavík Vinnufatnaðurí fjöl- ■ breyttu úrvali. Veiffiver Sími 1441. Athugið Er kaupandi að vel með förnum Volkswagen 1962, milliliðalauist. Uppl. í síma 50806 kl. 5—7. 1 Saumakona Vön að sníða og sautna kjóla o. fl. Vinnur beima hjá fólki. Up.pl. í dag kl. 2—6. Sími 36755. Stúlka óskast í sælgætisgerff. Uppl. í síma 20145 eftir kl. 2. * ■ Stúlka með 1 barn ( óskar að taka á leigu 1—2 herbergja íbúð. Húshjálp kemur til greina. Uppl. í ■ síma 20494. íbúð með eða án húsgagna ósk- ast í 2—3 mónuði. Uppl. í sírna 37993. ■ Atvinna óskast ; Stúlka, ensku-, dönsku-, og þýzkumælandi, óskar eftir atvinnu. Tilb. sendist Mbl., merkt: „6577“. ATHUGIÐ ! að borió saman við útbreiðslu er langtum ódýrara aff auglýsa i Morgunblaðinu, en öðrum blöðum. 1 AðaSfundur STYKTARFÉLAGS VANGEFINNA verður haldinn ; sunnudaginn 31. marz kl. 2 e.h. í dágheimilinu „Lyngás“ að Safamýri 5 í Reykjavík. D A G S K R Á : 1. Skýrsla stjórnarinnar. 2. Reikningar félagsins fyrir árið 1962. 3. Kosning 2. manna í stjórn félagsins til næstu þriggja ára, og 2. til vara. 4. Breyting á félagslvgunum. 5. Onnur mál. Stjórnin. Clæsílegt einbýlishús í smíðum er til sölu í nýja hverfinu við Vífilstaða- veginn. Flatarmál hússins er 218 fermetra að með- töldum bílskúr. Húsið er orðið fokhelt, með gleri í gluggum og járni á þaki. Uppdræ.iir eru til sýnis á skrifstofu minni. Málflutningsskrifstofa VAGNS E. JÓNSSONAR Austurstræti 9. — Símar 14400 og 20480.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.