Morgunblaðið - 27.03.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.03.1963, Blaðsíða 17
Miðvrkudagur 27. marz 1963 MORGVNBL'ABIB 17 Framhald af bl?. 10. — Norræn lisf heimsþekktur fyrir j’árnskúlp- túr sinn. Norðmenn höfðu nokkra sér Stöðu að þessu sinni. >að hafði verið óskað eftir að heiðra tvo nyl.tna málara þeirra, með því að sýna verk þeirra á sérstöku heiðursplássi. Próf- essor AXEL REVOLD var samtímis Jóni heitnuim Stef- ónssyni í málaraskóla Matisse á sínum tíma, og varð hann seinna kennari nokkurra ís- lendinga í málaralist. Hinn listamaðurinn var HENRIK SÖRENSEN, sem var álitinn einn fremsti myndlistarmaður í heimalandi sinu um áratugi. Af öðrum norskum málurum, sem ég hef ekki þegar nefnt má geta: GLADYS RAKNER- UD, sem varierar fyrirmynd- ir sihar í hreinum og ljósum litum; THORE HERAMB, sem máíar í nokkuð heitum litum; myndlhöggvarinn KJELD RAS MUSEN, sem á þarna fínleg portret og svartlistarmaðurinn ROLF NESCH, er sýnir af- 'burða tækni í listgrein sinni. Okkar listmenn er óþarft að kynna. Eitt gleður mig samt að geta fullyrt, að við stöndum okkur á þessari sýn- ingu ekkert verr en hinar þjóðirnar. Það er skemmtilégt að sjá, hve vel við föllum inn í þann hóp listamanna, sem sýna á þessari sýn- ingu. SIGURJÓN ÓLAFSSON fannst mér að vísu standa framar mörgum öðrum mynd- höggvurum stærri þjóðanna, ©g sama er að segja um verk JÓHANNS BRIEM. En það er cérstaklega eftirtektarvert, að við skulum geta teílt fram þeim bópi listamanna, sem fyllir jafnt pláss á slikri sýn- ingu og hinir, sem eru marg- falt fjölmennari og eiga við imiklu betri aðstæður að búa bvað listræn vinnuskilyrði •nertir. íslenzka þjóðin á hér krafta, sem hún má ekki láta fara veg allrair veraldar. Það er sannarlega kominn tími til, að almenningur geri sér það Ijóst, að við getum ekki kall- azt sjálfstæð menningarþjóð ón þess að virða og hlúa að þeim listgreinum, sem hafa *annað tilverurétt sinn og gera okkair fámennu þjóð gjald- genga menningarlega meðal Btærri þjóða. Nú er annars bezt að láta þennan lestur nægja. Ég veit ekiki, hvort nokkur hér heima græðir á nafnatalningu og at- hugasemdum. Ég hef reynt •ð hafa það efni eins stutt og mögulegt er og kýs heldur að eegja £rá því, hve þessi nor- ræna samvinna er ánægju- leg. Eins og alltaf vill verða, þá gera menn eins mikið fyrir •ina landa og mögulegt er, en ekki get ég sagt með sanni, að beinlínis hafi verið slegizt um veggi eða annað pláss á þessari sýningu. Þetta gekk allt vel og án stórtíðinda, og sem dæmi um bræðralagið, þá voru bókstaflega allir við- staddir kvöldið, sem norsku verkin loksins komu. En fyrst var skipið með lisbaverkin fast í ísnum einhvers staðar undam ströndum Finnlands, síðan varð löng töf vegna verk falls hafnarverkmanna í Abo, en þetta lagaðist allt á síð- ustu stundu, og margar hend- ur voru á lofti, þegar loks- ins sendingin kom. Stánius Fredrelksen, myndihöggvari frá Noregi, var búinn að bíða eftir dótinu sínu á aðra viku. Hann missti ekki kjarkinn, °g þegar verst leit út, tók minn maður tilhlaup í sýn- ingarsölunum, stökk í loft upp og dansaði nokkur spor í kó- sakkadans, maðurinn kominn á sjötugsaldur. Síðan brosti hann og sagði með hátíðleg- um svip: „Ja, vi elsker disse verker, naar de kommer frem“. Þannig vann hann bug á erfiðum dögum með góðu skapi og svolitlu í glasi af „Koskenkorva" (Það mun sam svara því, er við stundum nefnum svarta dauða). Dýrð- legur maður'Sbinius. Það er margt skemmtilegt, sem hægt er að segja frá, eft- ir þessa fáu daga í Helsing- fors. En til að þreyta ekki _ lesendur allt of mikið skal ég fara fljótt yfir sögu. All- ar móttökur hjá Finnum voru með miklum ágætum, og hjartahlýja streymdi frá þess- ari stórbrötnu þjóð. Þeir vildu bókstaflega allt fyrir okkur gestina gera. Síðasta daginn í Helsingfors er þiða um há- degið, og göturnar verða strax MIJRARAR Vantar múrara í vinnu við nokkrar íbúðir. Upplýsingar í síma 32455 milli kl. 12 og 1. Saumaslúlkur óskasl hálfan eða allan daginn. Klæðaverzlun Braga Brynjólfssonar Laugavegi 46 — Sími 16929. Skemmlibátur óskasl til kaups. Tilboð merkt: „6568“ verði skilað á skrif- stofu Morgunblaðsins fyrir 1. apríl. Afvinna Verkamenn óskast í stöðuga vinnu hjá Áburðar- verksmiðjunni í Gufunesi. Dagleg eftirvinna, frítt fæði og ferðir. — Upplýsingar á daginn hjá verk- stjóra í síma 3-20-00 og á kvöldin kl. 7—9 í síma 3 20 95. ÁBURÐARVERSMIÐJAN H.F. Skúr óskast Er kaupandi að skúr sem hægt er að flytja. Stærð ca. 4x8 m. — Upplýsingar í síma 12678 til kl. 6 s. d. næstu daga. Byggingafélag verkamanna í Rcykjavík íbúð lil sölu í 10. byggingaflokki. Félagsmenn sendi umsóknir sínar fyrir 31. þ. m. á skrifstofu félagsins Stór- holti 16. STJÓRNIN. heldur óþrifalegar af bleyt- unm. Ekki alveg ólíkt Reykja- víkurgötum á vissum árstíma, en þegar líður á daginn, er aftur komið frost. „Gerir ekk- ert til“, segja Finnarnir, „við eigum ekki von á vori fyrr en í maí“. Síðasta kvöldið er haldin veizla fyrir okkur í „Lista- mannagildinu", og þar er gam an að vera. Nú sjáum við Is- lendingar, að ekki er allt ó- líkt með Finnum og Islend- ingum. Það er dansað og sung- ið, menn kýta út af list og drekka síðan sáttarskál. Marg- ar sögur eru sagðar og mikið hlegið og hátt. En tíminn Mð- ur, og við gestirnir erum orðn ir nokkuð þreyttir eftir erfiði síðustu daga, enda eigum við að fljúga heimleiðis á morg- un. Það er að segja ef ekiki verður skollið á verkfall hjá Finnair. Kveðjurnar éru af- skaplega innilegar og hjart- næmar. Margir hafa orð á þvi, að til íslands verði þeir endi- lega að koma. Þannig skapazt jafnan dálítil rómantík við miklar fjarlægðir. Á leiðinni heim á hótelið fer ég að hugsa um, hvernig borg Helsingfors sé. Ég kemst að þeirri niður- stöðu, að hún sé nokkuð þung- lamaleg að vetrarlagi, en venj ist óvenju vel og fljótt. Gam- an væri að sjá þessa borg að sumarlagi. Á flugvellinum erum við kvaddir með mikh m kærleik- um ,og þegar við erum kornn- ir í loftið og fljúgum yfir hina endalausu ísbreiðu, sem ku vera haf að sumarlagi, fletti ég í lítilli ferðamanna- bók um Helsingfors, sem mér. hefur verið gefin. Um leið og ég athuga nokkur skip, sem eru að bögglast við að komast leiðar sinnar í ísn- um og líta út eins og leik- föng úr 10.000 feta hæð, verð- ur mér litið á setningu í þess- ari litlu bók, sem ég leyfi mér að nota sem lokaorð í þessa grein. Þar stendux í lausl. þýð.: „Helsingfors er hvorki Prag né Prestvík. Hún er minnsta Metropol í heimi, en hún þolir samt fullkómilega samanburð að minnsta kosti við Helsinki". Valtýr Pétursson. Ódýrasta fáanleg vegg- og loftklæðning er H ARDT E X Kostar nú eftir nýja verðlækkun aðeins kr. 20.83 per fermeter. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. Mars Trading Company hf. Klapparstíg 20 — Sími 17373. OREGOIM PIIME - VERÐLÆKKUN - N Ý K O M I Ð : Oregon Pine 314” x 514” Brenni 1”, 1 Yi”, 11/2”, 2”, 3” Mahogny 1”? 1 i/2” 2” Teak-br. 2”, 2%” Brenni og afrormosia kemur næstu daga. Tökum á móti pöntunum. HANNES ÞnRSmWSSOW tT Hallveigarstíg 10. Kjöfafgreiðsíumaður helzt vanur, óskast nú þegar í kjörbúðina Austurver, Skaftahlíð 22. Upplýsingar á skrifstofunni Vesturgötu 2. ' AUSTURVER H.F. Fermingargjafir Svefnbekkir (teak), bólstraðir með fjöðrum og listadún. Verð kr. 3450,00. Koinmóður. — Skrifborð. Húsgagnav. Þorsteins Sigurðssonar, Grettisgötu 13. — Sími 14099. Skrifsfofustarf Stórt framleiðslufyrirtæki vill ráða ungan mann með bókhaldsþekkingu, við bókhald og gjaldkerastörf. Gott kaup. Framtíðarstarf. Tilboð merkt: „Skrif- stofustarf — 6371“ leggist inn á afgr. Mbl. fyrir há- degi n.k. laugardag. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.