Morgunblaðið - 27.03.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.03.1963, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 27. marz 1963 írtgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arní CJarðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Að^lstræti 6. Au^lýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakib. NÝSKIPAN FERÐAMÁLA i sl. sumri skipaði Ingólfur Jónsson, samgöngumála- herra, þriggja manna nefnd til þess að gera tillögur um framtíðarskipan ferðamála á íslandi. Hefur nefnd þessi nú skilað, áliti og ríkisstjórnin síðan lagt það fyrir Alþingi í frumvarpsformi. í frumvarpi þessu eru ýms- ar nýjungar, sem líklegar eru til þess að stuðla að auknum ferðamannastraumi til lands- ins og bæta aðstöðuna til mót- töku innlendra og erlendra ferðamanna. Þar er m. a. gert ráð fyrir, að einkaréttur Ferðaskrifstofu ríkisins til móttöku erlendra ferða- manna falli niður. Munu því allar ferðaskrifstofur, sem fullnægja þeim skilyrðum, sem sett eru í hinni nýju lög- gjöf, hafa rétt til þess að ann- ast móttöku erlendra ferða- manna. Hins vegar er gert ráð fyrir því, að Ferðaskrifstofa ríkisins starfi áfram sem al- menn ferðaskrifstofa. Eru henni falin ýmis verkefni í þágu landkynningar og ferða- mála í landinu. Meðal merkustu nýmæla í frumvarpinu er stofnun ferða málaráðs, en í því munu eiga sæti fulltrúar frá báðum flug- félögunum, Eimskipafélagi ís lands, Félagi sérleyfishafa, Ferðaskrifstofu ríkisins, Sam- bandi veitinga- og gistihúsa- eigenda og Landssambandi islenzkra ferðaskrifstofa. — Hlutverk - ferðamálaráðs skal m.a. vera að vera Alþingi og ríkisstjórn ráðgjafandi um allt það, er að ferðamálum í landinu lýtur, að gera áætl- anir og tillögur um skipun gistihúsamála í landinu, svo sem um það, hvar einkum sé nauðsynlegt að gistihúsakost- ur verði aukinn eða bættur, hver tegund gistihúsa skuli vera á hverjum stað og með hvaða hætti þeim verði kom- ið upp. Þá er með lögum þessum stofnaður sérstakur sjóður, er nefnist ferðamálasjóður. Er hlutverk hans að stuðla að byggingu gisti- og veitinga- húsa í landinu og bæta þann- ig skilyrði til að veita inn- lendu og erlendu ferðafólki sem beztar móttökur og að- búð. Skal árlega greiða úr ríkissjóði framlag til ferða- málasjóðs, er sé eigi lægra en ein milljón króna. Ferðamála- sjóði er heimilt, með sam- þykki ráðherra, að taka lán allt að 20 millj. kr. og er fjár- málaráðherra heimilt að á- byrgjast slík lán fyrir hönd ríkissjóðs. Hefur framlag til ferðamálasjóðs þegar verið tekið á fjárlög fyrir frum- kvæði Gunnars Thoroddsens, f j ármálar áðherra. Það nýmæli er einnig í þessu frumvarpi að ráðherra er heimilað að ákveða að fenginni umsögn ferðamála- ráðs, að greiddur skuli að- gangseyrir að fjölsóttum ferðamannastöðum sem eru í eign ríkisins, enda sé fé það sem þannig safnast að frá- teknum innheimtukostnaði, eingongu notað til fegrunar og snyrtingar viðkomandi staðar, og til þess að bæta að- stöðu við móttöku innlendra og erlendra ferðamanna, sem þangað koma. Hér er vissulega um merki- legt umbótamál að ræða. — Ferðamálunum hefur ekki verið sýndur sá sómi, sem æskilegt væri hér á landi. Með bættum samgöngum hef- ur ferðamannastraumur hing að stóraukizt, en öll aðstaða til móttöku þeirra hefur ver- ið hin erfiðasta fram til síð- ustu ára. Mikill hótelskortur hefur ríkt og aðstaða hin erf- iðasta til móttöku gesta á flestum stöðum, sem fjölsótt- astir hafa verið af erlendum ferðamönnum. Þingmenn Sjálfstæðis- flokksins hafa á undanförn- um árum oft flutt frumvarp og tillögur til umbóta í þess- um efnum. Munu þeir því fagna sérstaklega frumvarpi því sem ríkisstjórnin hefur nú lagt fram. Með því er mörkuð raunhæf stefna í þessum málum. Er ástæða til þess að ætla, að þing og þjóð muni taka henni vel og þetta frumvarp muni verða að lög- um á þessu þingi. LÆKKUN SEMENTS- VERÐSJNS C*ú ákvörðun stjórnar Sem- entsverksmiðju ríkisins að lækka verð á sementi um 70 kr. lestina vekur mikla at- hygli. Aðalorsakir hennar eru samkvæmt yfirlýsingu verk- smiðjustjórnarinnar tvær. í fyrsta lagi að fyrirsjáanleg er mikil aukning á sementsnotk- un í landinu. Er gert ráð fyr- ir, að sementsnotkunin fari upp í 90 þúsund lestir á þessu ári á móti 75 þús. lestum á síðasta ári. Þar að auki koma svo 12 þúsund lestir, sem seld ar eru til Bretlands. Hitt atriðið, sem stuðlar að New York, 13. febrúar. — NTB-Reuter — Af í yfirlýsingu einnar af sérstofnunum Sameinuðu þjóðanna, sem birtist fyrir nokkru, segir frá því, að í vissúm hlutum heimsins verði meira en helmingur barna hundurdauðanum að bráð, áður en þau ná eins árs aldri. Nær þessi skelfilega staðreynd til milljóna barna. Aðrar milljónir ungbarna þjást af skorti á mikilvæg- ustu næringarefnum og bíða þess aldrei bætur, þótt þau kunni að lifa það af. í yfirlýsingunni, sem undirrituð er af fram- Þetta litla barn frá Kenýa er eitt af beim milljónum barna, sem þrjást af skorti á mikilvægum næringarefnum. Barnið þjáist af sjúkdómi, sem nefndur er „kwashiokor“ og stafar af skorti á eggjahvítuefnum Meira en 400 milij barna þjást af skorti á næringarefnum Þróuð ríki herði bardttuna gegn sulti, fdtækt og fdvizku kvæmdastjóra matvæla- og landbúnaðarstofnunarinnar FAO og barnahjálparsjóðsins UNICEF er skorað á þau ríki, sem vel eru á veg komin tæknilega, efnalega og menn- ingarlega, að vinna að því að vekja athygli og skilning fólks á baráttunni gegn sulti og hvetja til þátttöku í þeirri baráttu. Yfirlýsingin var birt í aðal- stöðvunum í New York í upp- hafi herferðar gegn hungrinu í ýmsum hlutum heims. — Þar segir meðal annars: „Af öll- um þeim þjáningum, sem leiða af sulti og vannæringu, eru þó skelfilegastar afleiðingarnar, sem bitna á milljónum og aftur milljónum barna — saklausra barna — sem verða fórnardýr fátæktarinnar og — í flestum til- fellum — fávizkunnar. í vissum hlutum heims deyr annað hvert barn, skömmu eftir fæðingu. Af um það bil 800 milljónum barna í vanþróuðu ríkjunum, þjáist meira en helmingur af skorti á eggjahvítuefnum og öðrum mikilvægum næringarefnum. — Þúsundir og aftur þúsundir bíða þessa aldrei bætur, þótt þau kunni áð lifa hörmungar sultar- ins af“. 1 yfirlýsingunni segir enn- fremur, að fyrir lok þessarar aldar verði börnin í heiminum helmingi fleiri en nú og því liggi mikið við, að beitt sé öllum nýtízkulegustu aðferðum í land- búnaði og vísindalegum upp- götvunum, sem miða að því að auka næringargildi matvæla. — Nauðsynlegt sé að auka kennslu í meðferð nýjustu tækja og herða baráttuna gegn öllum London, 22. marz — (NTB) — TALSMAÐUR brezka verzl- unarmálaráðuneytisins skýrði frá því dag, að brezka stjórn- in hygðist ekki banna brezk- um útflytjendum, að selja rör til Sovétríkjanna. í byrjun vikunnar bannaði stjórn Vest ur-Þýzkalands útflutning á slíkum rörum til Sovétríkj- anna. — þeim sjúkdómum, sem hindra afköst í landbúnaðinum. Þessi vandamál eru nátengd því vandamáli hve bilið' er breitt — og fer vaxandi — milli auðugra rikja og fátækra. Fá- tækar þjóði/ þarfnast ekki að- eins skyndihjálpar og matvæla- gjafa, heldur einnig aðstoðar við að hagnýta sér þær leiðir sem til eru til nýtingar þeirra nátt- úrulinda, sem fyrir hendi eru á hverjum stað. Segir að lokum, að k&ppa beri að því að fræða mæður og börn um vísindalegar aðferðir við jarðyrkju, svo að þau geti létt baráttuna við mat- vælaskortinn. Rússlands Þær fregnir höfðu borizt" til Bretlands, að brezka stjórnin og stjórn Vestur-Þýzkalands hefðu rætt bann við útflutningi röra tii Sovétríkjanna, en talsmaður brezka utanrikisráðuneytisins bar þessar fregnir til baka i dag. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum í London, að brezka stjórnin hafi hafnað tilmælura fundar Atlantshafsbandalagsríkj- anna í des. sl. um að bandalags- ríkin seldu ekki stálrör til komrn únistaríkjanna. Bretum helmilt að selfa stálrör til lækkun sementsverðsins, er það, að í verksmiðjunni sjálfri hafa farið fram rann- sóknir og verið gerðar ráð- stafanir til að nýta sem bezt vélakostinn og fá sem mest út úr honum. Ennfremur hafa verið gerðar þær tæknilegar breytingar, sem stuðla að auknum sparnaði. Með þessu hefur tekizt að spara milljón- ir króna. Hin íslenzka stóriðja er á réttri leið. Aukin hagkvæmni í rekstri og vaxandi fram- leiðsla lækkar sementsverðið og auðveldar þar með bygg- ingarframkvæmdir í landinu. Þetta er vissulega gleðileg þróun, sem lofar miklu um framtíðina. ANNRIKI Á ALÞINGI lmennt er nú gert ráð fyrir, að Alþingi ljúki störfum skömmu eftir páska. En mik- ill fjöldi stórmála, sem ríkis- stjómin beitir sér fyrir, liggja fyrir þinginu. Má því búast við miklum önnum á Alþingi þær vikur, sem það á eftir að sitja á kjörtímabilinu. Öll störf þessa þings hafa mótazt af farsælli forystu ríkisstjórn arinnar um flutning margs konar nytjamála. Er það mál allra er til þekkja, að allt ann- ar svipur hafi verið á störfum Alþingis á kjörtímabili Við- reisnarstjórnarinnar, en þeg- ar vinstri stjómin fór með völd. Þá setti glundroðinn og forystuleysi allan svip á störf þingsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.