Morgunblaðið - 27.03.1963, Síða 10

Morgunblaðið - 27.03.1963, Síða 10
10 MORCUl\nT4ÐlD Miðvikudagur 27. marz 1963 ÞAÐ er hvít jörð hjá Skotum, þegar við lendum í Glasgow. Jótland er allt allt undir snjó, þegar við förum þar yfir, og skaflar á Kastrup, þegar viÓ lendum þar. Nú er Danmörk ekki græn, hún er hvít. Það er hrímþoka í Kaupmanna- höfn, og við yljum okkur við bragðgott öl á knæpu, áður en lagzt er til svefns. Að koma frá íslandi í þetta sinn er ekki ólíkt því, að flugmennirmr okkar hefðu villzt og farið til Grænlands í stað Danmerkur. En svona getur nú heimurinn okkar stundum verið kaldhæð inn og óútreiknanlegur. Þetta Valtýr Pétursson listmálarí: Norræn list í Helsingfors er nú aðeins byrjunin á bless- aðri veðráttunni, það eigum við eftir að sannreyna ei ,m dag í Svíþjóð og seinna í Finn landi. Þegar við stígum úr flugvél inni í Helsingfors, er nístandi kvöldkuldi og flugvölliu-iim ein klakahelia. Milli 15 og 20 stiga frost takk, og ég, sern bý á hitaveitusvæðinu, fæ auðvitað strax kuldasting í magann af hitabreytingunni. Þrátt fyrir margumtalaða sparnaðaröldu hjá SAS, bá hita þeir enn vélar sínar af mikilli umhyggju fyrir far- þegana. Og fyrstu viðtökur hjá Finnum eru dálítið ó- venjulegar. Tollverðir eru sér staklega strangir og líta í hverja tösku, það er nefnilega verkfall hjá stéttinni, og nú virðist ríða á miklu að sanna, hvað starf þessara opinberu aðila er mikilsvert. Þeir af- greiða sem sé farþega á flug- vellinum með undanþágu. En allir erfiðleikar taka enda, og það er ekki langt, þar til við erum komnir heilu og hölduu inn til borgarinnar í sjóðheit hótelherbergi. Það er komið fast að miðnætti, og við eig- um að mæta til vinnu snemma næsta morgun við undirbún- ing að sýningu Norræna list- bandalagsins. Það er því bezt að halla sér sem fyrst og vera sprækur að morgni. Enda er- um við búnir að hlaupa um all an Stokkhólm um daginn. Stórt og áberandi spjald hangir á emum vegg herberg- isins. Þar er það stíft tekið fram, á mörgum tungumálum, að notkun áfengra drykkja og ókristilegt athæfi og hugarfar sé stranglega bannað í þessu húsi, að öðrum kosti veiði gestir að leita sér hælis ann- ars staðar. Eg snara mér í bað og fæ mér síðan lítið glas af ferða- pela mínum, gít hornauga til spjaldsins á veggnum og pota síðan pelanum niður í tösku til vonar og vara. skríð í bæi- ið, og mikil er sú blessuð ró og sæla. En Adam var ekki lengi i Paradís. Þegar ég er að festa blundinn, er gengið nokkuð harkalega um ganginn og einna likast því, að heil her- sveit þrengi sér inn í næsta herbergi. Upphefst nú h:nn gífurlegasti söngur og alls kon ar hljóðmerki, sem ég kann engin skil á, og ég glaðvakna við þessi læti. Mér varð ó- sjálfrátt litið á spjaldið með boðorðunum á veggnum, en það bara hékk þarna og virc- ist kæra sig kollótt, ef til vill var ekkert spjald í næsta her- bergi? Hitt var víst, að gest- irnir þeir höfðu annað hvort ekki rekið augun í reglurnar eða voru ákveðnir í að reua burt í dögun eða skipta um hótel. Það eitt vissi ég þarna andvaka í Helsingfors, að ekki var hreint og ómengað vatn í glösunum þeirra fyrir handan vegginn, en hvort hug arfarið var kristilegt eða ekki, hafði ég enga hugmynd um. Það einasta, sem ég gat gert, var auðvitað að seilast eftir reisupelanum í tösku minni, fá mér smakk, með kristilegu hugarfari, stilla honum síðan á borðið, og þar stóð hann ail- an þann tíma, sem ég átti eft- ir að búa á þessu siðsama hót- eli, og enginn sagði neitt við ' því. Undir morgun færðist ró yfir söngfólkið, að því er ég tel, en auðvitað var ég sofn- aður áður. Þegar ég næst var með meðvitund, var kominn tími til að fara á fætur, fyrsta nóttin í Helsingfors var liðin. Ég kvarta yfir svefnleysmu við finnskan vin minn, þegar komið er á vinnustað, og hann svarar mér með ekta finnsk- um húmör: „Finnskt orðatii- tæki segir: — Sjaldan er það ein og sama hönd, sem dregur tappa úr flösku og setur á sama stað aftur.“ Þannig eru Finnar, glaðværir, æðrulausir. kraftmiklir og vila ekki fyrir sér mótgang eða veðurfar. Ef kvartað er um kulda, getur maður fengið það svar, að „í Finnlandi séu níu vetrármán- uðir og þrír kaldir mánuðir." Það þarf varla að taka það fram, að við af hitaveitusvæð • inu í Reykjavík, hristum bara kollinn við slikum yfirlýsing- um og hugsum sitt hvað í hljóði. Jæja, þá er bezt að láta þetta duga, sem inngang og ferðarollu, en komast að sjálfu efninu, sem auðvitað er „Norræn list 1953—19f>3“ í Atheneum, Helsingfors. Þetla er ellefta norræna samsýning- in, sem Norræna listband'-lag- ið stendur fyrir, og þess er skemmst að minnast, að scin- asta sýning af þessu tagí var haldin hér í Reyxiavík í sept- ember 1961. Með því að sk;pt.a þessum sýningum á milli þátt- tökulandanna, ætti að geta orðið gagnkvæm og nytstím kynning á myndlist innan þessara ríkja. Hugmyndin er ágæt og með þessum ellefu sýningum hefur þegar fengizt merkur árangur. Listamenn vekja athygli meðal annarra þjóða en sinna eigm, og nokk urt menningarmat er lagt á hverja þjóð fyrir sig, en auð- vitað er það fyrs* og Lemst heildarsvipur þess, sem er að gerast í myndlist á Norðvir- löndum, sem gremilega kem- ur fram við slík tækifæri og þessar sýningar. Það er nú einmitt aðaltilgangur sýning- arinnar, og því boðorði heiur verið stranglega fylgt að þessu sinni í Helsingfors. Og hvað er að gerast? Megnið af þeim listaverkum, sem eru á sýn- Danskur málari, sem vinnur í dönsku umhverfi, hlýtur allt af að hafa eitthvað í verkum sínum, sem gefur til kynna, að hann lifir og hrærist í um- hverfi sínu, ef verk hans eru heiðarleg og sönn. Sama er að segja um Finna, Svía, Norð menn og íslendinga. Hver þess ara þjóða hefur sterk sérem- kenni, sem ekki verða snið- gengin. Það er heldur engin hætta á, að góð list tortímist í meðaímennsku fjöldans. Þaff er einmitt tilgangur listarinn- ar að endurnýjast og víl.ka sjóndeildarhringinn. Ég fær ekki annað séð af heildirsvip sýningarinnar í Helsingfors en að einmitt þetta hafi tekizt á Norðurlöndum nú seinustu árin, og þótt ekki séu nema tvö ár, frá því er við sáum slíka sýningu hér í Reykja- einkum eftirtekt: MARY SUNDSTRÖM-CEDER- CRANTZ með fínlegum litum í uppstillingum og módel- myndum, LAGE LINDELL, stórvirkur málari, sem hefur einfalda en sterka litameð- ferð, C. O. HULTÉN, sem mál- ar stórár myndir á sérlega frjálsan hátt, en nær sterkum og heillandi áhrifum. Mynd- höggvarinn PALLE PERNEVI vinnur aðallega í járn og er þegar orðinn vel þekktur og mikils metinn um Norðurlönd. Það er ósvinna að telja hér upp meira af nöfnum, en sem heild stóðu Svíar sig vel í þess ari sýningu, og ég efast um, hvort þeir hafi komið öllu sterkari til móts fyrr. Af Finnum var það málar- •inn SAM VANNi, sem vakti mesta eftirtekt með gríðar- stórri klippmynd sem var frumdráttur að veggskreyt- ingu, er hann hefur gert i stórhýsi í Helsingfors. ANITA LUCANDER er n.jög fínleg i litameðferð sinni. JAAKKO SIEVÁNEN málar með nokk- urri herkju og surrealistísk- um undirtón. Forndýrkendurn ir, NORDSTRÖM og CARL- STEDT, vöktu einnig athygU. Af myndhöggvurum má benda á verk TUKIAINEN, sem gert hefur Mannerheim styttuna fyrir framan þinghús ið í Helsingfors, en hefur nú söðlað um og sýnir algerlega abstrakt verk, unnið í járn- plötur og raflýst að innan. EILA HILTUNEN vinnur einnig í járn, en nokkuð þótti mér verk hennar misjöfn á þessari sýningu Danir stóðu sig vel á þess- ari sýningu. Það var ekki hvað sízt að þafeka CARL-HENN- ING PEDER.SEN, sem margir kannast við hérlendis. Hann er sterkur málari, sem sýnir viðkvæmni og skáldlega æð í verkum sinum. Var val mynda hans mjög vandað, og ég hef efeki séð hann standa jafn sterkan á sýningu fyrr. RICHARD MORTENSEN er frægastur allra danskra mál- ara í dag. Hann átti sérlega eftirtektarverðar myndir á seinustu sýningu hér, ea nú ingunni, eru abströkt, að vísu í nokkuð ólíkuvn stíltegund- um, og greinileg eiu hin mis- munandi viðhorf, sem lista- mennirnir hver fyrir sig túika. Litameðferð er emnig mjög misjöfn og gefur sýningunni bréiðan og skemmtilegan svip. Straumar í myndlist Norður- landa eru auðvitað runnir úr ýmsum áttum, en þeir eru einnig tileinkaðir og notaðir á mjög mismunandi hátt í hverju landi fyrir sig. Þannig hefur tekizt að auka nútíma- viðhorfum í listum við þá hefð, sem var fyrir á Norður- löndum, án þess að glata hin- um upprunalegu einkennum listar hverrar þjóðar fyrir sig. vík, þá hafa orðið miklar breytingar. Já, ótrúlegar breytingar á svo örskömmum tíma. Það eru helzt frændur vorir Norðmenn, sem virðast fara sér hvað hægast í glím- unni við nútímaviðhorf. Samt sýndu þeir verk eftir ungan málara, sem vakti athygli, ODD TANDBERG. Hann er hreinn formdýrkandi, en ekki get ég gert að því, að mér fannst eins og verk hans bæru það með sér, að þessi listgrein væri ekki búin að ná veruleg- um þroska meðal landa hans. Svíar áttu þarna listamenn, sem vöktu óskerta athygli. bæði málara og myndhöggv- ara. Af málururn J-eirra vöktu sýnir hann verk, sem mé* virðast ekki að neinu leyii jafnast á við hans fyrri verk. Meðal annarra sem vöktu eft- irtekt má nefna: EGIL JACOB SEN, OLE SCHWALBE og SIGURD SWANE. Af mynd- höggvuiruim þeirra átti AST- RID NOACK styttuna af Anna Anoher, og er það eitt mest virta listaverk sinnar tegund- ar í Danmörk. ROBERT JACOBSEN átti þarna ágæt verk, og sama má segja um SÖREN GEORG JENSEN. Þessir myndhöggvarar hafa báðir átt verk á sýningu hér heima, og JACOBSEN er Framíhald á bls. 17. e

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.