Morgunblaðið - 05.04.1963, Side 8

Morgunblaðið - 05.04.1963, Side 8
8 !# o RCtnvnr a n i» f FSstudagur 5. aprfl 1963 hefur samþykkt eftirfarandi: „Með skírskotun til 2. gr. reglugerðar um úthlutun húsnæðismálastjómar á íbúðarlánum, ályktar hús- næðismálastjórn að telja eingöngu þær íbúðir, sem ekki hafa verið teknar í notkun fyrir meira en 2 ár- um, áður en að húsnæðismálastjórn berst umsókn um lán til hennar, sem nýja íbúð og lánshæfa, ef hún að öðru leyti uppfyllir önnur skilyrði útláns- reglugerðarinnar. Samkvæmt Jramansögðu eru því lánsumsóknir þeirra, sem búið hafa í íbúðum sínum í 2 ár eða lengur þegar umsókn berst, ekki lánshæfar frá og með birt- ingu þessarar auglýsingar. Reykjavík, 5. apríl 1963 HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN RÍKISINS. Garðyrkjuraðunautur óskast til starfa í þrjá mánuði í sumar á Suðurlandi. Upplýsingar gefur: Ragna Sigurðardóttir Þóru- stöðum sími um Selfoss. Sagan um PRINZINN berst sveit úr sveit. FÁLKIIMN HF. Laugavegi 24 — Reykjavík Verð kr: 119.700 Söluumboð á Akureyri: .Lúðvík Jónsson & CO. A. [. VEGGHðSGÖGNIN Axel Eyjólfsson Skipholti 7, símar 10117 — 18742. Björn Jónsson Lyngholti HINN 22. marz 1963 andaðist að heimili sínu, Lyngholti við Hvammstanga, Björn Jónsson, fyrrum skólastjóri, rúmlega 63 ára að aldri.' Björn heitinn var fæddur á Tjörn á Vatnsnesi, Í0. nóv. 1899. Foreldrar hans voru séra Jón Stefán Þorláksson og Ragnheiður Pálsdóttir, frá Dæli í Víðidal. Atta ára gamall missti hann föður sinn og var þá tek- inn í fóstur af séra Jóni Þor- valdssyni, sóknarpresti á Stað á Reykjanesi, og Ólínu Snæbjörns dóttur, konu hans. Á því rausn- ar- og myndarheimili dvaldist Björn síðan öll sín æsku- og upp vaxtarár, unz hann lauk kenn- araprófi árið 1926. Fluttist hann þá á bernskustöðvar sínar og ^gerðist kennari í Kirkjuhvamms- hreppi, og síðar skólastjóri á Hvammstanga. Árið 1928 kvænt- ist Björn Margréti Jóhannesdótt- ur frá Skáleyjum á Breiðafirði, en hún var einnig að nokkru leyti alin upp hjá prestshjónun- um á Stað. Eignuðust þau hjón téær dætur, Ragnheiði, hjúkrun- arkonu, og Maríú, ljósmóður. Auk þess ólu þau hjón upp einn fósturson, Sævar Straumland. Á æskuárum Björns á Stað ráku þau prestshjónin þar umfangs- mikinn og rausnarlegan búskap og vandist hann því þegar á unga aldri öllum venjulegum sveitastörfum og grunar mig að hugur hans hafi öðrum þræði hneigzt til búskapar, enda réðist hann síðar í að reisa sér nýbýlið Lyngiholt, jkammt utan og ofan við Hvammstanga. Má segja að öll sú vinna, sem í þá uppbygg- ingu fór, hafi verið frístunda- vinna frá erilsömu kennslustarfi. Að Lyngholti var gott að VELJIÐ YÐAR VOLVO STRAX Það er alltaf vandasamt að velja sér bifreið, — en þó sérstaklega hér á landi, þar sem veðurfar og vegir virðast ekki sem heppilegastir fyrir margar tegundir bifeiða. VOLVO er byggður með sérstöku tilliti til slíkra aðstæðna. Komið strax og kynnið yður hinar ýmsu gerðir af VOLVO, þér getið valið um 75 og 90 ha. vél — 3ja og 4ra hraða gírkassa og VOLVO fæst 2ja og 4ra dyra. Komið sjáið oy reynið VOtvo Eflið NEYTEIMDASAMTÖKIN d 10 dra afmæli þeirra Móttaka nýrra félagsmanna í bókaverzlunum Sig- fúsar Eymundssonar og ísafoidar í Austurstr., þar sem afhent eru 3 síðustu tbl. Neytendablaðsins. Einnig á skrifstofu samtakanna, Austurstr. 14, kl. 5—7, og í síma 1 97 22 allan daginn. Fleiri félagsmenn — Meiri útgáfa Aukin starfsemi. koma. Mér virtist allt svipmót heimilisins mótað af snyrti- mennsku utan húss og innan, og prúðmennsku til orðs og æðis, yljað af hógværum næmleik húsbændanna til að gera gestin- um dvölina sem ánægjulegasta. Gestrisnin var ekki í efa dreg- in. Björn var vel greindur, söng- elskur og fróðleiksfús. Dagfar hans mótaðist af alvarlegri hóg- værð og samvizkusemi, en undir sló þó strengur græzkulausrar kímni. öll sýndarmennska var honum fjarri. Hann var trygg- ur og vinhlýr. Hann var rækt- unarmaður, í tvöfaldri merkingu, maður mennta og moldar. Störf sín rækti hann af alúð og trú- mennsíku. Ég tel, að hann hafi verið hamingjumaður, en una það báru vitni heimili hans, vin- hlýja, ást og eindrægni hjónanna og prúð og elskuleg vel uppalia börn. Þeim fækkar nú óðum alda- mótabörnunum. Slíkur er gang- ur lífsins og verður ekki um deilt. Ávallt er mikils misst og eftirsjá að hverjum góðum dreng, þótt sárastur sé söknuð- urinn þeim, er næst standa og mest missa. Um leið og ég kveð þennan ágæta vin, votta óg konu hans og börnum innilega samúð og vona að bið, að minningin um góðan dreng og ástkæran vin og föður, megi milda hinn sára trega. Theódór Daníelsson. Fimmfugur i dag: Ólafur Ingibersson í D A G er Ólafur Ingibersson, bifreiðastjóri i Keflavík, 50 ára. Aldursins gætir hvorki I glaðlyndi eða starfi, enda þótt starfið hafi oft verið erfitt, þvá hann hefur nú í meira en 25 ár amnast að mestu alla vöruflutn- inga á landi milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Á þeinri löngu leið sem farin er fram og til baka milli þessara staða, hefur Ólafur víða komið og mörgum kynnst. Vandfundinn .mun sá verða, sem ekki ber Ólafi eitt og sama orð, að þar fari hinn tra-usti raungóði maður, se'm alilra vanda vill leysa og stráir um sig glað- værð og æðruleysi og oft mestu þegar dekkst er í álinn. Ég ætla ekki að þessu sinni að rekja æviferil Ólafs Ingibers- né skrifa um kosti hans — ég ætla að geyma það til 75 ára af- mælisins og vita þá hvort ekiki verða fundnir einihverjir ókost- ir til mótvægis. Það getur mörgum fundist eitthvað bogið við afmæliskveðju, sem er ekk- ert nema hxós um einn marua og hans stóru og glæsilegu fjöl- skyldu — það mætti halda að það væri dánarminning, þegar allir verða svo ágætir menn. Ég veit að ailir þeir sem kynnzt hafa Ólafi Ingiberssyni — sendi- herra Keflvikinga — taka und- ir, eða senda honum sjálfir, alil- ar beztu árnaðaróskir í tilefni af fimmtugsafmælinu. Það getur farið svo að föstudagsferðin faLli niður og Ólafur hvíli sig einn dag í hópi fjölskyldu og nánustu vina. — hsj —

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.