Morgunblaðið - 05.04.1963, Qupperneq 17
FostUdagur 5. apríl 1963
Theodór Brynjólfsson
tannlæknir - minning
ÚTFÖR Theódórs Brynjólfs-
sonar, tannlæknis er gerð í dag,
en hann andaðist skyndilega hér
i bæ„ laugardaginn, 30. marz.
Hafði hann um nokkurt skeið
kennt sjúkleika og verið frá störf
uim af þeim sökum. Andlát hans
kom samt vinum hans og öðrum,
er hann þekktu að óvörum.
Theódór var maður dulur um
eigin hag og flíkaði lítt tilfinn-
ingum sinum og er því sennilegt,
að veikindi hans hafi átt lengri
aðdraganda en fleste grunaði.
Theódór var fæddur 5. sept.
emiber 1906 að Litla Dal í Svána-
dail í Húnavatnssýslu, fluttist
síðar með foreldrum sínum að
Skildinganesi við Reykjavík.
Foreldrar hans voru Brynjólfur
bóndi Gíslason, prests á Reyni-
völlum Jóhannessonar og kona
hans Guðný Jónsdóttir, prófasts
á Auðkúlu. Eru ættir þær, er að
Theodór stóðu ' hinar traustustu
og átti hann til ýmsra merkra
manna að telja. Var og margt í
skapgerð hans og atgerfi, er bar
þess vott, að hann var kvistur
á sterkum og traustum stofni.
I Theódór ólst upp í foreldra-
hiúsum, ásamt stórum systkina-
hóp. Hann var settur til mennta
og varð stúdent frá Menntaskól-
anum í Reykjavík vorið 1928.
Huggðist hann í fyrstu leggja
stund á lyfjafræði, en hvarf frá
því námi og sigldi til Þýzka-
lands 1930. Þar hóf hann nám
í tannlæknafræðum við háskól-
ann í Kiel og lauk þar prófi með
góðri einkunn 1934.
! Er heim til fslands kom hóf
hann tannlækningar hér í Reykja
vík og stundaði þær til dauða-
dags. Hann vax talinn farsæll
í starfi og naut almenns trausts
bæði hjá sjúklingum og sam-
starfsmönnum. Þannig var hann
lengi í stjórn Tannlæknafélags
íslands og formaður þess um
skeið. Eftir að kennsla hófst hér
í háskólanum í tannlæknafræð-
um var hann jafnan prófdómari.
Hér hefur í stórum dráttum
verið drepið á nokkur ytri atr-
iði í lífi og starfsferli Theódórs.
Sýna þau að víeu, að hann hefir
skipað sess sinn -með sóma, en
eegja þó fátt um það, sem okkur
vinum hans er minnistæðast frá
samvistum við hann.
I Enda þótt við Theódór værum
tim skeið samtímis í Menntaskól-
anum, hófust kynni okkar ekki
að ráði fyrr en í Kiel. Þar var
þá við nám álitlegur hópur ís-
lenzkra námsmanna. Meðal þessa
íólks ríkti mikil samiheldni og
félagsandi var þar með ágætum.
Theódór féll vel í þennan sam-
etillta hóp. Komu þá brátt í
Ijós margir þéir eiginleikar hans,
sem við jnátum því meir, sem
kynnin uxu og urðu lengri. Hann
var hinn ágætasti félagi, hjálp-
fús og greiðvikinn. Nokkuð var
hann dulur og fáskiptinn við
ókunnuga, en hrókur alls fagn-
aðar á gleðistundum og í vina-
hóp. Theódór var prýðilega vel
greindur maður og hugðarefni
átti hann mörg. Hann var víð-
lesinn í skáldskap og bókmennt-
um og hafði sérstaklega mi'klar
mætur á kveðskap. Skoðanir
hans á þjóðmálum voru þegar á
mámsárum hans ákveðnar og fast
mótaðar. Ekki kom að sök, þótt
Ihann í þeim efnum ætti ekki
samleið með ýmsum okkar, enda
hef.ði það ekki samrýmzt þeim
góða félagsanda, er meðal okkar
riikti.
Vináttuiböndin, er tengd voru
á námsárunum, rofnuðu ekiki
eftir að heim til íslands kom.
Má miklu fremur segja, að þau
hafi eflzt við það, að nýir fé-
■lagar bættust í hópinn og hafa
hin góðu kynni haldist allt fram
á þennan dag.
Árið 1948 gekk Theódór
Brynjólfsson að eiga Ástu Jó-
hannesdóttur úr Reykjavík, mik
ilihæfa kionu. Þeim varð ekki
barna auðið, en einn son, Þórð,
hafði Theódór eignazt, áður en
hann kvæntist. Stundar Þórður
nú nám í Menntaskólanum í
Reykjavík.
Um leið og Theódór er nú
kvaddur með þakklæti fyrir
samverustundirnar fyrr og síð-
ar, vottum við eiginkonu hans,
frú Ástu, og ættingjum samúð
okkar félaganna.
Minningin um góðan dreng
og félaga mun lifa í hugum okk
ar.
Oddur Guðjónsson
t
í DAG er Theódór Brynjólfs-
son’, tannlæknir kvaddur hinztu
kveðju, en með bonum hverfur
af sjónarsviðinu fágætur mann-
kosta og drengskaparmaður. Þeir
munu vera orðnir æði margir
er höfðu meiri eða minni kynni
af Theódór Brynjólfssyni, bæði
í starfi hans og utan þess, og
allir sem við hann áttu skipti
bera honum gott orð, sem traust
um manni og vammlausum, en
þó hygg ég fáum hafi verið ljóst,
að þar fór maður sem að hæfi-
leikum og alilri skapgerð bar
mjög af öllum fjöldanum.
fámennum hópi, nánustu vina
hans, lék þetta hins vegar ekki
á tveim tungum, enda var hann
þar dáður og virtur öðrum frem-
ur. Sá hópur sem ég hef hér
í huga lagði grundvöllinn að
kynningu sinni, þegar við vor-
um á því aldurskeiði, er vaxtar-
skilyrði eru hagkvæmust fyrir
haldgóða vináttu, enda hefur
ríkt þar mikil samiheldni um
þrjátíu ára skeið, og verður svo
vonandi enn, þótt hópurinn verði
aldrei samur eftir fráfall Theó-
dórs Brynjólfssonar.
Theódór naut trausts og áUts
í starfsgrein sinni, sem bezt sést
á því að bann var prófdómari
við tannlæknadeild Háskólans,
allt frá þvd hún var stofnuð,
enda var hann óvenjúlega vel
menntaður á því sviði. Hann var
alla tíð eftirsóttur tannlæknir
enda hafði hann mikið að gera
MORGUNRL 4 fíl Ð''
og hlífði sér hvergi. Hann hafði
því öll skilýrði til efnalegrar vel
sældar, en sú féhyggja er mjög
hefur mótað athafnir undanfar-
inna ára, átti aldrei í honum
nein ítök og ekki er mér grun-
laust um að í fleiri tilfellum
hafi hjartalagið ráðið verðlagn-
ingu á fyrirhöfn hans, en flókn-
ar gjaldskrár. Hin ytri tákn alls
nægta og velmegunar, sem all-
ur þorri manna sækist eftir í
sívaxandi mœli, voru í augum
Theódórs næsta fánýt og ekkert
markmið í sjálfu sér, en þekking
in ein eftirscknarverðust allra
gæða.
Hann notaði hverja stund sem
gafst til lesturs, var sílesandi, ef
svo mætti að orði komast, og
fylgdist flestum betur með því
sem var að gerast í bókmemnt-
um, innanlands og utan. Hann
hafði mikla ánægju af ljóðum,
skáldsögum og leikritum, en eink
um var honum hugleikið allt er
varðaði manninn og örlög hans
á jörðinni. Þó- Theódór hafi jafn-
an unað sér vel við leik hinnar
léttu gígju, fannst mér alltaf
hinir stórbrotnu mannlegu harm
leikir snerta hann dýpst og draga
að sér athygli hans öðru frem-
ur. Hann var einnig 'einlægur
unnandi æðri tónlistar og hafði
aflað sér mikillar þekkingar á
því sviði.
Það var mikil ánægja að ræða
við Theódór um þau efni er hon-
um voru hugstæðust. Alveg sér-
stakiega minnist ég þeirra stunda
er við ræddum eftirlætisbók-
menntir hans, ekki sízt ef við
gripum þar niður, sem brugðið
var upp sterkum myndum af
mannliífi í sviðsljósi mikilla ör-
laga. Þá varð manni bezt ljóst
hve viðkvæmur Theódór var í
lund, þótt hann hefði alltaf slíkt
vald á tilfinningum sínum að
ekki var öðrum unnt að ráða í
þær, en þeim sem höfðu af hon-
urrt nánust kynni. Honum gatzt
Mka illa að því, er menn flíkuðu
geðihrifum sínum um of eða báru
hjörtu sín á torgin. Það hefði
því ekki verið að skapi Theódórs
vinar míns að ég eða aðrir hefðu
farið að mæra hann lofi að hon-
um látnum, enda hef ég aðeins
dregið hér fram lítið brot þess
ihróðurs er ég tel hann verð-
skulda. Þessar fátæklegu línur
áttu heldur aldrei að vera nein
eftirmæli í þeim skilningi, held-
ur hinzta kveðja til óvenju hug-
þekks samferðamanns er var svo
heilsteyptur í skapgerð og ÖM-
um drengskap, að þeir sem öðluð
ust vináttu hans, telja sér hana
meiri ávinning en flest önnur
hnoss er þeim hafa fallið i
skauL
G«3mundur SigurSsson
t
„Þótt þú langförull legðir
sérhvert land undir fót“
ÞAÐ er bjartur sumarmorg-
unn. Við erum nýlagðir af stað
nokkrir vinir. Hestarnir eru vil;
ugir, og við ríðum greitt eftir
mjúkum moldargötun'um í yndis-
legu kjarrivöxnu landslaginu.
Lengi var búið að hlakka til
þessa ferðalags, enda er fögn-
uðrinn mikill. •
Upp að hlið mér ríður vinur
minn Theódór Brynjólfsson og
biður mig blessaðan að fara hæg
ar, „ekkert liggur á, og ekki má
fara hratt yfir svona fallegt land.
Heyrðu Friðrik, ég var að læra
kvæði í fyrrinótt, það var svona“
og svo fór hann með voldugt
kvæði eftir Jóhann Sigurjónsson,
sem ég hafði þá ekki heyrt áður.
Já, vissulega mátti ekki flýta
sér um of og allra sízt þegar
Theódór vinur minn var mér
við hMð, klifandi á fögrum skáid
skap eða nýjum hugðarefnum.
Margar fórum við ferðirnar
og auðvitað lentum við í roki
og rigningu, en það gerði ekkert
til, mér fannst ailtaf sól og sum
17
ar þegar Theódór var með. Þvi
slíkur var Theódór. Ávallt þessi
trausti, ljúfi og óvenjulega
greindi félagi.
Það er margs að minnast eftir
öil þessi ár og þegar slíkt val-
menni fellur frá er mikilil tregi
í brjóstum þeirra, sem þekktu
hann bezt.
„Þótt þú langförull legðit
sérhvert land undir fót“
var hans uppáhalds ljóð, enda
oft og mikið sungið, þegar þess-
ir gömlu vinir, sem í full þrjá-
táú ár hafa haldið hópinn, komu
saman. Nú er forsöngvarinn horf
inn og hans uppörfandi rödd
heyrum við ekki framar.
Theódór varð sá fyrsti úr hópn,
um, sem kvaddi þennan heim.
Hann hefir iagt „land undir
Friðrik Dunga>
Framfíðarstarf
Okkur vantar mann til starfa í verksmiðju okkar.
Upplýsingar hjá verkstjóranum.
Smjörlíkisgerðin LJÓMI H.F.
Þverholti 19.
Iðnnám
Óskum eftir nemanda í húsgagnabólstrun.
Upplýsingar á bólsturverkstæðinu.
Trésmiðjan IVIeiður
Hallarmúla, Reykjavík.
Jörð í Húnavatnssýslu
Til sölu er jörðin Breiðavað í Langadal. Hús á jörð-
inni eru í góðu ásigkomulagi, tún allt véltækt, rækt-
unarskilyrði góð, heimaland girt, silungsveiði og
land að laxveiði, raflýsing. Búfénaður getur fylgt.
Jörðin er laus til ábúðar í næstu fardögum.
Nánari upplýsingar gefur: Sigfús Bjarnason
Breiðavaði v/Blönduós eða Finnbogi Jónsson Lauga-
teig 19 Reykjavík.
SPEGLAR - SPEGLAR
SPEGLAR í TEAK-römmum, margar stærðir og
gerðir fyririiggjandi.
BAÐHERBERGISSPEGLAR — FORSTOFU-
SPEGLAR — SMÁSPEGLAR, margar gerðir
nýkomnar.
8PEGLABIJÐIIM
Laugavegi 15 — sími 1-9635.
IJ T S A L A
Nærföt, náttföt, skyrtur, poplínfrakkar,
fermingarföt.
Skíðaútbúnaður er tilvalin
fermingargjöf
1.