Morgunblaðið - 05.04.1963, Side 22

Morgunblaðið - 05.04.1963, Side 22
22 MORC. UNBLAÐIÐ r Föstudagur 5. apríl 1963 ÍMTTlWTTIR M(IH(iUHKLAÍISI\S KR vann KFR 116:69 f FYRRAKVÖLD fóru enn fram tveir leikir í körfuknattleiksmot- inu, ÍR lék gregn b-liði Ármanns í öðrtun flokki og KR gegn KFR í meistaraflokki. Lauk fyrri leiknum með sigri ÍR 56:28, en þeim síðari með sigri KR 116:69. Annars flokks leikurinn var ójafn, en þó héldu Ármenningar nokkuð í við ÍR í fyrri hálf- leiik 21:16. Síðari háilfleiikurinn var að heita má einsfcefnuakst- ur, bæði varnar- og sóknarleik- ur Árimanns var í molum. Lauk leiknum 56:28. Síðari leikurinn virtist ekki ætla að verða efnilegur. Meðan leikmenn voru að hita sig upp íhitti ekki nokkur maður í körfu og í uppihafi vantaði tvo leik- menn, en annar þeirra kom þó nokkuð eftir að leikurinn var hafinn. KR tók þeg>ar í upphafi leik- inn í sínar hendur, vörn KFR var gjörsamlega í molum og það var eins og allir leiikmenn KR hefðu farið í spariskóna. >eir léku sér að andstæðingunum, öll skot þeirra tókust vel þeir bdökuðu boltanum í körfu jafnt með hægri og vinstri hendi og léku yfirleitt allar listir. í fyrri hálfleik koruðu KR- ingar 51 stig gegn 29 og er líða tók á seinni hálfleik losaði KR hundrað stig. Leiknum lauk 116:69, sem er nærri óþekkt skor- un hér á landi. >ess ber þó að geta, að pott ivR naii att guom ieik á þessi háa stigataia beggja liða að langmestu leyti ræcur sínar að reutja til leiegtí varnar- leiks. I>essi leikur hefur betur en nokkur annar fært- hetm sann- inn fyrir því hversu mijtla þýð- in-gu hæð leikmannanna haifa fyrir liðin. 1 lið KFR vantaði Sigurð Heigason, sem hefur ekki verið talinn sérstaklega sterkur leikmaður. Hann hefur þó sök- um hæðar sinnar verið’ liði sinu sá stólpi að án hans fellur það gersamlega saman. Ekki kannski vegna þess hvað hann gerir í sínurn leikjum, heldur ef til vi 11 fullt eins mikið vegna þess hvað hann gæti gert ef hans væri ekiki gætt meir en annarra . Síðasta leikkvöld mótsins verð ur næsta þriðjudagskvöld og leika KR-ingar gegn stúdentum og ÍR gegn KFR, sem vonandi verður búið að enduriheimta Sig urð Helgason. 972 œtpu í fyrra hjá Ármanní Leiknenn KR áttu flestir prýðisgóðan leik. Hér er Guttormur að búa sig undir skot. Ljósm. Sv. Þorm. AÐALFUNDUR Glímufélagsins Armans, var haldinn 18. desem- ber 1962. Form. félagsins, Jens Guðbjörnsson, setti fundinn og minnist látinna félaga á starfs- árinu. Starfsskýrsla félagsins lá frammi fjölrituð og einnig reikn ingar félagsins. Reikningar báru með sér, að síðan félaginu var skipt niður í sjálfstæðar deildir, hefur fjárhagur félagsins stór- lega batnað. Starfsskýrslan bar það hinsvegar með sér að mikið Oig ötult starf hefur verið hjá félaginu og margir íþróttamenn félagsins hafa staðið í fremstu röð íþróttamanna hér á landi. Hjá félaginu æfa nú 972 félagar og mun það langhæsta tala fé- laga er æfa hjá einu félagi. Fastakennarar félagsins voru 15 talsins, en að auki voru marg- ir af beztu íþróttamönnum fé- lagsins þeim til aðstoðar. Á veg- um félagsins voru haldnar 21 sýning á árinu og tókust þær allar vel, og voru félaginu til sóma. Glímudeild Ármanns sýndi 12 sinnum á árinu, bæði glímu og hráskinnaleik. Hráskinnaleik- ur er ný endurvakinn hér á landi og mun hann hvergi vera iðkaður nerna hjá Ármanni, leik ur þessi var mikið iðkaður til íorna. Hin unga Júdó deild félagsins hefur sýnt á nokkrum stöðum og ávallt við mikla hrifningu, enda er íþrótt þessi fögur og hrein og krefst mikillar leikni. Sunddeild Ármanns hefur tek- ið þátt í öllum mótum hér í Reykjavík og nágrenni og sund- knattleiksflokkur deildarinnar hefur verið íslandsmeistari óslit- ið síðan 1941 og Reykjavíkur- meistarar hafa þeir verið í tugi ára. Auk þess hefur flokkurinn unnið öll aukamót í sundknatt- leik, sem halddn hafa verið. Á vegum Ármanns koma hing- að til landsins í vor handkatt- leiksflokkur frá Hellas í Svíþjóð og er það einn þátturinn í til- efni 75 ára afmælis félagsins. Handknattleiksflokkar félagsins hafa tekið þátt í öllum hand- knatleiksmótum hér í Reykja- vík, en auk þess farið nokkrar ferðir til keppni út á land. Skíðamenn félagsins hafa stað ið iðjög framarlega í íþrótt sinni og hefur félagslíf hjá deildinni staðið með miklurn blóma, enda á skiðadeildin einn af beztu skiðaskálum landsins. Frjálsíþróttamenn félagsins æfðu af sama kappi og áður og er mikið félagslíf hjá deildinni. Nokkrir af íþróttamönnum deild arinnar hafa verið í fremstu röð frjálsíþróttamanna og hafa m.a. *nnar orðið bæði íslands og Reykjavíkurmeistarar. Á síðasta ári var mikið æft og mangar sýningarferðir farnar á vegum Fimleikadeildar, og m. a. var farin ferð til Færeyja Og þar sýnt nokkrum sinnum. Með í för þessari var heiðurs- forseti Í.S.Í., Benedikt G. Waage, og rakti hann sögu ferðarinnar á fundinum og s.m.a. að svo vin- sælir hafi Ármenningar orðið, að haida varð aukasýningar í Færeyjum. Benedikt kvað Ár- menninga hafa hrifið svo hugi frænda vorra Færeyinga að hvar sem þeir komu hafi þeir verið aufúsugestir. Hann kvað Ármenninga hafa verið íslend- inigdrn til 'mikils sóma í för þess- ari. Körfuknattleiksmenn félags- ins tóku þátt í öllum mótum hér í Reykjavík og stóðu sig með prýði, einkum yngrj mennirnir, Jens Guðbjörnsson var ein- róma endurkjörinn forrn.- félags- ins en aðrir í stjórn eru: Gunnar Eggertsson, Ingvar Sveinsson, Haukur Bjarnason, Þorkell Magn ússon, Svava Jörgensdóttir, Þór- unn Erlendsdóttir, Guðjón Val- geirsson, Eysteinn Þorvaldsson og Þorsteinn Einarsson, sem form. Félagsheimilis og hús- nefndar. Ármeningar líta björt- um augum á framtíðina og munu vanda mjög til 75 ára afmælis félagsins. KR og Þróttur berjast sunnudag Handknattleiks- mótinu að ljúka ÍSLANDSMÓTINU í handknatt- leik lýkur núna um helgina. Fimrn leikir verða annað kvöld, en þrír á sunnudagskvöldið. Mótið hefst annað kvöld kl. 7,45 með úrslitaleik £ 1. floikki kvenha milli Vals og Víkings. Aðrir úrslitaleiikir eru í 2. flokki kvenna milli FH og Ármanns, í 2. flokki karla milli Fram og Víkings í 1. flokki karla milli Fram og Þróttar. Þá verður og síðasti leikurinn í II deild karla milli Ármanns og Hauka. Á sunnudaginn hefst mótið kl. 7.30 með úrslitaleik í 3. flokki karla milli Fram og KR. Þá verður aukaleikurinn í I. í skíðalandi ísfirðinga Þessi mynd er tekin í skíðalandi ísfirðinga um 15 mín. gang frá kaupstaðnum. Þar verður án efa fólksfjöldi um páskana því ákjósanleg skilyrði eru til skíðaiðkana. deild um fallsætið í 1. deild milli KR og Þróttar en þau fé- lög urðu jöfn að stigum og skal falla í 2. deild. Engu skal neðst og verður með aukaleik að skera úr um hvort þeirra um það spáð hvernig þeim leik lyktar. Þróttarar unnu ÍR-inga í fyrrakivöld en IR-ingar höfðu skömmu áður borið sigurorð af KR. Þróttarar munu án efa leggja sig alla fram, en KR- ingar eru líka frægir fyrir að bregðast ekki á úrslitastund. .Loks er svo síðasti leikur mótsins í 1. deild milli Fram og 42 heimsmet staðfest í SÍÐUSTU viku voru staðfest 42 heimsmet í frjálsum íþrótt- um, sem sett voru á árunum 1961 og ’62. Meðal þeirra eru 3 heimsmet Valeri Brumel í há- stökki, hæsta stökkið 2,27, og 3 met nýsjálenzka hlauparans Fet er Snell, þar á meðal 3.54.4 á enskri mílu. FH. Fram hefur þegar unnið mótið en Framarar vilja að sjálf sögðu vinna þennan leik líka. Hitt er og augljóst að sætur yrði sigur FH éf íslandsmeist- ararnir yrðu sigraðir. Það vekur sérstaka athygli að Fram er í úrslitum í öllum flokkum karla. Þeir markahæstu í Englandi i Markahæstu leikmennirnir í Englandi eru nú þessir: 1. deild. M :k: Greaves (Tottenham) ....... 30 — Harley (Manchester City) .... 28 — Baker (Arsenal) ........... 22 — Hunt (Liverpool) .......... 22 — Layne (Sheffield W.) ..... 21 —• Pickering (Blackburn) .....21 —» Key Worth (Leicester) ..... 20 — 2. deild Allcock (Norwich) ....... 31 — Clough (Sunderland) ....... 28 — Tambling (Chelsea) ........ 28 — Saunders (Portsmouth) ..... 24 —> Peacock (Middlesbrough) „ 23 — Calder (Bury) ........)... 20 — O'Brien (Southampton) ..... 20 — 3. deild Bly (Coventry) .......... 26 — McSevenry (Hull) .......... 25 — Ashwörth (Northampton) .... 24 —• Bedford (Q.P.R.) .......... 24 —. líudson (Peterborough) .... 24 —• Rowley (Shrewsbury) ....... 24 —• 4. deild Wagstaff (Mansfield) ..... 31 — Chapman (Mansfield) ...... 27 — Lister (Oldham) .......... 26 — Handley (Torquay) ......„.... 25 — Booth (Don Caster) ....... 25 — Judo-kennari til Ármanns MESTI judokappi, sem enn hefur heimsótt Island, er væntanlegur í kvöld, 4. apríl. Hann heitir John Newman og er Englend- ingur, aðeins 25 ára gamall. John Newman hefur verið Ev- rópumeistari bæði setm 1. dan. og 2. dan. í judo. Síðan hefur hann dvaUð í 4 ár í Japan við að læra japönsku jafnframt því sem hann kenndi ensku við háskólann í Tenri, einnig æfði hann judo þar og náði mjög góðum árangri, var gráðaður 4. dan áður en hann varð 24. ára. John Newman var ásamt jap- anska meistaranum K. Watanabe, kennari á sumarnámskeiði í judo á vegum Budokwai í London s.L sumar. Þjálfari judo-deildar Ár- manns var á því námskeiði og talaðist svo til milli hans og John Newimans, að hann heim- sækti ísland og kenndi á einu námskeiði hjá judodeild Ár- manns. Það verður að kallást mikill fengur fyrir hina ungu judo-deild Ármanns að fá svona góðan kennara, jafnvel þótt hann hafi ekki tíma til að vera hér nema eina viku, þá er miikið varið 1 að fá tilsögn hjá 4. dan, sem hefur kennarapróf jafnvel í Japan, í judo íþróttinni. (Frá Árxxuinni),

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.