Morgunblaðið - 11.04.1963, Blaðsíða 6
6
MORCVNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 11. apríl 1963
QH$HfrQMfrtfrQHfr*tH!Hbr4i
í ÞRIÐJU umferð í landsliðs-
flokki á íslandsmótinu fóru leik-
ar þannig:
Sveit Einars vann sv. Jóns 6—0
— Laufeyjar jafnt við
sveit Ólafs ..... 3—3
—- Þóris vann sveit
Agnars ........... 6—0
Staðan f- landsliðsflokki er
þessi að þrem umferðum lokn-
um:
1. sveit Einars ....... 18 st.
2. — Þóris ........... 17 —
3. — Agnars ............ 8 —
4. — Ólafs ............. 5 —
5. — Laufeyjar ......... 4 —
6. — Jóns ............. 2 —
Fjórða umferð fór fram í gær
og í dag kl. 2 hefst fimmta og
síðasta umferð og spila þá sam-
an m. a. sveitir Einars og Þóris.
Spilað er í Skátaheimilinu við
Snorrabraut.
Leikurinn milli sveita Lauf-
eyjar og Ólafs úr 3. umferð var
sýndur á sýningartöflunni og er
eftirfarandi spil frá þeim leik.
A Á D 10 8 7
V 7 4
♦ 9
* K G 8 7 3
A —
Á 8 5 ' A K 9 6
3 2 5 3
K 10 7 4 V G 10
3 2 ♦ A D 5
9 5 4 10 6 4
A G 4 2
V K D 9 6
♦ G 8 6
*ÁD2
Á öðru borðinu sátu Brandur
Brynjólfsson og Ólafur Þorsteins
son N—S, en Laufey Þorgeirs-
dóttir og Liija Guðnadóttir A—
V. Þar varð lokasögnin 2 spaðar
hjá N—S og fengu þeir 140
fyrir.
Á hinu borðinu sátu Vigdís
Guðjónsdóttir og Hugborg Hjart
ardóttir N—S, en Guðlaugur
Guðmundsson og Jóhann Jó-
hannsson A—V. Þar gengu sagn-
ir þannig:
Norður Austur Suður Vestur
pass pass 1 lauf 1 hjarta
2 spaðar pass 2 grönd pass
3 lauf pass 4 spaðar pass
pass dobl. Allir pass
Austur lét út hjartá gosa, sem
drepinn var í borði með kóngi og
Vestur drap með ás.
Nú lét Vestur út hjarta, aust-
ur lét tíuna, sem drepin var í
borði með drottningu og þar með
var hjarta 9 orðin góð. Sagnhafi
notaði sér líka af því og lét
hjarta 9 út og kastaði tigli
heima, en austur trompaði. Aug-
ljóst er að nú verður Austur
að láta út tigul og verður þá
sagnhafi að trompa og þýðir það
að hann getur ekki unnið spilið,
því austur á það mörg tromp og
lætur út tigul þegar hann kemst
' ■MrtiMninrrtMWilliVui ^ ^ 9
ÍííM " 8 .'/•'U'UlUlÍulUl.
. Citroen ID 19
í DAG verður opnuð í Há-
skólabíói sýning á frönskum
Citroen og Panhard bifreið-
um. Er sýningin á vegum Sól-
fells hf., sem hefur um-boð
fyrir bifreiðarnar.
Sýndar eru þrjár tegundir,
Citroén ID 19, Panhard PL 17
og Citroén 2CV, en Panhard
er dótturfyrirtæki Citroén.
Sérstaka athygli mua vekja
að sjá Citroén ID 19, sem er
sérstök bifreið í sínum flokki.
Bifreiðin, sem sýnd er, kemur
bráðlega á götur höfuðborg-
arinnar sem leigubifreið, svo
borgarbúar hafa tækifæri til
að kynnast kostum hennar.
En þar til það verður má
benda á að bifreiðin nýtur af-
ar mikilla vinsælda um allan
inn á tromp-kóng. Austur valdi
ekki þessa leið og lét í þess stað
út lauf og var þá spilið auð-
unnið fyrir sagnhafa, því nú
hefur hann tök á að sækja
trompið.
Sveit Laufeyjar fékk því á
þessu borði 590 fyrir spilið eða
10 stig fyrir spilið.
Samsöngur
í Hlégarði
KARLAKÓR manna úr Kjósar-
sýslu hefur samsöng í dag kl.
þrjú í Hlégarði. Einsöngvari er
Guðmundur Guðjónsson. Stjórn-
andi kórsins er Oddur Andrésson
á Neðra-Hálsi.
heim og er viðurkennd fyrir
gæði. Hún er þeim kostum
búin m. a., að hún er byggð
jafnt fyrir vegi og vegleysur.
Ef ekið er á holóttum vegi,
eða þar sem hryggur er í veg-
inum, getur ökumaður hækk-
að bifreiðina þannig að hún
er hærri frá vegi en venju-
legur jeppi. Á góðum vegum
er svo bifreiðin lækkuð til
að ökueiginleikar hennar fái
að njóta sín.
Citroén bifreiðirnar eru um
margt ólikar öðrum bifreið-
um, og eiga án efa margir
eftir að leggja leið sína upp
í Háskólabíó til að skoða þær
nú um helgina. Sýningin
verður opin í um viku eftir
páska.
Lög frá
Alþingi
Á FUNDI neðri deildar í gær
var frumvarp um kirkjugarða
samþykkt sem lög frá Alþingi;
svo og frumvarp um lántöku-
heimild til handa ríkisábyrgðar-
sjóði.
Frumvarp um almenningsbóka
söfn var samþykkt úr neðri
deild og sent forseta efri deildar
til afgreiðslu með þeirri breyt-
ingu, að skilyrði til að verða yfir
bókavörður voru rýmkuð mjög
eftir tillögu Bjarna Benedikts-
sonar dómsmálaráðherra. Þá var
tillaga Skúla Guðmundssonar
samþykkt, en hún fjallaði um,
að bæjar- og héraðsbókasöfn
fengju nokkuð fleiri opinber
gögn send, en áður var gert ráð
fyrir í frv.
Ragnar H. B. Kristinsson
INNAN við tvítugsaldur kynntist
ég þessum látna vini mínum í
Glímufélaginu Ármanni. Um nær
tíu ára skeið vorum við saman
í fimleikasölunum og stundum á
sýningarpöllum, þótt ég kæmist
aldrei þar með tærnar sem hann
hafði hælana. Hann var þar
ávalt fremstur. Ragnar var einn
þeirra Ármenninga sem vann
Farandbikar Osló Turnforening
úr höndum hinna snjöllu ÍR-
inga árið 1928 og síðan a.m.k.
til 1932, en öll árin hélt Ármann
biikarnum. Var hann þá um langt
skeið bzti fimleikamaður Áj>
manns.
Jafnframt fimleikum æfði
hann íslenzka glímu og var
einnig um langt skeið einn af
bestu glímusnillingum hér, þótt
kappglímumaður væri hann
eigi til jafns við þáverandi glímu
kappa Ármanns. Voru sýningar-
glímur hans og frænda hans
Björns heitins Blöndal vel útfærð
ar. Sýndu bæði falleg brögð í
sóikn og góða og lipra vörn.
Hann tók þátt í mörgum
glímu- og fimleikaferðum Ár-
manns, bæði utanlands og innan
svo sem glímuför til Danmerk-
ur 1926, hinni mjög svo rómuðu
Þýzkalandsför 1929, en þar var
sýnt í yfir 20 borgum, og Sví-
þjóðarförinni 1932.
Á þessum árum var mikið
fjör bæði í fimleikum og glímu
og hygg ég að hann hafi þá um
langt skeið teikið þátt í öllum
fimleikasýningum Ármanns, þar
á meðal að sjálfsögðu hinni miklu
hópsýningu á Alþingishátíðinni
1930 og sýningu 20 manna úr-
valsflokks Ármanns þar, en sú
sýning fór fram á miðnætti sama
dag og hópsýningin.
Flokkaglíma Ármanns var á
þeim árum haldin árlega auk
Skjaldarglímunnar. Tók Ragnar
þátt í mörgum flokkaglímum og
í Skjaldarglímunni árin 1927,
1928 og 1929.
Ónefndar eru allar þær sýn-
ingaglímur sem hann tók þátt í
en þær voru þá fastur liður við
móttöku erlendra s'kemmtíferða-
skipa. Hrifust hinir erlendu gest-
ir mjög af þessari sérstæðu ilþrótt
og ekki síst af þeim sem liprastir
voru í vörninni.
Ragnar var ritari í stjóm Ár»
manns 1927—1930 og þegar full-
trúaráð Ármanns var stofnað
fyrir nokkrum árum var hann
valinn í þann hóp.
Sem félaga átti Ragnar fáa
sína líka, hvort heldur var í
íþróttum, útilegum og ferðalög-
um eða við laxveiðar.
Hann var með eindæmum gest
risinn og veitull svo að nálgað-
ist ofrausn. Heimilisfaðir var
hann mjög góður. Skógræktar-
maður var hann mikill og sér-
staklega laginn við uppeldi trjá-
plantna svo og við blómarækt
og garðávaxta. Á sviði skógrækt-
ar reisti hann sér varanlegan
minnisvarða á landi hans og
frænda hans að „Eyri“ í Mosfelia
sveit.
Ég vissi lengi að Ragnar gekk
ekki heill til skógar þótt ekki
léti hann á því bera. Fyrir rúm-
um fjórum árum vorum við sam-
an á gistihúsi úti í London, en
hann kom þangað til að leggjast
inn á spítala til mikillar aðgerð-
ar. Hann vissi vel hve alvarlegt
þetta var, en var þess fullviss
að vel tækist. Eftir þetta varð
hann þó aldrei heill heilsu og
oft mjög þjáður, þótt fáir vissu,
Banamein hans varð líka annað,
eða blóðtappi í hjarta.
Ég hefi umgengist Ragnar
meira og minna s.l. 40 ár og veit
ekki til að skuggi hafi nokkru
sinni fallið á vináttu okkar.
Þótt sagt sé að vináttubönd
bresti við andlát veit ég að vin-
átta akkar varir út yfir gröf og
dauða.
Farðu vel, vinur.
Stefán G. Björnsson.
Skriða
Bolzano, Ítalíu, 9. apríl (AP>:
Skriða féll í gær á rafstöð, sem
er í smíðum skammt frá Bolzano.
Fórust sex verkamenn og einn
særðis. Einnig lentu 13 þýzkir
skíðamenn í skriðu í ítölsku ölp
unum, en þeir gátu grafið sig út.
Engann sakaðL
• SORGARHATIÐ
Ekki verður sagt að páska-
helgin gangi vel í garð. Hörmu-
leg slys ske nú í dymbilviku.
Margir segja þessa dagana:
„Það er við þessu að búast,
eins og blíðan hefir verið að
undanförnu. Nú er páskahret-
ið komið.
í gamalli þjóðtrú var sagt
að vorhretin væru sex, en það
er ekkert þeirra nefnt páska-
hret. Það mun til komið á síð-
ari tímum. Þó hefir það nú
heimsófct okkuc svo oft að óhætt
mun að setja það sem 7. vor-
hretið.
Hæfct er við að þetta íhlaup
breyti áætlunum margra um
ferðir á frídögum, en það er
þó lítilfjörlegt hjá hinu, er marg
ir menn fara í hafið og týna
þar lifi sinu. Enn eru fregnir
að berast um hörmulega at-
burði. Sorg mun því grúfa yfir
mörgum íslenzkum heimilum
uim þessa páska.
• ÞRÁTT FYRIR VEÐUR-
VÍSINDI
Og þetta skeður á öld hraðans
tækninnar og vísindanna. Ekk-
ert af þessu gat þó hjálpað sjó-
mönnunum okkar. Veðrið skall
yfir fyrirvaralaust. Það gerði
ekki boð á undan sér og vis-
indi veðurfræðinnar gátu þar
engu um þokað þótt þeir ynnu
að afchugunum sínum allan sól-
arhringinn.
Þótt við þykjumst geta sigr-
að himingeiminn stöndum við
enn agndofa og ráðþrota, þegar
höfuðskepnurnar bregða á leik.
Ekki er að undra þótt forfeð-
ur okkar tryðu á ails konar
fyrirburði, því ekki höfðu þeir
neinar visindastofnanix að snúa
sér að. Þeir voru glöggir og
lögðu ýmislegt á'minnið, sem
kom þeim að haldi. Þeir voru
góðir veðurspámenn og sáu ó-
sjaldan hættuna fyrir í fcíma,
þófct bátskelin væri þá vélar-
laus og borðlægri en hún er
yfirleifct í dag.
Vera kann að tækni nútím-
ans slævi dómgreind manna og
glöggskyggni, veðurfregnir oft
á sólarhring geri menn granda-
lausa fyrir í'hlaupinu, sem
kann að vera á næsta leiti.
• OFT GOTT SEM
GAMLIR KVEÐA
Engu skaíl um það spáð hér.
Hæ'fct er við að erfitt verði að
fá unga sjómenn í dag til að
skoða veðrið fyrir sólarupprás
á boðunardag heilagrar Maríu
og draga af því ályktanir um
veðrið næstu daga á eftir. Þáð
9^ I
JG
kynni að vefjast fyrir einhverj-
um að leggja sér þessa klausu
á minnið
„í marzmánuði boða heið-
ríkjur og frost gott vor, en
stormar boða stóra storma síð
ar. ,,Svo margir þokuhringir,
sem verða í marz, svo mörg
ofanföll verða á árinu, og svo
margar hringdaggir, sem verða
í marz, svo margar verða þær
eftir páska með hreggi."
Og svo mætti lengi telja.
Þebta kunnu gömlu mennirnir
og þeim fannisfc þetta oft koma
fram. Auðvitað kunnu þeir lika
allt um blikur og bakka og
önnur kennimörk fyrir veðri.
Vera kann að þebta haldist við
enn að einlhverju leyti, en tið-
ar munu menn þó taka mark
á veðurfragnunum, sem þeir
heyra í útvarpinu sínu.
Með þessum orðum skal eng-
um álasað fyrir andvaraleysi,
en hifct er hollt að muha, að
oft er það gott, sem gamlir
kveða, og því ekki vert að
gleyma öllu gömlu, þótt öld
geimferða sé gengin í garð.
Með þessari hugleiðingu óisk-
ar Velvakandi öllum lesendum
sínum blessunarríkxa páska og
biður þess að hönd huggarana
leiði þá er sárast syrgja.
BOSCH
Mikið úrval
af BOSCH bílflautum
6, 12 og 24 volta.
BRÆÐURNIR ORMSSON hf
Vesturgötu 3.