Morgunblaðið - 11.04.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.04.1963, Blaðsíða 20
20 MORCVNBLAÐtÐ nnrmtudagur 11. aprll 1963 O DUNKERLEYS — Það veit ég vel, en öll bók- in er eins og hann hafi spýtt benni úr sér, engu að síður. I>ú getur sett þig upp í háan hest, eins og þú vilt, en meðan þú ert !hjá mér, gerirðu svo vel að halda þig sem lengst frá þeirri saurugu klíku. Ég man ekki bet- ur en náunginn hafi verið kaf færður, strax á Oxfordárum sín- um. — Ojæja, sagði Alec beizk- léga, — það er minnsta kosti engin hætta á, að miðlungur eins og hann sonur þinn verði fyrir neinu siíku. Auk þess er þetta nú lygi. Nú kom við hjartað í sir Daniel og hann stökk á fætur, svo að teppið datt á gólfið. Hnén á honum skulfu af reiði. — í tíu ár er ég búinn að þola þér sitt af hverju, Dillworth, og ég er farinn að efast um, hvort það borgi sig að hafa verið svona meinlaus. Ég hélt, að þú hefðir hæfileika sem bókmenntamaður. Nú er ég efeki einu sinni viss um það. I>ú hefur hlegið að á- hiugamálum mínum og lífsstarfi, á bak og brjóst. En lofðu mér að benda þér á, að óg hef að minnsta kosti komið þeim í framkvæmd. Og hverjum hefur þú komið í framkvæmd? Ekkert annað en það að látast vera hátt upp hafinn yfir það, sem gefur þér að éta. í>ú þykist ofgóður til að snerta við þessum skít mín- um. í>ú ert rithöfundur! Jú, ætli maður hafi ekki fengið að heyra það. Þú ert skáld. Ju, að eigin sögn! Og hvað hefur komið út úr þessu tvennu á tíu árum? Fá- ein kvæðakorn í blaðadruslum, sem enginn les, og nú kórónar þú það með því að skrifa í þessa aumu blaðtusku! Ég aumka þig! Snáfaðu burt. Farðu til þess ara vina þinna, hvort sem þeir heita Wilde eða Beardsley og allra hinna, og vittu hvort þeir fóðra þig eins vel og ég hef gert! Alec var náhvítur í framan, en hann lofaði hinum að ljúka ræð- unni.. Þegar Dan hafði hlamm- að sér aftur í stólinn, og teygði lappirnar afkácalega að eldinum og tifaði tánum, tók Alec teppið og breiddi það yfir nekt hans. — Jæja, úr því að þú ert nú klæddur, sagði hann rólega, — enda þótt þú sért tæpast með öllu viti, þá ætla ég með þínu leyfi að halda álíka ræðu yfir þér, eins og þú ert búinn að halda álíka ræðu yfir þér, eins og þú ert búinn að halda yfir mér. Þú ætlar mér að fara að stjórna bókaútgáfu — en það er hlutur, sem ég er algjörlega ó- hæfur tii. Og ég afsegi það, áf því að ég viðurkenni ekki rétt þinn né neins annars manns til að þvæla mér hingað og þangað, rétt eins og mínar eigin óskir og tilhneigingar væru alls ekki fil. Það var nú eitt. Og svo er hér annað. Mér hefur tekizt að selja sö.guna hennar Hesbu Lewi- son, af því að mér líkar vel við stúlkuna og vildi gjarna gera henni greiða. Þú kallar þetta að fara bak við þig. Því svara ég þannig, að þú ert lygari og það vísvitandi. Þú talar með fyrir- litningu um það, að ég skuli tjá mig á minn eigin hátt. Nú, jæja, ég ætla nú ekki að fara neitt að kvarta yfir þvi, vegna þess að þitt álit á svona hlutum er ekki túskildings virði. Svo að við skulum sleppa því. Þú skipar mér að fara til manna eins og Wilde og Beardsley. Ég hef hvor- ugan þeirra augum litið. Ég vildi, að ég hefði hitt þá, en ég er bara ekki nógu mikill maður fyrir þeirra samfélag, og aúk þess hefur þetta velsiðaða fólk í landinu, sem þú varst að t-ala um, sett Wilde út fyrir garð. Þú vonar, að þessir menn fóðri mig eins vel og þú hefur gert. Það gætu þeir gkki þó þeir vildu. Þeir vaða ekki í peningum, eins og þú. Og þeir mundu heldur ekki vilja það. Eins og rétt er, mundu þeir vilja láta mig fóðra mig af eigin rammleik, enda hef- ég gert það, alla þá stund, sem ég hef verið við blöðin þín. Loks ferðu að vorkenna mér. Allt í lagi með það. Ekki skal ég fara að taka frá þér það, sem,nauð- synlegt er til að halda uppi sjálfsvirðingu þinni. En þú ætt- ir að vorkenna sjálfum þér það, sem þú skilur ekki og hefur eng- in skilyrði til að skilja. Þú skalt ’því eiga vorkunnina þína sjálfur. Og þá hef ég víst lokið máli mínu. Hann hafði talað í tilbreyting- arlausum tón og smámsaman orðið rólegri meðap á ræðunni stóð. Þegar hann var þagnaður, varð þögn í herberginu, andar- tak. Dan lét höfuðið síga niður á bringu og hugsaði mál sitt, órólegur. Ef Alec hefði látið eins og óhemja, hefði þetta verið auðveldara, en það þýddi ekki að fara í neinn ofsa, eftir þessa rólegu ræðu, sem hann hafði hlustað á. Loksins hreyfði hann sig órólega og sagði: — Jæja, Alec, ef til viil hef ég misskilið þig. — Nei, svaraði Alec, jafn ró- lega og áður, — hér hefur ein- mitt enginn misskilningur verið á ferðinni. Ekki eftir það, sem ég hef nú sagt. Ég trúi ekki, að það sé hægt að leggja málið fyrir, greinilegar en ég hef gert. Hann rétti fram höndina. ■ Vertu þá sæll, Dan! En þá hljóp sir Daniel á fæt- ur og aftur datt teppið á gólfið. Láttu ekki eins og bölvaður asni, æpti hann. — Þú veizt ósköp vel, hvernig ég get þotið upp og líka, hvernig ég jafna mig aftur. Ef þú ætlar að móðgast af hverju smáorði, sem ég segi.. Alec hafði ekkert meira að s©gja. Hann hélt hendinni enn fram, en Dan vildi ekki líta á hana. — Farðu að hátta, sagði hann. ’— Ég tala betur við þig á morgun. — Dan, sagði Alec. — Þú ert alveg sérstakiega laginn á að blekkja sjálfan þig. En gerðu það bara ekki í þessu máli. Ég verð ekki til viðtals á morgun. Ég er að kveðja. Þú ættir að fá einhvern til að taka við ,,Dunkerleys“ og vera fljótur að því, ef febrúarblaðið á að koma út. Þú getur sjálfsagt kært mig fyrir samningsrof. Það skaltu hafa eins og þú vilt. Sir Daniel hafði þotið yfir að nátfcborðinu. Hann leit snöggt við þegar hann heyrði í hurð- inni. Alec var farinn. Jæja, lofum honum að fara. Það var engin lest til borgarinn- ar, og auk þess var svo kalt, að enginn færi að fara út í þann kulda. Alec mundi vitkast þegar hann væri búinn að sofa þetta úr sér. Hann gæti fundið ,eitt- hvert ráð til að láta Izzy ekki ’koma til morgunverðar og þá gætu þeir Alec komizt að sam- komulagi, sem báðir gætu við unað. Dan settist aftur, ánæ.gð- ur við hugsunina um, að hans eigin lagni væri venjulega ár- angursrík. Hann hafði tekið kolamola í tengurnar og snar- stanzaði á leiðinni að arninum. Það heyrðist dynkur um allt húsið — það var framdyrahurð- in, sem var skellt í. aiíltvarpiö Fímmtudagur 11. apríl (Skírdagur) 9.00 Fréttir. 9.10 Morguntónleikar. (10.10 Veð- urfregnir). 11.00 Messa í Elliheimilinu Grund (Prestur: Séra Sigurbjörn Á. Gíslason. Orgartleikari: Gúst- af Jóhannesson). 12.15 Hádegisútvarp. 12.45 „Á frívaktinni": sjómanna- þáttur í umsjá Sigríðar Haga- lín. 14.00 Miðdegistónleikar. 15.30 Kaffitíminn (tónleikar). 16.30 Veðurfregnir. — Færeysk messa (Hljóðr. í Þórshöfn). 17.00 Erindi: Ónáttúra, flókin sam- setning og orðaleikir í drótt- kvæðum og tízkulist Picassos (Stefán Einarsson prófessor). 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Margrét Gunnarsdóttir og Valborg Böðvarsdóttir). 18.20 Samson Francois leikur píanó lög eftir Debussy. 19.00 Tilkyningar. — 19.20 Veðurfr. 19.30 Fréttir og íþróttaspj all / frá skíðalandsmóti á Sigiu- firði (Sigurður Sigurðsson). 20.00 „Paganini", söngleikur í 3 þáttum, eftir Paul Knepler og Bela Jenbach. — Tónlist eftir Franz Lehar. Þýð. Þorsteinn Vadimarsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir . 22.10 Svipast um á suðurslóðum: I. (Séra Sigurður Einarsson). 22.25 Kvöldtónleikar. 23.35 Dagskrárlok. Föstudagur 12. apríl (Föstudagurinn langi) 9.00 Morguntónleikar. 10.10 Veður regnir. 11.00 Messa í Hallgrímskirkju. Prestur: Séra Þorsteinn Björnsson. Organleikari: Sig urður ísólfsson. 15.15 Miðdegistónleikar. 18.00 „Þeir gerðu garðinn frægan": Guðmundur M. Þorláksson talar um Matthías Jochums- son. 18.30 Miðaftanstónleikar. 19.20 Veðurfregnir. — 19.30 Fréttir. 20.0 Erindi: Trúarbrögð og trúar- hugmyndir í ljósi nýrra við- horfa á 20. öld; I. — Ólíkur hugsunarháttur aldamóta- í manna og nútjmamanna (Guð mundur Sveinsson skólastj). 20.30 Dr. Páll ísólfsson leikur á orgel Dómkirkjunnnar verk eftir gamla ítalska meistara. 20.55 í ljóði. — „Trú, von og kær- leikur" (Þáttur í umsjá Bald urs Pálmasonar). — Pöntuðuð þið tveggja manna herbergi. Jæja, þá næ ég í einn kodda til viðbótar. 21.20 Dietrich Fischer-Dieskau syng ur andleg lög úr „Spænskri ljóðafeók eftir Hugo Wolf. 21.40 Upplestur: „Einn af fjórum“ smásaga eftir Julio Baghy (Hulda Runólfsdóttir). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldtónleikar. 23.10 Dagskrárlok. Laugardagur 13. 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Óskalög sjúklinga (Ragnheið- ur Ásta Pétursdóttir). 14.40 Vikan framundan: Kynning á dagskrárefni útvarpsins. 15.00 Fréttir. — Laugardagslögin. 16.30 Veðurfregnir. — Danskennsla (Heiðar Ástvaldsson). 17.00 Fréttir. — Æskulýðstónleikar kynntir af dr. Hallgrími Helgasyni. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Börn in í Fögruhlíð" eftir Halvor Floden; VIII. (Sigurður Gunn arsson). 18.30 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 19.00 Tilkynningar. — 19.20 Veður- fregnir. — 19.30 Fréttir og íþróttaspjall frá skíðalands- móti á Siglufirði. 20.00 Leikrit: „Liliom" eftir Ferenc Molnar. Þýðandi: Ragnar E. Kvaran. — Leikstjóri: Bald- vin Halldórsson. 22.10 Lestri Passíusálma lýkur (50). Lesari: Séra Bjarni Sigurðs- son. 22.20 Skemmtiþáttur í umsjá Haf steins Hannnessonar. 22.55 Frá kvöldskemmtun í Há- skólabíói 5. þ.m. Delta Rythm Boys. Kynnir: Jón Múli Árna son. 23.30 Dagskrárlok. Sannudagur 14. apríl (Fáskadagur) 8.00 Messa í Dómkirkjunni (Prest ur: Séra Óskar J. Þorláksson. Organleikari: Páll ísólfsson. 9.15 Morgunhugleiðing um músík: „Johann Sebastian Bach, líf hans og list“ eftir Nikolas Forkel; VI (Árni Kristjáns- son). 9.40 Morguntónleikar. 11.00 Messa í hátíðasal Sjómanna- skólans (Prestur: Séra Jón Þorvarðsson. Organleikari: Gunnar Sigurgeirsson). 12.15 Hádegisútvarp. 13.10 Dagskrá um Biblíuna. — Kristilegt stúdentafélag hefir séð um undirbúning dagskrár innar. 14.10 Miðdegistónleikar: Frá auka- tónleikum Sinfóníuhlj ómsveit KALLI KUREKI * - Teiknari: Fred Harman 'ÆIU L00kRI6tiTS,WT !W MVCLOTHeS/ WHEM ■TH'SHEEIFF COMES IW ' SI&HT, you WALK OUT AW'TALk TO HIM' YOU FISöRE HE’LL | THIMKI’M YOU? 1 WHAT’LL THAT &ET YOU ? PULLTH WECkEECHIEFOVEE YOUR FACE LlkE I DID IM TH’EOBBEEY' HE’S EXPECTIN’ T’SEE ME.-’ HE WON’T BE LOOklKl’FOE A SHOT FROM TH’ SlDE' I’LL BUSHWHACk HIM WITHOUT NO RlSk' Y0U AIW’T G-OTMUCH CHOICE. NOW BUCkLEON THAT EMPTY 6-UW' I WON’TTELLYOU A6AIW — Fötin mín fara þér bara alveg prýðilega. Þegar lögreglustjórinn kemur ferð þú og talar við hann. — Þú heldur að hann taki mig i fyrir þig. Hvað gagnar það þig? — Settu klútinn fyrir andlitið á þér eins og ég gerði 1 ráninu. Hann býst við að sjá mig, og á ekki von á að verða skotinn niður aftan frá. Ég get lagt hann af velli fyrirhafnar- laust. — Ég á þá að vera tálbeita. — Þú hefur ekki um margt velja. Settu nú á þig þetta belti. segi þér það ekki oftar. að Ég ar íslands í Háskólabíói 23. febrúar s.l. 16.30 Veðurfregnir. — Endurtekið efni: Sagan af dátanum eft- ir Igor Stravinsky. 17.40 Barnatími: (Skeggi Ásbjam- arson) a) Börn úr Hlíðaskóla í Reykjavík syngja og lesa upp. Stjórnandi: Guðrún Þor steinsdóttir. b) Leikrit: „Skessan í Útey“ eftir Ólöfu D. Árnadóttur. Leikstjóri Klemenz Jónsson. 18.50 Miðaftantónleikar. 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir og íþróttaspjall ftá skíðalandsmótið á Siglufirði. 20.00 „Messias" eftir Q.F. HándeL Kórinn „Filharmönia" og Siu fóníuhljómsveit íslands flytja. Stjórnandi: Dr.í Rób- ert A. Ottósson. Mánudagur 15. april (Annar páskadagur) 8.30 Létt morgunlög. 9.10 Morguntónleikar: Músik úr borgum og hirðsölum Evrópu á 18. öld. 11.00 Messa í Hallgrímskirkju. (Prestur: Séra Sigurjón Árnason. Organleikari: Páll Halldórsson). 12.15 Hádegisútvarp. 13.15 íslenzk tunga; VT. erindi: ís- lenzkt mál að fornu og nýju; II. (Dr. Hreinn Benedikts- son). 14.00 Miðdegistónleikar. 15.30 Kaffitíminn. 16.30 Veðurfregnir. — Endurtekið efni: Leikrit: „Mömmudreng- ur“ eftir Harold Pinter. — Leikstjóri: Gunnar Eyjólfs- son. (Áður útvarpað 27. jan. 1962). V 17.30 Barnatími; efni frá fyrri ár- um. 18.30 „Fífilbrekka gróin grund“; gömlu lögin sungin og leikin. 20.00 Smásaga „Mixtura Cham- phorata" eftir Rósberg G. Snædal (Höfundur les). 20.15 Gamlar gamanvísur: Soffía Karlsdóttir og Árni Tryggva- son syngja með hljómsveit Bjarna Böðvarssonar. 21.50 Spurninga- og skemmtiþátt- ur Svavars Gests. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög, þ.á.m. hljómsveit Renalds Brauners — og hljósveit Magnúsar Péturs- sonar og Haukur Morthens leika og syngja íslenzk dans- lög. 02.00 Dagskrárlok. Þriðjudagur 16. apríl 8.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 ,Við, ,sem heima sitjum: (Sig- ríður Thorlacius). 15.00 Síðdegisútvarp. 18.00 Tónlistartimi bamanna (Jón G. Þórarinsson). 18.30 Þingfréttir. 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Einsöngur í útvarpssla: Olaf- ur Þ. Jónsson syngur. Við píanóið: Árni Kristj ánsson. 20.20 Þriðjudagsleikritið „Ofurefli" eftir Einar H. Kvaran; II. kafli. 21.00 Pólskir listamenn leika fjör- leg pólsk lög. 21.15 Erindi: Þrælahald og hvíldar dagar til foma; fyrri hluti (Hendrik Ottósson). 21.40 Tónlistin rekur sögu sína; XII: í blóma (Þorkell Sigur björnsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Lögn unga fólksins (Bergur Guðnason). 23.00Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.