Morgunblaðið - 11.04.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.04.1963, Blaðsíða 17
Wmmtudagur 11. apríl 1963 MORCl’lSBL 4 fílÐ 17 Hallur Þorleifsson sjötugur Á'LITLEGUR hluti íslenzkrar tónlistarsögu hefir gerzt á undan íörnum fimm áratugum. Framan af er hún saga söngsins ein- göngu, og enn er söngurinn rík- ari þáttur í opinberu tónlistar- lífi hér en víðast hvar annars staðar. Allan þennan tíma hefir staðið á kórpöllum höfuðstaðar- ins — Og jafnan þar, sem mest á reyndi — garnnvaxinn maður, léttur í anda Og spori, lifandi sönnun þess, að ,'söngurinn yngir“. Þessi maður er Hallur Þorleifsson, sem verður sjötugur á annan dag páska, 15. apríl. Engin viðhlítandi grein verður 'gerð hér fyrir söngstarfi Halls. Til þess skortir bæði kunnug- leika og dálkarúm. En til eru skráðar heimildir Um þátttöku hans í kvartett á vegum K.F.U.M. á árunum 1909—10, svo að snemma hefir krókurinn beygzt. Síðar starfaði hann í karlakórn- um „17. júní“ og öðrum söng- félögum undr stjórn Sigfúsar Einarssonar, þar á meðal í utan- fararkórnum 1929. Hann var meðal stofnenda Karlakórs K.F.U.M., starfaði í þeim kór og síðan „Fóstbræðrum“ fram á síð- ustu ár, lengst undir stjórn Jóns Halldórssonar, og hefir tek- ið þátt í utanförum þeirra. Þá er enn ótalið hálfrar aldar starf hans í dómkirkjukórnum, undir stjórn Sigfúsar Einarssonar og Páls ísólfssonar, og sjálfsagt margt fleira. Loks stofnaði Hall- ur karlakórinn „Káta félaga" 193-2 og stjórnaði honum þau 10 ár eða svo, sem hann starfaði. „Kátir félagar var ágætur kór og ekki sízt merkur fyrir aðstoð sína við flutning á ýmsum stór- um kórverkum á vegum Tón- listarfélagsins á þessum órum. Á meðan íslenzkt tónlistarlíf var sönglíf eingöngu eða aðallega, var Hallur Þorleifsson við rið- inn nær allt það merkasta, sem gerðist á þeim vettvangi. Ekki verður Halls Þorleifs- sonar svo getið, að ekki sé um leið minnzt konu hans, frú Guð- rúnar Ágústsdóttur, sem um langt árabil var ein ágætasta söngkona þjóðarinnar. Heimild- ir skortir um það, hvernig sam- drátt þeirra bar að höndum, en ég hefi alltaf talið sjálfsagt, að þa-u hafi „sungið sig saman“ í upphafi, og víst er, að ætíð síð- an hafa þau verið meðal traust- ustu máttarstoðanna í sönglífi höfuðstaðarins og heimili þeirra öðrum þræði musteri sönggyðj- unnar. Þar hefir ekki hallazt á, eins og Hallur hefði getað orðað það. Þetta starf er þannig vaxið, að það verður ekki metið til fjár eða afrakstur þess mældur á veraldarvísu. En ef reynt er að gera sér grein fyrir, hve mörg- um áheyrendrpn Hallur Þor- leifsson og frú Guðrún hafa veitt skemmtun og yndi með söng sín-* um á hálfri öld, verða tölurnar undir eins svo háar, að mann sundlar við hér í fámenninu: kirkjugestir við nokkur þúsund messur í Dómkirkjunni, áheyr- endur á hundruðum samsöngva, útvarpshlustendur við óteljandi tækifæri. Þetta er öll íslenzka þjóðin — mörgum sinnum. — Hún geymir í þakkiátum huga endurminninguna um margar góðar stundir. Jón Þórarinsson. HANDAN við þilið eru þrír ungir menn að syngja og spila, það voru þeir Hallur Þorleifs- son, Jón Guðmundsson og Sveinn Þorkelsson. Ég var þá svo ungur að ég var kominn í háttinn og varð, að láta mér nægja að hlusta á laun. Þessir félagar, ásamt Vigfúsi Guð- brandssyni, stofnuðu kvartett, sem þeir nefndu „Litla kvartett- inn“, (sem mér finnst þó furðu stór). Þetta var fyrsti karla- kvartett sem ég heyrði til, og varð ég gagntekinn af söng þeirra. Þessi söngkvöld voru fyrstu kynni mín af vini mínum Halli Þorleifssyni, en þó aðeins handan við þilið. Árin liðu og ég tók til að föndra við söng, lágu þá leiðir okkar 'Halls fljót- lega saman og er ég forsjóninni þakklátur fyrir það, sem orðið hefur mér til mikillar ánægju og lærdóms. Hallur er einn af þeim fágætu mönnum að eiga sérstaklega skemmtilega sönggleði og ágætt lag með að örva þessa gleði hjá þeim sem hann starfar með. Hann hefur verið leiðandi og vandvirkur smekkmaður alls staðar þar sem hann þgfur unnið að þessum málum. Ég vil í nafni „Gamalla Fóst- bræðra“ færa honum ásamt hans ágætu konu, frú Guðrúnu Ágústsdóttur, sem hefur heldur ekki legið á liði sínu til þess að efla og bæta sönglíf í þessum bsa, beztu þakkir fyrir allt það sem þau hafa lagt á sig fyrir okkur. Við óskum þér kæri gamli, en þó síungi Fóstbróðir, hjartanlega til hamingju með sjötíu ára af- mælið og vonum að við eigum enn oft eftir að horfast í augu á ánægjulegum söngstundum. Daníel Þorkelsson. HALLUR Þorleifsson er sjötugur á annan í páskum. Þessi síungi vin-ur minn ber aldurinn með prýði, þrátt fyrir nokkurn heilsu brest. Það er mest því að þakka að hann hefur verið syngjandi síðustu 60 árin. Hvu. acm Hallur fer, er sólskin og söngur. Þau 40 ár sem ég hef fengizt við söngæfingar og flutning 1 tón- verka hefur Hallur ævinlega verið ómissandi í bassanum. Hann var — og er — sá fimbul- bassi, sem óhætt er að treysta á. Hann er hinn ágæti raddmaður og músikalskur svo af ber. í dóm kirkjukórnum hefur hann sungið í 50 ár, og hann mætir enn við guðsþjónusturnar hvenær sem hann getur, alltaf sama skyldu- ræknin, sama tryggðin. Slíkum mönnum er gott að vinna með. Guðrún Ágústsdóttir, kona Halls, var um langt árabil höfuðprýði dómkirkjukórsins, enda ein hin glæsilegasta söngkona, sem við höfum átt. Það ipá því segja að vel hafi til tekizt, þar' sem þau hjónin höfðu forustuna í neðstu og efstu rödd kórsins. Það eru ekki margir kórar sem hafa haft slíku afbragðs sóngfólki á að skipa. Við sem byggjum söng- stúku Dómkirkjunnar minnumst margra ánægjustunda með Halli Þorleifssyni. Auk þess, sem fyrr var upptalið, er hann hinn ágæti, síkáti félagi og vinur, sem ryður ur sér bröndurunum og vekur hlátur og gleði í góðra vina hópi. En undir niðri býr alvaran. Við þökkum þér, Hallur, fyrir störf þín í þágu söngsins í Dóm- kirkjunni. Og við þökkum vin- áttu þína og tryggð, sem aldrei brást. Við sendum þér okkar hjartanlegustu heilla- og ham- ingjuóskir á þessum merku tímamótum í ævi þinni. Páll ísólfsson. Hallur Þorleifsson verður fjar- staddur á afmælisdaginn. Þér getið treyst JOHNSON utanborðsmótornum bæði á sjó og vötnum. Mörg hundruð JOHNSON utanborðsmótorar eru í notkun hérlendis, bæði hjá síldveiðiflotanum og í skemmtibátum. Vegna tollabreytinga hækka utanborðsmótorar í verði eftir 1. maí n.k. JOHNSON . utanborðsmótorar fyrirliggjandi og væntanlegir næstu daga við lægra verðinu. Stærðir: 3 ha., 5% ha., 10 ha., 18 ha;., 28 ha., 40 ha. JOHNSON utanborðsmótorarnir eru sérstaklega út- búnir fyrir síldveiðiflotann með dráttaskrúfu og löngum „legg“. Viðgeðarþjónusta. Cunnar Ásgeirsson h.t. Suðurlandsbraut 16 — Sími 35200. 17/ sölu Fimm herbergja íbúðir í þriggja hæða sambýlishúsi. v &2.CO lÆI l£o\ ———— CJ __■ f s/ra yrt, |'o] £20 Lo[ yira *eo | UTW lTT-p f1\ tr lifpfTr^g , V 1 J \ ■ > ^jS $ to&t* A7 |í’ Upplýsingar gefur GÚSTAF A. SVEINSSON, hæstréttarlögmaður Þórshamri við Templarasund — Sími 1 11 71. HJOLBARÐAVIÐOERÐ VESTURBÆJAR auglýsir Við höfum söluumboð fyrir hina þekktu sænsku GISLAVED hjólbarða í flestum stærðum. MJÖG HAGSÍÆTT VERÐ. Opið alla helgidaga frá kl. 8.00 f.h. — 11.00 e.h. HJÚLBARÐAVIÐGERÐ VESTURB.ZJAR « ■ . v/Nesveg — Sími: 23120 f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.