Morgunblaðið - 11.04.1963, Blaðsíða 16
MORCVNBLAÐIB
Fimmtudagur 11. aprfl 1963
landa 1963 Ævintvraferð
FfRÐASKRIFSTOFAIU ÚFSffl
Hafnarstræti 7. — Sími 2-35-10.
Skipulagning ferða fyrir einstaklinga og hópa,
— allt án nokkurs aukagjalds.
Hvers vegna taka margir þátt í ferðum Útsýnar ár
eftir ár? Vegna þess að þeir hafa sannfærzt um trausta
og góða þjónustu, skemmtilega ferðatilhögun og hag-
stæðust viðskipti. Nú geta fleiri notið hinna hagstæðu
viðskipta og áratugs reynslu Útsýnar af ferðamálum,
því að eftir páska opnum við skrifstofu í Hafnarstræti
7, sem veitir alla almenna ferðaþjónustu, jafnt hópum
og einstaklingum, skipuleggur ferð yðar, pantar gist-
ingu og selur farseðla með flugvélum, bifreiðum
og skipum.
C O R D O V A
S E V I L L A
M A L A G A
AÞENA — DELFI
BEIRUT — DAMASKUS
G R A N A D A
ALICANTE
VALENCIA
JERÚSALEM
RÓMABORG
— K A I R Ó
— L O N D O N
BARCELONA
Mið-Evrópuferð
10. — 27. ágiist
Reykjavík — Kaupmanna-
höfn með Viscount. —
Kaupmannahöfn — 3 dagar
til fróðleiks og skemmtunar.
Rínarlönd — Nokkrir daga í
hinum yndislegu þorpum og
borgum við Rín meðal annars hinu glaðværa Rúdesheim, emnig Köln, Bonn, Koblenz. —
Sigling á Rín. — Heidelberg — háskólaborgin fagra við Neckar. —
F.ftir fegursta þjóðvegi Þýzkalands með nýtízku bifreið, gegnum Svartaskóg hjá Rínarfoss-
um til Sviss. Fimm dagar í borgum og fjalladýrð Svisslands, fagrar borgir, vötn, skógar og
fegursta landslag Evrópu. Genf — París með flugvél. — PARÍS — 4 dagar í fegurð, glaum
og gleði hinnar töfrandi heimsborgar. — Þér getið dvalizt lengur í París og notað flug-
farseðil yðar heim síðar með viðkomu í Bretlandi, ef þér óskið. — Þetta hefur verið vin-
sælasta ferð ÚTSÝNAR sl. 7 ár. Tilhögun ferðarinnar hefur enn verið bætt. Engar þreyt-
andi dagleiðir, aðeins 4 dagar í bíl eftir fegursta hluta leiðarinnar. Gisting í völdum hótel-
elum, t.d. Stiftsmuhle, Heidelberg, Belvedere, Interlaken og Palais d’Orsay í París. Þaul-
kunnugur fararstjóri leysir úr hverjum vanda. Fjölbreytt og skemmtileg ferð fyrir ótrú-
lega lágt verð.
■HMÍBÉÉtS
Spánarferð
10. — 27. september
Reykjavík — Madrid með flugvél — Madrid — 3 dagar.
Ferðazt með nýtízku langferðabifreið til allra helztu staða á
Spáni. — Tilhögun ferðarinnar er svipuð og í hinni afburða
vinsælu hópferð Útsýnar haustið 1962. Spánn er hrifandi
land og eiti hið ódýrasta í álfunni. — Ferðin er farin á bezta
árstíma, meðan enn er hásumar en hiti hæfilegur, hinir
fjölbreyttu, litríku ávextir landsins glóa í allri sinni dýrð.
Nægur tími veitist til að
virða fyrir sér fagra staði
og frægar byggingar undir
leiðsögn fróðra leiðsögu-
manna, en einnig til hvíldar
og skemmtunar, og hver er
sá, sem ekki heillast af
dönsum, söngvum og glað-
værð Suðurlanda?
tii Austurlanda í októbermánuði
Hin fjölmenna og velheppnaða hópferð Útsýnar til Austurlanda sl. haust vakti mikla
athygli og óblandna hrifningu þátttakenda. Nú gefst þeim tækifæri, sem misstu af ferðinni
í fyrra, til að kynnast hinum sögufrægu stöðum, þar sem vestræn menning átti upptök sín.
Þér getið áhyggjulaust og með ótrúlega litlum tilkostnaði séð með eigin augum staðina, þar
sem mannkynssagan hefur gerzt, virt fyrir yður hallir og musteri hinnar fögru Istanbul á
slóðum Væringja, sögustaði og listaverk Hellena, sögustaði Biblíunnar í Jeríkó, Jerúsalem og
Betlehem, Sfinx og pýramída Kairo ásamt fjölmörgu öðru, sem of langt væri upp að telja.
En þér kynnizt einnig lífi Austurlandabúa í seiðmögnuðum töfraheimi Þúsund og einnar
nætur. Ferð, sem auðgar lífsreynslu yðar, dýpkar þekkingu yðar og skilur eftir ógleyman-
legar minningar. Ferðin verður svo þægileg, sem hugsast getur. Vicount flugvél Flug-
félags íslands flytur hópinn alla leið, íslenzk áhöfn,
2 íslenzkir fararstjórar. Gist verður á úrvalshótelum,
t.d. Hilton í Istanbul, einu glæsilegasta hóteli Evrópu,
og Semiramis í Karió. Með fyrsta flokks uppihaldi
og allri þjónustu kostar 'ferðin aðeins sem svarar
fargjöldum í ferð einstaklings. — Tryggið yður sæti
í tæka tíð.
Róleg ódýr ferð með m.s. Gull
fossi i fyrstu ferð hans eftir
gagngerðar endurbætur. —
Hvíld og skemmtun um borð.
Ferðast verður með bifreið um
fegurstu héruð Englands, Lake
District, til Statford-on-Avon, Oxford, Windsor, London.
— 4 daga dvöl á REGENT PALACE HOTEL á
bezta stað í London — Gott tækifæri til að kynnast
heimsborginni. Merkisstaðir skoðaðir, skemmtistaðir heim-
sóttir. Þaulkunnugur íslenzkur fararstjóri til aðstoðar og
leiðbeininga allan tímann. Hentug verzlunarferð. —
Ódýrasta utanferð sumarsins.
tíl annarra
Ferðaþjónusta Útsýnar:
Farseðlar — Hótelpantanir