Morgunblaðið - 11.04.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.04.1963, Blaðsíða 24
Sextán sjómenn farast SÚLAN frá Akureyri á siglngu. Ljósm. Mbl.: Sv. Þ. Súlunni hvolfir út af Garðskaga 5 menn fórust af 11 manna áhöfn U M kl. 2,30 í gær fórst Súl- an frá Akureyri urn 3 sjó- mílur NV af Garðsskaga. — Sex menn af áhöfninni kom- ust í annan gúmmíbátinn, en hinn báturinn fannst á hvolfi og er ekki vitað hvort hinir fimm af áhöfninni hafa kom- izt í hann. En um þetta leyti var 10 stiga frost og veður mjög slæmt og hvasst. Skips- höfnin á Sigurkarfa bjargaði þeim 6, sém komust af, og kom með þá til Keflavíkur um 8 leytið í gærkvöldi. Fréttamaður blaðsins átti tal við skipstjórann af Súlunni, Ingólf Sigurðsson, er Sigurkarfi kom að. Samkvæmt frásögn hans fórst skipið um kl. 2.30 í mjög slæmu veðri, hvassviðri og 10 stiga frosti. Skipstjórinn var staddur í brúnni ásamt tveimur hásetum. Hinir voru frammi í lúkar og vél. Skyndilgga reið hnútur yfir skipið á stjórnborðshlið og færði það í kaf í sjó. Gekk sjórinn yfir allt skipið, sem lagðist á hliðina. Skipstjóranum og há- setum í brúnni tókst að komast út, er brúin var um það bil lárétt og hálffull af sjó. Eng- inn tími var til að senda neyð- arkall í talstöðinni. Ekki mátti tæpara standa Á skipinu voru tveir gúmmí- bátar, annar á stýrishúsi, en hinn aftur á bátadekki. Báðir bátarn- ir slitnuðu upp. Skipstjórinn og þeir skipverjar, sem björguðust stukku í sjóinn og svömluðu um hverfis þann bátinn, sem var á stýrishúsinu, en hann var óupp- blásinm Tókst þeim að komast Framhald á bls. 3. Mannskaðaveður gengur yf ir landið í ÓVEÐURSKAFLANUM, sem gekk yfir landið upp úr hádegi á þriðjudag, fórust fimm bátar norðanlands og eitt stærra fiskiskip við Reykjanes. Með þessum skipum fórust alls 16 sjómenn, og misstu 19 ung börn þar feður sína, eu rlls áttu þessir skipverjar 22 böm. Fjórir bátanna sem fómst voru frá Dalvík. Áhafnir tveggja þeirra björguðust, eins og áður hefur verið frá skýrt í fréttum. 7 menn fórust hins vegar með hinum tveimur Dalvíkurbátanna, 5 með vélbátnum Hafþór og tveir með vélbátnum Val. Vélbáturinn Magni frá Þórshöfn fórst und« an Sævarlandi í Þistilfirði og með honum tveir menn, að því er fullvíst má telja. Þá tók út tvo skipverja af vél- bátnum Hring frá Siglufirði, er hann fékk á sig brotsjó á leið til hafnar. Loks gerðist það í gær er Súlunni frá Ak- ureyri hvolfdi NV af Reykjanesi, og 5 af 11 manna áhöfn iórust. — Hér fara á eftir frásagnir fréttaritara um afdrif fyrr- greindra báta, nema hvað sérstaklega er frásögn af Súlu- slysinu annars staðar í blaðinu. DALVÍK: TELJA MÁ nú fullvist, að vél- báturinn Hafþór, sem saknað var héðan í gær, hafi farizt. Hér hef- ir verið gengið á fjörur í morg- un bæði norðan og austan við kauptúnið. Þegar hefir fundizt eitt lík af skipverja á Hafþóri, Bjarmari Baldrvinssyni, einnig gúmmíbátur sem örugglega er frá honum og fleira lauslegt, sem talið er úr bátum þeim, sem sukiku í gær. Norðan við Dalvik hefir framhluti trillubátsins Helga rekið á land. Þeir sem f órust AF VÉLBÁTNUM VAL FBÁ DALVÍK: Gunnar Stefánsson, 44 ára, ókvæntur. Sigvaldi Stefánsson, 48, ára, kvæntur og átti 3 ung börn. AF VÉLBÁTNUM HAFPÓRI FRÁ DALVÍK: Tómas Pétursson, formaður, 32 ára, kvæntur og átti 3 ung börn. Bjarmar Baldvinsson, 24 ára, kvæntur og átti 1 ungt bam. Jóhann Helgason, 43 ára, kvæntur og átti 4 börn, 2 upp- komin. Óli A. Jónsson, 48 ára„ kvæntur og átti 2 böm, annað uppkomið. Sólberg Jóhannsson, 18 ára, ókvæntur. AF VÉLBÁTNUM MAGNA FRÁ ÞÓRSHÖFN: Elías Gunnarsson, Vestfirð- ingur að ætt, um þrítugt, kvæntur og átti 3 böm. Þórhallur Jóhannesson frá Flögu í Svalbarðshreppi, um þrítugt og átti eitt ungt barn. AF VÉLBÁTNUM HRING FRÁ SIGLUFIRÐI: Andrés Þorláksson, 36 ára, einhleypur, til heimilis á Siglufirði. Kristján Ragnaésson, ein- hleypur, Hríseyjargötu 21, Akureyri. MEÐ VÉLSKIPINU SÚLUNNI FRÁ AKUREYRI: Kristján Stefánsson, háseti, Hlíðarvegi 22, Kópavogi, 42 ára, átti konu og 3 ung böm, 1 uppkomið af fyrra hjóna- bandi. Kristbjöm Jónsson, háseti, Akureyri ,36 ára, ókvæntur. Þórhallur Ellertsson, 1. vél- stjóri, Akureyri, 30 ára, kvænt ur, átti 2 ung börn. Viðar Sveinsson, háseti, Ak- ureyri, á þrítugs aldri, ókvænt ur. Hörður Ósvaldsson, háseti, Akureyri, 34 ára, ókvæntur. Alis hafa því farizt í veðri þessu tveir vélbátar héðan frá Dalvík, Valur EA 110, og Haf- þór EA 102, og opnu vélbátarnir Helgi og Sæbjörg. Mannbjörg varð af Helga og Sæbjörgu, eina og skýrt hefur verið frá. Öðrum manninum var bjargað af Val, ea hann var örendur er að landi var komið. Með þessum tveimur bátum hafa því farizt 7 menn, allir frá Dalvík. Skipverjar á Val voru bræðurnir Gunnar og Sigvaldi Stefánssynir. Enn er gengið hér á fjörur og verður því haldið áfram meðan veðrið stendur af þessari átt, því meðan eru miklar líkur til að reki. Hér hatfa því 10 ungbörn misst feður sína, en alls áttu þeir 13 börn. Fimm kónur hafa misst menn sína. Allir þessir menn voru fró Dalvík, sem fyrr segir, og áttu fjölda skyldmenna hér á staðnum. Það er þungur harmur kveðinn af Dalvíkingum vegna þessa mikla sjóslyss. — KárL ÞÓRSHÖFN: FULLVÍST er nú að vélbátur- inn Magni, sem er 5 tonna þil- farsbátur, sem héðan er gerður út hefir farizt. Þykir vist að bátur- inn hafi lent á land undan Sæv- arlandi í Þistilfirði og farið þar í spón. Fyrri eigandi bátsins fór Framhald á bls. 23. Stórhuga fyrirætlanlr byggðar á raunsæju mati — segir Olafur Thors, forsætisráðherra um framkvæmda- áætlunina, sem lögð var fram á þingi í gær í G Æ R var þjóðhags- og framkvæmdaáætlun fyrir ár- ið 1963—66, sem að undan- fömu hefur verið unnið að, lögð fram á þingi í formi skýrslu ríkisstjórnarinnar til Alþingis. í tilefni af því sneri Morgunblaðið sér til Ólafs Thors, forsætisráðherra, og spurði hann um álit hans á áætluninni. „Hér er um að ræða mjög merkileg gögn,“ sagði Ólafur Thors, forsætisráðherra. „í þjóð- hags- og framkvæmdaáætlun- ■inni er fólginn mikill fróðleikur um efnahagsþróun landsins frá stríðslokum, og á þeim fróðleik eru byggðar áætlanir um það, hve mikið við getum afrekað á næstu árum og hvernig við bezt getum nýtt vinnuafl og fjár- magn. í skýrslunni eru mörg flókin lögmál efnahagslífsins út- skýrð, svo að hægara verður að gera sér grein fyrir því, hvaða ráðstafanir er nauðsynlegt að gera til að örva vöxt og sjá fyr- ir, hverjar afleiðingar hinar ýmsu aðgerðir muni hafa.“ „Bindur áætlunin hendur ein- staklinga og atvinnufyrirtækja?“ „Nei, hér er fyrst og fremst um að ræða áætlun um fjár- festingu og framkvæmdir ríkis- sjóðs, um það, hver þróun þjóð- arbúskaparins geti orðið á til- teknu tímabili, hve mikið þjóð- arframleiðslan geti vaxið, hve mikið neyzlan geti aukizt og hversu miklu fjárfesting geti numið. Auk þess eru sundurlið- aðar áætlanir um framkvæmd- ir opinberra 'aðila og fjáröflun þeirra vegna. En hins vegar eru ekki áætlanir um framkvæmdir hverrar atvinnugreinar um sig. Einstaklingar eru því einráðir um sínar framkvæmdir, en hins vegar getur ríkisvaldið haft viss áhrif á þær með stefnu sinni í efnahagsmálum.“ „Boðar þjóðhags- og fram- kvæmdaáætlunin straumhvörf í íslenzkum atvinnumálum?“ „Það mundi ég ekki segja. Það fer ekki á milli mála, að hér er um að, ræða stórhuga fyrirætl- anir, sem þó eru að sjálfsögðu beint framhald af þeim trausta grundvelli, sem nú hefur verið lagður í íslenzkum efnahagsmál- Ólafur Thors um. Þrátt fyrir hin miklu verk- efni, sem áætlað er að hrinda 1 framkvæmd, verður áherzla lögð á nauðsynlega varfærni, og fram kvæmdaáætlunin miðar einmitt að því, öðrum þræði, að kom* Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.