Morgunblaðið - 11.04.1963, Blaðsíða 12
12
" MORCV1SBLAÐ1Ð
Fimmtudagur 11. apríl 1963
róiffllSltMðfrffr
Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavílo
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthias Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arm Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðs.lstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 4.00 eintakib.
HAGSTÆÐASTA
ÞRÓUN FRÁ
STRÍÐSL OKUM
jTins og fram kemur í skýrslu^
^ Seðlabanka íslands var
þróunin í gjaldeyris- og við-
skiptamálum Islands á síð-
asta ári hin hagstæðasta, sem
verið hefur frá styrjaldarlok-
um. Viðskiptajöfnuðurinn á
vörum og þjónustu varð hag-
stæður á árinu um 250—300
millj. kr., en sú tala sýnir
raunverulega afkomu þjóðar-
búsins út á við. Árið 1961 var
greiðslujöfnuðurinn hagstæð
ur um 225 millj. kr. og var
það hagstæðasta ár, sem þá
hafði komið frá stríðslokum.
En árið 1962 hefur orðið enn
hagstæðara.
Þróunin er hin sama á öðr-
um sviðum. Þannig hefur
þjóðarframleiðslan aukizt um
5% á árinu 1962 í stað 3%
1961.
Gjaldeyrisstaðan hefur
batnað um 623 millj. á árinu
og var gjaldeyriseignin í árs-
lok hvorki meira né minna
en 1150 millj. kr.
Á árinu 1962 jukust spari-
innlán einnig meira en
nokkru sinni fyrr eða um 762
millj. kr. Útlán jukust minna
eða um 633 millj.
Eins og kunnugt er tóku Is
lendingar yfirdráttarlán hjá
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og
Evrópusjóðnum, þegar við-
reisnarráðstafanimar voru
gerðar. Vegna hinnar góðu
gjaldeyrisstöðu og síbatnandi
hags þjóðarinnar hafa lán
þessi nú að fullu verið uþp
greidd og íslendingar fylli-
lega staðið í skilum.
Á öllum sviðum er þannig
gjörólíkt um að litast því,
sem var á tímum „vinstri
stefnunnar“, stefnu hafta,
þvingana og uppbóta. Þá var
stöðugur halli á þjóðarbú-
skapnum, þrátt fyrir vöru-
skort. Nú safna íslendingar
hins vegar gjaldeyrisinnstæð
um og miklu sparifé, sam-
hliða því sem lífskjörin eru
betri en nokkru sinni áður
og nægilegt framboð af hvers
kyns vörum.
Þegar þessar staðreyndir
liggjá fyrir er ekki að furða,
þótt stjórnarandstæðingar,
sém hatrammlega hafa bar-
izt gegn viðreisninni, séu
uggandi um sinn hag og sjái
fram á, að þjóðin muni votta
viðreisnarstefnunni traust
og þar með tryggja áfram-
haldandi framfarir og bætt-
an hag einstaklinga og þjóð-
arheildarinnar.
AÐVÖRUN
BANKASTJÖRNAR
INNAR
'C'nn einu sinni verður Tím-
inn ber að fréttafölsun-
um, þegar hann getur um
skýrslu bankastjórnarinnar.
Fimm dálka fyrirsögn blaðs-
ins hljóðar svo:
„Furðulegar hótanir í
skýrslu bankastjómar Seðla-
bankans. — Er verið að boða
gengisfall og vaxtahækkun?"
Síðan er að því vikið, að
bankastjómin sé handbendi
ríkisstjórnarinnar og aðvör-
un þá, sem fram kemur í
skýrslu bankastjórnarinnar
um að ekki megi þróast hér
ofþensla, beri að skoða sem
einhvers konar hótun af rík-
isstjórnarinnar hálfu.
Auðvitað á bankastjórnin
ekki að gera sér leik að því
að reka þveröfuga efnahags-
málastefnu við það, sem rík-
isstjóm á hverjum tíma æsk-
ir, en hins vegar hefur banka
stjómin heimild til að lýsa
skoðunum sínum og ágrein-
ingi við ríkisvaldið. Banka-
stjómin telur nú ástæðu til
að vara við því, að hér geti
orðið ofþensla í efnahags-
lífinu.
Engum réttsýnum manni
dettur í hug, að bankastjórn
Seðlabankans láti frá sér fara
annað en það, sem hún telur
þjóðinni fyrir beztu. Þass
vegna em dylgjur og brigzl
Tímans fyrir neðan allt vel-
sæmi og á slíkur málflutn-
ingur hvergi heima nema í
kommúnistamálgögnum.
Ástæða er líka til að vekja
athygli á því, að ekki em
nema fáir dagar síðan Tím-
inn birti ritstjórnargrein,
þar sem að því var vikið, að
hér væri of mikil þensla í
efnahagslífinu og talið, að
verðbólga ógnaði þjóðarhag.
Þannig lýsti blað Framsókn-
arflokksins því yfir, að nauð-
synlegt væri að gera ráðstaf-
anir til að stemma stigu við
þeirri þróun.
Stjórn Seðlabankans varar
við því að verðbólga fáí að
þróast í efnahagslífinu á
sama hátt og Tíminn gerði.
Það er hennar eina „sök“.
Sir Winston Churchill
heiðursborgari USA
(AP-NTB).
SIR Winston Churchill var í dag
gcrður að heiðursborgara Banda
ríkjanna við hátíðlega athöfn í
Washington. Var athöfninni út-
varpað og sjónvarpað um öll
Bandaríkin og um Telstar-gervi-
hnöttinn til Evrópu.
Sir Winston gat ekki sjálfur
verið viðstaddur athöfnina, en
hann er nú 88 ára. Sendi hann í
sinn stað son sinn, Randolph
Churchill.
Kennedy forseti stjórnaði at-
höfninni í garði Hvíta hússins í
Washington, en viðstaddir voru
ýmsir helztu leiðtogar Banda-
rikjanna. Ávarpaði Kennedy sir
Winston og Randolph Churchill
las upp ávarp föður síns. Einnig
flutti sir David Ormsby-Gore,
sendiherra Breta, ávarp og
þakkir frá brezku stjórninni.
í ávarpi sínu segir Churchill
m. a. að hann hafi hlotið
margar heiðursviðurkenningar
frá Bandaríkjunum, en enga sem
þessa. „Ég tek við heiðursborg-
araréttindunum með miklu þakk
læti. Vinátta okkar og bræðra-
lag á stríðsárunum á ekki sinn
líka. Við stóðum saman og þetta
leiddi til þess að hinn frjálsi
heimur er enn við líði.“
dæmi, og er það rétt. Aldrei fyrr
í sögu Bandaríkjanna hefur út-
lendingur verið gerður að heið-
ursborgara í Bandaríkjunum, en
engan útlending hafa Banda-
ríkjamenn heldur dáð jafn mikið
og sir Winston Ghurehill.
Oscarverðlaun-
in afhent
Hollywood, 9. apríl. — AP —*
GREGORY Peck og Anne
Bancroft hlutu Oscar-verð-
launin fyrir beztan kvik-
myndaleik á árinu 1962. Voru
verðlaunin afhent í gær-
kvöldi við hátíðlega athöfn í
Santa Monica.
Bezta kvikmynd ársins var
kjörin „Lawrence of Arabia“,
en beztu aukaleikarar voru
kjörin Ed Begley og Patty
Duke.
Gregory Peck fékk verðlaunin
fyrir leik sinn í myndinni „To
kill a mockingbird“. Leikur hann
þar lögfræðing í borg einni 1
Suðulríkjunum, sem tekur að
sér að verja negra sakaðan um
líkamsárás. Anne Bancroft féklc
verðlaunin fyrir hlutverk Annie
Sullivan í kvikmyndinni „The
miracleworker“, en myndin fjall-
ar um ævi Helen Kelier.
Anne Bancroft var ekki við-
'stödd verðlaunaafhendinguna, og
tók Joan Crawford við Oscar-
verðlaununum fyrir h e n n a r
hönd.
20 bílar með um 240
manns í Úræfin
Churchill sagði að heiður sá,
er honum var sýndur, væri eins-
Flugumferðar-
stjórar á alþjóða
mót
HINN 24. marz 8.1., var hald-
inii aðalfur.—. í Félagi íslenzkra
flugumferðarstjóra.
Þar voru kjörnir í stjóm fé-
l'agsins þeir, Valdimar Ólafsson,
sem er formaður og hefir verið
það samfelilt frá stofnun þess ár-
ið 1955, Jens Guðmundsson vara-
formaður, Kristinn Sigurðsson
ritari, Ólaifur H. Jónsson gjald-
keri og Kristján Símonarson
sem er meðstjórnandi.
Félagið er í alþjóðasamtökum
flúgumferðarstjóra, sem munu
halda annað ársþing sitt í Lund-
únum um naestu mánaðamót og
munu tveir íslenzku flugum-
ferðastjóranna sitja þingið fyrir
hönd félags síns.
EINS OG venjulega um páskana
streymir ferðafólk austur í Ör-
æfasveit, en á þessum tíma eru
árnar austur á söndum oftast fær
ar góðum fjallabílum. Er Mbl.
kunnugt um 20 bíla, sem munu
fara austur með eitthvað um 240
manns. Þessar tölur eiga þó e.t.v.
eftir að breytast fram á fimmtu
dag. Auk þess fer ferðafélagið í
Þórsmörk.
Guðmundur Jónasson, fjalla-
bílstjóri, mun ætla austur með
um 100 manns í 5—6-bílum. Úlfar
Jacobsen fer með 3 bíla með um
70 manns, og bætir sennilega ekki
við fjórða bílnum. Farfuglar
munu ætla með 16 manns á einum
bíl. Ferðasktífstofan Saga fer með
farþega í einum bíl og tveir bílar
koma með líklega um 45 manns
úr Reykholti. Auk þess rnunu
nok’krir Weaponbílar með ferða-
fólk vera samferða þessum vönu
ferðamönnum yfir árnar.
Ferðafélagið efnir til ferðar 1
Þórsmörk. Verður farið með 41
manns í tveimur bílum á fimmtu
dagsmorgun og um 20 manns í bíl
á laugardag. Einnig hafði verið á
formað að fara að Hagavatni, en
þar er of blautt.
Jafntefli í 8. '
skákinni
Moskvu, 9. apríl (AP):
Áttunda skák þeirra Mikhail Bot
vinniks og Tigran Petrosjans 1
keppninni um heimsmeistaratitil
inn lauk með jafntefli eftir 55
leiki. Staðan er nú þannig að Pet
rosjan hefur 414 vinning en Bot-
vinnik 314.
RÓGSIÐJAN
BER ÁRANGUR
ITm langt skeið hefur Tím-
inn tönnlast á því, að
þeir stjórnmálamenn, sem
fara með umboð fyrir meiri-
hluta þjóðarinnar væru fúsir
til að veita Bretum undan-
þágur til veiða í íslenzkri fisk
veiðilandhelgi, þegar samn-
ingurinn við Breta rennur út
eftir tæpt ár.
Framsóknarmenn vita full-
vel, að ekki er nokkur fótur
fyrir þessum fullyrðingum.
Þeir vita líka að ekkert bend
ir til þess, að brezku stjórn-
inni hafi komið til hugar að
fara fram á slíkar undanþág-
ur. Hins vegar eru ákveðnir
hagsmunahópar í Bretlandi,
sem vafalaust mundu vilja
gera slíka kröfu.
Það er við þessa hópa, sem
Tíminn er í bandalagi. Hann
ýtir vísvitandi undir kröfur
þeirra um ásælni við íslend-
inga, þegar hann heldur því
fram, að íslenzkir stjórnmála
menn vildu fallast á slíka
málaleitun.
Þessi iðja Framsóknar-
manna er tekin að bera árang
ur erlendis —■ eins og til er
stofnað. Þannig hrósar Tím-
inn happi yfir því í gær, að
Erlendur Patursson lætur
hafa það eftir sér í blaðinu,
að Færeyingar séu áhyggju-
fullir af því að þeir viti ekki
„hvaða menn halda þá um
stjórnvölinn hjá íslending-
um“ (þ.e.a.s. þegar samkomu
lagið við Breta rennur út).
Ef Tíminn hefur ekki falsað
þessi ummæli Erlendar Pat-
urssonar, er ljóst, að rógsiðja
blaðsins er farin að bera
árangur utan íslands og það
svo, að þessi erlendi stjórn-
málamaður lætur sér sæma
að dylgja um það, að íslenzk-
ir stjórnmálaleiðtogar sitji á
svikráðum við þjóð sína.
Þessi iðja Framsóknar-
manna er sannarlega fordæm
anleg, enda eiga þeir eftir að
finna það, að þjóðin mun í
komandi þingkosningum
sýna þeim, hvað þeir menn
uppskera, sem einskis svífast
í málflutningi, heldur ekki
þess að stofna dýrmætustu
réttindum í voða, í von um
að ná flokkspólitískum ár
rangri.