Morgunblaðið - 11.05.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.05.1963, Blaðsíða 1
JttwgmiMabtö Laugard. 11. ma'i 1963 Það hefur veríð fjör í minni ætt Talað við Skarphéðin Gíslason Vagnsstöðum ■ Suðursveit „Ég á óhitt marga“, sagði hann þegar ég spurði, hvort ég mætti ekki eiga samtal við hann fyrir Morgunblaðið. Hann lét þó til leiðast að skreppa upp á blað og rabba við mig stundarkorn, en bætti við með semingi: „Ég veit annars ekki — að tala við mig er eins og að slá á lélegum ‘ engjum í gamla daga“. „Ætlarðu þá ekki að eiga við mig samtal?“ spurði ég vonsvikinn. „Jú, reyna það“, sagði hann rösklega. Við ákváðum að hittast í skrifstofu Morgunblaðsins og spjalla saman dálitla stund. En við höfðum ekki alltof mikinn frið fyrir blaðamönn- um né öðrum, sem rásuðu í sí- fellu inn í herbergið, svo hann stóð upp, strauk vindgrátt hár ið og sagði: „Karl nokkur fór í kirkju en var leiður á að þurfa að standa upp í messunni. Þá sagði hann: „Aldrei er friður, og nú á að fara að blessa!“ Undir þessi orð sýnist mér, að þú getir tekið“. Sá, sem staddur var í skrif- stofu minni, heitir Skarphéð- inn Gíslason frá Vagnsstöðum í Suðursveit. Mér lék forvitni á að hitta hann að máli. Hann er í senn fróður og gjörhug- ull og sérstæður persónuleiki, auk þess sem einhver ljómi er yfir þessu bæjarnafni, Vagns- staðir. Þar hefur mér verið sagt að sé mest og fegurst fjallasýn frá nokkrum bæ á íslandi. „Þú hefur lengst af búið í Suðursveit, Skarphéðinn?" „Oftast lifað þar, já. Þó hef ég dvalizt að heiman einn vet ur við smíðanám í Vopnafirði og annan í Höfn, auk þess sem ég var þar 2% vetur við vél- gæzlustörf í fyrstu rafstöðinni þar. Þá hef ég dvalizt að heim an tíma og tíma að setja upp rafstöðvar, vatnsleiðslur og miðstöðvar; lagði fyrstu vatns leiðsluna heima á Vagnsstöð um haustið 1918, það er ekki lengra síðan; fyrstu miðstöð- ina setti ég upp heima 1930 og síðan á hvern bæinn á fæt- ur öðrum og eru þær nú komn ar í alla bæi í Suðursveit, Mýrum, og nú unnið við að setja upp miðstöðvar á þrem- ur bæjum í öræfum“. „Og þú hefur haft ánægju af þessum störfum?“ „Hvað heldurðu? Ég var ekki nema barn að aldri heima á Vagnsstöðum, þegar ég fór að fylgjast með smíði útsjávarskipanna, þau voru sexróin og þurftu að vera sterkbyggð eins og brimið gat verið á hafnlausri ströndinni. Smiðurinn hét Þorsteinn og var Arason, bóndi á Reynivöll um. Hann hélt til hjá okkur meðan hann smíðaði skipin. Mér þótti gaman að horfa á smíðarnar. Hvílíkt heimsund- ur var þessi maður! Að geta smíðað svona falleg skip. Og ég strengdi þess heit að smíða skip og báta, þegar ég væri orðinn stór. En þangað til varð ég að láta mér nægja að góna upp á Þorstein aðdáunaraug- um og biðja Guð hjálpa mér til að verða eins mikill maður og hann. Það var stór bæn. Þá var smíðað úti við á þorra og góu, oft í mjög vond um veðrum. Það var ævintýri líkast“. „En hjá hverjum lærðirðu smíðar?“ „Birni Eymundssyni frá Dilksnesi, sem bjó lengst af í Lækjarnesi í Nesjum og var einn af fjölhæfustu smiðum í Austur-Skaftafellssýslum fyrr og síðar. Ég hef smíðað um 30 báta. Ungur frændi minn hef- ur sagt mér, að samtímis hafi eitt sinn verið gerðir út sex bátar sem ég smíðaði, þrír úr Suðursveit og þrír af Mýrum, en ekki hafði ég tekið eftir því. Ég hef haft mikla ánægju af að geta stuðlað að því, að sveitungar mínir gætu sótt björg í greipar hafsins, eins og sagt er í ræðum. Ef ég gæti smíðað skip eins og Þor- var að hafa, fóru þeir í há- karlasetu, beittu hrossaketi, köstuðu færinu á 18-20 faðma dýpi og veiddu þessar líka skepnur. Þá var ævintýralegt að litast um á sandinum". „En rerirðu sjálfur?“ „Nei, það gat ég ekki“. „Nú, hvers vegna?“ „Hafði reynt það en varð alltaf sjóveikur. Ef ég hefði ekki verið svona sjóveikur, væri ég fyrir löngu farinn á sjó og væri nú líklega dauður eins og margir aðrir og gæti ekki masað hér við þig að neinu ráði. En mér þykir hún góð lífsreyn'slan. Lífið er til- breyting og býður upp á ó- teljandi ævintýri, en engin ævintýri veit ég eftirsóknar- verðari en smíða bát undir berum himni“. „Þú minntist á Þórberg, þek'ktirðu hann?“ skólamenntunar. Mér sagði gamalt fólk, að kona hans hefði kennt honum að lesa, en ekki skal ég bera ábyrgð á því. Hins vegar hef ég heyrt, að þeim hjónum hafi komið mjög vel saman. Þau notuðu sömu gleraugun um tíma. En bezt gæti ég trúað, vegna þess hve fróðleiks- og lestrarfús þau vöru, að einhvern tíma hafi þau bæði litið gleraugun hýru auga samtímis". „Hvað vax langt á milli ykk ar?“ „Einir tólf kílómetrar og yf- ir tvö vötn og sand að fara. Ég hef heyrt þá sögu, að Þór- bergur hafi, meðan hann var smali, átt í erfiðleikum með eina ána, sem var fjallsækin eins og fleiri, og þá hafi hann tekið til bragðs, að binda vasa klút fyrir augun á henni, en blessuð skepnan villtist í Breiðabólstaðalónið og drukkn aði þar, greyið. Þetta sagði mér Jón Brunnan. Ég geri ráð fyrir að þetta hafi valdið Þórbergi sárum sorgum, því Skarphéðinn: „Hef séð margt draumi ...“ (Ljósirk Mbl. Magn.). steinn yrði ég hamingjusamur. Það fannst mér, þegar ég virti fyrir mér bátana hans heima á hlaðinu á Vagnsstöðum. Og gæfan varð mér hliðholl. Þegar miðjum vetri hallaði, fór gangan að koma að landi með fugli og fiskreka, og þá byrjaði blóðið að ólga. Það er í minnum haft, að eitt sinn þegar Þórður Steinsson, faðir Þórbergs rithöfundar, ágætur maður, gekk á fjörur sínar, sá hann fiskvöðu koma upp í sog inu og hljóp út í ölduna og tók um tuttugu stóra þorska með berum höndum. Nú mun slíkt alls ekki gjör ast né hefur gjörzt síðast lið in 20 eða 30 ár. Á fyrri tíð rak oft svo mikið af fiski, sel- rifnum og brimrotuðum, að töldust margir hestburðir, en nú rekur aldrei bein úr sjó.“ „Þótti þér skemmtilegt að ganga niður á fjörurnar?" „Það þótti mér. Ég fékk leyfi til að taka á móti sjó- mönnunum, þegar ég hafði ald ur til. Það var oft gaman, þeg- ar þeir komu að landi með hlaðna báta af stórvertíðar- þorski eða hákarli. Þegar lítið „Nei, ég get ekki sagt það, ekki á unglingsárunum. Þór- bergur bjó miklu vestar í sveit inni en ég og er auk þess ein- um sex árum eldri. Aftur á móti heyrði ég ýmislegt af honum sagt og man vel æsku- heimili hans og foreldra". „Hann hefur verið undar- legur í háttum“. „Ekki laust við hann hafi þótt það“. „En æskuheimili hans?“ „Ágætt í alla staði. Anna móðir hans talin framúrskar- andi námsmanneskja á sínum ungdómsárum, og var þó skóla ganga ekki lík því sem nú er. Það hefur sagt mér kona, sem ólst upp á næsta bæ, Vilborg Eyjólfsdóttir, að gaman hafi verið að kenna Önnu, hún hafi verið sérlega námfús stúlka. Faðir hans var einnig mjög fróðleiksfús, en naut engrar hann var góðhjartaður og hjálpfús og öllum skepnum vel í æsku sinni. Það kemur fram í því, hvað hann var duglegur að ná fé úr svelti. Hann var fullhugi í klifring- um og engir fimari honum að fara í kletta að ná fé. Eitt sinn fór hann í svelti með Auð bergi Benediktssyni, Bjarna Runólfssyni, Sigurði Gíslasyni, bróður mínum, og Sigfúsi Slcúlasyni og náðu þeir kind- um í Sléttaleitisklettum, en þangað hafa engir aðrir vogað sér, svo sögur faji af. Sá sem er ekki góðhjartaður og hjálp samur, mundi ekki leggja á svo tæpt vað“. „En varst þú sterkur í klettum?“ „Nei, það var ég ekki. Ég lærði ekki þá list að klífa kletta, en hef skotið margar kindur í svelti frekar en láta þær drepast úr hor. Það hlýt- ur að vera hryllilegur dauð- dagi. Ég hef alltaf haft gaman af að skjóta. 1931 skaut ég átta útseli við Borgarhafnar- fjöru með afbragðsgóðum sela riffli af Remingtongerð frá vini mínum Jóhanni Ólafs- syni, kaupmanni". „Þú hefur farið í mörg ferða lög og gengið á jökla, hef ég heyrt“. „Ekki laust við það. Og ég hef fylgt útlendum og innlend um mönnum á jökla“. „Hvaða ferð er þér minnis- stæðust?" „Það þarf ekki að gá að því; þegar við fórum með Englend- ingana á Vatnajökul 1932. Það var í fyrsta skipti sem farið var með hesta á jökulinn á þeim stað. Fyrst fór ég einn upp úr Sta' ðardal, en nokkr- um dögum síðar fylgdi ég Eng- lendingunum, og höfðum við 24 hesta í lestinni. Þetta var Cambridgeleiðangurinn svo- kallaði, en fyrirliði hans var 19 ára gamall fuglafræðing- ur, Bryan Roberts að nafni. Hann hefur komið hi-ngað tvisvar eða þrisvar síðan“. „Var þetta hættuleg ferð?“ „Ég veit ekki, hvað skal segja. Útbúnaður Bretanna var einhver sá frumstæðasti sem ég hef séð, grannar bamb usstengur fyrir tjaldsúlur og voru reknar niður í snjó og rifaihjam, strengur í mæniás, tjöldin botnlaus og höfðu þeir kápur sínar breiddar yfir snjó inn og lögðu bómullarstopp- aða svefnpoka á þær. Þannig sváfu þeir. Þeir komust samt alla leið norður í Herðubreiðalindir“. „Ætli þeim hafi ekki orðið kalt?“ „Trúað gæti ég því. Þeir lágu við þennan búnað sex daga á jöklinum í stormi og rigningu. Það var komið langt fram í júní. Snemma í ágúst dreymir mig eina nóttina, að ég sjái til ferða þeirra, þar sem þeir koma til baka sömu leið yfir jökulinn. Þrátt fyrir heyannir tygjaði ég mig með hest og nokkurn útbúnað og hélt upp á fjallið og stefndi rakleiðis á tind norðvestur af Birnudals tindi og mun hann vera um 1406 metrar. Hann er rangt staðsettur á kortinu, þeir geta talað við okkur Ingólf ísólfs- son um það. En það er önnur saga. Þegar ég er á leiðinni upp tindinn, sé ég hvar þeir koma allir sex og eru í tveimur hóp- um, þrír og þrír um hvorn Nansenssleðann. Þá sneri ég við og hélt beint í flasið á þeim og er kominn um 10 km inn á jökulinn til móts við þá, þegar við hittumst. Urðu mennirnir alls hugar fegnir að sjá mig, því þeir voru þreyttir og heldur matarlitlir orðnir, lifðu mest á kjötkrafti. Aftari hópurinn varð svo undr andi, þegar þeir sáu til mín, að þeir störðu á mig eins og naut á nývirki og af slíkri á- fergju, að sleðinn sem þeir teymdu á eftir sér rann fram svo hratt milli þeirra, að þeir duttu allir á jökulinn. Hef ég aldrei séð menn jafn undrandi og þá. Síðan gekk ég til þeirra, heilsaði þeim þar sem þeir lágu í snjónum og bauð þá vel komna frá Kverkfjöllum. Ég hafði hest í taumi og var Framhald á bls. 10. Ttw Sagt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.