Morgunblaðið - 11.05.1963, Side 2
2
MORGV1SBLAÐ1B
taugardagur 11. maí 1963
Afram til vaxandi velmegunar
eða undan fæti til verðbolgu, skömmtunar og hafta
Einkenni viðreisnar — vöruval og hagsæld.
Íf SLENDIN GUM hefur
aldrei áður liðið eins
vel og nú á öndverðu ári
1963. Grundvöllur og afl-
gjafi þessarar velmegunar
er viðreisnin og stefna nú-
verandi ríkisstjórnar. í
fyrsta skipti í íslandssög-
unni er efnahagsástand
landsins með þeim hætti,
að þar sé um að ræða heil-
brigðan grunn undir á-
framhaldandi uppbyggingu
og hagsæld íslenzkrar þjóð
ar. Þótt lífskjör lands-
manna séu nú hetri en
nokkru sinni fyrr, þá má
engan veginn draga úr á-
framhaldandi framförum
og uppbyggingu. Þjóðinni
fjölgar örar en nokkru
sinni fyrr og íslendingar
verða að gæta sín, ef þeir
eiga ekki að dragast aftur
úr öðrum þjóðum í tækni
og vísindalegri hagnýt-
ingu gæða landsins.
Viðreisnarstefna ríkisstjórn-
arinnar er áfangi í sókn
landsmanna til bættra lífs-
kjara um leið og hún skapar
framfarir og meiri velmegun.
En viðreisnin hafði og við
að glíma önnur verkefni en
uppbyggingu. Hún >urfti að
ryðja og hreinsa rústir hinn-
ar gjaldþrota vinstri stjórnar,
snúa við öfugþróun glundroða
og verðbólgu, sem af stefnu
vinstri stjórnarinnar hafði
i1 leitt. Bæta fyrir brot hins úr-
elta sósíalisma, þá úrræða-
lausu, svartsýnu, en þó þótta-
Einkenni vinstri stefnunnar
fullu og stjórnlyndu „vinstri
stefnu“ þessarar makalausu
ríkisstjórnar, sem í blindri
sjálfumgleði sósíalismans og
annarrar „vinstri" speki vildi
neita frjálsum borgurum
þessa lands um að ráða sjálfir
gæfu sinni og gengi.
Það má vera, að landsmenn
taki nú velsæld, frelsi og jafn
vægi i efnahagsmálum sem
sjálfsagðan hlut eftir f jögurra
ára farsælt starf núverandi
ríkisstjómar. Menn skyldu
þó minnast þess, að Framsókn
arforingjarair og kommún-
istar hafa ekkert lært af ör-
Iögum vinstri stjórnarinnar
og engu gleymt um hinar
gömlu „lausnir“ sínar á vanda
mádum þjóðarbúskapsins. Þótt
dagblaðið Tíminn komist ekki
hjá því að viðurkenna, að við
höfum gengið til góðs undan-
farin fjögur ár, þá reyna þeir
á allan hugsanlegan hátt að
finna leiðir til þess að skýra
framfarirnar og velmegunina,
sem þeir segja að hafi átt sér
stað fyrir tilviljun, þrátt fyrir
slæman vilja ríkisstjórnar-
innar. Trúi hver sem trúa vill
Þessir herramenn hafa hugs
að sér aðrar leiðir í málefnum
íslendinga. Þeir telja að tak-
marka þurfi frelsi framleið-
andans og neytandans. Þeir
trúa ekki á þau vísindi, að
borgarar landsins kunni sjálf-
ir fótum sínum forráð. Nei,
höftin vantar, vöruvalið er of
mikið og hver getur keypt
það, sem hugur hans girnist
og ráð leyfa. Þetta ástand fer
þjóðfylkingarmanna Fram-
sóknar og kommúnista. Báðið
við þessu þekkja þeir, þótt
þeir hafi lágt um það fyrir
kosningar. Það er skömmtun,
þar sem úrræðalítið ríkisvald
getur stjómað neyzlu þegn-
anna, hve mikil hún skuli
vera og hvers konar vara það
skuli vera. Þannig mundi ef
til vill unnt að sporna gegn
síauknum erlendum skuldum,
sem virðast elta Eystein Jóns-
son, eins og tryggur hundur,
þannig væri ef til vill hægt
að knýja landsmenn til þess
að kaupa dýran og lélegan
varning, þegar viðskiptin við
kommúnistarikin verða aukin
á ný undir forystu Lúðvíks og
Þórarins Þórarinssonar.
Þjóðsöngur þessara manna,
sem nú bjóða landsmönnum
þjónustu sína í þjóðfylkingar-
úlpu, voru og eru enn, aug-
lýsingarnar frá skömmtunar-
stjóra og viðskiptanefnd, auk
annarra nefnda og stjómar-
apparata, sem fylltu dagblöð-
in á árunum fyrir 1950. Þeir
treysta bara enn á gleymsku
þjóðarinnar. Stofnauki númer
13 er enn skjaldarmerki þess-
ara manna á samningafundun
um nú um þessar mundir. Ef
þeim tekzt að blekkja lands-
menn hinn 9. júní n.k., þá
verður skjaldarmerkið afhjúp
að, en þá verður of seint að
kjósa gegn höftum og skömmt
un. Þá mun ný vinstri stjórn
Framsóknarmanna og komm-
únista rífa niður árangur við-
reisnarinnar og færa íslend-
ingum niðurlægingu innan-
lands og hneisu utanlands.
í hinar finu sósíalisku taugar
— vöruskömmtun, hiðraðir og höft.
V.-Þjóíverjar vinni ekki nð
vopnnfrnmleiðsln erlendis nn
Ieyíis stjórnnr sinnnr
Bonn, 9. maí (NTB)
FULLTKÚAR þingflokka
Kristilegra og Frjálslyndra
demókrata og Sósíaldemó-
krata í V-Þýzkalandi luku í
dag við samningu frumvarps
til laga um þátttöku Vestur-
Þjóðverja í vopnaframleiðslu
fyrir aðrar þjóðir.
í frumvarpinu segir, að þeir
Vestur-Þjóðverjar, sem óski eft-
ir að vinna fyrir önnur ríki að
gerð eldflauga, kjarnorkuvopna
og sýkla til hernaðar, verði að
fá til þess sérstaka heimild hjá
ríkisstjórn Vestur-Þýzkalands.
Refsing liggur við, ef Vestur-
Þjóðverjar vinna að vopnafram-
leiðslu fyrir erlenda aðila án
slíks leyfis.
Eins og kunnugt er, var mikið
rætt um það fyrir skömmu, að
vestur-þýzkir sérfræðingar ynnu
að gerð eldflauga fyrir Egypta.
Fór stjórn Israels þess á leit við
stjórn Vestur-Þýzkalands, að
hún gerði það, sem í hennar
valdi stæði til þess að koma í
veg fyrir þessa starfsemi Vestur-
Þjóðverja í Egyptalandi.
Akranesi, 7. maí: —
Síldarbátarnir fóru að tínast út
á veiðar upp úr hádegi í dag. Það
skeði í dag þar sem Ver lá bund
inn við bátabryggjuna upp af
trillubátunum og átti að láta
falla undan honum, að trillan
Happasæll sem lá næst bryggj-
unni klemmdist milli hennar og
Vers, svo að yfirbygging trillunn
ar og skuturinn skemmdust tals
vert mikið. Verður að taka hana
upp til viðgerðar. — Oddur.
Afli
Akranesbáta
Akranesi, 9. maí
Síld veiddu í nótt tveir bátar
héðan, Höfrungur II. fékk 1000
tunnur á Hraunsvík, sunnan
Reykjaness, og Sigurfari 50 tunn
ur úti í Flóa. Meirihluti síldar-
innar er hraðfrystur, hitt flakað
og súrsað. Haraldur fékk 50
tunnur af síld fyrir hádegi í dag
á HraunsvíkinnL
Heildarþorskaflinn hér var 50
lestir. Aflahæst var Anna, með
13 lestir. Tvö skip eru hér í dag,
Prinsesse Irene, er tekur saltfisk
og söltuð hrogn, og Rossy, sem
lestar 50 tonn af frosnum hrogn-
i um. — Oddur.
ÁVARP
I HINU mikla ofviðrí, sem
geisaði dagana 9. og 10. apríl
s.I. létust, — eins og konnugt er.
—• 16 sjómenn við störf sín á
hafinu; þar á meðal heimilisfeð-
ur og menn, sem voru fyrirvinna
heimila sinna.
Eins og að líkum lætur, er
þörf hjálpar. Manntjónið verður
að visu ekki bætt, en mikils
má sin samhugur og útrétttar
vinarhendur til að Iétta þungar
byrðar þeirra, sem nú harma
ástvini sína.
Viljum vér hvetja til þess, að
hafin verði söfnun handa þessu
fólki. — Munum vér ásamt blöð-
unum góðfúslega taka á m.iti gjöf
um í þessu skyni.
Sigurður Stefánsson, vigslu-
biskup Hólastiftis
Birgir Snæbjörasson, sóknar-
prestur Akureyri,
Ingimar Ingimarsson, sóknarprest
ur Sauðanesi, N-Þing.
I.eó Sigurðsson, útgerðarmaður
Akureyri.
Pétur Sigurgeirsson, sóknarprest-
ur Akureyri.
Ragnar Lárusson ^sóknarprestur
Siglufirði.
Stefán Snævarr sóknarprestur
Völlum, Svarfaðardal.
Valdimar Óskarsson, sveitarstjórl
Dalvik.
Þegar hafa borizt um 13 þús-
und krónur i söfnunina.
Aðalfundur
Pípulagninsfa-
meistara
Aðalfundur félags pípulagn-
ingameistara í Reykjavík var
haldinn í Þjóðleikhúskjallaran-
um 3. þ.m. Auk venjulegra aðal-
fundarstarfa var rætt um upp-
mælingataxta fyrir félagið. Frá
því á miðju sl. ári hefur verið
unnið að uppbyggingu tímataxta
á verk félagsmanna í samvinnu
við sveinafélag pípulagninga-
manna undir stjórn Iðnaðarmála
stofnunar slands, en á vegum
hennar hefur Einar Eyfells, verk
fræðingur, starfað að þessum
málum undir yfirstjórn Sveins
Björnssonar, forstöðumanns
stofnunarinnar. Það mun vera
nýmæli hér á landi að tímataxti
um ákvæðisvinnu sé fundinn und
ir eftirliti opinberra aðila og má
það teljast til fyrirmyndar og
eftirbreytnL
Ennfremur var rætt um aukna
tæknimenntun iðnnema og nám-
skeið þau, er haldin hafa verið
á vegum iðnskólans undanfarið.
Taldi fundurinn nauðsynlegt að
slík kennsla við skólann yrði
aukin til mikilla muna og það
sem fyrst.
Stjórn félagsins var öll endur-
kjörin, en hana skipa:
Grímur Bjarnason, formaður;
Tryggvi Gíslason, varaformaður;
Hallgrímur Kristjánsson, ritari;
Haraldur Salómonsson, gjald-
keri; Bergur Jónsson, meðstjórn-
andi.
f fulltrúaráð Meistarasambands
byggingamanna var kosinn Grím
ur Bjarnason, og til vara Sig-
hvatur Einarsson.
1.338 tonn til
Bildudals
Bíldudal, 7. maí: —
í aprílmánuði fékk vb. Pétur
Thorsteinsson 147,8 tonn í 19 sjó
ferðum.
Heildarafli bátanna frá áramót
um til 1. maí er samtals um 1338
tonn, en báðir hafa verið á línu.
Vb Pétur Thorsteinsson hefur
fengið 669,8 tonn í 74 sjóferðum
og Andri 668,1 tonn í 72 sjóferð
um. — HanneiS.