Morgunblaðið - 11.05.1963, Page 5

Morgunblaðið - 11.05.1963, Page 5
Laugardagur 11. maí 1963 MORGUISBLAÐIÐ 5 er þó ekki nema taepur helming- oir þess, sem nú er að gerast. „SKIP f SMÍÐUM“ Um vöxt verzlunarskipaflot (ans liggur þetta fyrir: Eim- tskipafélagið keypti skipið Mánafoss í desember sl. oig er toú að fá afhent í dag annað Skip, Bakkafoss. En nýi Brú- arfoss kom til landsins í nóv- 'ember 1960. ?rekari aðgerðir af hálfu félagsins munu vera í undirbúningi. Samband ís- lenzkra Samvinnufélaga eign- aðist nýtt skip, Stapafellið, í fyrra og á nú skip í smíðum í Noregi. Hafskip ei-jnaðist nýtt skip, Rangá, 1962 og á í fsmíðum skip í Þýzkalandi, Sem tilbúið verður í sumar. Jöklar eiga skip í smíðum í 'Englandi og fengu Dranga- íökul í iok ársins 1961. Fleiri ■aðilar munu vera að hivjsa tii Skipakaupa. 150% FREUSI Bifreiðainnflutningur hefur Verið gefinn frjáls, og með því létt af haftakerfi, sem óhjá- kvæmilega leiddi til hinnar mestu spillingar, þar sem inn- flutningsleyfi gengu kaupum og sölum, stundum fyrir offjár. Bif- Teiðainnflutningur af öllum gerðum, vörubifreiðum, lang- ferðabifreiðum og fólksflutninga bifreiðum var sl. ár 150% meiri en síðasta ár vinstri stjórnarinn- er 1958. Stórfelld lækkun kemur Tiú til framkvæmda á bifreiða- •varahlutum, vegna tollalækkana og nemur lækkunin allt að 20%. FUEIRI UANDBÚNADARVÉUAR Ég ætla að minnast aðeins a Innflutning landbúnaðarvéla. í tíð vinstri stjórnarinnar, árið 1957, voru fluttar inn landbún- aðarvélar hingað komnar að verð Tnæti 20 milljónir 364 þúsund !kr. umreiknaðar til núverandi 'gengis (á gamla genginu 7 milljónir 819 þúsund). Til sam- anburðar er þess að geta að á sl. ári, 1962, voru fluttar inn land- 'búnaðarvélar að verðmæti hing- að komnar nærri 40 milljónir króna, eða 39 milljónir 987 þús- "und krónur. Á þetta er minnzt Vegna þess, hve Framsóknar- menn leggja mikið kapp á það 4 kosningaáróðri sínum, að nú- Verandi stjórnarflokkar hafi með stefnu sinni og framkvæmd bein línis veitzt að landbúnaðinum. Tíú eru að koma til framkvæmda mjög verulegar lækkanir á land- ■búnaðarverkfærum, dráttarvél- um og öðru slíku, sem landbún- aðinn skiptir svo miklu máli, vegna tollalækkana þeirra, sem lögfestar voru með hinni nýju tollskrá í lok síðasta Aliþingis. Dráttarvél sem kostaði með Venjulegum búnaði 70 þúsund krónur, kostar nú ‘ 60 þúsund krónur, eða 60.200,00 krónur. Dráttarvél með öðrum og full- komnari búnaði, sem kostaði D7.000,00, kostar nú 85.000,00 Vrónur. Stærri dráttarvél og með enn fullkomnari búnaði, sem kostaði 126.191,00 krónu kostar Tiú 105.000,00 krónur. Tilsvarandi lækkanir eru á öðrum tækjum og varahlutum. SPARIFÉ OG VERÐFAUU Aldrei hefur sparifjáraukning landsmanna verið jafn gífurlega mikil og í tíð núverandi ríkis- etjórnar. Samt finna forystu- menn Framsóknarflokksins það út og héldu því fram í eldhús- xlagsumræðunum, að sparifjár- eukningin væri „nær engin“, eins og Þórarinn Þórarinsson komst að orði, ef miðað væri við Taunverulegt verðgildi krónunn- ar. Síðan var 700 manna flokks- (þing látið samþykkja eftirfar- •ndi: „Sparifé landsmanna í bönk- um og sparisjóðum hefur ekki Vaxið teljandi meira að krónu- tölu en nemur verðfalli gjald- miðilsins“. Þetta er ný Egils- staðasamþykkt í Framsóknar- flokknum. Frá árslokum 1958, þegar Vinstri stjórnin fór frá og þar fil í árslok 1962, hefur sparifjár- eukning í bönkum og sparisjóð- um numið 123,2% eða meira en tvöfaldast. Spariféð var í árslok 1958 1 milljarð 578 milljónir, en í árslok 1962 3 milljarðar 522 milljónir króna, og hafði þá vax- ið um 1 milljarð 944 milljónir. Þegar spariféð hefur aukizt um 123,2% hefur vísitala framfærslu kostnaðar aukizt um 30%, það 'þýðir að framfærslukostnaður meðal fjölskyldunnar hefur ekki aukizt nema um fjórðapart af því, sem spariféð hefur aukizt. Sé miðað við vísitölu vöru og þjónustu, hefur hún aukizt um 4C%, eða um þriðja hluta af aukningu sparifjárins. Svo álykt ar flokksþing Framsóknar, að spariféð hafi ekki vaxið teljandi meira að krónutölu en nemur verðfalli gjaldmiðilsins. Lækkun á gengi íslenzku krónunnar frá því sem hið raunverulega gengi var í árslok 1958, þegar vinstri stjórnin fór frá, þegar miðað er við yfirfærslugjald og aðrar að- stæður í því sambandi, og þar til nú er 41,8%. SvO að það ber enn að sama brunni. En hins mega menn einnig í þessu sam- bandi minnast, að í lok stjórnar- tímabils vinstri stjórnarinnar, var hér orðin algjör gjaldeyris- þurrð, gjaldeyrisskortur. Menn urðu því bæði að kaupa vörur og gjaldeyri á svörtum markaði og þeir, sem að þannig þurftu að kaupa dollara urðu að greiða allt að 50 krónum fyrir 1 dollar. í þeim viðskiptum var krónan þannig raunverulega ennþá verð minni heldur en hún er í dag gagnvart erlendri mynt. UÁNSFÉÐ HEFIR AUKIZT Formaður Framsóknarflokjis- ins sagði í eldhúsumræðunum, að núverandi stjórnarflokkar hefðu ákveðið að jafnvel fyrir síðustu Alþingiskosningar, þó að þeir hefðu ekki sagt það þá, að draga saman lánveitingar og minnka þannig framkvæmdir, eins og hann orðaði það. í samræmi við það lýsti 700 manna flokksþing- ið því yfir, að Framsóknarflokk- urinn hefði varað við því, að „torvelda almennar framkvæmd- ir með lánsfjársamdrætti". Það er rétt að eitt af meginverkefn- um núverandi ríkisstjórnar var að koma traustari skipan á yfir- stjórn peningamála. í því sam- bandi voru sett lög um Seðla- banka íslands og jafnframt end- urskoðuð lög viðskiptabankanna, Landsbankans, Útvegsbankans og Búnaðarbankans. Ennfremur er rétt að gleyma því ekki, að í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa verið sett lö.g um Verzlunar- ’banka íslands og lög um Sam- vinnubankann. í því felst auð- vitað vilji til þess að stuðla að aukinni þjónustu á sviði peninga mála í landinu. En það er sitt hivað að stuðla að og stefna að heilbrigðari stjórn peningamála en hitt, eins og gefið er í skyn, að draga saman útlán í þeim til- gangi að torvelda heilbrigðar framkvæmdir í landinu. Þannig átti núverandi ríkisstjórn hlut að 'því í sambandi við framkvæmda áætlun ríkisstjórnarinnar, að hafa samráð við bankanna, bæði ríkisbankana og aðra banka, að þeir veittu 80—100 milljónir króna á þessu ári í fjárfestingar- framkvæmdir í samræmi við á- ætlun ríkisstjórnarinnar á bví sviði. Þarna er stjórnin beinlín- is að stuðla að auknum útlánum b^nkanna til fjárfestingar, en í samræmi við fyrirfram gerða áætlun og samræmdar aðgerðir. Og nú er rétt að líta á töl- urnar um heildarútlán banka og sparisjóða nú og fyrr og þá fyrst og fremst í tíð vinstri stjórnarinnar. Samkvæmt skýrslum var aukning heild- arútlánanna árið 1957 12,7% »g 1958 19,5%. Árið 1961 8,4% og 1962 12,7%. En til bess að myndin fáist sambærileg ber að bæta við útlánum á vegum Stofnlánadeildar sjávarútvegs ins 1961 og 1962 þegar hún var opnuð aftur og víxillán- Bm, sem innflutningsverzlun- inni hefur verið veitt frelsi til að taka til 3 mánaða erlendis í sambandi við innflutninginn, en áður var ekki fyrir hendi. Þá verður aukning heildar- lánsfjárins 1961 22,5% ag 1962 20,3%, og er þannig um mjög mikið aukið lánsfé að ræða til viðskipta og framkvæmda í landinu. Hrakspár, stóryrði og sleggjudómar Framsóknar- áróðursins reka sig allsstaðar á staðreyndirnar. STAÐAN ÚT Á VID Framsóknarmenn telja það vott þess, að viðreisnin hafi mis- tekizt, að erlendar skuldir um- fram innstæður erlendis hafi 'hækkað síðan í árslok 1958 um 6,6 millj. kr. Á þessu tímabili hafa að vísu verið tekin lán erlendis til kaupa á fiskiskipum, flutningaskipum og flugvélum, að upphæð 1.382,9 millj. kr. Ekki getur það verið vilji Framsóknarmanna, að þessi nýsköpun hefði stöðvazt. Og þó að ekki sé litið nema á þetta eitt, hlýtur það að vera blandað misskilningi hjá flokksþingi Framsóknar, þegar því er lýst yfir, að ekki hafi verið ráðizt 'í neinar gjaldeyrisfrekar fram- kvæmdir á þessu tímabili. En þetta ber að skoða enn betur. í árslok 1958, þegar vinstri stjórnin gafst upp, var hér al- gjör gj aldeyrisskortur, svarta- markaður og vöruþurrð. Bank- arnir höfðu spennt yfirdráttar- heimildir erlendis til hins ýtr- asta. Menn biðu langdvölum eftir gjaldeyrisleyfum hjá Innflutn- íngsnefndinni. Ef slík leyfi feng- ust, þyrfti enn að bíða annarri bið í bönkunum, þar til þeir gætu látið af hendi gjaldeyrinn samkvæmt leyfunum. Skuldabyrðin erlendis hafði vaxið frá því í árslok 1956, þar til i árslok 1958, — á tveim árum vinstri stjórnarinnar, — um 745,4 millj. kr. Og vegna óhag- stæðra lána var greiðslubyrðin á næstu árum gífurlega þung. Gjaldeyrisstaðan stórversnaði 'því á árinu 1959, sem afleiðing af öngþveiti og stjórnleysi vinstri stjórnarinnar í efnahagsmólum, og í lok ársins 1960 höfðu er- lendu skuldirnar hækkað enn um 942,1 millj. kr. Þá fara áhrifin af efnahags- málaráðstöfunum viðreisnar- stjórnarinnar að koma fram, Og á næstu tveim árum 1961 og 1962 lækka erlendar skuld- ir hvorki meira né minna en nm 948,7 millj. króna. Og þá er um leið orðin sú breyting á, að við höfum eign ast erlendis gjaldeyrisvara- sjóð í frjálsum gjaldeyri, sem nemur 1.150 millj. kr. og er- lend lán að mestu leyti um- samin til lengri tíma með hag stæðum kjörum. Þó eru stutt vörukaupalán innflutnings- verzlunarinnar, sem henni er frjálst að taka til 3 mánaða 412,5 millj. kr. í árslok 1962. En á það er að líta, að bak við þessa skuldaaukningu, eru að verulegu leyti auknar vörubirgðir í verzlunum — í miklu betri og fjölbreyttari vörum en áður, og er öllum almenningi það fyllilega ljóst. Þegar á þetta er litið, hefir staðan gagnvart útlöndum enn batnað umfram það, sem tölur einar segja til um. Það er líka fyrst síðustu tvö ár frá stríðslokum, sem við- skiptajöfnuðurinn við útlönd (vörur og þjónusta) er hagstæð ur, um rúm 500 milljónir króna þessi tvö ár. Viðskiptajöfnuður- inn var óhagstæður um 678,3 millj. kr. tvö ár vinstri stjórnar- innar, 1957 og 1958. Eg mundi ráðleggja stjórnar- andstæðingum — og álveg sér- staklega Framsóknarmönnum, að leggja niður skottið og hætta samanburði á stöðu þjóðarinnar út á við í peningamálum. 2. og 3. atriði Ég kem þá að 2. og 3. lið áróðurspistilsins, sem ég ætla að ræða sameiginlega, er fjallar um það, að núverandi stjórnarflokk- ar vilji afsala sjálfstæði og frelsi landsins með innlimun- í Efna- 'hagsbandalag Evrópu og opna landhelgina fyrir útlendingum. Ég hefi áður sagt, að stóryrði Framsóknaráróðursins séu mikil um það, sem stjórnin hafi gert ihér innanlands, en þó miklu meiri um það, sem hún hefur ekki gert, en stjórnarandstæð- ingar segja, að hún ætli að gera. Þau stóryrði hef ég talið van- sæmandi fyrir þá, sem þau hafa við haft. Formaður Framsóknarflokks- ins ásakar núverandi stjórnar- flokka í flokksþingsræðu sinni um það að stefna að eftirfar- andi þróun: „Inn í s^ávarútveginn munu erlendir aðilar til að byrja Tneð reyna að komast, með því að brjóta niður sölusam- tök fiskframleiðendanna á ts- landi t. d. með tylliboðum til einstakra frystihúsa og brjóta þannig niður sölukerfi tslend inga erlendis og fá fiskinn í staðinn inn í sölukerfi hring- anna. Gera þannig fleiri og fleiri íslenzka fiskframleið- endur háða, að því er varðar markaðinn. Næsta stig gæti orðið að ná tangarhaldi á frystihúsum beint og óbeint eg koma erlendu umráðaf jár- magni inn í frystiiðnaðinn. Það gæti verið, að þetta yrði látið heita lán, ef yfirvöld landsins, sem fjármagnsflutn- ingnum ráða inn í landið, leyfa slík lánaviðskipti við ís- lenzk fyrirtæki. Þegar búið væri að ná tökum á frysti- húsunum og gera þau háð er- lendu hringunum, þá væru ’hinir erlendu aðilar komnir inn í landhelgina“. Að gefinni þessari lýsingu segir formað- lirinn: „Núverandi efnahags- stefna ýtir óðfluga undir þessa stefnu“. Og enn bætir hann við: ,Núverandi stjórnar flokkum er ekki treystandi til að standa með íslenzkum framleiðendum í þessu vanda- máli hvorki að því er snertir framkvæmd laganna um út- flutning afurða né laganna um innflutning erlends fjár magns í Iandið“. Ég geri ekki ráð fyrir því, að formaður Framsóknarflokks- ins telji núverandi stjórnarsinna vitfirrta. Þó segir hann sjálfur í sömu ræðu: „hversu fjarri það sé öllu viti, að hugsa sér að við getum opnað land okkar fyr- ir þeim hundruðum milljóna, er búa í Evrópu og hafa fullar hendur fjár.“ Já, vissulega er það fjarri öllu viti, en er ekki hitt nærri því eins fjarri öllu viti, að ætla sér þá dul, að halda þvi að íslendingum, að núver- andi ríkisstjórn og stjórnarflokk ar, Sjálfstæðisflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn stefni að slikri vitfirringu? AÐ GÆTA HAGSMUNA ÍSLANDS Afstaða Sjálfstæðismanna varð andi Efnahagsbandalag Evrópu, eða hugsanlega þátttöku í efna- ‘hagssamstarfi Vestur-Evrópu er mjög ljós og hefur stjórnarflokk- anna ekki greint á í þessu máli. ’Lögð hefur verið áherzla á, að fylgjast sem bezt með framvindu þessa efnahagssamstarfs, þannig að við íslendingar glötuðum eng um tækifærum, sem okkur kynnu að bjóðast í þessu sam- bandi, en hins vegar hefur frá öndverðu verið ljóst, að við gæt- um með engu móti í slíku sam- starfi undirgengizt neina skil- mála, sem hér eiga með engu móti við vegna smæðar og sér- stöðu landsins. Þetta kemur skýrt fram í landsfundarsamþykkt Sjálfstæð- isflokksins haustið 1961, þar sem lögð er áherzla á, að íslandi sé ’brýn nauðsyn, að slitna ekki úr tengslum við efnahagsþróun þá, sem eigi sér stað í Vestur-Evrópu Og beri því að leitast við að tryggja þátttöku okkar, en eins og þar segir: — án þessa að undirgangast samningsákvæði, er hér geta með engu móti átt við“. Á þessum sama fundi sagði for- maður Sjáfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson um þetta mál: „Af þeim sökum getur skilyrðis- laus aðild íslands að þessu banda lagi ekki komið til mála. Og hætt er við að skilyrðin verði svo mörg og skapi slík fordæmi, að aðrir aðilar eigi erfitt með að una þeim“. Á nýafstöðnum landsfundi Sjálfstæðismanna var gerð álykt un um að fylgja áfram sömu stefnu og talið mtðal þeirra atriða, sem veigamest væru eftir farandi: „Aðild íslands að efnahags- samstarfi eftir því sem hags- munir þjóðarinnar krefjast og án þess að undirgangast nokkur samningsákvæði, sem hér geta með engu móti átt við.“ í raun og veru held ég ekki að neinn verulegur ágreiningur hafi verið á milli stjórnarflokk- anna og Framsóknarflokksins um afstöðu Efnahagsbandalags- ins. Að vísu telja Framsóknar- menn nú, að þeir hafi aldrei getað hugsað sér neinskonar að- ild að þessu efnahagssamstarfi, heldur aðeins tolla- og við- skiptasamninga. Það er óljóst hver munur er á þessu. En í þessu sambandi minni ég á, að forsætisráðherra leiddi alveg ó- tvírætt í ljós í ræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, að bæði formaður Framsóknar- flokksins og ritari flokksins og aðalmálgagn flokksins, Tíminn, höfðu talið rétt að athuga mögu- leika íslands til aukaaðildar á grundvelli 238.. gr Rómarsamn- ingsins, sem Efnahagsbandalagið er grundvallað á. Ég skal ekki lengja mál mitt með að endur- taka það hér, en það liggur skjalfast fyrir. Ég minni aðeins á þessa einu tilvitnun í ræðu formanns Framsóknarflokksins, Eysteins Jónssonar á fundi Frjálsrar menningar, sem hald- inn var í Reykjavík 27. janúar '1961, þar sem hann segir: „Ég vil ekki trúa því, að þetta mál liggi að lokum þannig fyrir, að um tvennt verði að ræða fyr- ir íslendinga: að ganga undir ákvæði í þessum efnum, sem er ómögulegt fyrir litla þjóð að ganga undir, eða hrekjast alveg úr öllum tengslum við þessi lönd. Ég hélt þvert á móti að 238. gr. í Rómarsáttmálanum sé sett þar inn til þe®s að þau lönd þurfi ekki að slitna úr tengslum, sem ekki geta gengið inn á grundvall aratriði Rómarsamningsins". En 238. greinin fjallar einmitt um aukaaðild að bandalaginu. Ég er alveg sannfærður um, að þegar frá líður og litið verður til baka á þennan kosn ingaáróður Framsóknarflokks ins nú, að ríkisstjórnin og stuðningsflokkar hennar vilji afsala sjálfstæði landsins og opna íslenzku landhelgina fyr ir útlendingum, að þá mun hann vekja mikla undrun manna og minnsta gleði ’þeirra, sem að honum stóðu. Mér finnst gjörsamloga úti- lokað, að íslenzkir kjósendur ánetjist slíkum áróðri. Ég ætla því ekki að hafa um hann fleiri orð. 4. atriði Ég kem þá að þeim þætti kosningaáróðursins, að fyrir ■stjórnarflokkunum vaki, að inn- 'leiða mátt auðvaldsins, „stór- kapitalismans" og þá með þeim bætti að leyfa erlendu fjármagni að leika lausum hala hér á landi, eins og það er orðað. Eins og ég hefi áður að vikið er það skiljanlegt þegar á að reyna að mála grýlu stórkapital ismans á vegginn, að leita þurfi að erlendu fjármagni til þess að ’skapa drættina í þeirri mynd. 'Framsóknarmenn vita það, að 'fyrir þá er erfitt að hræða menn 'hér á innlendum stórkapitalisma, 'hann er naumast fyrir hendi 'nema á vegum Sambands ís- 'lenzkra Samvinnufélaga, með "öllum þess eigin fyrirtækjum, að viðbættum dóttur og dóttur- 'dóttur fyrirtækjum. Rekstrar- b.gnaður SÍS mun hafa verið '1959 6,6 milljónir, 1960 9,5 ‘milljónir og 1961 13,4 milljónir, 'og hafi hann haldið áfram að 'vaxa svona ört, þá gæti hann Verið farinn að nálgast 20 millj. 'á sl. ári, en ég hefi ekki upplýs- 'ingar um það. En látum það gott heita. Ekki fór hjá því, að stórkapi- talisminn kæmist inn í stjórn- 'málayfirlýsingu flokksþings 'Framsóknar, en þar segir: „Stefna ríkisstjórnarinnar hiiðar að því, að breyta efna- hagskerfi þjóðarinnar á þá Framhald á bls. 6

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.