Morgunblaðið - 11.05.1963, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 11.05.1963, Qupperneq 6
6 MORCV1SBLAÐ1Ð Laugardagur 11. maí 1963 — Ræða Jóhanns Hafsteins Framhald af bls. 5. leið að auka en ekki minnka 'misskiptingu pjóðarteknanna, koma á þjóðfélagsháttum í tstíl stórkapitalisma. Efla fjár- ‘magnsvald á fárra höndum 'og aetla því valdi, að sjá fyrir nauðþurftarverkefnum handa efnalega ósjálfstæðum al- menningi." Ekki er það gott innrætið í okkur stjórnarlið- um samkvæmt þessu. Það er ekki ónýtt að eiga Framsókn að til þess að vernda lítil- magnann gegn slíkum dólgs- hætti. Það hafa verið meginsjónar- mið Sjálfstæðismanna frá önd- Verðu, að stuðla að auknum og gagnkvæmum skilningi stétt- anna í þjóðfélaginu og efla sam- vinnu þeirra, að sætta fjármagn óg vinnu, eins og það stundum hefur- verið kallað. Bera klæði á vopnin i kaupgjaldsmálum og stefna að því að forða þjóðinni frá skaðsemi verkfallsbaráttunn ar, sem oft og táðum er öllum til tjóns, launþegum ekki síður en öðrum. Á allra síðustu árum hef ur mikið áunnizt í þessum efn- um, þó að enn sé margt ógert, en verkefnin bíða framundan. íig vil minna á í þessu sambandi nokkur atriði, sem síðasti Lands- fundur ályktaði um og taldi í þessu sambandi veigamest: „Aukning verðmæta þjóðar- framleiðslunnar, samfara aukinm framleiðni, þannig að hagræðing og bættir stjórnarhættir í at- Vinnurekstri tryggi að aimenn- ir.gur fái í vaxandi mæli varan- legar kjarabætur og styttan Vinnutíma, vegna bættrar nýt- 'ingar vinnuafls, efnivöru og ann arra framleiðsiuhátta. Endurskoðun laga um stéttar- félög og vinnudeilur í því skyni, að tryggja lýðræðislega stjórnar hætti í launþegasamtökum og efia vinnufrið. Undirbúningur hagstofunnar fyrir aðila vinnumarkaðarins Og málefnasamninga um sameigin- lega hagsmuni vinnuveitenda og launþega. Báðstafanir gegn dýrtíð og Verðbólgu, hindrun pólitískrar misnotkunar almannasamtaka og skemmdarstarfsemi gegn lögleg- ■um ráðstöfunum Alþingis og rík- isstjórnar. Að starfsemi velundirbúinna almenningshlutafélaga geti haf- izt hér á landi og unnið verði að framkvæmd hlutdeildar- og arð- ■skiptifyrirkomulags í atvinnu- lrekstri.“ AT VINNUREK STUR ALMENNINGS >að er enginn stórkapitalismi, sem stefnt er að. Stofnun al- menningshlutafélaga er hug- mynd Sjálfstæðismanna um það, •að gera allan almenning að bein- um þátttakanda í atvinnurekstr- inum, stjórn fyrirtækja Og starf- semi. Þetta er sama hugsunin og Vakti fyrir íslendingum á sín- um tíma, þegar Eimskipafélag íslands var stofnað, óskabarn Iþjóðarinnar, sem reist var ekki síður á hinum minnstu fjárfram lögum, en hinum meiri. Hversu langt það á í land, að hér verði komið upp almenningshlutafélög um í þessum tilgangi, skal ég ekki segja, en hinu vil ég lýsa Sem minni skoðun, að ég tel ekki að vænta sé verulegs árangurs é þessu sviði nema samfara því, ©ð hér verði komið upp al- Jnennum og opnum verðbréfa- markaði ,eins og gert er ráð fyrir í lögunum um Seðlabanka íslands. Almenningur getur ekki Uotað fjármuni sína, sparifé eða annað fé, sem aflast á hverjum tíma, til þess að skapa sér að- íld og þátttöku í atvinnufyrir- tækjum með kaupum hlutabréfa, uema menn eigi þess einnig ör- uggan kost síðar, að geta selt slík bréf á opnum verðtoréfa- markaði hverju sinni, sem slíks gerist þörf fyrir viðkomandi að- ila, jafnframt þvi, sem slík al- menningshlutabréf verða yfir- leitt að bera arð eigi minni en almennir sparifjárvextir eru, þó að sá arður hljóti að sjálfsögðu eð vera meiri braytingum háður, meiri eða minni, eftir því hvern- ig atvinnureksturirm gengur. í röðum verkamanna og laun- þega ekki síður en atvinnurek- enda held ég að sé mjög vax- andi áhugi fyrir þvi, að upp verði komið hagstofnun þessara aðila sameiginlega, sem suiðlað geti að því, að þessir aðilar geti leyst sín vandamál með minni tortryggni og meira gagnkvæmu trausti en ella væri. Hinu ber svo ekki að neita, að það er óhjákvæmilegt, að endur- skoða þá löggjöf sem fyrir er á þessu sviði hjá okkur, á ég þar við vinnulöggjöfina, sem sett var árið 1936 og fer því að nálgast að verða 30 ára gömul og vissu- lega verður meginatriði þeirrar endurskoðunar að stefna að þvi, að stuðla að auknum vinnufriði. Ennfremur er það mikilvægt, að hindra pólitíska misnotkun al- mannasamtaka og á það ekkert síður við samvinnufélögin held- ur en launþegasamtökin. Komm- únistar hafa misnotað launþega- samtökin, en Framsóknarmenn samvinnufélögin. Það er í raun og veru ógjörningur að gera sér grein fyrir því, hve Framsókn- arflokkurinn hefur gert sam- vinnuhreyfingunni á Islandi mikinn skaða með þeim pólitíska yfirgangi, sem hann hefur beitt innan vébanda þessarra almanna samtaka, sem eru opin öllum, hvar í pólitískum flokki, sem menn standa. Framsóknarmenn hafa talið það höfuðverkefni sitt innan samvinnuhreyfingarinnar, að þar kæmust ekki aðrir til eðlilegra áhrifa í stjórn og for- stöðu heldur en þeir. Þannig hafa uan gjörval't landið ocft og tíðum verið útilokaðir fjölhæf- ustu og dugmestu mennirnir inn- an byggðarlaganna frá því að beita kröftum sínum til eflingar þessum almannasamtökum. Þetta er svo alkunn saga, að hún skal ekki rakin frekar á þessum vett- vangi. STÓRIÐJA Á ÍSLANDI Til viðbótar því, sem nú hefur ■verið sagt um stórkapitalistaáróð urinn skal ég víkja að annarri hlið málsins. Það er byrjað að hræða fólk i sveitum landsins og byggðar- löpum á þvi, að ríkisstjórnin og stuðningslið hennar hafi á síð- asta kjörtímabili tekið upp við- Tæður við útlendinga um það, að koma hér upp stóriðju. Hefur í því sambandi aðallega verið minnzt á aluminium-verksmiðju á íslandi. Hvers eðlis er nú þetta mál? Það er vitað mál, að innan Framsóknarflokksins hefur verið mikill áhugi hjá mörgum f.yrir því, að stefna að stóriðju hér á íslandi Og þá með þeim hætti, að tekin væri upp samvinna við erlenda aðila. Og ég held að það sé rétt, að menn eins og Her- mann Jónasson og Vilhjálmur Þór hafi báðir stuðlað að því, að unnið væri að slíkum athugun- um. Það sem nú hefur gerzt, er í stytztu máli þetta: Bjarni Benediktsson, iðnaðar- málaráðherra skipaði árið 1961 nefnd til þess að kanna mögu- leika og skilyrði til þess, að hér yrði komið upp stóriðju. Höfðu þá átt sér stað lauslegar við- ræður við Svía í þessu sam- toandi, en síðar atvikaðist það svo, að þessi nefnd hefur tekið upp viðræður við Svisslendinga og unnið að athugunum málsins í samráði við þá út á við en inn á við í samráði við íslenzka sérfræðinga, Raforkumálastjórn og rafmagnsveitustjórn ríkisins á tæknisviðinu og lögfræðinga varðandi löggjafarmálefni. Dr. Jóhannes Nordal er formaður nefndarinnar, en aðrir nefndar- menn: Sveinn Valfells, Pétur Pétursson, Eiríkur Briem og Jó- hann Hafstein. Til ráðuneytis nefndinni hafa verið stjórnar- ráðsfulltrúarnir: Jón Sigurðsson og Halldór Jónatansson. Á veg- um þessarar nefndar hefur ver- ið unnið mikið rannsóknarstarf og athuganir fram farið á hinni margþættu hlið þessa máls, sem að góðu haldi koma og nauð- synlegt var að inna af höndum áður en nokkrar ákvarðanir gætu verið teknar í þeim efnum, að koma upp stóriðju hér á landi, bæði varðandi löggjöf og tækni- leg atriði. Grundvöllur stóriðj- unnar er að sjálfsögðu stórkost- legar raforkuvirkjanir í miklu stærri stíl en við íslendingar höfum enn virkjað okkar fall- vötn. Sú hlið málsins er í hönd- um Raforkumálaskrifstofunnar, sem leitað hefir samráðs við er- lenda sérfræðinga. Upplýst hefur verið, að unnið hefur verið að athugunum tveggja virkjunar- möguleika, annars vegar virkjun á Þjórsá við Búrfell en hins vegar Dettifoss í Jökulsá á Fjöll- um. Virkjanir, sem um yrði að ræða, myndu sennilega kosta ná- lægt eitt þúsund og fjögur hundr uð milljónum króna, og alumini- umverksmiðja sennilega eitthvað svipað. Alltaf hefur verið geng- ið út frá því sem forsendu, að ís-* lendingar einir ættu virkjanirn- ar en samvinna við erlenda tækni og fjármagn um það að koma upp aluminiumverksmiðj- unni, sem hins vegar yrði síðar eign ísiendinga einna eftir nán- ara samkomulagi. A3 minum dómi er mikil fásinna, að hræða fólk á slíkri samvinnu Islendinga og er- 'lendra aðila. Ég tel það veiga- mikið atriði í framtíðinni, að við höfum áræði og mann- dóm til þess að koma hér upp fjölþættara atvinnulífi, þó að það sé í upphafi í samvinnu Við erlenda aðila. Ætti okkur Islendingum ekki að vera neitt að vanbúnaði að búa svo um hnútanna, að við höld um fyllilega okkar hlut, eins og frændur vorir Norðmenn vissuloga hafa gert í svipaðri samvinnu við uppbyggingu atvinnulífs hjá þeim á undan- förnum áratugum. Það er mik ið skaðræði, þegar verið er að blekkja fólk á því, að með slíkum ráðagerðum sé að því stefnt að láta erlent fjármagn leika lausum hala hér á landi. Ég vil svo aðeins geta þess í þessu sambandi, að stóriðju- nefndinni hefur síðar verið falið það verkefni, að vinna nánar að athugunum og möguleikum þess, að komið yrði upp kísilgúr- verksmiðju við Mývatn til þess að vinna úr botnleðjunni í Mý- vani. Kísilgúr er mjög mikils- verður í efnaiðnaði og við margs konar framleiðslu, t. d. lyfja- framleiðslu og gæti framleiðsla hans veitt mikil verðmæti í þjóð arbú landsins. Rannsóknarráð ríkisins hafði áður unnið að þessu máli og aðalsérfræðingur, sem nefndin hefur haft sam- vinnu við, er Baldur Líndal, efnaverkfræðingur. Höfð hefur ■verið náin samvinna við hol- lenzk fyrirtæki um möguleika þessarar framkvæmdar, aðallega vegna þeirrar nýjungar í tækni, sem er á þessu sviði fyrir okkur íslendinga. Hér er um mikil- vægt mál að ræða Og þýðingar- mikið að komist í framkvæmd, c hefur þegar farið fram mjög mikilvæg athugun þessa máls. Ég tel eflaust, að fjárhagslega gætum við íslendingar einir komið upp slíkri verksmiðju, en vafalaust væri okkur af því mjög mikið hagræði og öryggi, að njóta samvinnu við erlenda aðila bæði um tæknihlið máls- ins og ekki síður um markaðs- öflun erlendis, þar sem um er að ræða harða samkeppni við rjársterka erlenda aðila. í því sem ég hef að framan lauslega drepið á, er að finna frumdrættina að þeirri Grýlu, sem nú er verið að mála á yegginn um stókapitalisma á ís- landi og auðvitað verður að setja viðeiganidd Leppalúðasvip á fyrir- torigðið, og þá er því við bætt, að selja eigi útlendingum frysti- húsin og landhelgina. 5. atriði Ég kem þá að lokaþætti áróð- ursins, en get þar farið íljótt yfir sögu. Þeim Framsóknarmönnum ger ist nú tíðrætt um, að þeirra hlut- verk sé það fyrst og fremst að verja lítilmagnann gegn stórjöxl- unum, enda hafi þeirra hlutverk alltaf verið að standa vörð um jafnréttið í þjóðfélaginu eins og þeir orða það. Sannleikurinn í þessu máli er í fæstum orðum sá, að eng- ir menn í þjóðfélaginu hafa verið jafn harðsvíraðir sér- réttindamenn og Framsóknar- menn og ævinlega heimtað sér til handa sérréttindi fram yfir aðra, ef þess hefur verið nokk ur kostur. Þeir hafa alltaf krafist þess að hafa lengri sverð í baráttunni en hinir, eins og Árni frá Múla orðaði það forðum. Hvergi hefur þetta þó komið alvarlegar og betur í ljós en í sambandi við hina löngu og hörðu baráttu í kjördæmamálinu. Allt frá 1927 hafði Framsóknar- flokkurinn haft forréttindaað- stöðu í þjóðfélaginu, þingmanna tölu og völd á Alþingi langt um- fram það, sem að kjósendatala hans sagði til um. Nú skal ég ekki fara langt úr í það mál, svo alkunna sem það er, en benda á eftirfarandi örfáu staðreyndir. f Alþingiskosningunum 1956 fékk Framsóknarflokkurinn 17 þingmenn kjörna og samtals 12.925 atkvæði, en Sjálfstæðis- flokkurinn jafnmarga kjördæma- kjörna þingmenn með 35.027 at- kvæði og svo 2 uppbótaþingmenn eða samtals 19 þingmenn, en hefði réttilega átt að hafa 46 þingmenn á móti 17 þingmönnum Framsóknarflokksins miðað við kjósendatölu flokkanna. Hér er lýst jafnréttishugsjón Framsókn arflokksins, því að þannig vildi flokkurinn að þetta væri áfram. Ef aðrir flokkar hefðu í þess- um kosningum átt að hafa hiut- fallslega jafnt þingfylgi við Framsóknarflokkinn lítur dæm- ið þannig út, að þingið hefði þurft að vera skipað 105 fulltrú- um, en þá var þingmannataian 52. Þingmenn hefðu skipzt þannig á flokkanna: S jálf stæðisf 1 okk u rinn hiefði fengið 17 þingmenn með 760 at- kvæði að meðaltali á þingmann. Sjálfsætðisflokkurinn hefði fengið 46 þingmenn en fékk 19, og hafði 1843 atkvæði á hvern þingmann. Alþýðuflokkurinn hefði fengið 21 þingmann, en fékk 8 og hafði 1894 atkvæði á bak við hvern þingmann, og Alþýðubandalag hefði fengið 21 þingmann, en fékk 8 og hafði 1892 atkvæði bak við hvem þingmann. í hinni örvingluðu baráttu sinni fyrir sumarkosningarnar 1949, þegar kosið var um kjör- dæmabreytinguna, héldu Fram- sóknarmenn því fram, þegar þeir voru að berjast fyrir for- réttindum sínum, að með kjör- dæmabreytingunni væri verið að auka Reykjavíkurvaldið en draga vald úr höndum byggð- anna og lengst var gengið, þegar því var haldið fram, að með kjör dæmabreytingunni væri stefnt að því að eyða byggðina í sveitum landsins á íslandi. Það er í raun og veru alltaf sömu rökin, nú er það öskufall ríkisstjórnarinnar, sem er að eyða byggðina, 1959 var það kjördæmabreytingin. Nú er öllum Ijóst, að kjör- dæmabreytingin hefur fjarri því leitt til meira valds yfir- stjórnarflokkanna í Reykjavík heldur en áður var, heldur þvert á móti. Auk þess hafa byggðarlögin orðið miklu sterkari og sjálfstæðari við það að vera stærri heildir held ur en áður. Áður voru hin örlitlu kjördæmi einangruð með einn þingmann í fyrir- svari. Nú eru stórir landshlut- ar með marga þingmenn í fyr- irsvari og ævinlega eða í lang- flestum tilfellum frá mörgum og jafnvel öllum stjórnmála- flokkunum, sem allir telja sér þá jafnskylt, að gæta hags- muna viðkomandi kjördæmis. Allar hrakspár Framsóknar manna um áhrif kjördæma- breytingarinnar hafa því orðið að engu, en hið gagnstæða komið fram. Er þetta eðlilegt þegar á það er litið, að rökin og baráttan var miðuð við, að halda í forréttindi og sérrétt- indi Framsóknarflokksins, en alls ekki hagsmuni fólksins I byggðum landsins. Á öðru veigamiklu sviði hefur einnig á sínum tíma verið áber- andi jafnréttisbarátta Framsókn- armanna. Það var á tímum haft- anna. Þegar búið var að rígbinda þjóðfélagskerfið í skömmtun og höftum, þá kom að því, að Fram sóknarmenn heituðu sinn hlut og þá var það ævinlega svo, að hlut- ur samvinnumanna átti að vera annar og meiri en annarra í þjóð félaginu. Um þetta stóð árum saman stöðugt stríð í þeim nefnd um og ráðum, sem í haftaþjóðfé- laginu fengu það hlutverk að út- hluta leyfum og gæðum. Þessi for réttindabarátta var alveg í full- komnu samræmi við þau forrétt- indi sem Framsóknarmenn höfðu áskapað samvinnufélagsskapnum í skattalöggjöf landsins og stóðu stöðugt vörð um, til þess fyrst og fremst að styrkja sína aðstöðu vegna þeirra pólitísku yfirráða, sem þeir höfðu náð í þessum fé- lagsskap frá öndverðu. Þessi gamla forréttindabarátta Framsóknarflokksins á veiga- mestu sviðum þjóðlífsins er kunn, og í þetta kjölfar óska þeir öðru fremur að koma þjóð- arskútunni á ný. En Samvinnufélögin höfðu I raun og veru ekkert hagræði af þessari forréttindabaráttu Framsóknarmanna, enda var hún ekki gerð fyrir þau, held- ur flokkinn. Það hefur sýnt sig, að þau og Sambandið blómgast engu að síður í því frjálsa þjóðskipulagi, sem nú hefur verið komið á. Hitt þarf svo auðvitað ekki að taka fram, að byggðarlögin hafa ekki eyðst við breytta kjör- dæmaskipun, heldur þvert á móti eflzt, eins og ég áðan sagði. Ég vil svo aðeins ljúka máli mínu um þetta atriði með því, að vekja athygli á því, að Fram- sóknarflokkurinn hefur æviniega rofið það stjórnarsamstarf, sem hann svo oft hefur átt við aðra flokka og mín skoðun er sú, að beinasta skýringin á því fyrir- brigði sé einmitt hin sífelidu for- réttindasjónarmið Framsóknar- manna. Tilgangur áróðursins Ég hefi nú hér að framan reynt að skilgreina eðli kosningaáróð- urs, sem beitt er af Framsóknar- mönnum við þær Alþingiskosn- ingar, sem nú fara í hönd. Þessi kosningáróður er óskilj- anlega öfgakenndur eins og ég hefi fært rök að, hann er ótrú- lega ósannur og fullur af blekk- ingum, þegar betur er að gáð. Að því hefði ég einnig fært rök og leiðrétt tölulega margar missagn ir, sem jafnvel heilt flokksþing var látið gera ályktanir um, en fá ekki staðizt. En þá kemur spurningin, — hvað gengur forustu Framsóknar manna til með slíkum áróðri? Málið er einfalt! Framsókn- arforystan hefur miðað kosn- ingaáróðnr sinn allan við það að ná inn í raðir hins óánægða borgara í þjóðfélaginu ef svo mætti segja og þá fyrst og fremst inn í raðir vinstri manna, — að höggva fylgi frá kommúnistum og Þjóðvarnar- mönnum. Til þess að þeim til- gangi yrði náð, varð óhjá- kvæmilega að fara út í öfgar, öfgar hæfa öfgafólki. Þá mátti ekki skeyta um það þótt bænd um og búaliði ofbyði, heldur varð að treysta á, að flokks- fylgi Framsóknar væri það traust af gömlum vana í sveit- um landsins, að fylgið mundi ekki tapast þar, þó að bænd- um ofbyði áróðurinn. Ætla mátti að vísu, að þeir yrðu óánægðir með slíkar baráttu- aðferðir, en mundu þó ekki yfirgefa flokkinn við kjörborð ið. Framh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.