Morgunblaðið - 11.05.1963, Side 10

Morgunblaðið - 11.05.1963, Side 10
10 MORCVNBLAÐ1Ð Laugardagur 11. maí 1963 — / fáum orðum Framhald af bls. 1. snjórinn í skóvarp. En ég var ungur og óþreyttur og van ur að ganga langleiðir. Þegar við komum að jökulröndinni og gengum milli sprungna, fóru þeir að detta heldur illi- lega á skíðunum á glashörð- um ísnum. Þá sagði ég: „Ég trúi því að hér sé betra að vera skíðalaus". Þeir sam- sinntu því og tóku af sér skíð in. „Ætlið þið að fara með báða sleðana niður af jöklin- um í kvöld?“ spurði ég. „Nei, svöruðu þeir, „við ætlum ein ungis með annan og hafa með 1 ferðis tjöld og nauðsynlegar i vistir, og reyna að tjalda hjá rennandi vatni“. Ég setti töskur og annan far angur á hestinn eins og ég gat á hann raðað og gekk i ásamt einum Bretanna niður jökulhallann. Hinir urðu eftir til að setja á sleðann það sem þeir ætluðu að hafa með sér. Þegar ég var búinn að taka af hestinum, hljóp ég aftur upp á móti þeim og var greið fært, því ég var á íslenzkum leðurskóm og auðvelt að fóta sig. Þegar upp kom tók ég við stjórn á sleðanum og lét hann renna hægt niður af jöklinum, en þeir gengu lausir. , Þegar þeim var ekkert að vanbúnaði lengur hugðist ég halda heim, en þá sögðu þéir: „Viltu ekki bíða þangað til við höfum tjaldað, við viljum að þú borðir með okkur“. Auð- vitað gat ég ekki færzt und- an því. En heldur þótti mér kexið þurrt og ólystugt og súp an vatnsdauf. Að máltíð lokinni kvödd- umst við. Ég hélt að Kálfafells- stað, því þar var símstöð og sendi ske'yti til Þorbergs Þor- leifssonar í Hólum, sem var aðalfylgdarmaður þeirra og túlkur og sá um ferðir þeirra yfir vötnin. Ferðalag þetta misheppnað- ist á ýmsa lund. Þeir félagar ætluðu að mæla jökulþykkt- ina en mælirinn var ekki í sambandi, þegar til átti að taka. Þeir héldu því fram að hann hefði skemmzt í flutn- ingi, en mér er óhætt að full yrða að ástæðan var önnur: jökullinn er mjög sprunginn þarna í brúninni og í snjóa- vetrum fyllast allar sprungur af lausamjöll, og þegar mæl irinn er settur á snjóinn og síðan sprengt í hundrað metra fjarlægð, er ekki von að jök- ullinn hreyfist og titringur sjá ist á mælinum. Ég sagði lönd um þeirra frá þessu í stríðinu, þegar ég vann með þeim að því að eyðileggja tundurdufl. „Það er varla von að ókunnug ir menn skilji þetta eins og þið, sem eruð aldir.upp með jöklinum", sögðu þeir, og þótti mér það drengilega mælt. Einn þeirra var þó nokkuð ánægður með árangurinn, sýndist mér. Hann var skor- dýrafræðingur og sagðist hafa fundið silungsseiði fyrir norð an jökul og taldi það stór- merki, en ekki veit ég hvers vegna hann var svona glaður. Hgnn hefur kannski haldið að silungurinn væri af skordýra ættum, og þá væri uppljómun hans skiljanleg". „Hvernig leizt Bretunum á árnar?“ „Þá sundlaði í vötnunum. Og þegar þeir riðu Hólmsá á miðjar síður, höfðu þeir feng ið nóg. Þeir voru óvanir svo- leiðis slarki“. „En hefurðu lent í nokkr- um svaðilförum?" „Onei. 1918 fór ég við ann- an mann vestur í öræfi og heim aftur og í þeirri ferð vor um við veðurtepptir 13 klukkustundir í lélegu sælu- húsi vestan Jökulsár, án ljóss og vatns. Og hestarnir heylaus ir. Sá sem með mér var hét Jón Pálsson, kennari, en hann fórst í jöklinum 1927“. „Hefurðu ekki stundum ver ið hræddur á jöklinum?“ „Aldrei“. „Hvers vegna ekki?“ „Ég hef alltaf farið gæti- lega. Á árunum 1936—1939 stundaði ég snjómælingar á Vatnajökli inn af Staðardal fyrir sænsk-íslenzka Vatna- jökulsleiðangurinn. Þá var ég oftast einn í ferðum. Ég tók að vísu tvær stúlkur með mér eitt sinn, en hlauzt ekkert tjón af á neinn hátt. Skal játa, að ég var ekki eins einmana í það skipti og oftast áður“. „Þú heifur pft verið ein- mana í þessu slarki?“ „Ekki er hægt að neita því. Hvemig er annað hægt en vera einmana aleinn á ferð uim öræfi og vegleysur og langt frá öllum mannabyggð- um?“ „Þú minntist á drauminn áð an, það er merkilegur draum ur. Hefur þig oft dreymt merkilega draurna?" „Ekki oft, nei. Þó hef ég nokkrum sinnum séð í svefni staði, sem ég hef ekki komið á, en þekki aftur, þegar ég kem þangað löngu síðar. Þann ig var það til dæmis um Stóra- Vatnsskarð. Þangað kom ég þegiar ég fór kring landið á hestum í fróðleiksskyni og skemmtunar. Það var 1927. Þá hafði ég verið þar á ferð áður í draumi, og mundi eftir hverju einu sem fyrir augu bar“. „Þú hefur þá farið sálför- um“. „Líklegast. Merkilegt var það einnig að nóttina áður en Peter Freuchen varð bráð- kvaddur vestur í Alaska, dreymdi mig hann alla nótt- ina. Ég var mikill aðdáandi hans og hafði lesið flestar bæk ur hans og hrifizt af. Það er margt skrítið og verður hvorki skýrt né skilið af okkur há- setunum á lífsins skútu“. „Þegar þú fórst kringum landið, varstu þá einn, eða . . . kannski með kvenmanni?" „Nei, nei, þá var ég með hundvönum ferðamanni, Þórði Flóventssyni. Það var síður en svo ég væri einn. Þessi ferð er einhver sú ánægjulegasta sem ég hef farið. Mér auðnað ist að kynnast landi og þjóð betur en ég hefði annars átt kost“. „Og hvað finnst þér um landið?" „Það er fagurt og frítt“. „En fólkið?“ „Ágætt“. „Hvað varstu lengi í ferð- inni?“ „Ég var mánuð frá Reykja- vík til Hornafjarðar, en Þórð- ur sneri við í Reykjahlíð. Við skemmtum okkur stórvel. Höfðum ekki dropa með og ekkert sem gæti spillt kynn- um af landinu. Ég þakka Guði fyrir að hafa fengið tækifæri til að komast póstleiðina kring landið“. „Hefurðu verið í sambandi við hann?“ „Ah? Hvern?“ „Guð“. „Það finnst mér. Án Guðs náðar er allt vort traust óstöð ugt, veikt og hjálparlaust, seg ir í sálminum. Kannski á þetta samband mitt við Guð rætur að rekja til þess, að ég er út af prestum kominn, ættfræðingar segja fimmti maður frá Jóni eldpresti. Já, það segja þeir og ég veit það er rétt og get talið á fingrum mér: Það er Guðný dóttir séra Jóns, Páll sonur hennar, Skarphéðinn sonur Páls, Hall dóra dóttir Skarphéðins og Skarphéðinn Gíslason sá fimmti, sem hér situr og get- ur frætt þig á því, að þú ert af ætt Þórunnar, konu séra Jóns, að því að mér er sagt“. „Jæja, það hef ég ekki heyrt“. „Skulum vona það sé á rök um reist, þú tapar ekki á því“. „Hverjum augum líturðu á séra Jón?‘ „Mikill karl og ekkert smá- menni. Hann flyzt úr Skaga- firði í Mýrdalinn, gerist for- maður og skrifar um ýtingar og lendingar ásamt fleiru. Það stundar ekkert lítilmenni sjó fró suðurströnd landsins í mörg ár. Hiklaust hefur hann sannfærzt um guðskraftinn ungur maður á sjónum. En þetta er liðið löngu áður en ég kem til minnis. En í sjálfs ævisÖgunni má kynnast ein- lægum, trúföstum og hjálp- sömum manni“. „Heldurðu að þú hafir erft eitthvað af þessum eiginleik- um, Skarphéðinn?“ „Ég hef beðið fyrir sjálfum mér og öðrum, ferðirnar hafa ávallt gengið vel og ég hef aldrei lent í neinum vand- ræðum eða hrakningum. Og fyrir Guðs náð og tilstyrk átti ég þátt í að bjarga 10—20 manns undan ólögum á Vopna firði, en við tölum ekki um það. Jú, ég hef verið innundir hjá forsjóninni“. „Þú ert trúmaður". „Það er ég“. „Og ekkert hræddur við að deyja?“ „Aldrei eitt augnablik. Og ég ætla að vera tilbúinn eftir tvö ár. Ég get sýnt þér mynd af húsinu, sem við frændur erum að byggja á Vagnsstöð- um, en kotið sem ég fæddist í verður 80 ára á næsta ári, og fullsmíðað. Þá er mínu verki lokið. Og þá er ég tilbúinn. Eitt get ég sagt þér merki- legt. Þegar fyrsta baðstofan var byggð á Vagnsstöðum fyr ir 80 árum, var hún smíðuð úr einu rekatré, sem var um 30 fet á lengd og 2 fet á kant. Tréð var sagað niður í súðina, gótfið, sperrur, gólfbita og þiljur og átti hver alin að hafa kostað eina krónu, eða 15 krónur tréð allt. Þetta var líka hnota og eru enn ófúnar þær spýtur, sem til eru. Hitt er þó kannski enn merkilegra, að gamla húsið á Kálfafells- stað sem byggt var um alda- mótin, var einnig smíðað úr einu tré, en það var helmingi stærra en okkar og betur unn ið. Það kostaði mikla vinnu að saga svoha tré, get ég full- yrt, og sýna þessi dæmi að mikið var gjört af litlu. En þá gjörðu menn kröfu til sjálfra sín frekar en annarra. Þá var gaman að lifa og starfa og skemmtilegt til þess að hugsa, þó nú sé flest mörgum sinnum betra. Landinu hefur verið gjört margt til góða“. n. „Þú hefur aldrei gift þig?“ „Nei, ekki hvarflað að mér. Ég hef haft í ýmsu öðru að snúast um dagana. Ég hef líka verið alltof gamaldags í anda“. „Þeir giftu sig nú í gamla daga“. „Jú, jú, en þeir voru örugg- ir, það hef ég ekki verið. Ein- hverjir verða líka að vera hik andi lausingjar, annars mundi okkur stafa enn meiri hætta af offjölgun í heiminum en raun ber vitni. En mín ætt hef ur ekki staðið sig verr en aðr ar. Langafi minn, Páll Jóns- son í Arnardrangi í Landbroti, átti 26 börn með þremur kon- um; og geri margir mennta- skólar betur, svo ég vitni nú í lífsskólaskáldin. Nei, það hefur verið fjör í ættinni, þó ég hafi ekki haft það í mínúm kropp. Ég hygg líka, að Páll gamli hafi a. m. k. fjölgað fyrir okkur bóða. Ég er ánægð ur með það. Þú manst eftir þessari gömlu vísu: Þó ég sökkvi í saltan mar sú er eina vörnin: ekki grætur ekkjan par eða veina börnin. Þannig verður það líka, þeg ar ég tek hatt minn og staf og kveð“. „Heyrðu Skarphéðinn, við minntumst á Þórberg. Hann hefur sagt mér, að þú hafir verið hrifinn af Hitler". „Jæja, segir hann það? Hann segir svo margt. Nei, það hef ég aldrei verið. En ég hef hrifizt af tæknibúnaði, vél menningu og skipulagsgáfum Þjóðverja, þegar þeir hafa not að slíkt í friðsamlegum til- gangi. En hernaðarstefnu Hitl ers og nazista fyrirlít ég á sama hátt og ég fyrirlít. of- beldi og yfirgang Rússa. Aft- ur á móti á ég ættir að rekja til þýzks kaupmanns í Ham- hefur Þórbergur heyrt talað um þennan forföður minn og fundizt sjálfsagt að mér rynni blóðið til skyldunnar. Heyrðu, hvenær ertu fæddur?“ „Alþingishátíðarárið“. „Nú, já, svo þú hefur verið níu ára, þegar styrjöldin byrj aði. Ætli Þjóðviljanum yrði skotaskuld úr því að segja að þú hafir verið hrifinn af Hitler?" „Ætli hann hafi ekki ein- hvern tíma sagt það“. „Þarna sérðu. Af munni kommúnista getur jafnvel nazismi verið þolanleg ávirð- ing. En tökum upp skemmti- legra hjal. Við minntumst á prestana áðan. Það eru marg ir sem amast við þeim og þeirra starfi, mér finnst það rangt. í gamla daga sáu þeir um uppfræðslu æskunnar og áttu drjúgan þátt í að mennta þjóðina. Húsvitjanir séra Pét- urs voru einhverjir mestu há- tíðisdagar, sem ég man eftir frá æsku minni. Nú hafa-hús- vitjanir lagzt niður og sakna ég þeirra. Af þeim hafði ég bæði gagn og gaman. Ég man eftir því að séra Pétur kom eitt sinn í húsvitjun, það var víst 1908, gengur til mín og segir: „Skarphéðinn, nú er ég kominn að húsvitja". Þá segi ég: „Ég þykist vita það, en nú er ég hræddur um að ég kunni lítið og illa, því ég hef verið að hjálpa til að gjöra við bát- inn, sem nú er verið að gjöra upp“. „Það er í lagi“, segir þá prestur, „þetta er nú bara til gagns og fróðleiks og rétt svo lítið að hlýða yfir“. Hann var ekki strangur eða umvöndunarsamur gagnrýn- andi, heldur ljúfur og góður hirðir og uppfræðari. Mér létti við þessar undirtektir. Ég þurfti ekki að flytja langt mál utan bókar í það skipti, en gat skotizt niður að bátnum aftur. Þar þóttist ég vera að rétta hjálparhönd, sem var vit anlega mest mannamennska". „En þú hefur verið fróð- leiksfús?“ „Sæmilega“. „Og lesið talsvert?“ „Eftir að ég komst til full- orðinsára hef ég lesið allt sem ég hef náð í. En ég stóð verr að vígi á unglingsárum og get sagt þér af því, ef þú nennir. Á afmælisdag minn, þegar ég var tíu ára, 18. janúar 1905, fór ég eldsnemma út að renna mér fótskriðu á svelli skammt frá bænum. Það var nýr og eftirsótt'ur leiikur í miínu ungdæimi. Þá steyptist ég á höfuðið á svellinu og lá meðvitundarlaus þangað til faðir minn kom og sótti mig, Hann bar mig heim. En þegar við vorum komnir miðja vegu að bænum, kom ég til minnis og segi: „Nú get ég farið einn, þú þarft ekki að fylgja mér lengra". En ég hafði ekki fyrr sagt þessi orð en ég sofnaði aftur. Svo vaknaði ég þegar verið var að leggja mig upp í rúm og enn nokkru síðar og var þá gefið að borða og drekka, en þegar ég hafði rennt niður síðasta bitanum var allt á gólfinu. Það benti til þess að ég hefði fengið slæman heilahristing. Eftir það lá ég í roti fram til þrjú um daginn. Þá fór ég að skríða saman. Eftir þetta þoldi ég ekki að lesa, mér sortnaði fyrir augum og ég fékk höfuðverk. Þor- valdur héraðslæknir sagði, að ég skyldi ekkert lesa nema kverið, en það yrði ég að kunna svo hægt væri að koma mér í kristinna manna tölu. Það tókst og eitthvað hef ég lesið síðan, en veit samt ekki hvort þetta nægir mér í næsta lífi. Þá getur verið bétra að vera nafnlaus eins og höfund- ur Njálu. En þú veizt hvaða dagur er í dag? Nú, veiztu það ekki, það er krossmessa á vori. Það er mikill munur á veðrinu nú eða þennan sama dag vorið 1916, þegar hvergi sá á döfck- an díl og hvítt yfir allar jarð- ir á austur- og norðaustur- landi og hörkuskafrenningur af norðri í þokkabót. Kross- messufólkið flutti farangur sinn á sleðum, sem hestar drógu eftir harðfrosnu hjarn- inu, þó voru allir kvíðalausir um framtíðina og stóluðu á að vorið yrði ekki bara lóukvak í brjóstum þeirra, heldur á- þreifanleg staðreynd í aur- skriðum og vaxandi lækjum. Eða krossmessan 1906, nú skal ég segja þér. Eftir kross- messubrasið það ár strandaði frönsk skúta á Sléttaleitis- fjöru, Sirene að nafni. Þá voru boðnar upp fimm tunnur af koníaki, „og varð þá margur maðurinn glaður^, að því er Björgvin sýslumaður . sagði mér síðar. Eftir strandið var landátt, skipið hallaðist að sjó og brotnaði loks í brimgarðin Uim og rak meist allan varning- inn til ba£s, en fyrir einhverja handleiðslu góðviljaðra afia flaut koníakið upp á sandana. Þessi skúta hafði áður reynzt í stóru veðri af norðri. Það var miklu verra en páskaveðr ið um daginn, álftir og gæsir »»Og þá er ég tilbúinn ...“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.