Morgunblaðið - 11.05.1963, Síða 11
Laugardagur 11. maí 1963
MORCUISBLAÐIÐ
11
lágu dauðar hingað og þamg-
að út um allar jarðir og annað
eítir því. Það gekk á ýmsu í
þá daga ekki síður en nú, get
ég sagt þér“.
„Þú manst auðvitað eftir
fleiri ströndum?"
„Man ég víst“.
„Hvert er eftirminnilegast?"
„Ætli það hafi ekki verið
þegar franska skútan Madel-
eine fórsit í maiimánuði 1911. í
mínu minni hafa farizt átta
skip hér á söndunum, þrjú á
Fellsfjöru, þrjú á Sléttaleitis-
fjöru í Suðursveit, eitt á Smyr
labjarga -fjöru og eitt á Bakka
fjöru á Mýrum. Aðeins einu
sinni hafa menn drukknað í
þessum ströndum, það var þeg
ar Madeleine fórst.
Þú spurðir mig, hvort ég
hefði nokkum tíma orðið var
við drauga eða huldufólk en
það hef ég ekki orðið, þó ég
hafi heyrt ýmislegt af þessum
verum í Suðursveit. Spurðu
Þórberg, hann hefur næstum
því séð slíka vem fyrir aust-
an. En mér hefur aldrei fund
izt neitt annarsheimslegt við
sveitina okkar eða fjörurnar
og hef ég þó horft upp á tvö
lík franskra sjómanna liggja
í sandinum.
Ég fór oft niður að strönd-
unum og var við björgún á
varningi. Það var einkennileg
tilbreyting í fásinninu. Strönd
in voru helzta samband okkar
við menninguna. Þau gegndu
svipuðu hlutverki og ambassa
dórar nú á dögum. Eg hef
aldrei komizt til útlanda þó
imig hafi langað. En ég hef
ekki heldur átt neitt erindi
þangað nema til að sóa tíma
og eyða peningum. Og ég hef
ekki haft efni á því. En
frönsku duggurnar heilluðu.
Svona skip getum við eignazt,
hugsaði ég, þegar ég sá þær
bera við himin. Eg þurfti
ekki að fara sálförum til að
vita að sá draumur ætti eftir
að verða að veruleika.
Madeleine var glæsilegt
skip, þar sem hún kom undan
hafís og sigldi fullum seglum
upp í svartan sandinn. Það
var austanhvassviðri og sjór-
inn hvítur í fjölil. Skútan hafði
siglt á hafísjaka og brotið 6-8
þumlunga reim framan á stefn
inu, en þessi planki hafði ver
ið festur þar með þéttum eins-
þumlungs sverum járnnögl-
um, svo þú getur séð að traust
lega hefur verið byggt. Tréð
splundraðist við höggið og
naglarnir stóðu eftir í stefn-
inu. Frakkamir urðu svo
hræddir að þeir sigldu í land,
enda allir í slagtogi með Bakk
usi, að einum undanskildum.
Ég horfði á þessa siglingu,
hugsaði: þeir bjargast áreið-
anlega, ef þeir verða rólegir
niðri í skipinu, þangað til hef
ur fjarað undan því. Þá kom-
est þeir þurrum fótum í land.
Sú varð líka raunin um kvöld
ið. En einn skipverjanna batt
utan um sig 60 faðma löngum
færisstreng og ætlaði einhverj
um félaga sinna að halda í
og draga sig til baka, ef hann
næði ekki landi, en sá hefur
annað hvort gleymt því eða
misst strenginn, svo maður-
inn drukknaði. Líkið rak um
kvöldið fatalaust að ofan, með
etrenginn vafinn utan um kvið
inn og sjö punda blýsökku við
færisendann. En ekki held ég
öngull hafi verið bundinn við
færið, a. m. k. var það enginn
Venjulegur öngull, sem réð
sköpum þennan dag. Frakkarn
ir skýrðu slysið á þann hátt,
að maðurinn- hefði kastað sér
útbyrðis, áður en skipið
kenndi grunns.
Þegar Madeleine var kamin
upp á sand fóm margir skips-
manna frá borði á kaðli, héldu
sér í streng sem lá upp í fjör-
una og komust þannig klakk-
laust í land. Þeir sættu lagi
og fóru milli soga. Einn þeirra
renndi sér niður skipshliðina
á kaðlinum en gáði ekki að
taka sér í strenginn, sem lá
upp í fjöruna, stóð að því er
virtist í annarlegum þönkum
og horfði upp skipið, þar til
sog kom norðan við það og
tók hann. Enga skýringu
höfðu þeir á þessu.
Ég sá lík mannanna, það var
sorgleg sjón. Annar hafði ver-
ið 30 ár á frönskum fiskiskip-
um við íslandsstrendur, hinn
35 ár og eru líkur fyrir því
að þeir hafi átt nokkrar lífs-
reynslufymingar af nánum
kynnum við sjó og veður. Þeg
ar ég virti fyrir mér líkin í
fjörunni datt mér ekkert ann
að í hug en þetta. Ægir er
brögðóttur. Þessi hugsun hef
ur kannski ekki verið í anda
sannrar trúar, en hvað átti
ég, 15 ára unglingur, að láta
mér detta í hug?
Nóttina eftir strandið komu
hafþök af ís vestur með landi
og lágu vikutíma eða lengur
við ströndina, svo ekki sást
út fyrir af láglendi. En þegar
fór að greiðast í ísinn kom
franskt spítalaskip inn í Höfn
í Hornafirði, France að nafni.
Skipstjórinn og læknirinn
komu vestur á strandstað og
var okkur sagt að sá síðar-
nefndi hefði átt hluta í hinu
strandaða skipi. Það gutlaði
talsvert á honum í íslenzku,
þó merkilegt mætti heita.
Margir fóru um borð til hans
með smámeinsemdir og kvilla
og var ég einn þeirra, en hann
bar joð á bringuna á öllum
sjúklingunum. Það var nú
þá“.
„En hvemig líkaði þér við
Frakkana?“
„Ágætlega. Það var gam-
an að kynnast þeim, þeir voru
góðlegir og prúðir og með
riddarafasi þann hálfa mánuð
sem þeir dvöldust í sveitinni.
Aldrei vissi ég til að þeir væru
öðrum fremur upp á kven-
höndina, þó það sé stundum
fullyrt. Það væri skakkt á þá
sagt. Konurnar þurftu síður
en svo að óttast þessa aðkomu
menn, en kannski hafa' þær
borið einhvern ugg í jJ^jósti
við merginn í sínum eigin bein
um, án þess ég sé þar til frá-
sagnar“.
„Þú segist ekki hafa stundað
sjóinn, Skarphéðinn. En get-
urðu samt ekki sagt mér ein-
hverja sjóhrakningasögu, sem
þú hefur heyrt fyrir austan".
„Ojú, svona í lokin ætti það
að vera hægt.
Hinn 20. marz 1871, sem bar
upp á góuþrælinn, reri sikip
eitt frá Bjarnahraunssandi og
komst út á miðin; þar var
rennt færum og dróst einn
fiskur. Formaður á skipi þessu
var Halldór Jakobsson, þá
bóndi í Hestgerði í Suðursveit,
og var hann talinn afburða
góður formaður, þrekmikill
og hugrakkur og gætinn vel.
Með honum voru sagðir á and
ófsþóttu bændurnir í Borgar-
höfn, þeir Bergur Pálsson og
Benedikt Erlendsson, en aðrir
hásetar voru: Jón Sigurðsson,
Borgarhöfn; Þórður Jónsson,
Kálfafelli; Sigurður Sigurðs-
son, Kólfafelli og Þorsteinn
Sigurðsson, bóndi í Borgar-
höfn, en nöfn annarra háseta
á skipinu eru mér gleymd.
Þeir munu þó hafa verið tíu
að venju.
Þegar þessi eini fiskur hafði
verið innbyrtur, kallar Hall-
dór formaður hátt og snjallt:
„Hafið þið upp færin, piltar".
Þá sagði Bergur Pálsson:
„Rétt út einu færi enn“. Hann
hafði dregið fyrsta og eina
fiskinn, sem dróst á bátinn í
það skipti og vildi reyna aftur.
En nú höfðu allir upp færi
sín í snatri og tóku knálega
í árarnar til lands.
Tveir gamalkunnir formenn
komu í fjöruna skömmu eftir
að Halldór var róinn, þeir
Björn Björnsson, bóndi í Borg
arhöfn, og Jóhann Magnússon,
bóndi í Græntanga í Borgar-
hafnarlandi, en nú er þetta
býli í eyði fyrir löngu. Þessir
tveir formenn voru báðir
þrautreyndir fullhugar til sjó-
sóknar. í þetta sinn kom ekki
til sjós nema um helmingur
af hvorri skipshöfn, svo þeir
slógu í félag að róa öðru skip
inu og setja það til sjávar.
Þegar þeir höfðu skinnklæðzt
og lagt árar í ræði, biðja þeir
eins og þá var siður að vera í
ferð með sér í Guðs naifni,
krossa sig og ýta úr vör, en
þá sló jafnharðan upp í fjöru
aftur. Gekk svo til um stund,
að þeir ýttu, en skipinu sló
aftur flötu upp í sandinn unz
þeir voru komnir vestur fyrir
Gunnhildarsker, eða Lands-
skerið, óg vestur í eystra
Þrándarholt sem er landfast
í sandinum, en þetta er á að
gizka um 200 metra langur
spotti.
Þegar formennirnir eru
komnir vestur að holtinu segir
Björn við Jóhann: „Nú skul-
um við hætta að ýta á flot
en setja skipið í naust og
hvolfa því, ég sé að við eigum
ekki að komast á sjó í dag“.
Gjöra þeir það. En þá sjá
þeir hvar Halldór rær í land
og róa menn hans knálega.
Björn og Jóhann láta það samt
ekki tefja sig frá því að setja
skip sitt í naust og hvolfa því
og bera grjót að og í keðjuna
yfir það. Þegar því verki er
lokið kemur Halldór til lend
ingar. Búast nú Björn og Jó-
hann að taka á móti skipi hans
með því að vaðbinda helming-
inn af mönnum sínum, síðan
eru Sex bundnir í sinn streng
hver og sex látnir halda í.
Nú nálgast Halldór landsjó-
inn og bíður þar eftir lagi og
kallar það í fyrsta sinn með
því að segja: „Róum við þá í
Jesú nafni“. En þá ríður að
ólag, svo Halldór afturkallar
lagið. Á sömu leið fór í næsta
sinni og segir Halldór þá til
sinna manna: ,,Nú held ég að
ég ætli ekki að fá hik með
ykkur, piltar". Þá er sagt að
Sigurður á Kálfafelli hafi
kallað upp hátt og snjallt: „Jú,
víst, víst“, og Halldór þá
stuttu síðar kallað lagið. Ald
an við ströndina var þá orðin
svo ógnarstór að landsjórinn
brotnaði undan miðju skipinu
uppi á vanalegri skiptifjöru,
en þar var fiskinum skipt í
hluta milli manna og skips,
eins og þú hefur kannski
heyrt.
Öllum gömlum mönnum,
sem ég hef talað Við um at-
burð þennan, ber saman um
að skipið hafi hallazt mikið
og staðið upp á endann og all
mikið af malargrjóti hafi sóp-
azt upp í barka þess úr fjör-
unni.
Þegar skipið var lent, var
það það sett í naust og gekk
það verk greiðlega fyrir sig.
Þegar því var lokið, komu tvö
sog norður yfir fjörukambinn,
sem er marga metra yfir sjáv
armál og um 60—80 faðma
frá sjó.
Þegar mennimir voru komn
ir heim til bæja eða um það
bil klukkustund eftir að skip
ið var komið í naust, gekk sjór
yfir allar fjörur eins og breitt
væri yfir þær hvítt traf.
Sigurði á Kálfafelli sagðist
svo frá þessum atburði löngu
síðar: „Ég svitnaði næstu nótt
í rúmi mínu og hugsaði út í
ósköpin“, enda voru þau með
ólíkindum. Þennan sama dag
drukknuðu 25 menn úr Mýr-
dalnum og urðu átján konur
ekkjur í einu vettvangi. Síð-
an hafa menn haft óbeit á
góuþrælnum í Suðursveit og
— Ræða Jóhanns
Hafsteins
Frarnh. af bls. 6.
Hver gat svo árangurinn orð-
ið?
Framsóknarmenn gera sér
fyllilega ljóst, að það er ekki
nokkur minnsta von til þess, að
þeir og Alþýðubandalagið eða
lið kommúnista, nái meriihluta
í þeim kosningum, sem framund
an eru. Framsóknarforystan
mundi heldur ekki fagna því, að
verða í þeirri aðstöðu. Þær
hæstu vonir, sem þessir menn
gera sér, eru þær, að geta náð
stöðvunarvaldi í Alþingiskosn-
ingunum. En vegna deildaskipt-
ingar Alþingis er núverandi
stjórnarflokkum nauðsynlegt að
hafa að minnsta kosti 32 þing-
menn, til þess að hafa meirihluta
í báðum deildum og mega því
ekki tapa nema einu þingsæti, ef
þeir eiga að halda meirihlutan-
um áfram. Hvað vinna svo Fram
sóknarmenn með þessu? Þeir
fengju að þeirra dómi aðstöðu
til þess að komast í ríkisstjórn
með Sjálfstæðislokknum og Al-
þýðuflokknum, að komast inn í
viðreisnarbaráttu þessara lokka
og fullvíst er, að ekki þyrfti að
kaupa þátttöku Framsóknar háu
verði eins og nú standa sakir, þó
að hitt sé jafnvíst, og víssulega
mundu þeir krefjast sér til handa
einhverra fríðinda og forréttinda.
Framsóknarmenn á Alþingi
felldu minnihlutastjóm Sjálf-
stæðisflokksins 1950, þegar Sjálf
stæðisflokkurinn hafði lagt fram
efnahagsmálatillögur sínar. Síðan
mynuðu þeir stjórn með Sjálf-
stæðismönnum, eins og kunnugt
er, til framkvæmda þessum efna
hagstillögum Sjálfstæðismanna í
öllum meginatriðum. Ekki í öll
um atriðum, en grundvallaratrið-
in voru þó öll hin sömu.
★
Góðir fundarmenn! Framsókn-
aráróðurinn í þessum kosningum
verður að skýrast fyllilega fyrir
kjósendum áður en að kjörborð-
inu kemur.
Yið Sjálfstæðismenn göngum
til þessarar kosningabáráttu í
trausti þess að kjósendur
dæmi flokkinn eftir aðgerð-
um hans á síðasta kjörtíma-
bili. 15. landsfundur Sjálf-
stæðisflokksins lýsti því yfir,
að Sjálfstæðisflokkurinn
myndi halda áfram í sam-
vinnu við Alþýðuflokkinn,
ef þessir tveir flokkar
héldu þingmeirihluta sínum í
kosningunum. Almenningi er
því ljóst hvað við tekur eftir
kosningarnar, ef Sjálfstæðis-
menn sigra í baráttunni. Ef
ekki, veit enginn hvað við tek
ur annað en óvissa.
Við Sjálfstæðismenn göng-
um til baráttunnar með skyn-
sama, heilbrigða og heil-
steypta stefnu að leiðarljósi.
Veið heitum á kjósendur að
tryggja áfram örugga og
trausta stjórn í landinu.
héðan um geldistöðut'mann.
Bóndinn á annað bú í nokkurri
fjarlægð þar sem stundaður er
meir en venjulegur búskapur, og
þar er nautgripastofninn að öðru
leyti. Mjólkin rennur, við
mjaltir, í ryðfrían mjólkur
belg sem hangir á loftbraut, og
ýtt er að loknum njöltum út
í mjólkurhúsið við ei.da fjóssins.
Þar er mjólkin vélmæld á
pappaflöskur að lokinni kælingu,
og loks er henni ekið beint til
neytenda, sem leyfa sér þann
lúkisus að kaupa þessa þrifa-
mjólk. Hún kostar nefnielga 50
Pfennig — hálft Mark hálflítr-
inn, en venjuleg mjólk kostar
30 Pfennig hálflítri, og er það
sama verð eins og á benzáni hér
um slóðir.
Eitt af því sem til þrifnaðar
heyrði á búi þessu, og gaman
var að sjá, var umbúnaður til
þesis að kýrnar gætu þvegið sér
um fæturna áður en þær fara
inn í fjósið, á þeim tímum áns
sem þeim er beitt. Það er ósiköp
einfalt, kýrnar rekja sig eftir
steinsteyptum stíg áleiðis að f jós-
dyrunum, í stígnum, 20-30
metra frá fjósdyrum, er grunn
vatnsþró sem þær verða að vaða
yfir, og við það skolast mold og
saur af klaufunum.
Tvö tiltölulega láitil íbúðarhús
eru á búi þessu, í öðru býr ráðs-
upphafsmaður að flestu er
snertir fyrirkomulag húsa, vél-
væðingar og fyrirkomulags á bú-
inu. Hitt húsið er fyrir tvær
verkamannafjölisikyldur. Mjalta-
irnar — 70 kýr — annast ráðis-
maðurinn einn með hjálp konu
sinnar.
Eigandi búsins er þingmaður
einn auðugur, og er ekki í Fram-
sóknarflokknum skilst mér. --
Er ég svo hættur vxð búskapinn.
Á. G. E.
%%%%%%%%%%%%
— Ferðaþáttur
Framhald af bls. 8.
byggingarinnarí hinn helming-
ur breiddarinnar er votheysþrær
af skurðgryfjugerð og athafna-
gangur einn mikiLl. Fóðrið er að
miklu leyti vothey, því mokað á
fóðurvagna með mótorvél og
gripskóflu.
Hér eru engin ungviði, allt
mjólkanli kýr, sem settar eru
hér á bás nýbornar, og hverfa
þú skalt gæta þín vel á hon-
um“, sagði Skarphéðinn Gísla
son og kvaddi.
„En vildirðu ekki vera svo
góður að hjálpa mér að lyft-
unni“, bætti hann við. „Ég er
vanari eyðisöndum og ár-
vötnum heima en húsum í
Reykjavík“.
M.
ff %%%%%%%%%%%
FYRSTA Islandsmótið í bridge
var haldið á Akureyri 1949, en
nýafstaðið Islandsmót var þó að-
eins það þrettánda í röðinni, þar
eð ekki var keppt tvö árin.
Eftirfarandi sveitir hafa orðið
íslandsmeistarar:
1949
1951
1953
1954
1955
1956
1957
1958
1959
1960
1961
1962
1963
sveit Lárusar Karlssonar
— Ragnars Jóhanness.
— Harðar Þórðarsonar
— Harðar Þórðarsonar
— Vilhjálms Sigurðss.
— Brynjólfs Stefánss.
— Harðar Þórðarsonar
— Halls Símonarsonar
— St. J. Guðjohnsen
— Halls Símonarsonar
— St. J. Guðjohnsen
— Einars Þorfinnssonar
— Þóris Sigurðssonar
Akureyri hefur verið keppnis-
staður 1949 og 1957, Siglufjörður
1954 og 1960, en hin árin Reykja-
vík.
Þessir hafa orðið íslandsmeist-
arar í tvímenningskeppni:
1953: Sigurhjörtur Pétursson og
Örn Guðmundsson
1955: Gunnar Guðmundsson og
Gunnar Pálsson
1956: Einar Þorfinnsson og
Lárus Karlssón
1957: Sigurður Kristjánsson og
Vilhjálmur Sigurðsson
1958: Eggert Benónýsson og
Stefán Stefánsson
1959: Gunnlaugur Kristjánsson
og Stefán J. Guðjohnsen
Símon Símonarson og
Þorgeir Sigurðsson
(jafnir á stigum)
1960: Símon Símonarson og
Þorgeir Sigurðsson
1961: Jón Arason og Sigurðuf
Helgason
1962: Eggert Benónýsson og
Þórir Sigurðsson
1963: Asmundur Pálsson og
Hjalti Elíasson