Morgunblaðið - 11.05.1963, Síða 12

Morgunblaðið - 11.05.1963, Síða 12
12 Moncvy rtr4 nro Eaugardagur 11. maf 1963 Ölafur Stefánsson: A að endurvekja haftastefnuna? KINS og fram hefir komið, m.a. í áramótaávarpi forsætisráð- herra, þá hefir viðreisnin tekizt í öllum atriðum nema einu, enn hefir ekki tekizt að stöðva verð- bólguna. Það væri ekki úr vegi að varpa fram þeirri spurningu, hvers vegna það hafi ekki tek- izt? Svarið er einfalt, það hefir ekki tekizt að stöðva þær óhóf- legu launahækkanir, sem verka- lýðurinn hefir sífellt verið að fá fram allt síðan á stríðsárun- um, og það oft í góðu samráði við atvinnurekendur í landinu. Þessar launahækkanir hafa verið margfaldar á við þá framleiðslu aukningu, sem orðið hefir, og þær hafa því óhjákvæmilega að langmestu leyti komið fram I stöðugt vaxandi kostnaði við framleiðsluna og þar af leiðandi verðhækkunum. Á þetta hefir verið margbent bæði fyrr og síð- ar, en svo virðist, sem erfitt sé að koma mönnum í skilning um það einfalda efnahagslega lög- mál, að óhóflegar almennar launahækkanir hljóta að renna út í sandinn í formi vaxandi verðbólgu. Ástæðan til þess, að atvinnu- rekendur hafa oft verið fúsir að fallast á óhóflegar launa- hækkanir, er auðvitað sú, að þeir skulda tiltölulega mikið og græða því manna mest á verðbólgunni. Þeir, sem mestu tapa á henni, eru sparifjáreigendur eins og gamalt fólk, sem hefir reynt að aura saman til elliáranna. Auk þess tefur verðbólga fyrir eðli- legum hagvexti eða aukningu þjóðarframleiðslunnar og kemur þannig niður á öllum landsmönn um. Það er óneitanlega hjákjátlegt, þegar framsóknarmenn og komm únistar eru að ráðast á ríkis- stjórnina fyrir það, að henni hafi ekki tekizt að stöðva verðbólg- una, þegar það er athugað, að þessir sömu menn hafa gengið fram fyrir skjöldu í því að hvetja verkalýðsfélög til þess að gera sem hæstar launakröfur og hafa jafnframt beitt aðstöðu sinni meðal atvinnurekenda til þess að fá þá til að fallast á óhófleg- ar launakröfur, sbr. samninga SÍS á Akureyri sumarið 1961. Þetta hafa þeir gert í þeirri trú, að Viðreisnarstjórnin myndi gef ast upp fyrir verðbólgunni og hrökklast frá völdum eins og vinstri stjórnin gerði haustið 1958, en þeim hefir ekki orðið að von sinni, heldur hefir ríkis- stjórnin gert nauðsynlegar gagn ráðstafanir við þessum atlögum etjórnarandstæðinga, svo að at- vinnulíf landsmanna hefir haldið áfram að blómgast, þótt verð- bólga sú, sem stjórnarandstaðan hefir magnað, hafi óhjákvæmi- lega tafið fyrir framförunum. Nú kynni einhver að spyrja, hvort þær launabætur, sem fram undan eru hjá opinberum starfs- mönnum, verði ekki til þess að hrinda af stað nýrri kauphækk- unarskriðu, sem verði til þess að magna verðbólguna enn meir en orðið er? Stjórnarandstæðing- ar reyna eflaust að nota þær launabætur til þess að fá verka- lýðsfélögin til að gera óhóflegar kröfur um launahækkanir. Slík- ar almennar launahækkanir yrðu undirstaða nýrrar verðbólgu- öldu. Hafa ber það í huga, að launa hækkanir þær, sem opinberir starfsmenn fá, verða lögum sam- kvæmt eigi meiri en svo, að kjör þeirra verða sambærileg við kjör annarra borgara, sem stunda sömu eða sambærileg störf hjá öðrum en ríkinu. Hér er því eingöngu um að ræða leiðréttingu á misrétti, sem við- gengizt hefir áratugum saman og sífellt færzt í aukana einkum vegna þess, að opinberir starfs- menn hafa ekki haft neinn rétt til þess að semja um kjör sín eins og aðrar stéttir, hvað þá heldur að gera verkfall til að knýja fram kaupkröfur. Nú hafa þeir fengið samningsrétt og njóta þar góðs af því, að hlé hefir orð- ið á fjármálastjórn Framsóknar, en fjármálaráðherra hennar léði ekki máls á slíku í sinni ráð- herratíð og leitaðist yfirleitt við að halda láunum ríkisstarfs- manna sem mest niðrL f samibandi við afgreiðslu fjár laga, útgjöid ríkisins og tekju- öflun þess hafa framsóknarmenn sýnt álíka yfirdrepsskap og á- byrgðarleysi og í kaupgjaldsmál- unum. Þeir hafa borið fram hvert frumvarpið af öðru á Al- þingi, sem hefðu þýtt hundruð milljóna króna í a’uknum ríkis- útgjöldum, ef þau hefðu náð samþykki, Auðvitað er aldrei stafur um það, hvernig fjárins skuli aflað, og ekki nóg með það, heldur óskapast þessir menn sí- fellt yfir háum sköttum og þung- um álögum á þjóðina, vitandi það, að yrðu skattarnir lækkaðir frá því sem nú er, yrði óhjá- kvæmilega greiðsluhalli hjá rík- issjóði, en vegna nýafstaðinna tollalækkana, sem áætlað er að muni nema um 100 millj. kr. á ári, og útgjaldaaukningar vegna væntanlegra launahækkana ríkis starfsmanna munu tekjur ríkis- sjóðs varla gera betur en að hrökkva fyrir útgjöldum sam- kvæmt fjárlögum þessa árs. Nú er kjörtímabilið senn á enda og kosningar standa fyrir dyrum, þá gefst landsmönnum kostur á því að láta álit sitt í ljós um það hvort þeir óska að áfram verði haldið á viðreisn- arbrautinni eða að snúið verði við og haftastefnan endurvakin, Innflutningsskrifstofan endur- reist og byrjað að úthluta bila- leyfum eftir stjórnmálaskoðun- um umsækjanda eins og á gömlu góðu árunum, þegar Framsókn var við völd. Ef kommúnistum og Framsókn tekst að ná meirihluta á Alþingi og mynda þjóðfylkingarstjórn má ennfremur búast við því, að þurrkað verði rykið af gulu bók inni, og umráðaréttur húseigenda yfir íbúðarhúsnæði skertur að miklum mun. Þetta er það, sem við blasir, fái Framsókn aukin áhrif á stjórn landsins. Að vísu er það mjög fjarlægur mögu- leiki, að þeir nái meirihluta á Alþingi, en bæti Framsókn við sig atkvæðum, getur hún ef til vill öðlast það sem hún kallar stöðvunarvald, sem er I því fólg- ið, að landinu verði ekki stjórn- að án atbeina hennar eða komm- únista. Enginn veit hvað við tek- ur eftir kosningar, ef núverandi stjórnarflokkar missa meirihluta sinn, en ljóst er, að erfitt verður þá að mynda starfhæfan meirihluta á Alþingi. Komist Framsókn í stjórn, t.d. með mynd un nýrrar vinstri stjórnar, má búast við því, að haftakerfið verði aftur innleitt á íslandi. Hvort vilja menn nú heldur, að áfram verði haldið undir ör- uggri forystu í átt til aukinnar velmegunar, frelsi og framfara eða, að afturhaldsöflin fái sitt stöðvunarvald til þess að geta eyðilagt þann árangur, sem náðst hefir í tíð núverandi ríkisstjórnar í gjaldeyris- og peningamálum þjóðarinnar og matað krókinn á kostnað almennings í landinu? Núverandi stjórnarflokkar þurfa ekki að kvíða svari þeirra, sem íhuga málið í ró og næði og Eiffelturninn í París. Mist- ur hylur efri hluta hans. Gustaf ENN stendur Eiffelturninn á Signubökkum og býður gest og gangandi velkominn til Parísar. Það eru mörg ár síð- an ymprað var á því, að hann væri kominn að hruni — far- inn að svigna óhuganlega mikið og mundi ekki þola stórviðri. En hann stendur enn, þessi turn, sem um langt skeið var hæsta bygg- ing heimsins, mesta listaverk tækninnar á sinni tíð. Og meðan hann stendur muna menn nafn skapara hans, Gustafe Eiffel. Um eitt skeið var hann mest umtalaði maður veraldar, en nú er saga hans farin að fyrnast og yngri kynslóðin veit lítið um hann. Þessvegna er ekki úr vegi, að minnast á manninn. Hann var ekki nema þrít- ugur þegar hann varð frægur sem verkfræðingur, fyrir stál brú sem hann byggði yfir Garonne, við Bordeaux. Fram að þeim tíma hafði hann engu sinnt nema starfinu, en nú datt honum í hug, að gaman væri að eignast konu. Hann skrifatii foreldrum sínum og sagði þeim frá þessu, og bað þau um að finna konu handa sér. En hún yrði að vera ung, mjög lagleg og mjög rík! Þetta var vandasamt verk en móður hans tókst það. Hún fann handa honum 17 ára stúlku, sem var bæði hraust og falleg og átti mikla pen- inga. Svo hittust hjónaefnin og þeim leizt vel hvoru á ann- að. Þau giftust í júlí 1863 — fyrir réttum 100 árum Móðir Gustaves gaf honum 45.000 franka í brúðkaupsgjöf, svo að hann færi ekki blankur inn í hjónabandið. — Foreldrar Gustave Eif- fels voru frá Dijon, en sú borg er frægust fyrir tvennt: ágætt sinnep og afbragðs sól- berjalíkjör. Gamli Eiffel hafði Verið riddaraliðsforingi hjá Napoleon, en nú hafði hann sultarlaun, svo að konan hans Eiffel fór að verzla með við og kol til þess að laga fjárhaginn. Hún var hyggin og fram- kvæmdasöm og græddi drjúg- um. Síðar stofnaði hún kaffi- hús. Skiljaníega hafði hún lítinn tíma afgangs til að sinna heimilinu. Börnin voru þrjú: tvær stúlkur og Gust- ave. Hann ólst að mestu leyti upp hjá ömmu sinni. Lagði stund á vélaverkfræði en féll Við prófið og sneri sér þá að efnaverkfræði. Hann byrjaði að vinna í vélsmiðju, sem smíðaði ýmis- legt handa járnbrautunum. Smiðjan fór á hausinn, en Eiffel hafði hænzt svo að for- stjóranum, að hann bauðst til að vinna ókeypis hjá honum, ef hann reyndi að stofna nýtt fyrirtæki. Loks tókst að afla fjár til þessa hjá belgísku firma. Eiffel varð deildar- verkfræðigur þarna og brátt vakti hann atíhygli fyrir teikn V ingar að stállbrúm, sem fyrir- Z tækið smíðaði. Hann þótti J snillingur í að reikna út hvern 1 ig styrktarhlutföllin áttu að w vera. 7 En hann var líka góður J heimilisfaðir og góður við 1 ríku, fallegu konuna sína. Þau £ eignuðust þrjár stelpur og i tvo stráka. En svo dó hún frá | þessu, aðeins 32 ára. Það var mikið áfall fyrir Eiffel, og svo 1 bættist það ofaná, að hann , | missti móður sína tveimur | mánuðum síðar. Systir hans tók við heimilisstjórninnL 1 1 Eiffel smíðaði brýr, verk- i smiðjur og byggði stíflur, svo , hundruðum skipti. H a n n gerði margvíslegar uppgötvan 1 ir, en aldrei tók hann einka- i leyfi á þeim, en leyfði öllum , frjáls afnot þeirra. En þó gerðu brýrnar hann ekki fræg 1 astan, heldur turninn, sem 1 ber nafn hans. Parísarbúar voru að undir- t búa heimssýninguna frægu og höfðu efnt til samkeppni um í turn, sem verða skyldi mið- 7 depill sýningarinnar. Eiffel \ sigraði í samkeppninnL með 1 tillögu um turn úr stáli og | járni, sem verða skyldi hæsta 7 bygging veraldar. Kringum * 5000 teikningar gerði Eiffel 1 og samverkamenn hans að L turninum. Hann var vígður /i 31. marz 1889. Það vaj mesti \ heiðursdagurinn í lífi Eiffels. I En þegar hann kom heim ! frá vígslunni grét hann yfir i því, að kona hans og móðir ( skyldu ekki hafa fengið að upplifa þennan sigurdag hans. 1 Hann lifði lengi eftir þetta, i í návist barna sinna og 11 j barnabarna. Hann átti skraut hýsi við Champs-Elysées, og 1 margir frægir samtíðarmenn i heimsóttu hann þar. Eiffel , var hinn ernasti lengi vel. En daginn sem hann varð 91 árs veiktist hann. Þann dag hafði hann átt að vera í heiðurs- samsæti sem honum var hald- ið. En ellefu dögum síðar var hann látinn. Þetta var árið 1923. En þríliti fáninn blaktir enn í dag yfir glæsilegasta verki hans, Eiffelturninum. IMorræn kennaranámskeið í SUMAR verða óvenjumörg fræðslumót og námskeið hald- in á vegum Norrænu félaganna víðs vega*r á Norðurlöndum. Helztu mót og námskeið fyrir kennara eru þessi: í Danmörku: Norrænt námskeið fyrir móður málskennara (kennara í dönsku) verður haldið 30. júní-7.júlí í Hindsgavl-höllinni á Fjóni, félags heimili Norræna félagsins í Dan- rnörku. Námskeiðið er aðallega ætlað kennurum efstu bekkja bamastigsins og kennurum við gagnfræðaskóla í nágrannalönd- unum þar sem danska er kennd. Dvalarkostnaður (þátttökugjald, fæði og húsnæði) verður 185, — dlkr. Eins og undanfarin ár verður haldið bæði þriggja mánaða- mynda sér síðan skoðun á því, fremur en að fylgja einhverjum flokki í blindni og af gömlum vana eins og alltof margir gera. Um afstöðu unga fólksins, sem senn gengur að kjörborðinu í fyrsta skipti, þarf ekki að efast. Þetta unga fólk keppir að því, að koma undir sig fótunum og verða fjárhagslega sjálfstætt. Það kærir sig ekki um það að eiga lífsafkomu sína undir náð og miskunn einhverra hafta- stjóra, sem ákveði hvað hver og einn hafi þörf fyrir. Það vil'l sjálft fá að ráða því hvaða vöru það kaupir og hvar það kaupir hana. Þess vegna mun það kjósa gegn kommúnisma og viðskipta- kúgun í komandi kosningum. (maá-júrw-júlí) og mánaðar-nám- skeið (júlí) á lýðháskólanum í Askov á Jótlandi; þar sem ís- lenzkum kennurum og öðrum norrænum kennurum er boðin þátttaika. í Noregi: Námskeið í íslenzku fyrir norska kennara verður haldið dagana 30. júní til 6. júlí á Hund- orp lýðháskólanum í Gudlbrands- dalen. íslenzkum kennurum er einnig boðin þátttaka. Dvalar- kostnaður verður 100, — nkr. Norrænt námskeið fyrir móð- urmálskennara (kennara í norsku í nágirannalöndunum) verður haldið dagana 5.-11. ágúst á Sju- sjöens háfjallaihóteli við Liile- hammer. Heimsóttir verða fræg- ir sögusitaðir, svo sem heimiii Björnstene Björnson að Aule- stad, enn fremur Maihaugen við Lillehammer og þjóðminjasafnið Sandvigske Samlinger. Dvöl og ferðir kosta 250 — nkr. Auk þess efnir norska fræðslu- málastjórnin til tveggja fræðslu- móta í sumar fyrir skólastjóra, í Grenland ungdomsskole við Ski- en í Telemark, 1.-5. júlí (dval- arkostnaður um 250, — nkr. og í Tromsö í ágústbyrjun. íslenzk- um skólastjórum og yfirkennur- um er boðin þátttaka. í Svíþjóð: Norrænt námskeið fyrir kenn- ara og bókaverði, sem nefnist Skólabókasafnið í þágu fræðslu- starfsins, verður haldið 24.-29. júní á Bohusgárdien, félagsheim- ili Norræna félagsins í Sviþjóð skammt frá Uddevalla við vest- urströnd Svíþjóðar. Norræn fjallanáttúra kallast kennaranámskeið, er haldið verð ur uppi í fjöllum í Abisiko-hér- aðinu í Lapplandi dagana 12.-18. júlí. Dvalarkostnaður verður 230, — skr. Norrænt kennaranámskeið, sem nefnist námskeið sögukennara, er efnt verður til 4.-10. ágúst á Biskop-Arnö, sem er lýðháskóli Norræna félagsins sænska, er starfræktur er á gömlu herra- setri á eyju í Málaren skammt frá Stokkhólmi. Dvalarkostnað- ur á þessu námsikeiði verður 210, — skr. Norrænt fræðslumót um hegð- unar- og aðlögunarvandamál skólaæskunnar og samstarf þeirra aðila, sem að uppeldis- og fræðslu málum vinna, verður haldið á Bohusgárden 22.-28. sept. Dvalar- kostnaður 250, — skr. Ýmiss fleiri stutt námskeið og mót verða á vegum Norrænu félaganna í sumar, þar sem is- lenzkum kennurum (og öðrum), er fara til Norðurlanda, býðsí ódýr dvöl og ferðalög við hin beztu skilyrði. Magnús Gíslason, framkvæm'da stjóri Norræna félagsins (sími: 37668) veitir nánari upplýsing- ar. Tvær kjarnorku- sprengingar í USA Washington, 9. maí. NTB Bandaríska kjarnorku- málanefndin skýrði frá því i dag, að í þessum mánuði yrðu sprengdar tvær kjarnorku- sprengingar 1 Nevada-auðn- inni. Önnur sprengjan verð- ur sprengd ofanjarðar, en hia neðanjarðar. Sprengjumaga þeirra verður lítið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.