Morgunblaðið - 11.05.1963, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 11.05.1963, Qupperneq 14
14 MORGVPIBL4Ð1Ð taugardagur 11. maí 1963 Björn Pálsson við nýju flugvélina sína rétt fyrir brottförina frá Panshanger. — /V/eð Lóunni Framhald af bls. 9. Á suðurodda Suðureyjar í Færeyjum er vitinn Akra- berg, sem við tökum stefnu á. Um 60 mílur suður af honum sést einstaka fugl á flugi og er það nokkra stund eina merkið um nálægð lands, þar sem skúrir eru öðru hverju á leið okkar og ná frá skýja- þykkninu alveg niður í sjó og varna okkur útsýnis. Loks tökum við þá að greina fjöllin á Suðurey og brátt rís hún öll úr sæ. Skammt fyrir vestan Akra- berg er þorpið Sunnböur og sé ég að _ þar er á kortinu merktur „lendingarstaður“ og vek máls á þessu við Björn. — Það er nú öðru vísi lend- ingarstaður en við þurfum, — nema við komum sjóleið- ina þangað, segir hann. Við fljúgum vestan við Suðurey og stefnum á eyju þá, sem Vágar nefnist, en þar er flugvöllurinn. Á hægri hönd sjáum við Sandey og Straumey. Yfir Vágum er mikið skýja- þykkni og útlitið fremur' slæmt. Er við nálgumst eyna, sjáum við hvar breiður foss fellur fram í sjó, en strand- lengjan er nokkrum tugum metra fyrir ofan sjávarmál. í ljós kemur, að fossinn er afrennsli Sörvágsvatns, en einmitt við það er flugvöll- urinn. Svolítil glufa er yfir vatninu og komumst við inn yfir það undir skýjum. Milli norðurenda vatnsins og bæj- arins Sörvágs er háls og á honum er flugvöllurinn, en þaðan sést hvorki Sörvágur né vatnið. Flugbrautin er kílómeter á lengd og stendur vindurinn þvert á hana. Lend ingin tekst þó giftusamlega og er mikill mannfjöldi sam- an kominn á vellinum, enda koma sjaldan flugvélar til Færeyja. Flugið frá Storno- way hefur tekið 3 klst. Fyrstur til að heilsa okkur, þegar. við stígum út úr vél- inni, er Larsen, sýslumaður í Sörvági. Hann hefur séð um að benzíntunnum hefur verið komið fyrir og allt undirbúið, svo við þurfum ekki að hafa langa viðdvöl. Bill og Lárus taka að sér að sjá um benzín- tökuna, en við Björn förum heim með sýslumanni. Frú Larsen býður okkur til stofu, þar sem við drekkum kaffi og gæðum okkur á jólaköku og smákökum, rétt eins og við værum komnir heim. Sýslumannshjónin segja okkur, að þau hafi oft dval- izt á íslandi og séu tvö börn þeirra búsett þar. Larsen seg- ir okkur einnig, að miklar vonir séu bundnar við fyrir- hugað áætlunarflug Flugfé- lags íslands til Sörvágs. — Tengdasonur Larsens, sem verður umboðsmaður Flugfé- lagsins, drekkur einnig kaffi með okkur. — Það er víða fallegt hér í Færeyjum, segir hann. Þegar flugvélarnar eru farnar að koma hingað reglu- lega, ættuð þið að eyða hér nokkrum tíma og skoða ykk- ur um. ★ Að lokinni kaffidrykkju höldum við aftur upp á flug- völlinn og stenzt það á end- um, að félagar okkar eru bún ir að fylla alla tanka Lóunn- ar. Kveðjum við því eyjar- skeggja og leggjum af stað síðasta áfangann, — sem verður drjúgur. Við fljúgum út Sörvágsfjörð, og er flugið á, þar sem fjörðurinn er mjög hækkað eins ört og kostur er þröngur og há fjöll á báða vegu. Mjög snarpir sviptivind ar kasta vélinni til og frá, er við nálgumst fjarðarmynnið, en rétt fyrir utan það rís klettaeyjan Mykines. Brátt tekur að hægjast um og við losum öryggisbeltin. Flogið er í sömu hæð og áð- ur, enda skýjahæðin svipuð, og er stefnan tekin á radíó- vitann á Hornafirði. Björn segir okkur að áætlaður flug- timi til Reykjavíkur sé 4% klst. og munum við koma þangað kl. rúmlega 8 um kvöldið. Nú taka búksorgir að hrjá þá Lárus og Bill, en við Björn erum hins vegar vel haldnir eftir kræsingarnar hjá sýslu- mannshjónunum. Er nú dreg- ið upp nestið, sem við höfð- um haft með okkur frá Storno way, reykt svínakjöt, kex og ávextir, og eru því gerð góð skil. Segir ekkert af ferðum okkar fyrr en um kl. hálf sex að smám saman fer að létta til, unz alveg er orðið heið- skírt og við hækkum flugið í 6000 fet. Skömmu síðar kallar Bjöm úr stjórnklefan- um og spyr, hvort okkur langi ekki til að sjá ísland. Við Lárus tökum því ekki ólíklega og stingum höfðun- um inn um gættina. Sjáum við þá ógreinilega ljósa rönd langt fyrir framan okkur. — Eru þetta ekki bara ský? spyr ég. — Viltu veðja? spyr Bjöm. Áður en stofnað er til veð- mála, fer röndin ljósa að taka á sig mynd langrar hvítrar fjallastrandar. Þetta er Vatna jökull og fjöllin austan hans. Við eigum þó enn talsvert flug fyrir höndum áður en við náum ströndinni. Það, sem við sjáum af landinu virðist alþakið snjó og held- ur kuldalegt, en hins vegar mjög hreint og tignarlegt. Nú stefnum við á Öræfa- jökul og tilkynnir Björn okk- ur, að flogið verði norður fyrir hann og síðan tekin bein stefna til Reykjavíkur. Þegar við nálgumst jökul- inn er flugið hækkað og kom- um við fyrst inn yfir Breiða- merkursand og fljúgum upp milli Öræfajökuls og Breiða- merkurjökuls. Hvannadals- hnjúkur er hulinn skýjum, en annars er heiðskírt yfir jökl- inum. Er við komum norður fyrir Öræfajökul er stefnan tekin til austurs og er þá Háa bunga fram undan á hægri hönd, en Grænalón á þá vinstri, Loks þrýtur jökulinn og er þá flogið í minni hæð yfir Langasjó og síðan Tungna á. Eftir nokkra stund förum við fram hjá Þórisvatni, en nú fer skyggnið að versna og segir ekki af ferðum okkar fyrr en við erum komnir austur fýrir Þingvallavatn og yfir Mosfellsheiðj, en þá kall- ar Björn til okkar Lárusar: — Sjáið þið hverjir eru á eftir okkur? Við lítum aftur um glugg- ana og sjáum þá, að tvær smærri flugvélar fylgja okk- ur eftir. Eru þama á ferðinni hinar vélarnar hans Björns. Björn heilsar með því að halla vélinni sitt á hvað, og svara hinir á sama hátt. Bezta veður er í Reykjavík og fljúgum við í hringi yfir bæinn áður en lent er. Flugáætlunin stenzt, þótt leiðin hafi verið löng og vind- ar breytilegir. Við lendum í Reykjavík kl. 8,10 á páska- kvöld. Geysilegur manmfjölldi er saman kominn á flugvellinum til að fagna Birni og líta á nýju flugvélina. Þegar Björn er að lenda, stingur Captain Bright upp á því, að áhorf- endum verði gefin hugmynd um flughæfni vélarinnar. Björn stöðvar hana þá á braut inni, gefur hreyflunum síðan ríflega benzín. Vélin þýtur af stað og eftir að hafa farið nokkra tugi metra af braut- inni er hún xomin á loft aft- ur og hækkar flugið ört, — þetta er næstum eins og að sitja í lyftu. Nú lendum við aftur og í þetta skipti er vélinni ekið upp að gamla flugturninum og staðnæmist hún þar. Ferð- inni er lokið og ný flugvél hefur bætzt í flugflota íslend- inga, — flugvél, sem markar tímamót í samgöngumálum dreifbýlisins. íbúar af- skekktra sjávarþorpa, sem einangruð eru meirihluta árs- ins, geta nú komizt til Reykja víkur á einni klst. Áður urðu þeir að notast við strjálar ferðir strandferðaskipa. Ö, Protyvíck Leiðin, sem farin var. Londw? NÝLEGA var kveðinn upp í Hæstarétti dómur í máli, er reis út af sambúðarslitum hjónaefna. Fór stúlkan fram á bætur að fjárhæð kr. 127.000.00, en að meginstofni taldi hún það vera ráðskonukaup þann tíma, er hún dvaldist á heimili stefnda. Tildrög málsins má rekja aft- ur til áranna 1943—1944, en þá hafði stúlkan, er var stefnandi i máli þessu, kynnzt stefndum. Stunarið 1950 hittust þau síðar á Siglufirði og urðu þá kynni þeirra allnáin. Ákváðu þau að eigast og settu upp trúlofunar- hringa um haustið. Var síðan á- kveðið, að stefnanda kæmi til Vestmannaeyja um vorið, en þar bjó stefndi, og skyldi gifting þeirra fara fram þar. Hún kom í maí 1955 til Eyja og fóru þau strax að búa saman, en bún gekk þá með barni hans. Stefn- anda skýrði svo frá, að upphaf- lega hefði verið ákveðið, aö þau létu gifta sig strax daginn eftir komuna, en ekkert hafi orðið úr þvi vegna andmæla móður stefnda. Bjuggu þau síðan saman án þess að giftast fram í ágúst 1952. Á þessu tímabili ól hún fyrsta barn þeirra. í ágúst mánuði taldi hún sér ekki lengur vært á heim- ilinu og fór burtu og til ísafjarð- ar. Gekk hún þá með öðru barni þeirra. Kynni þeirra héldust á- fram og kom stefndur til hennar á ísafirði og einnig hittust þau sumarið 1953 á Siglufirði, en þar dvaldist hún um skeið, Ákváðu þau síðan að taka upp sambúð að nýju og fluttist stefn- andi á heimili stefnda í nóvem- ber 1953 og hafði börnin með sér. Var enn rætt um, að þau létu gifta sig, en það dróst á samt áfram óslitið fram á sumar ið 1957, en það sumar var stefnd. lur á síldveiðum fyrir Norður- landL Gekk þá stefnandi með þriðja barn þeirra. Það barn ól hún á fæðingardeild Landspítal- ans. Var þá svo komið, að bún taldi sér ekki fært að hefja sam- búð á ný. Hefur hún haldið því fram, að þá hafi hún verið búin að missa al’la von um, að stefnd- ur giftist henni og einnig hafi afskipti móður stefnds af heimil- inu og andúð hennar í sinn garð verið orðin sér óþolandi. Stefnandi fór fram á það í máli þessu, að stefndi yrði dæmd ur til að greiða henni kr. 2.000.00 fyrir hvern mánuð, sem hún stóð fyrir heimili hans og er þá mið- áð við ráðskonukaup á því tíma- bili. Taldi hún sig hafa búið langinn. Sambúð þeirra hélztmeð stefnda samtals í 61 mánuð og krafðist því kr. 122.000.00 í laun. Þá krafðist hún og kr, 5.000.00 fyrir þvottavél, er hún sagði, að stefndur hefði gefið sér á sæng, þegar hún ól fyrsta barn þeirra, en hann hafi síðan neitað að skila henni. Stefndur viðurkenndi, að hafa verið trúlofaður stefnandi og hafi þau búið saman frá maí 1951 til í jú'lí 1952 og síðan frá nóvember 1953 til ágúst 1957. Hann sagði það alrangt, að sam- búðin hefði slitnað af orsökum, sem hann ætti sök á. Stefnanda sjálf ætti alla sök á sambúðar- slitunum. Þá taldi hanri það úr lausu lofti gripið, er stefnandi héldi fram óþolandi afskiptum móður sinnar, enda hefði hún flutt af heimilinu 7. nóvember Framh. á bls. 22

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.