Morgunblaðið - 11.05.1963, Page 18

Morgunblaðið - 11.05.1963, Page 18
18 M ORCV N BL 4 © I B Laug#rdagur 11. maí 196í Viljum meira samstarf vi5 íslendinga 25 apríl s.l. var haldinn hér í Reykjavík fundur sambands- ráðs og fulltrúaráðs Sambands ungra SjáJfstæðismanna. Á fund- inum var rætt um skipulag og starfsemi SUS. Mynd sú, er her birtist var tekin á heimili for- manns SUS, Þórs Vilhjálmsson- ar og konu hans Ragnhildar Helgadóttur, en þau buðu fund- armönnum til hádegisverðar. Á n-.yndinni eru: (Fremri röð frá j vinstri) Matthías Sveinsson, Mos-1 fellssveit, Jónatan Einarsson, I Bolungarvík, Ragnhildur Helga- dóttir, Reykjavík, Þór Vilhjálms- son, Reykjavik, Árni Grétar Finnsson, Hafnarfirði, Birgir ísl. Gunnarsson, Reykjavík, Guð- mundur Klemenzson, Bóistaðar- hlíð, A-Hún., Árni Johnsen, Vestm.eyjum. (Aftari röð) Knút- ur Ólafsson, Flatatungu, Skaga- firði, Sigurður Helgason, Kópa- vogi, Herbert Guðmundsson, Kópavogi, Jens Jónsson, Hafnar- firði. Magnús L. Sveinsson, Reykjavík, Jón Viðar Guðlaugs- son, Akureyri, Kristján Guðlaugs son, Keflavík, Þórir Einarsson, Reykjavík, Guðmundur Auð- björnsson, Eskifirði, Hörður Sig- urvinsson, Ólafsvík, Ragnar Kjartansson, Reykjavík, Jón Karlsson, Neskaupstað, Árni Guðmundsson, Sauðárkróki, Ein- ar Jón Ólafsson, Akranesi og Haraldur Jónasson, Akranesi. Á myndina vantar nokkra fulltrúa. (Ljósm. Birgir Xhomsen). — Æskulýðssambönd Svíþjóð ar, Danmerkur og Noregs hafa með sér reglubundið samstarf. Við söknum íslands og Finnlanda í því samstarfi. Vonandi rætist úr því von bráðar. Okkur er t.d, kunnugt um, að ákveðið hefur verið að bjóða íslenzkum full. trúa til Noregs, og er það norska æskulýðssambandið, sem mun kosta það boð. Við vonumst til, að það verði liður í auknu sam« starfi æskumanna á öllum Norð- urlöndum. SUS-síðan þakkar tvímenning- unum samtalið og óskar þeiitt góðrar ferðar og góðrar hema- komu. — BÍG. ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA RITSTJÓRAH: BIRGIR ÍSL GUNNARSSON PG ÓLAF'UR EGILSSON Þjóðviljarnir anga Stjórnmálasamtök ungs fólks njóta ríkisstyrks í Svíþjóð eins og önnur æskulýðssamtök Í BÓK sinni, „Samtöl við Stalín“, lýsir júgóslavneski rithöfundurinn, Milovan Djii as, athygliverðu fyrirbæri í háttemi Stalíns, helztu sam- starfsmanna hans og annarra forystumanna „hinnar nýju stéttar" í Sovétríkjunum. Hér er um að ræða hinar miklu matarveizlur, sem Stalín hélt með innsta hringnum í flokkn um og útvöldum gestum þeirra, er hann skipuðu. Sjálf ur sat Djilas nokkrar slíkrar veizlur. Þær fóru fram á þann hátt, að klukkan 10 á kvöldin söfn uðust forsprakkamir í kring- um borð, sem vom hlaðin fínasta mat og dýrustu vín- um. Þar var síðan setið í sex til sjö klukkustundir eða framundir morgun við óform- legt borðhald, þar sem skipzt var á skoðunum nokkuð frjálslegra, ekki sízt þegar líða ívr á morguninn og menn tóku að gerast drukknir. Djilas tekur sérstaklega fram, að menn hafi lagt áherzlu á að borða hægt og drekka jafnframt hraustlega, svo að unnt væri að innbyrða sem mest af hinum dýra mat, sem fram var borinn. Slíkar veizlur virtust haldn ar oft í viku hverri og heilsu sinnar vegna sáu margir for- sprakkarnir sig tilneydda til að svelta sig einn dag í viku hverri. Þeirra á meðal var það kallað að „afhlaða sig“. ÍÞessi óhófslifnaður „hinnar nýju stéttar" í Sovétríkjunum er því athyglisverðari, þegar þess er gætt, að það var árið 1944, sem Djilas fyrst kom í slíka veizlu, en það ár var mikið hörmungarár í sögu So- vétríkjanna. Styrjöldin stóð þá sem hæst og almenningur svalt hálfu og heilu hungri. En forystumenn öreiganna urðu að fá sinn mat og engar refjar. En til hvers er nú verið að rifja upp slík „mistök“? Xil- heyrir þetta allt ekki hinum afneitaða Stalín? Er nú ekki allt breytt og er nú ekki þrædd hin rétta gata í átt til sæluríkisins eilífa. Betur að svo væri. Matarveizlurnar eru enn þekkt fyrirbrigði í ríkjum kommúnistans. Þeirra njóta nú eins og fyrr forsprakk- amir og gestir þeirra. Matar- anganin og vínilmurinn berst meira að segja stundum alla leið hingað heim til íslands. Hana leggur stundum af síð- um Þjóðviljans og annarra málgagna kommúnistanna hér heima, þegar alsælir ferða- langar þeirra eru að lýsa því, sem fyrir augu þeirra bar og þeir fengu að sjá í boðsferð- unum um ríki kommúnism- ans. Matarsalirnir eru með glæsi legri byggingum austan tjalds. Sé t. d. gengið um hina drunga legu Austur Berlín að kvöld- lagi eru engin hús eins vel uppljómuð og matarsalirair. Þar standa í röðum úti fyrir stórir, svartir, gljáandi bílar, sem bera gestina að og frá. Þangað kemur prúðbúið fólk frá ýmsum heimshlutum. Fyrir utan þessi hús eru eng- ir vopnaðir lögreglumenn og engir blóðhundar. Þessu fólki er nefnilega verið að sýna kommúnismann í fram- kvæmd. Eftir hverja matarveizlu skrifa síðan veizlugestir i „Þjöðviljana“ sína. Enginn þeirra hefur séð gaddavír né blóðhunda. En greinarhöfund- ar eiga erfitt með að afmá matariyktina úr greinunum og mörgum slær fyrir brjóst. — BÍG. Fyrir nokkra síðan voru hér á ferðinni sænskir æskulýðsleið- togar. Höfðu þeir hér tveggja daga viðdvöl á leiðinni vestur um haf. Tíðindamaður síðunnar hitti þá að máli og fræddist af þeim um skipulag og starfsemi sænskra æskulýðssamtaka. Carl Axel Valén og Harry Andersson en það eru nöfn hinna sænsku gesta, hafa um langt árabil starf- að sem forystumenn í sænskum æskulýðssamtökum, bæði í heild- arsamtökum æskunnar svo og í samtökum ungra bindindis- manna. Heildarsamtök sænskrar æsku TVímenningarnir hafa orðið: .— Æskulýðssamband Sviþjóð- ar (Sveriges UngdomsorganisatL ons Landsrád) er heildarsamtök 60 sænskra æskulýðssamtaka, er samtals telja 1.2 milljónir félaga. Æskulýðssamtök stjómmála- flokkanna eru meðál meðlima eins og í Æskulýðssambandi ís- lands. Ungliðasamtök kommún- ista hafa þó ekki enn fengið inn- göngu, þar sem skipulag þeirra samtaka hefur ekki þótt upp- fylla þær lýðræðiskröfur, sem gerðar eru. Þessi heildarsamtök helga sig eingöngu starfi á sviði utanrík- ismála. Hinum einstöku æsku- lýðssamtökum er látið eftir að starfa að innanlandsmálum, hverju á sínum vettvangL Æskulýðssamband Svíþjóðar heldur þannig all margar ráð- stefnur og námskeið á ári hverju um alþjóðleg málefni. Á ráðstefn ur þessar er m.a. boðið erlendum námsmönnum, sem í Sviþjóð dveljast. Markmið samtakanna er því fyrst og fremst að skapa aukna samvinnu milli æskulýðs- Svíþjóðar og annarra landa og vekja sænsk ungmenni til um- hugsunar um alþjóðleg vanda- Harry Andersson (t. \ mál. Þessi samtök njóta allmikils fjárstyrks frá sænska ríkinu. Hin einstöku æskulýðssamtök — Hin einstöku æskulýðssam- tök starfa að sjálfsögðu að ýmis konar málefnum. Þar er um að ræða stjórnmálasamtök, skáta- samtök, samtök ungra bindindis- manna, íþróttasamtök, svo að eitthvað sé nefnt. Sænsk æsku- lýðssamtök njóta all mikilla op- inberra styrkja, og fara sennilega um 20 milljónir sænskra króna beint til æskulýðsstarfsemi. Hin einstöku æskulýðssamtök setja upp starfsskrá og sækja síðan um styrki til að standa straum af kostnaði við framkvæmd ein- stakra liða dagskrárinnar. Skil- yrði til fjárveitinga er, að við- komandi starfsemi hafi almennt gildi frá þjóðfélagslegu sjónar- miði. Hin pólitísku æskulýðs- samtök eiga völ á slíkum styrkj- um til jafns við önnur æsku- Iýðssamtök. Þannig geta stjórn- málasamtök æskufólks í Svíþjóð fengið opinbera styrki vegna stjórnmálanámskeiða, ráðstefna .) og Carl Axel Valén ýmis konar, og annarrar starf- semi, sem að dómi sænskra yfir- valda er talin hafa almennt upp- eldislegt gildi fyrir unga þjóð- félagsþegna. Æskulýðsráð ríkisins — Á vegum sænska ríkisins hefur verið sett upp eins konar æskulýðsráð (Statens ungdoms- rád). Það var stofnað árið 1959 og í því eiga sæti um 40 manns. Hlutverk þess er að vera sam- starfsstofnun milli ríkisins og hinna frjálsu æskulýðssamtaka. Ráðið leitast við að samhæfa starfsemi æskulýðssamtakanna annars vegar og ríkisins hins vegar. Æskulýðsráðið er ennfrem ur ráðunautur sænska ríkisins um æskulýðsmálin. Ungliðahreyfing bindindismanna — Ungir bindindismenn hafa með sér öflug samtök í Svíþjóð. Hreyfingu ungtemplara er skipt í allmargar deildir, sem hver um sig starfar sjálfstætt að áhuga málum sínum. Innan hreyfingar- innar er t.d. sérstök skátadeild, sérstök deild íþróttamanna o.s. frv. Ungtemplarar taka allmikinn þátt í alþjóðlegu samstarfi. í framkvæmdastjórn alþjóðasam- bands ungtemplara eru þrír menn og svo vill til, að ég á ein- mitt sæti í þeirri stjórn nú — segir Carl Axel Valén.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.