Morgunblaðið - 11.05.1963, Qupperneq 22
22
MORGVNBLAÐIÐ
Eaugardagur 11. maí 1963
— Austurlandaför
Framh. af bls. 21.
þrýsti hendi sinni á klettinn og
gat þannig spornað við því. En
kletturinn lyftist frá jörðu, og
síðan svífur hann. Spámaðurinn
kom þetta sama kvöld aftur til
Mekka. Þessi langferð hafði
meira að segja ekki tekið lengri
tíma en svo, að vatnskanna, sem
Gabríel hafði fellt með væng
sínum um leið og þeir fóru, gat
Múhameð gripið við heimkom-
una, áður en hún var alveg oltin.
— Spámaðurinn hafði dvalizt
hjá Allah, og hjá Allah er tím-
inn ekki til.
Grátmúrinn
Næst var farið með okkur að
hinum svokallaða Grátmúr.
Hann er 48 m langur og 18 m
hár, hlaðinn úr miklum fer-
hyrndum kalksteinsbjörgum. —
Þetta er syðsti hlutinn af vestur-
múr Heródesarmusterisins og
stóð hann eftir, þegar aðrir vegg-
ir voru brotnir niður. Þarna hafa
Gyðingar grátið og harmað eyði-
leggingu musterisins og borgar-
innar og örlög þjóðar sinnar.
Það er margt, sem á daga Gyð-
inga hefur drifið síðan árið 70,
þegar Jerúsalem var eyðilögð.
Árið 130 vísaði Hadrían keisari
þeim algerlega burt úr landinu.
En alltaf var einhver slæðingur
af Gyðingum, sem heldur vildu
þola píslir en yfirgefa land sitt.
Á dögum Hakím soldáns urðu
þeir að bera sex punda tréok um
hálsinn og bjöllur í fötum sín-
um, til þess að öllum væri Ijóst,
að Gyðingar væru á ferð. Á 13.
öld voru aðeins um 1000 Gyðing-
ar í Palestínu. Á 14. öld fóru
Gyðingar aftur að streyma til
landsins. Að vísu var musteri
þeirra horfið, en Zíon var á sín-
um stað. Það var að minnsta
kosti hægt að gráta á þessum
helga stað feðranna. — Til er
lýsing á því eftir kristinn píla-
grím á 14. öld, er Gyðingar
komu á musterissvæðið þann
eina dag á árinu, sem þeim var
það leyfilegt. Hann segir, að
þeir hafi staðið þar umhverfis
þann klett, þar sem brennifórn-
araltarið einu sinni stóð, grátið
og barmað sér, kysst klettinn og
rifið klæði sín örvinglaðir, geng-
ið síðan burt drúpandi höfði í
hljóðri sorg. Þannig hefur það
gengið um aldirnar. Þeir fóru
til lands feðra sinna sem flótta-
menn, úr eymd í eymd, eða sem
pílagrímar, til þess að gráta og
biðjast fyrir á helgum stað. Oft
fóru þeir með bein ættingja
sinna með sér, ef þeir vissu, að
þeir höfðu í lifanda lífi þráð að
vera grafnir í mold ísraels.
Þannig höfðu feðurnir tekið
með sér bein Jakobs og Jósefs.
— Hér hafa Gyðingar til skamms
tíma hallað sér upp að veggn-
um, kysst grjótið og sagt fram
harmatölur sínar. Sérstaklega
voru þeir þarna á föstudags-
kvöldum, er sabbatinn hófst. Þá
lásu þeir og tónuðu Harmljóð
Jeremía og 79. sálm Davíðs og
réru fram í gráðið. Segja sjónar-
vottar, að átakanlegt hafi verið
á að horfa. Þetta er eitt af því,
sem er til marks um það, hvað
vald minninganna er sterkt,
bæði í lífi einstaklinga og þjóða.
Nú fá Gyðingar ekki lengur
að gráta við hinn svokallaða
Grátmúr. Þeir eru burtreknir
þaðan síðan 1948. En sennilega
er þeim ekki grátur í hug á
sama hátt og áður, því nú hafa
þeir stofnað ríki í landi feðra
sinna, og þetta ríki blómgvast
vel og er til fyrirmyndar. En
þeirra helgasti reitur, musteris-
svæðið, er enn í höndum Araba.
í Gyðingahverfinu við Grát-
múrinn búa nú örsnauðir Arab-
ar. Þar sést mannleg eymd í
sinni ástakanlegustu mynd.
Þarna sátu svartklæddar mæð-
ur með vannærð börn sín og
drógu dulur fyrir andlit sín, þeg-
ar við gengum framhjá. Þetta
hverfi lifir að miklu leyti á
ferðamönnum. Arabi einn sýndi
hæfni sína í sölumennsku með
því að seija mér svarta loðhúfu
þarna í hitanum. Þetta fór ekki
fram hjá öðrum Araba. Hann
kom nokkru síðar og bauð mér
sams konar kuldahúfu, nema
hvað hann sagði, að sín væri
miklu betri en sú, sem ég hafði
verið að kaupa og væri mesta
frathúfa. Ég sagði honum, að ég
léti mér nægja eina kuldahúfu,
meðan hitinn færi ekki niður
fyrir 32 stig á Celsíus.
Nú yfirgáfum við hið forna
Gyðingahverfi. Musterissvæðið
og Grátmúrinn er að baki með
sínar margslungnu minningum.
Hvílík saga bundin þessum stað!
Hvaða grjót í veröldinni hefur
verið elskað heitar? Hvaða
steinar á þessari jörð hafa magn-
að að úthella slíku steypiflóði
mennskra tára? En slíks . er
kaldur steinninn megnugur, verði
hann hjartfólginn. Þessi staður
Móríaklettur, þar sem brenni-
fórnaraltarið stóð, varð brenni-
punkturinn í lífi Gyðingaþjóðar-
innar, hin heilaga Zíon, táknið,
undrið, sem sameinaði hinn
hrjáða, dreifða hóp og hélt eld-
inum vakandi í hjörtunum.
Þegar Jerúsalem var lögð í
eyði árið 70, voru öll tré höggin
í nágrenni borgarinnar, einnig
olíuviðirnir í Getsemane. Þessi
tré voru notuð í vígvélar gegn
Gyðingum og krosstré til að
negla Gyðinga á. Árið 130 e. Kr.
voru Gyðingar reknir burtu úr
eigin landi. Þeir voru eins og
tré, sem hoggið er við rót. En
þessi þrjózka þjóð átti í sér eðli
olíuviðarins. Rótin bjó yfir ó-
tæmandi lífskrafti. Hún dó ekki.
Hún hélt áfram að lifa og skaut
nýjum sprotum eins og tré ang-
istarinnar í Getsemane. Og þessi
hrjáði Gyðingameiður hefur
þrátt fyrir allar hörmungar í
nærri tvær áraþúsundir lifað af,
ekki orðið hár meiður, en ótrú-
lega grózkumikill. Og hvað er
úað, sem hefur halaið þessari
þjóð saman, þrátt fyrir allan
tvístring, gefið henni þrek í
mannraunum og von, sem ekkert
gat bugað. Það eru spámenn
hennar, bókmenntir hennar,
guðstrú hennar.
— Því dæmist
Framhald af bls. 14.
1953 og ekki flutzt þangað aftur.
Þvottavélina kvaðst stefndi hafa
gefið dóttur sinni og myndi hann
halda henni, unz hann gæti af-
hent dótturinni vélina. Af þess-
um ástæðum taldi stefndi sig
ekki eiga að greiða neinar bætur
og krafðist sýknu í málinu.
Niðurstöður málsins, að því er
kaupkröfurnar snertir, urðu þær
að talið var, að kröfurnar fyrir
tímabilið maí 1951 til ágúst 1952.
væru firndar. Um síðára tíma-
bilið varð niðurstaðan sú, að
laun hennar fyrir þetta tímabil
voru hæfileg talin kr. 55.000.00.
Krafa stefnanda um bætur
fyrir þvottavél var ekki tekin
ti!l greina. Var eigi talið, að hún
hefði fært fram nægileg rök
fyrir því, að hún ætti kröfu til
andvirðis þvottavélarinnar.
Stefndi var ennfremur dæmd-
ur til greiðslu vaxta og kr.
15.000.00 í málskostnað fyrir báð
um réttum.
SÞ, New York, 8. maí AP:
Sérstök nefnd Sameinuðu Þjóð
anna, sem skipuð var til að
rannsaka aðgerðir stjórnar
Suður Afríku í kynþáttamál-
um, gaf í dag út skýrslu, þar
sem skorað er á öll ríki að
slíta stjórnmála- og viðskipta
sambandi við Suður-Afríku.
Segir í skýrslunni að kyn-
þáttaofsóknir fari vaxandi í
landinu, og geti ástandið þar
beinlínis stofnað heimsfriðin
um í hættu.
Bonn, 8. maí (AP): —
Kennedy forseti fer í opinbera
heimsókn til Vestur-Þýzka-
lands 23. júní n.k. Blaðafull-
trúi forsetans, Pierre Salinger,
er nú í Bonn að undirbúa
heimsóknina.
Fréttabréf úr
Reykhólasveit
MIÐHÚSUM, 14. apríl. — Tíðar-
far hér í vetur hefur verið mjög
hagstætt og vart hægt að segja
að hér hafi fest snjó á jörðu.
Síðastliðinn þriðjudag gerði
áhlaupaveður og stóð það fram
á hádegi í föstudaginn langa.
Gilsfjörðurinn varð ófær og fólk,
sem var á leið sinni hingað vest-
ur varð að bíða þar til á laugar-
dag og varð þá að ganga Gils-
fjörðinn, en hann er hinn mesti
farartálmi, ef eitthvað breytir
um veðurfar, og þarf að gera
stærra átak til þess að hann lok-
ist ekki um leið og snjókorn
fellur úr lofti.
Héðan hefur ekki mjólk farið
til Borgarness síðan á þriðju-
dag, en byrjað var að flytja
mjólkina 25. fyrri mánaðar.
Félagslíf
Félagslíf hér hefur verið sæmi-
legt í vetur. Kvenfélagið Liljan
hélt þorrablót og álfadans og
kvenfélagið í Geiradal hafði
þorrablót. Þassar skemmtanir
fóru vel fram og voru báðum
kvenfélögunum til sóma.
Ennfremur hafa Ungmenna-
félögin haldið uppi kvöldvökum
og spilakvöldum. Bændur Reyk-
hólasveitar hafa haldið uppi vel-
sóttum fundum í vetur og hafa
verið rædd ýmis mál, sem efst
eru á baugi hverju sinni, svo
sem fræðslumáil, ræktunarmál,
verðlagsmál, svo að eitthvað sé
nefnt.
Kjartan Jóhannesson, organ-
leikari, var hér í tvo mánuði og
æfði hann kirkjukórana í Geira-
dal og Reykhólahreppi. Einnig
kenndi hann söng við barnaskól-
ana og æfði nemendur í undir-
stöðuatriðum við orgelleik. Hafi
hann þökk fyrir komuna.
Prófasturinn, séra Þórarinn
Þór, og kona hans, frú Ingibjörg
Jónsdóttir, hafa haldið uppi
unglingaskóla á heimili sínu á
Reykhólum í vetur og er það
aðkallandi vandamál, sem leysa
?arf innan tíðar að koma upp
héraðsskóla á Reytóhólum til hags
bóta æsku byggðarlagsins.
Ræktunarsamiband Austur-
Barðáistrandasýslu hefur fest
kaup á nýrri jarðýtu og er hún
væntanleg hingað vestur í næsta
mánuði.
Holdanaut
Eins og vænta má hafa bænd-
ur hér áhuga fyrir störfum Bún-
við holdanautamálið, en það
virðist vera orðinn fastur liður
á þeirri virðulegu samkundu að
ræða þetta mál, en þó finnst mér
að vanti allar forsendur fyrir því,
að hægt sé að ræða það mál
með nokkrum hyggindum.
Ein tilraun hefur verið gerð
á Laugardælum, sem frá mínum
sjónarhól séð hefur frekar verið
gerð í áróðursskyni en vísinda-
legum tilgangi, því að upplýs-
ingar vantar enn um það, hvað
kostar að framleiða þetta kjöt
og hvort það er hagkvæmara að
framleiða holdanautakjöt annars
vegar eða mjólik og dilkakjöt
hins vegar. Hver er gróðinn eða
tapið? Þegar þassar upplýsing-
af liggja fyrir, er fyrst hægt
að fara að ræða þetta mál. Ýms-
ir holdanautaáhugamenn hafa
kastað hnútum að yfirdýralækni
fyrir varfærni hans varðandi
innflutning á búpeningi eða sæði,
og ættu þó þeir að muna fyrri
óhöpp og læra af þeim.
Yfirdýralæknir hefur sýnt í
þessu máli að hann tekur starf
sitt alvarlega og mættu fleiri
embættismenn taka hann sér til
fyrirmyndar í störfum. Það er
að koma fram sem ábyrgir em-
bættismenn, þegar taka þarf
mikilvægar ákvarðanir og ber
því að lofa yfirdýralækni, en ekki
lasta í þessu sambandi.
Þingmenn kvaddir
Eins og flestum mun kunnugt
hafa Sjálfstæðismenn stillt upp
framboðslista sínum í Vestfjarða
kjördæmi fyrir Alþingiskosning-
arnar 9. júní næstkomandi og
hverfa þá af Alþingi tveir mæt-
ir menn, þeir Gísli Jónsson og
Kjartan J. Jóhannsson. Gísii hef
ur verið ötull baráttumaður
dreífbýlisins og hefur hann jafn-
an verið ómyrkur í máli, jafnt
Höfn í Homafirði, 2. maí.
Nýr bátur, AKUREY SF 52,
kom til Hornafjarðar 30. apríl.
Báturinn er smíðaður í Frede-
rikssund í Danmörku. Hann er
úr eik, 106 brúttólestir að stærð
með 460 hestaflla Alfa-disiivél
og 30 ha hjálparvél (Buch).
Ganghraði bátsins var 9% sjó-
rnílur í heimsiglingunni. Bátur-
inn er búinn öllum venjulegum
S'/JAPANSKUR varðbátur 1
„Koshiki" tekur áhöfn kín-1
verska skipsins „Yue Jin Ho“, í
sem sökk undan suðurströnd 7
Kóreu 1. maí. Áhöfn kín- \
verska skipsins hélt því fram, 1
að óþekktur kafbátur hefði i*
t skotið skipið niður. Þetta var 7
7 fyrsta ferð „Yue Jin Ho“, 1
\ fyrsta stóra f lutningaskipsins, I
lsem Kínverjar byggja. í
við andistæðinga sína sem sam-
herja, enda fuliyrðir bréfritari,
að Gísli Jónsson hefur aldrei set-
ið á Alþingi íslendinga sjáifs
síns vegna, heldur aðeins fyrir
það kjördæmi, se mhefur falið
honum umiboð mála sinna.
Við Sjálfstæðismenn hér fær-
um honum okkar beztu þakkir
fyrir frábærlega vel unnin störf
á liðnum árum 1 þágu byggðar-
lags okkar og dreifbýlisins í
heild og óskum honum og fjöl-
skyldu guðsblessunar um okom-
in ár.
Við hér höfum minna haft af
Kjartani J. Jóhannssyni að segja
því samstarfið við hann var svo
nýtilkomið, en hann hefur áunnið
sér traust otókar með skiiningi
sínum og velvilja í garð okkar,
sem sveitirnar byggjum.
Áframhaldandi uppbygging
Sá sem hefur nú forustuna á
lista Sjálfstæðisflokksins í Vest-
fjarðakjördæmi er Sigurður
Bjarnason frá Vigur og er hann
það vel þekktur maður, að hann
þarf ekki að kynna, en hamn er
vafalaust einihver mesti dreifbýl-
issinninn, sem kemur til með að
eiga sæti á næsta Alþingi og vil
ég hvetja alla, sem hlut eiga að
máli að gera hlut Sjálfstæðis-
flokksins í Vestfjarðakjördæimi
sem stærstan. Því aðeins undir
forystu Sjálfstæðisflokkisins verð
ur hægt að bæta Mfskjör þjóð-
arinnar og halda áfram uppbygg
ingarstarfi því, 9em núverandi
ríkisstjórn hefur mótað. Að
þessu sinni verður va'lið mjög
létt, því enginn sómakær maður
vill glundur það er .Framvarn-
arkommar" hafa upp á að bjóða.
— Sveinn Guðmundsson
Báturinn var tilbúinn til af-
hendingar 15. fehrúar, en var
frosinn inni þar til nú. Ætlunin
var að komast á vertíð, en þar
sem isá tími er að líða, mun hann
fara á síldveiðar. — Eigendur
eru Haukur Runóifsson og félag-
ar. Haukur Runólfsson sigldi bátn
um heim, og verður hann einnig
skipstjóri á honum.
— Gunoar.
aðarþings, og þar bar mest a,
eins og oft áður, á „Bjössa á
mjólkurbilnum“, en þar á ég siglingar- og síldarleitartækjum.
Mýr bátur til Hornaf jarðítr