Morgunblaðið - 19.05.1963, Page 5
Sunnudasrur 19. maí 1963
MORCVISBL AÐIÐ
5
Þráinn Bjarnason, bóndi:
Stjdmarstefnan og landbúnaðurinn
ÞAÐ fer ekki fram hjá þeim,
er lesa stjórnmálablöðin síðustu
vikurnar að vaxandi áróðurs
gætir þar í málflutningi for-
ustumanna stjórnmálaflokkanna.
Er það forleikur þeirra Al-
þingiskosninga sem í vænd-
um eru í vor. Þetta þarf engan
að undra. I>etta eru hin sjálf-
sögðu einkenni lýðræðis og
frjálsra kosninga.
Framsóknarmenn í Vestur-
landskjördæmi hafa nú nýlega
hafið útgáfu blaðs til stuðnings
málstað sínum. Má segja að með
fáum undantekningum, hafi þar
verið farið varlega af stað og
efni þeirra tveggja tölublaða, er
út eru komin, hafi verið fréttir
og frásagnir af þróttmiklu at-
vinnulífi og vaxandi menningar
starfsemi í kjördæminu, ásamt
umræðum um það, hvar helzt sé
þörf umbóta og framkvæmda á
hinum ýmsu sviðum. Um þetta
geta allir verið sammála ef um
er raett hleypidómalaust. Má
segja, að sumt af lesefni um-
rædds blaðs sé óræk sönnun þess
góða ástands á flestum sviðum,
sem nú ríkir, vegna .farsælla
stjórnarhátta.
Meðal þeirra undantekninga,
er ég gat um hér að framan, er
grein Gunnars Guðbjartssonar á
4. síðu 2. tbl., er hann nefnir
„Hverning hefir kjördæmabreyt-
ingin reynst?" Við lestur þess-
arar greinar verður manni fljótt
ljóst að það hefir ekki verið
tilgangur höfundar að ræða
þetta mál hlutdrægnislaust eða
kveða upp um það dóm byggð-
an á rökum. Hitt mun hafa
verið aðal tilgangurinn, að
kasta fram í leiðinni órökstudd-
um sleggjudómum um þá
stíórn, er farið hefir með völdin
nú í þrjú og hálft ár.
Af þessum sökum mun ég
ekki ræða mikið um kjördæma-
breytinguna, því að hvort
tveggja er, að hún hefir nú
þegar sannað, svo að ekki verð-
ur um villst, ágæti sitt á flest-
um sviðum, og svo tel ég, að
stagl þeirra framsóknarmanna
um voða kjördæmabreytingar-
innar sé orðið svo leiðigjarnt
umræðuefni, að fáir ljái því eyru
nú orðið.
Ég get þó ekki látið hjá líða
að benda á þá staðreynd, sem
okkur hér í Vesturlandskjör-
dæmi er öllum ljós, að með
góðu samstarfi allra þingmanna
kjördæmisins hefir okkar mál-
um miðað mjög vel áfram. Vil
ég í því sambandi minna á
framkvæmdir í raforkumálum,
vega- og hafnarmálum, vatns-
veitumálum, jarðhitarannsókn-
ir, skólabyggingar og margt
fleira. Enda þótt ég viti að
þíngmenn stjórnarflokkanna í
kiördæminu eigi stærstan hlut
að þessu öllu, dettur mér ekki
í hug að halda að framsóknar-
þingmennirnir tveir, hafi verið
í neinu andófi í þessu efni. Þeir
hafa sjálfsagt einriig vilja vel
gera. Ég óttast að mun
skemmra myndi miða ýmsum
góðum málum, ef hver ætti að
róa einn á báti eins og áður var.
Það er furðulegur málflutn-
ingur þeirra framsóknarmanna
þegar þeir raeða hinar ýmsu
ráðstafanir stjórnarvaldanna,
ti'l þess að halda þjóðarbúskapn-
um í horfi og tryggja vaxandi
velmegun og öryggi þegnanna
á sem flestum sviðum.
Gengisbreytingar eiga að vera
framkvæmdar til þess eins að
þrengja sem mest lífskjör al-
mennings. Tollar og skattar eiga
að vera lagðir á til þess eins
að skerða kjör þeirra fátækustu.
Embætti og heilar nefndir eiga
að vera stofnaðar til þess eins
að hugsa út ráð til þess að
þröngva sem mest hag hins al-
menna borgara.
Lausn landhelgisdeilunnar við
Breta á af hálfu ríkisstjórnar
íslands að hafa verið fyrst og
fremst við það miðuð, að út-
lendingar fengju sem bezta að-
stöðu til þess að gjöreyða fiski-
stofnunum við strendur lands
ins. Öll afsVipti stjórnarvald-
anna af málefnum landbúnað-
arins eiga að vera út hugsuð til
þess eins. að koma þessum at-
vinnuvegi á kné.
Er það hugsanlegt, að nokkur
ríkisstjórn í lýðfrjálsu landi,
sem verður að byggja von sína
um áframhaldandi tilveru á því
að fá stuðning þegnanna í frjáls-
um kosningum, beiti slíkum tök-
um? Eða er það trúlegt, að mál-
flutningur slíkur sem þessi, eigi
hljómgrunn hjá almenningi og
veiti þeim, er honum veitir braut
argengi til þess að komast til
æðstu valda í þjóðfélaginu? Nei,
því fer víðs fjarri.
Það mætti halda, að þeir
framsóknarmenn, sem halda
uppi árásum á núverandi ríkis-
stjórn, hefðu af miklum af-
rekum að státa frá valdatíma
vinstri stjórnarinnar. Því fer
þó mjög fjarri, svo sem 'Jllum
almenningi er í fersku minni.
Viðskilnaður þeirrar stjórnar
var ekki með þeim glæsibrag,
að það gefi aðstandendum
hennar tilefni til þess að vera
sífellt að minna á þá hörm-
ungargöngu. Ekki dreg ég þó
í efa að flestir, er að þeirri
stjórn stóðu hafi viljað vel gera,
en úrslitum mun hafa ráðið, að
þar var ekki tekið á málunum
með þeim manndómi, sem
nauðsyn bar til, heldur reynt
að sniðganga vandann og hik-
að við að framkvæma þær ráð-
stafanir, sem í bili hefðu reynst
óvinsælar, en voru eigi að síður
nauðsynlegar.
Ekki skal ég halda því fram,
að allar athafnir núverandi
stjórnar hafi verið þær einu
réttu, en engum á að dyljast,
að hún hefir tekið á málunum
með raunsæi og ekki vílað fyrir
sér þótt ýmsar ráðstafanir
hennar í efnahagsmálum hafi í
bili ekki verið vinsælar. Er
nú að koma í ljós árangur
stjórnarstefnunnar. Lýsir hann
sér í alhliða batnandi fjárhags-
aðstöðu þjóðarinnar.
Það hafa sannarlega ekki
raetzt spádómar stjórnarand-
stöðunnar um „samdrátt". —
Reyndin hefir verið alhliða
uppbygging á flestum sviðum,
og £ stað atvinnuleysis, er spáð
var, hefir þörfin fyrir vinnu-
afli í atvinnuvegunum aldrei
verið meiri.
Því skal ekki á móti mælt,
að sú öfugþróun, er lengi hefir
staðið, að verðgildi peninga fer
rýrnandi, hefir enn ekki verið
stöðvuð, en það situr sannar-
lega illa á þeim að deila á aðra,
er stærstu sökina eiga í þessu
efni og ek:ki gátu rönd við reist
þessum vanda í sinni stjórnar-
tíð. Ekki sizt þar sem þeir hafa
síðan haldið uppi skemmdar-
starfsemi í þjóðfélaginu, til þess
eins að torvelda að árangur
viðreisnarráðstafananna bæri
tilætlaðan árangur, þjóðinni til
góðs.
Framsóknarmenn býsnast
mjög yfir því nú, að landbún-
aðurinn hafi orðið fyrir þung-
um áföllum af völdum ráðstaf-
ana núverandi stjórnar, og eiga
þar aðallega við gengisbreyt-
ingarnar. Þeim er þó vel ljóst,
þótt vandlega sé um það þagað,
að gengisbreytingin 1960 var
óumflýjanleg afleiðing af gerð-
um þeirra sjálfra, eða öllu held-
ur aðgerðarleysis. Því skal að
sjálfsögðu ekki mælt í gegn, að
gengisbreytingar koma alltaf
illa við þá, sem eru að byggja
upp abvinnurekstur sinn. Þetta
gildir jafnt um bændur og aðra.
Hinu er tvímælalaust hægt að
neita, að afkoma bænda yfir-
leitt, sé lakari nú en t.d. í tíð
vinstri stjórnarinnar.
Með þessu er ekki sagt að
hlutur bænda þyrfti ekki að
vera betri. Við sem landbúnað
stundum, vitum vel að hann
hefir ekki um langt árabil skil-
að þeim, er að honum vinna
sambæjilegum tekjum miðað
við framlagða vinnu og margir
aðir atvinnuvegir.
Það er því full ástæða t.il
Þráinn Bjamason
þess að þeir, sem hæst láta um
það, að illa sé búið að bændum,
séu spurðir að því hvaða ástæð-
ur liggi til þess að þeir sjálfir
gerðu ekki stórt átak til þess að
rétta hlut bænda, þegar þeir
höfðu aðstöðu og völd til þess.
Þeim hinum sömu mönnum,
mun reynast örðugt að benda
á nokkuð það frá sinni stjórn-
axtíð, er valdið hafi teljandi
breytingum til batnaðar fyrir
bændastéttina. Það er fyrst eftir
að að núverandi stjórn kom til
valda, að Sjálfstæðisflokkurinn
kemur fram ýmsum leiðrétt-
ingum og skulu nefnd nokkur
dæmi um það.
í framleiðsluráðslögunum frá
1949 var það ákvæði, að
verðlagsgrundvöllur sá er gildi
tók 1. sept. ár hvert stæði til
jafnlengdar næsta ár, þrátt fyrir
það að kauphækkanir yrðu á
þessu tímabili. f framkvæmd-
inni varð þetta stundum þannig,
að verkalýðsfélögin frestuðu
oft kauphækunum þar til
verðlagsgrundvöllur hafði tekið
gildi. Bændur fengu því ekki
sinn hlut bættan fyrr en allt
að ári liðnu frá því kauphækk-
un varð. Ég minnist þess ekki
að framsóknarmenn gerðu hina
minnstu tilraun til þess að fá
þetta ranglæti numið úr lögun-
um. það féll í hlut Sjálf-
stæðisflokksins að fá þessu á-
kvæði breytt á þann veg að
bændur fái sitt kaup hækkað
ársfjórðungslega til samræmis
öðrum stéttum. Jafnframt þess-
ari leiðréttingu var það lögfest,
að ríkissjóður bætti bændum
upp þann halla er þeir yrðu
fyrir af útflutningi landbúnað-
arafurða allt að 10% af verð-
mæti allrar landbúnaðarfram-
leiðslunnar á verðlagsárinu.
Eitt af því, sem mikið veltur
á fyrir bændur er að lánastofn-
anir hans séu jafnan færar um
að inna hlutverk sitt af hendi,
og að ekki verði óhæfilegur
dráttur á lánveitingum til hinna
ýmsu framkvæmda. — Deildir
Búnaðarbankans, Byggingarsjóð-
ur og Ræktunarsjóður höfðu
yfirleitt staðið sig vel í þessu
efni allt til ársins 1957, en þá
fer alvarlega að halla undan
fæti hjá þessum sjóðum, og í lok
valdatímabils vinstri stjórnar-
innar voru þeir gjaldþrota. Þetta
eru staðreyndir, sem ekki þýðir
í móti að mæla. Ekki er vitað
að framsóknarflokkurinn hefði
neina tilburði í frammi til þess
að koma í veg fyrir þessa öfug-
þróun. Það fellur einnig í hlut
núverandi stjórnar að ráða bót
á þessum vanda með lögunum
um Stofnlánadeild landbúnað-
arins, en gegn hatrammri and-
stöðu framsóknarmanna, sem
hafa í þessu, sem svo oft áður,
beitt fyrir sig þeim félagsskap
bænda, er þeir hafa haft tök á
stéttinni til stórrar vansæmdar.
Þá er það einnig athyglisvert
að það er núverandi stjórn,
er kemur til móts við bændur
til aðstoðar með lögunum um
breyting á lausaskuldum bænda
í föst lán. Ekki er vitað um
neina hliðstæða aðstoð við bænd
ur í seinni tíð af hálfu rikis-
stjórnar framsöknarflokksins.
Það hefir lengi verið vanda-
mál sveitarfélaga, ekki sízt
hinna févana og fámennari úti
á landi, hve tekjustofnar þeirra
hafa verið einhliða. Þar hefir
svo að ségja eingöngu orðið að
byggja á álagningu útsvara. —
Um þetta hefir lengi verið rætt,
en engar úrbætur fengizt, þar
til í tíð núverandi stjórnar á ár-
inu 1960, að hluti af söluskatti
var látinn renna til Jöfnunar-
sjóðs sveitarfélaga, er útdeildi
honum milli sveitarfélaga eftir
tölu íbúa.
Á s.l. ári var enn stórlega
bætt um fyrir hinum fámenn-
ari sveitarfélögum með lögun-
um um landsútsvör. Hvor
tveggja þessara ráðstafana hafa
gjörbreytt fjárhagsaðstöðu sveit-
arfélaga úti um landsbyggðina,
sem bezt sést á því, að þessir
tekjustofnar munu víða í sveit-
um nema um 60% af álögðum
útsvörum. Er það bezta sönnun
þess hve mikilsverð aðstoð sveit-
unum er að þessum lögum.
Margt fleira mætti greina,
er sannaði það, að núverandi
stjórnarvöld hafa mjög bætt
aðstöðu dreifbýlisins. Ég mun
þó láta þetta nægja að sinnir
Ég gat þess hér að framan,
að Frairisóknarflokkurinn hefði
í sinni stjórnarandstöðu reynt
að nota sér félagsskap bænda
áróðri sínum til framdráttar.
Þetta eru ef *til vill alvarlegustu
afglöp þessa flokks. Áliti bún-
aðarþings, þeirrar áður virðu-
legu samkomu, hefir tvímæla-
laust stór hrakað síðan nokkur
hluti fulltrúa þess gerðist svo
handihægt verkfæri til áróðurs
fyrir Framsóknarflokkinn inn-
an Búnaðarþings. Að því sama
hefir verið stefnt af hálfu þess
flokks innan Stéttarsambands
bænda. Þar hefir árangur þó
orðið minni, stjórnendum þess
félagsskapar til verðugs hróss.
Frumskilyrði þess, að hags-
munafélagsskapur hverrar stétt-
ar verði umbjóðendum sínum
til varanlegrar hagsældar, er að
hann láti aldrei stjórnast af
hagsmunum neins ákveðins
stjórnmálaflokks heldur sé hlut-
laus í þeim átökum, en vinni
heiðarlega að velferðarmálum
sinnar stéttar.
Það er að sjálfsögðu knýjandi
nauðsyn að bæta enn aðstöðu
landbúnaðarins, svo að hann
verði óumdeilanlega samkeppn-
isfær við aðrar atvinnugreinar.
Að þessu þarf að vinna með
raunsæi og festu og fullum heið-
arleika. Það er trú mín, að á
þeim grunni verði varanleg hag-
sæld bændastéttarinnar byggð.
Þráinn Bjarnason.
hiti
Garðostræti 2
við Vesturgötu
Selur öll
Hoover-
tæki
Gjörið svo vel að líta inn.
Ljós og hiti
Garðastræti 2 — við Vesturgötu.
Gluggatjaldaefni
Hvít hör-gluggatjaldaefni tilvalin fyrir
sumarið. Breidd 130 cm.
Verð pr. meter aðeins
Kr. 59,00
MarteKnn Einarsson & Co.
Fata- & gardínudeild Laugavegi 31 - Sími 12816