Morgunblaðið - 19.05.1963, Qupperneq 13
Sunnudagur 19. maí 1963
MORGVNBLAÐ1Ð
13
Heimavistin
„Unglingarnir ganga betur um
ef vel er að þeim búið“
Heimsókn í heimavistina í Stykkishólmi
„öll umgengni hér er til
fyrirmyndar,“ sagði Sigurður
Helgason, skólastjóri barna-
og miðskóla Stykkisihóims.
„Ég er þeirrar skoðunar, að
unglingarnir gangi betur um,
ef vel og smekklega er að
þeim búið, og reynslan hefur
ótvírætt sannað það hér.“
Við erum stödd í heimavist-
inni í Stykkishólmi, sem er j
dvalarstaður utanbæjarmanna \
meðan þeir stunda nám við j
miðskóla Stykkishólms. Heima i
vistin var tekin í notkun í
fyrrahaust, og hafa dvalið i
þar í vetur 28 nemendur, 16
stúlkur og 12 piltar.
Sigurður Helgason sýndi
okkur heimavistina, sem er á
tveimur hæðum. Á efri hæð-
inni er stúlknagangurinn,
stór setustofa og íbúð hús-
varðar. Við litum inn í eitt
stúlknaherbergið, nr. 204. Þar
sátu við lestur tvær stúlkur,
Þuríður Gísladóttir, og Konný
Breiðfjörð, báðar frá Hellis-
sandi. Nú var um að gera að
lesa af kappi, enda naumur
tími til prófs. Þuríður var að
lesa undir landspróf en Konný
að búa sig undir að taka próf
upp úr 2. bekk.
Öll herbergin eru inrfréttuð
á sama hátt, í þeim eru tvö
skrifborð, tvær bókahillur,
tveir skápar, tveir svefnbekk-
ir, og vaskur í hverju her-
bergi. Salerni og baðherbergi
eru á hverri hæð.
Við spurðum stúlkurnar 1
herbergi nr. 204 hvort þær
sæu sjálfar um ræstingu á
herbergjum sínum og kváðu
þær já við. Einnig sögðust
þær þvo og bóna ganginn til
skiptis.
Á neðri hæðinni er pilta-
gangurinn, eldhús og borð-
stofa og þvotta- og strauher-
bergi. Það sást enginn á ferli
á piltaganginum, sjálfsagt all-
ir niðursokknir í námsbæk-
urnar. f eldhúsinu var Unnur
Breiðfjörð og aðstoðarstúlka
hennar að ijúka við að ganga
frá hádegismatnum og byrja
að undirbúa miðdegiskaffið.
Allt var í röð og reglu og
hreinlæti í hávegum haft.
Okkur var sagt, að heima-
vistin gegndi nú tvíþættu
hlutverki; hýsti námsmenn
yfir vetrarmánuðina og ferða.
Stykkishólms væru 130 tals-
ins, þar af 82 í barnaskólan-
um. Fjórtán nemendur væru
að búa sig undir landspróf.
Fastir kennarar við skólann
eru sex, auk skólastjóra.
„Skólabragurinn hefur ver-
ið prýðisgóður í vetur,“ sagði
Sigurður Helgason að lokum,
„nemendur hafa yfirleitt
stundað nám sitt vel, og fé-
iegslífið verið með miklum
blóma. Nemendurnir hafa
haldið skemmtifund annan
hvern laugardag, þar sem ým-
islegt er gert sér til skemmt-
unar; einnig höldum við árs-
hátíð og förum í skólaferða*
lag. Þá hefur íþróttalíf verið
mikið í vetur og bekkja-
keppnir haldnar af og til, öll-
um til óblandinnar ánægju.“
— hg.
Sigurður Helgason
skólastjóri
menn á sumrin. Eins og mönn
um er í fersku minni brann
hótelið í Stykkishólmi ekki
alls fyrir löngu og síðan hafa
ferðalangar átt erfitt með að
fá gistingu í bænum. Nú hefur
heimavistin bætt þetta á-
stand og geta menn fengið þar
húsaskjól og fæði yfir sumar-
tímann, meðan þeir dvelja í
bænum.
Skólastjórinn sagði, að nem
endur í barna- og miðskóla
t eldhúsinu, CJnnur Breiðfjörð
Landið
okkar
(t.h.) og aðstoðarstúlka hennar
TtOYER
BENZÍN
EÐA
IIIESEL
Benzín - VÉL - Diesel
BENZÍNVÉI,: 4 strokka með yfirlokum. Strokkvidd
90.49 mm., slaglengd 88.9 mm., rúmmál 2.286 rúm-
centimetrar. Afl 77 hö. við 4.250 súninga á mínútu.
Átak á öxli 17 m.kg. við 2500 snúninga á mínútu.
Þrýstihlutfall 7:1.
Strokkar. ísteyptir með vélarblokk, strokkalok úr
steypujárni:
Sveifarás hefur fullt jafnvægi og leikur í þrem höfuð
legum, sem eru ástamt stimpilstangalegum úr kopar-
blý samsetningu.
Kambás leikur í fjórum hvítmálmslegum drifinn af
töföldu, þöglu keðjudrifi.
Stimplar úr alúmíníumblöndu, tinhúðaðir. Tveir
þéttihringar, einn olíuhringur. Alfljótandi stimpil-
bolti.
DIESELVÉL: 4 strokka með yfirlokum. Strokkvídd
90.49 mm., slaglengd 88.9 mm., rúmmál 2286 rúm-
centimetrar. Afl 62 hö. við 4000 súninga á mínútu.
Átak á öxli 14 m.kg. við 1750 súninga á mínútu. —
Þrýstihlutfall 23:1. Stimplar úr alúmíníumblöndu,
tinhúðaðir með ísteyptri krúnu. Vélin að öðru leyti
eins og benzínvél.
Brennsluolíukerfi: Venjuleg kambássfæðudæla, tvær
olíusíur, óbein innspýting með C.A.V. stjörnudeili
(D.P.A-olíuverk). Glóðarkerti fyrir gangsetningu í
kulda.
HVOR HENTAR YÐUR?
Leitið upplýsinga um fjölhæfasta farartækið á landi.
LAND-
^ROVER
Heildverzlunin Hekla hf,
Laugavegi 170—172 — Sími 11275.
Tannlækningastofa
min verður lokuð vegna 1 árs dvalar erlendis.
ENGILBERT GUÐMUNDSSON
tannlæknir — Njálsgötu 16.
Húsaviðgerðir sf.
Tökum að okkur allskonar viðgerðir á húsum. —
Járnklæðum þök og bikum, tvöföldum gler.
Opið kl. 3—5, Laugarvegi 30, 2. hæð, sími 10260
á öðrum tíma, sími 15166.
(Geymið auglýsinguna).