Morgunblaðið - 19.05.1963, Side 17
Sunnudagur 19. maí 1963
MORCVISPLADIB
17
COLUMBUS
Lækjargötu 4 Brautarholti 20.
Sími 22118. Sími 22116.
Verð aðe/ns kr. 97 þúsund
RENAULT bílarnir hafa reynzt afburða
vel hér á landi. — Allir þekkja endingu
Renault 1946.
RENAULT ER RÉTTI BÍLLINN
FYRIRTÆKIÐ Stálumbúðir rek
iur starfsemi sína á iðnaðarsvæð-
inu norðan við Kleppsveg. Frétta
omaður Mogunblaðsins heimsótti
fyrir skömmu fyrirtækið og átti
tal við Kristin Guðjónsson, sem
verið hefur forstjóri þess frá
stofnun, 1948.
— Hverjar eru helztu fram-
leiðsluvörur Stálumbúða? spyr
fréttamaður.
•— Það er í fyrsta lagi stáltunn
ur, 30—220 lítra, undir meðala-
lýsi, allskonar bsrkkar úr ryð-
frýju stáli og aluminíum, mið-
stöðvarofnar pressaðir úr stál-
plötum, vaskar og vaskaborð úr
ryðfrýju stáli. Vasbaskálar eru
mótaðar í einni af 5 pressum fyr
irtækisins, en það er ekki gert
annarsstaðar hér á landi.
.— Einn meginþátturinn í starf
semi fyrirtækisins er svo fram
Olíugeymir soðinn saman í sr'imsuðuvéL.
Stdrframleiðla flúr-
lampa í Stálumbúðum hf.
leiðsla á flúrlömpum og kvika-
silfurlömpum, enda má segja að
allar stærri og nýrri byggingar,
svo sem skólar, skrifstofubygg-
ingar, verksmiðjur o. s. frv. séu
lýstar upp með flúrlömpum frá
Stálumbúðum. Einnig tíðkast að
lýsa upp gripahús með raka-
þéttum lömpum.
— Flúrlampar komu fyrst á
markaðinn í Bandaríkjunum árið
1939 og voru sýndir á heimssýn-
ingunni í New York sama ár.
Árið 1942 framleiddi Kristinn
Guðjónsson fyrstu flúrlampana
hér, og voru þeir meðal hinna
fyrstu á Norðurlöinduim. Sumir
þeirra eru enn í notkun.
— Kvikasilfurlampar og flúr-1
lampar eru mikið notaðir til
gatnalýsinga bæði í Reykjavík og
úti á landi. Meðal annars eru
Skúlagata og Langahlíð í Reykja
vík lýstar upp með lömpum frá
Stálumbúðum.
— Flúrlampi notar 3—4 sinn
um minni straum en glóðarþráðs
lampi. í flúrpípu er kvikasilfurs
gufa með lágum þrýstingi. í hvor
um enda pípunnar eru rafskraut.
Við kveikingu eru skautin hituð
með rafstraumi og senda þá milli
sín rafmagnsagnir, sem rekast á
kvikasilfursatómin. Við þetta
senda atómin frá sér orku, sem að
mestu er útfjólublá geislaorka.
Innan í pípunni er svo flúrhúð
(fósfor krystallar), sem breyta
öldulengd útfjólubláu geislanna
í sýnilega geisla (ljós). Með
hverjum lampa er svokölluð
straumfesta (ballast), sem held
ur straumnum í pípunni stöðug
um.
— Auk lampaumbúnaðar móta
Stálumbúðir kúpla og hlífar úr
plasti og auk þess plastristar, sem
áður voru eingöngu fluttar inn
tilbúnar.
— Hve margir unnu hjá fyrir
tækinu í byrjun?
— Það voru tólf starfsmenn, —
nú vinna hér um 35 manns.
— Hvernig er vélakosturinn?
— Það er óhætt að segja, að
hann sé af fullkomnustu gerð.
Meðal véla eru 5 45—350 tonna
pressur, saumsuðuvél 150 kva,
sú stærsta á landinu, punktsuðu-
vélar, rafsuðuvélar og Argon-gas
suðutæki, þau fyrstu er hingað
komu, auk annarra fullkominna
véla til framleiðslu á lýsistunn-
um. Hægt er að framleið um 400
stáltunnur (220 1) á dag. Við
framleiðum einnig um 2000 sorp-
tunnur á ári fyrir borgaryfir-
völdin. Þær eru smiðaðar úr
kaldvölsuðu stáli og síðan heit-
galvarniseraðar.
Kristinn Guðjónsson,
forstjóri Stálumbuða.
— Við höfum alltaf kappkost
að að fylgjast með öllum nýjung
um í lampaiðnaði. T.d. höfum við
nýlega framleitt flúrlampa með
„power groove“ pípum, sem er
alveg ný gerð af amerískum flúr
pípum, sem eru notaðar til lýs-
ingar í íþróttahöllum og svæð-
um. Þá er í undirbúningi fram-
leiðsla joð-kvartz-lampa, sem er
alger nýjung. Joð-kvartz-lamp-
inn er minnsti ljósgjafi, miðað
við ljósmagn, sem nú er fram-
leiddur. 500 watta pípa er að-
eins tæpir 12 cm á lengd og 1500
watta pípa 25 cm.
— Verksmiðjustjórinn, Björg-
vin Ólafsson, teiknar flesta lamp
ana og einnig eru lampar smið
aðir samkvæmit teikningu arkil
tekts.
— Stöðug aukning hefur verið
á framleiðslu okkar frá byrjun,
einkum hefur lampaframleiðslan
aukizt mikið síðasthðin ár, enda
eru engir flúrlampar fluttir inn
lengur. Við erum fyllilega sam-
keppnisfærir við erlenda lampa-
framleiðendur, jafnvel án tillits
til verndartolla, sem ég er mjög
mikið á móti.
— Austurlandaför
Framhald af bls. 8.
og á báðar hliðar Sfinxinni era
landsvæði, þar sem úir og grúir
af grafhvelfingum og dauðra
manna legstöðum. Þar hafa
steinkistur með jarðneskum
leifum konunga, æðstu presta og
tiginna manna verið grafnir upp.
Þúsundir smálesta af sandi hafa
verið fluttar burtu af þessu
svæði. Þar hafa einnig hellulagð-
ir gangar komið í Ijós, sem
tengja pýramítana við musteri
sitt. Sfinxinn með dularfulla
augnaráðinu virðist vaka yfir
öllu þessu svæði.
Það var margt sér til gam-
ans gert í Kaíró, t.d. var tvisv-
ar farið á næturklúbb, þeir
sem það vildu. Var það þó tal-
in Vafasöm ánægja, enda margt
annað svo merkilegt að sjá og
nýstárlegt, að slíkar skemmtanir
hurfu algerlega í skuggann. En
eitt af því, sem vakti óblandna
ánægju, var að sigla að kvöld-
lagi á Níl. Báturinn vaggaðist
hægt undir þöndum seglum á
öldum hennar og íslenzkir söngv
ar ómuðu út yfir fljótið, senni-
lega í fyrsta skipti. Nóttina eft-
ir varð mér litið út um glugg-
ann, og sá ég þá hálfmánann
siglandi eins og silfurbúið fley
hátt á lofti með hornin upp. Þá
ánægjulegu sjón getur aðeins að
líta í Suðurlöndum.
í næstu og síðustu grein mun
ég segja frá fundinum.í gröf
Tútenkhamons og för okkar til
Sakkara.
Á myndinnl er verið að móta botna I stáltunnur I stærstu pressu Stálumbúða. Hún er 350 tonn
RENAULT
Sendiferðabifreiðin R 4
Mjög hentug, þægileg og lipur. Hefur
marga kosti fram yfir aðra bíla, svo sem:
g) Innsiglað vatnskerfi g] allar legur inn-
smurðar, þarf aðeins að skifta um olíu á
mótor ca. þrisvar á ári gj einstaklega góða
fjöðrunareiginleika [§ mjög háir frá vegi,
eða 24 cm, en auk þess má hækka hann um
12 cm gj eyðir aðeins 6 lítrum á 100 km.
Virkilegur bíll fyrir alla þá sem þurfa að
annast léttar sendiferðir.