Morgunblaðið - 25.05.1963, Blaðsíða 11
f Laugardagur 25. maf 1963
MORGUNBL .4 ÐID
u
Reykjavík - Skeið • Hreppar
Framvegis verða þrjár ferðir í viku á Skeið og
í Hreppa.
Þriðjudaga úr Hrunamannahrepp kl. 9:00
Fimmtudaga úr Þjórsárdal kl. 9:00
Sömu daga frá Reykjavík kl. 17:30.
Laugardaga frá Reykjavík kl. 14:00
Sunnudaga úr Þjórsárdal kl. 17:00
Afgreiðsla í Reykjavík á B.S.Í. sími 18911.
LANDLEIÐIR H.F.
Tilboð óskast
í mb. Sæborgu Ve 344. Báturinn er nýr, stærð 15
lestir með 100 ha. vél. Dýptarmælir með vandaðri
alumínum yfirbyggingu. Járnmöstrum og vöntum.
Nánari upplýsingar í sima 23369.Skriflegum kaup-
tilboðum sé skilað fyrir 28. maí til Auðuns Jónssonar
Hraunhvammi 6 Hafnarfirði.
Aðalskoðun bifreiða í
Gullbringusýslu sunnan Hafnarfjarðar
Aðalskoðun bifreiða í Gullbringusýslu sunnan Hafnar-
fjarðar fer fram sem hér segir:
Gerðahreppur:
Þriðjudaginn 28. maí
Miðvikudaginn 29. maí
Skoðunin fer fram við barnaskólann í Gerðum.
Miðneshreppur.
Fimmtudaginn 30. maí
Föstudaginn 31. maí
Skoðunin fer fram við barnaskólann í Sandgerði.
Njarðvíkurhreppur og Hafnarhreppur;
Þriðjudaginn 4. júní
Miðvikudaginn 5. júní
Fimmtudaginn 6. júní
Skoðunin fer fram við samkomuhús Njarðvíkurhr.
(Krossinum).
Vatnsleysustrandarhreppur:
Föstudaginn 7. júní við frystihúsið.
Grindavíkurhreppur:
Mánudaginn 10. júní
Þriðjudaginn 11. júní
Skoðunin fer fram við barnaskólann í Grindavík.
Bifreiðaskoðunin fer fram ofangreinda daga frá kL
9—12 og 13—18:30.
Við skoðun ber að greiða bifreiðaskatt og sýna skil-
ríki fyrir því að lögboðin vátrygging fyrir hverja bif-
reið sé í gildi og fullgild ökuskírteini skulu lögð fram.
Vanræksla á að færa bifreið til skoðunar á áður aug-
lýstum tíma varða ábyrgð skv. umferðarlögum nr. 26
1958 og verður bifreiðin tekin úr umferð hvar sem
til hennar næst.
Geti bifreiðaeigandi eða umráðamaður bifreiðar ekki
fært hana til skoðunar á áður auglýstum tíma, ber hon-
inn að tilkynna það bréflega.
Athygli er vakin á því að umdæmismerki bifreiða
skulu vera vel læsileg og er því þeim, er þurfa að
endurnýja númeraspjöld bifreiða sinna ráðlagt að gera
svo nú þegar.
Þeir sem hafa útvarpsviðtæki í bifreiðum sínum
skulu við skoðun sýna kvittun fyrir greiðslu afnota-
gjalda.
Eigendur reiðhjóla með hjálparvél eru sérstaklega
áminntir um að færa reiðhjól sín til skoðunar.
Þetta tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga að máli.
Skoðun bifreiða annarsstaðar í umdæminu verður
auglýst síðar.
Lögreglustjórinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu, 24/5 1963.
BJÖRN SVEINBJÖRNSSON,
settur.
Aðalfundur
Félags
frímerkja-
safnara
AÐALFUNDUR Félags frímerkja
safnara er nýlega afstaðinn. Fél-
agið, sem nú er á sjötta starfs-
ári sínu, hefir frá upphafi starf-
að af allmiklum krafti.
Með tilstyrk Póst- og sima-
miálastjórnarinnar hefir félagið
gengist fyrir almennri fræðslu
um íslenzk frímerki. Getur al-
menningur á hverjum miðviku-
degi (sept.—maí) frá kl. 8—10
e.h. leitað til félagsins um aðstoð
og upplýsingar í því etfni. Fer
sú starfsemi fram í herbergi féi-
agsdns að Amtmannstíg 2, II.
hæð, en þar hefir félagið bæki-
stöð sína. Liggja þar frammi alllr
helztu frknerkj alistar, sem út
eru gefnir í heiminum, ásamt
mörgum tímaritum um þessi
mál.
Þá hefir félagið, í samvinnu
við Æskulýðsráð, gengist fyrir
því að haldinn er árlega „Dag-
ur £rímerkisms“ og er þá stuðl-
að að aukinni fræðslu um fri-
merki og frímerkjasöfnun.
Undanfarin tvö ár, hefur fél-
agið gengist fyrir útgátfu fyrsta-
dagsumsilaga, við hvarja nýj*a
f rímerkj aútgáfu.
Loks má geta þess, að félagið
hetfir í undirbúningi útgáfu á
Handbók um íslenzk frímerki.
Stjórn félagsins var endur-
kjörin, en hana skipa: formaður,
Guðmundur Árnason, stórkaup-
maður, varaform., Jón Aðalsteinn
Jónsson, eand. mag., ritari Bjarni
Tómasson, framkv.stj., gjaldkeri,
Björgúlfur Baohmann, aðalgjald-
keri og bóka og tækjavörður,
Sigurður Ágústsson, lögg. rafv.
TRULOFUNAR M
HRINGIR/I
iAMTMANNSSTIG
ilAILDÓR KRISIIAISSOni
GULLSMIÐUR. SIMl 16979.
N Ý I
gömludonsa klúbburinn
verður i Skátaheimilinu gamla salnum í kvöld kl. 9.
Húsið opnað kl. 8. — Hljómsveit Guðjóns Matthías-
sonar leikur. — Félagar takið með ykkur gesti. —
Nýir meðlimir velkomnir.
Stjórnin.
Framtíðarstaða
Laus til umsóknar. Hagfræði og viðskiptastaða með
mikilvægum tryggingum og öðrum hlunnindum. Um
sækjendur skulu gera grein fyrir Háskólamenntun
sinni, reynslu, enskukunnáttu og lágmarkskaup-
kröfum. Umsóknir skulu vera á ensku og sendast
afgr. blaðsins merkt: „5822“.
AtvlniDa
Vantar stúlku í Tóbaks- og sælgætisverzlun, ekki
yngri en 25—30 ára. Tilboð er greini aldur og fyrri
störf, ásamt heimilisfangi og símanúmeri, sendist
Morgunbl. fyrir 29. þ.m. merkt: „Strax — 5829“.
Við miðbæinn
eru til leigu strax fjórar ca. 70 ferm. samliggjandi
stofur undir skrifstofu eða léttan iðnað. Upplýsingar
í síma 37296 eftir kl. 20.00 á mánudag og þTiðju-
dag.
Aðalfundur
Rauða Kross íslands
verður haldinn í félagsheimilinu í Kópavogi fimmtu
daginn 27. júní n.k. kl. 20,30.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Fulltrúar eru vinsamlegast beðnir um að hafa sam-
band við skrifstofu félagsins fyrir fundinn.
STJÓRNIN.
FECURDARSAMKEPPNIN 1963
KRÝNINGARHÁTÍÐ
OG TIZKUSÝNING
Einnig verða hin sömu skemmtiatriði og fyrra kvöldið.
Sigrún Ragnarsdóttir krýnir „UNGFRÚ ÍSLAND 1963“
og „UNGFRÚ REYKJAVÍK 1963“.
Hljómsveit Svavars Gests ásamt söngvurunum Önnu Vilhjálms-
dóttur og Berta Möller skemmta til kl. 2 eftir miðnætti.
Aðgöngumiðar að báðum kvöldunum má panta í símum 20221 og 36618, en
afhending miða verður í Súlnasalnum að Hótel Sögu föstudag og laugardag milli
kl. 2—7 báða dagana. Athygli skal vakin á því, að um leið og afhending miða
fer íram fylgir ávísun á frátekið borð.
Ef veður leyfir mun verða kl. 9 ekið frá Tízkuskólanum, Laugavegi 132, með
væntanlegar fegurðardrottningar á skrautvagni niður Laugaveg, suður Lækjar-
götu og að Hótel Sögu. — Lúðrasveitin Svanur leikur.