Morgunblaðið - 25.05.1963, Blaðsíða 15
f Laugarðagur 25. maí 1963
MORGVISBL 4Ð1Ð
15
Tíminn snýr sér að föls-
unum um innanríkismál!
SVO virðist nú vera sem eng-
in takmörk seu fyrir þeim
blekkingum og fölsunum, sem
máigagn Framsóknarflokks-
ins telur sig géta borið á borð
fyrir lesendur sína.
Sl. sunnudag er í fyrsta
sinn um langan tíma vikið að
innanlandsmálum á forsíðu
Tímans — og þá auðvitað í
sama fölsunaranda og ein-
kennt hefur skrif blaðsins um
utánríkismál að undanförnu.
Gripur blaðið til þess ráðs í
málefnafátækt sinni að blása
upp „gífurleg húsnæðisvand-
ræði í landinu". Sýnir línurit,
sem blaðið birtir með vand-
ræðaskrifum sínum, annars
vegar áætlaða húsnæðisþörf,
sem blaðið sjálft áætlar 1500
íbúðir árið 1957 og 1800 íbúð-
ir 1963, og hins vegar tölu í-
búða, sem lokið var byggingu
á árin 1957—61 i Reykjavík og
öðrum kaupstöðum.
Hér er um svo makalausar
falsanir að ræða, að þær
stappa nærri fölsunum blaðs-
ins um utanríkismál að und-
anförnu.
í greinargerð blaðsins, sem
línuritinu fylgir, segir, að í-
búðaþörfin hafi verið áætluð
1500 á ári í landinu, en hana
megi áætla 17—1800 í lok
næsta kjörtímabils. Hins veg-
ar er íbúðaþörfin á línuritinu
talin 1800 þegar á árinu 1963!
„Húsnæðisvandræðin" finn-
ur blaðið svo með því að bera
saman hina fölsuðu tölu sina
um íbúðaþörfina „í LAND-
INU“ við þær íbúðir, sem lok-
ið hefur verið við að byggja
árlega í REYKJAVÍK OG
ÖÐRUM KAUPSTÖÐUM. —
„Dreifbýlisbiaðið“ telur þann-
ig alls ekki með byggingar í
sveitum og kauptúnum, en
tala þeirra íbúða, sem lokið
hefur verið við í sveitum og
kauptúnum hefur þó verið
3—400 árlega á undanförnum
árum!
Loks má svo benda á, að
því fer víðs fjarri, að íbúða-
þörfin hafi á undanförnum ár-
um verið 1500 á ári og vaxi í
17—1800 á næsta kjörtímabili.
Það, sem fyrst og fremst hef-
ur áhrif á íbúðaþörfina, er
hrein fjölgun hjónabanda á
hverjum tima. Hefur þeim
fjölgað um mörg undanfarin
ár um 800 á ári, verður senni-
lega um 900 á þessu ári og
komin upp í 1000 árið 1966.
Við þetta bætist svo íbúða-
þörf einhleyps fólks og þörf
vegna húsnæðis, sem eyði-
legst eða tekið er úr notkun,
og má áætla um 500 íbúðir á
ári fyrir þessum þörfum.
Samkvæmt þessu hefur í-
búðaþörfin verið um 1300 á
undanförnum árum, er um
1400 á þessu ári og kemst upp
í 1500 árið 1966.
íbúðarþörf og
Á töflu þeirri, sem birtist
hér með, kemur greinilega
fram, að tala þeirra íbúða,
sem lokið hefur verið bygg-
ingu á, hefur á árunum 1957
—60 verið hærri en áætluð í-
búðaþörf sem svarar 859 í-
búðum. Hins vegar hefur á
árunum 1961—62 verið lokið
við byggingu á lítið eitt færri
íbúðum en talið er, að þurfi á
hverju ári, eða sem svarar 175
íbúðum. Þetta hefur þó ekki
komið að sök vegna þess, hve
lokið var við margar íbúðir
næstu árin á undan. Og á
næstu árum er gert ráð fyrir,
að byggingar íbúðarhúsa auk-
ist að nýju sem svarar áætl-
aðri íbúðaþörf.
Af þessu má sjá, að á ár-
unum 1957—62 hefur verið
lokið við byggingu á mun
fleiri íbúðum en svarar til
hinnar áætluðu íbúðaþarfar á
sama tímabili. Hitt er annað
mál, að vegna vaxandi vel-
megunar hafa margir stækkað
við sig húsnæði, og hefur
markaðurinn af þeim sökum
þrengzt nokkuð.
íbúðarbyggingar
Ár: íbúðarþörf v/hreinnar f jölgunar hjónabanda íbúðarþörf v/þarfa einhleypra og bætts húsnæðis fbúðarþörf alls Tala ibúða sem lokið var á árinu
1957 800 500 1300 1618
1958 800 500 1300 1431
1959 800 500 1300 1526
1960 800 500 1300 1484
1961 800 500 1300 1209
1962 850 500 1350 1266
1963 900 500 1400 1270
— — — — —
— — — _ _
1966 1000 500 1500 1500
Hafnarframkvæmdir að
hefjast á Eyrarbakka
EYRARBAKKA, 24. maí. — Fram
fcvæmdir við Eyrarbakikaihöfn
eru að hefjast. Mælingar hafa
þegar farið fram og auglýst hef-
er verið eftir mönnum til vinnu
við höfnina. Má því búast við
að miikiil vinna verði hér í sum-
ar.
Byrjað verður á að stækka við-
leguplássið við bryggjuna og ef
ItJtför Arna I
Johnsen
Úr bréfi frá Vestmannaeyjum:
Lokið er þessari vertíð, er
mátti heita með þeim beztu.
Ölvun var eigi mikii á lokadag-
inn, fremur en undanfarin ár,
síðan útibú Vínverzlunar ríkis-
ins var lagt niður, fyrir atbeina
Góðtemplarareglunnar, og má
þar fremstan telja Árna sál.
Johnsen, æðstatemplar, er gekk
þar að með sínurn alþekkta dugn-
aði. Virðuleg útför hans fór fram
frá Landakirkju og töluðu báðir
sóknarprestarnir yfir moldum
hans. Góðtemplarar báru kist-
una inn í kirkju, og söngfélagar
úr kirkjukór Landakirkju út.
Einnig talaði Ólafur Ólafsson,
trúboði, en Áslaug, dóttir Árna,
hjúkrunar- og yfirsetukona, er
kona Jóhannesar Ólafssonar
læknis og trúboða í Konsó í Afr-
iku og er Áslaug einnif vrjðu:
trúboðL — gh.
timi vinnst til, þá verður byrjað
á undirstöðum undir hafnargarð
Verður sá garður í fyrsta áfanga
210 m og liggur þvert sunnan við
bryggjuna.
Hafnargexð á Eyrarbakka hef-
ur alltaf verið framtíðardrumur
ibúnna hér og er óhætt að segja
Kaffisala Kven-
félags Neskirkju
Á MORGUN kl. 3 e. h. og fram
eftir degi efnir Kvenfélag Nes-
kirkju til kaffisölu í hinu nýja
félagsheimili í kjallara kirkjunn-
ar, sem er verið að taka í not-
kun.
Kvenfélag Neskirkju var stofn
að 1941 skömmu eftir að söfnuð-
urinn tók til starfa og er það
elzta starfandi félagið innan
hans. Formaður hefur frá upp-
hafi vega verið prestsfrúin, Ingi-
björg Thorarensen.
Þetta vinsæla félag hefur verið
Neskirkju stoð og stytta alla tíð
og ekki sízt síðan kirkjubygging-
in við Hagatorg var hafin. Hafa
félagskonur efnt til kaffisölu ár-
lega og annazt sjálfar allan
bakstur, en ágóðanum hefur ver-
ið varið til kirkjunnar og til líkn
arstarfa. Kvenfélagið hefur gef-
ið Neskirkju góðar gjafir þ. á m.
pípuorgel, nær allt silfur og nú
nýverið brúðhjónastóla.
Nessöfnuður heitir á Reykvík-
inga að styrkja Kvenfélagið um
leið og þeir njóta ánægjulegrar
eftirmiðdagsstundar í félags-
I heimili Neskirkju á morgun.
að framtáð þorpsins standi og
fal'li með því. — Ó. M.
Gulli stolið
!— að verðmæti um /
25 millj. ísL kr. \
London, 24. maí — AP. J
STÓRÞJÓFNAÐUR var fram t
inn í vöruhúsi í London í dag. í
Þrír grímuklæddir menn /
komust á brott þaðan með
f jörutíu gullstengur, sem virt-
ar eru á samtals 200.000
sterlingspund eða sem svarar
nærri 25 milljónum ísl. króna.
Áður höfðu þjófarnir stór-
slasað og síðan bundið varð-
mann vöruhússins.
Ránið var framið í norð-
austurhluta borgarinnar — í
vöruhúsi fyrirtækisins, sem
nefnist „Sharps Pixley And
Co.“. Varðmaðurinn hálfsex-
tugur maður, að nafni Charles
Houghton, var sleginn í höf-
uðið og síðan bundinn. Ligg-
ur hann nú alvarlega særður
í sjúkrahúsi.
Fólk úr næsta nágrenni
kom á vettwang, er það heyrði
varðmanninn hrópa á hjálp.
Var lögreglunni þegar gert
viðvart, en þótt fljótt væri
brugðið við fannst hvorki /
tangur né tetur eftir af mönn- J
unum þrem. \
Nemendatónleikar
T ónlistarskólans
NEMENDATÓNLEIKAR Tón-
listarskólans verða haldnir í Tóna
bíói sunnudaginn 26. maí kl. 2
síðd. og mánudaginn kl. 7 síðdeg-
is. ,
Á fyrri tónleikunum koma
fram fimmtán til tuttugu nem-
cndur, í söng, fiðluleik, cellóleik
og píanóleik.
Síðari tónleikarnir eru píanó-
tónleikar Helgu Ingólfsdóttur,
sem lýkur burtfararprófi frá skól
anum nú í vor. Leikur hún verk
eftir Back, Beethoven, Debussy,
Chopin og Prokofieff.
Þetta er í fyrsta skipti, sem
sjálfstæðir tónleikar eru þáttur
í burtfararprófi frá skólanum.
Fyrr í þessum sama mánuði kom
Helga fram á vorhljómleikum
hljómsveitar Tónlistarskólans og
lék þar Píanókoncert í c-moll
eftir Mozart, sem einnig var þátt-
ur í burtfararprófi hennar. Lauk
hún því verkefni með mikilli
prýði.
Helga Ingólfsdóttir hefur verið
nemandi Rögnvalds Sigurjóns-
sonar.
Pan Am læt-
ur undan
Kaupmannahöfn, 24. maí AP.
• Bandariska flugfélagið Pan
American Airlines hefur fallizt
á þá kröfu danskra yfirvalda að
hækka fargjöld á flu&leiðinni
yfir N-Atlantshafið milli Banda-
ríkjanna og Danmerkur.
• Jafnframt bar flugfélagið
fram mótmæli við þeirri ákvörð-
un Dana að beita þvingunum til
framdráttar kröfum sínum. —
Kveðst flugfélagið láta undan
með þeim skilmálum, að farþeg-
ar á leið til Bandaríkjanna þurfi
ekki að greiða fargjaldamismun-
inn, um það bil 30 Bandaríkja-
dali, út í hönd, — heldur sé
nægilegt, að þeir undirriti
greiðsluskuldbindingu sem inn-
heimta megi, þegar til Banda-
ríkjanna er komið.
Humarvertíð á
Eyrarbakka
EYRARBAKKA, 2 4.maí. — Hum
arveiðar frá Eyrarbakka eru
byrjaðar og komu tveir bátar að
í gær með rúmar 4 lestir af hum-
ar hvor — Ó. M.
Helga Ingólfsdóttir
Aumur fundur
KOMMÚNISTAR boðuðu til al-
menns stjórnimá'lafúndar í ung-
mennafélagshúsinu í Keflavík í
gærkvöldi og um tíuleytið, er
fréttaritari Mbl. kom á fundar-
stað, vom þar 16 áheyrendur og
tveir ræðumenn og af áheyrend-
um voru fjórir á framboðslitsta
kommiúnista auk ræðumanna.
Þetta er aumasti stjómmálafund-
ur, sem ég hef séð um ævina.
— hsj —
Slys á Kletti
Aðfaranótt föstudagsins slas-
aðist vaktarformaðurinn í Síldar
og fiskimjölsverksmiðjunni á
Kletti. Var hann að vinna við
mjöllyftu og steig óvart þannig
niður, að hann lenti í keðju.
Skaddaðist hællinn, ekki þó talið
að beinið sé laskað að ráði. Vakt-
arformaðurinn heitir Gunnar
Þorgeirsson, Ásgarði 5. Var hann
fluttur á Slysavorðstofuna og
þaðan á Landakotsspítala.
Útför
Einars Eiríkssonar
í DAG fer fram í Dómkrikj-
unni í Reykjavík minningarat-
höifn urn Einar Eiríksson, kaup-
mann, Marargötu 2, og hefst bún
kfl.10 f.h.
Útförin fer hins vegar fram
frá Stoikkseyrarkirkju í dag kl.
1. Einar var einn af þefcktari
mönnum hér í bæ.
Hörpusilki er utan og
innanhússmálning.
Hörpusilki þekur vel.
Hörpusiiki á híbýlin.
Hörpusilki er framleitt úr
plastþeytu, sem gefur því
óviðjafnanlega eiginleika.
í Hörpusilki er að finna
sameinaða alla kosti
gúmmímálningarinnar,
olíumálningarinnar og olíu
plastmáiningarinnar.
Hörpusilki er framleitt
í 20 standard litum.
■1