Morgunblaðið - 25.05.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.05.1963, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLAÐIÐ Laugardagur 25. maí 1963 tJtgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. ÍJtbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðslstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 4.00 eintakib. KOKHREYSTI OG UNDANLÁ TSSEMI Cú dirfska Framsóknarleið- ^ toganna að brigzla þeim mðnnum, sem lengst og bezt hafa farið með utanríkismál íslands, um undirlægjuhátt og hverskyns vammir, hefur rækilega komið þeim sjálfum í koll. í innanlandsstjómmál- um leyfist mönnum að taka stórt upp í sig og fara óvar- lega með sannleikann — og er slíkt þó ætíð til lítils sóma. 1 utanríkismálum em þeir aðilar hins vegar dæmdir úr leik, sem slíkum vopnum hyggjast beita, ekki sízt með- al smáþjóða, sem ekki geta fylgt stóryrðum sínum og kok hreysti eftir með valdbeit- ingu eða hótun um slíkt. íslendingar hafa frá fyrstu tíð haldið þannig á utanríkis- málum sínum, að við höfum vaxið að virðingu og trausti og skipum nú sess meðal þeirra þjóða, sem heilbrigð- asta utanríkisstefnu reka. Því miður eru þó nokkur dæmi þess, að okkur hafi orðið fóta- skortur og þá ætíð vegna á- hrifa þeirra manna, sem ætl- að hafa að innleiða kok- hreysti sína í utanríkismálin. Gleggsta dæmið um þetta birtist hér í blaðinu sl. mið- vikudag, þegar Bjarni Bene- ditksson rakti það í grein, hvernig Hermann Jónasson lyppaðist niður fyrir erlendu valdi og lét útlendinga skipa sér að reka skipherrann af ís- lenzku varðskipi. Þetta var ár ið 1937, þegar Einar M. Einars son var látinn hætta sem skipherra á Ægi og Hermann Jónasson sagði: „Ástæðan fyrir þessu er sú, að álitið er að Einar M. Ein- arsson hafi farið nokkuð óvar lega við töku togara.“ Nú er komið í ljós, að hinn 11. nóvember 1937 kom brezki aðalræðismaðurinn hér á landi til fundar við Hermann Jónasson, þáverandi forsætis rðherra, og afhenti honum minnisblað um meðferð brezkra togaraskipstjóra, sem fiskuðu í nágrenni íslands, ásamt ágripi, þar sem m.a. segir: „Til þess að eyða þeim grun semdum, sem uppi eru og forða frá hættunni af frekari óhöppum, er mikilvægt að til viðbótar sé stigið það skref, að Einarsson skipherra sé vikið úr stöðu, þar sem hann hefur samskipti við brezka skipstjóra.“ Og Hermann Jónasson var ekki lengi að hugsa sig um. Strax og Ægir kom til hafn- ar síðar í þessum mánuði var skipherrann rekinn, og fyrir því eru full sönnunargögn að það var gert að ósk erlendra aðila. Grein sinni um þetta mál lýkur Bjarni Benedikts- son með þessum orðum: „Þetta dæmi sýnir hvernig kokhreysti leiðir til auðvirði- legrar undanlátssemi og hlýt- ur um alla framtíð að minna menn á nauðsyn þess að gæta festu og varúðar í landhelgis- gæzlunn’ “ NÝJA KOKHREYSTIN 17" okhreysti Framsóknar- manna í sambandi við umræðurnar um samkomulag ið við Breta í landhelgisdeil- unni er þegar orðin þeim dýr- keypt. Þjóðin öll sér nú og skilur, að Framsóknarleiðtog- arnir svifust þess ekki að hætta málstað Islands í þeim tilgangi að reyna að rægja samborgara sína og afla sjálf- um sér pólitískra áhrifa. Það liggur skjalfest fyrir, að þeir hafa við sérhvert tæki færi, sem gafst, lýst því yfir, að Bretar væru óbundnir af viðurkenningu sinni á 12 mílna landhelgi íslands. Slík yfirlýsing annars stærsta stjórnmálaflokks landsins hefði vissulega getað verið þjóðhættuleg, ef stjómar- flokkarnir hefðu ekki búið þannig um hnútana, að þetta var frá upphafi ótvírætt, enda hafa Bretar ekki reynzt þeir ódrengir að notfæra sér þess- ar fullyrðingar Framsóknar- manna, sem þeir þó vissulega hefðu getað gert, ef þeir hefðu ætlað sér að reyna að níðast á íslendingum. En Framsóknarleiðtogarnir létu ekki staðar numið við þessar yfirlýsingar, heldur hafa þeir líka tönnlazt á því mánuðum saman, að stjórn- málaleiðtogar meirihluta ís- lenzku þjóðarinnar vildu mjög gjaman fiamlengja und anþágur Breta til takmark- aðra veiða milli 6 og 12 mílna. Þeir vissu jafnvel og aðrir, að þetta voru helber ósannindi, enda er höfðað til lægri hvata en einkenna íslendinga, þeg- ar slíku er haldið fram. Þessar fullyrðingar gátu því ekki haft nein áhrif inn- anlands, önnur en þá þau, að sýna mönnum fram á, hve ó- svífnir núverandi ráðamenn Framsóknarflokksins geta ver ið í pólitískri iðju sinni, en ljóst var, að þessi áróður gat verið hættulegur erlendis, enda benti Morgunblaðið Tímanum margsinnis á þetta. Samdráttur í efnahagsþróun Sovétríkjanna og Austur-Evrópu Efnahagsþróunin í Sovét- ríkjunum og Austur-Evrópu hefur síðustu þrjú árin ekki orðið eins ör og gert var ráð fyrir, segir í „Economic Sur- vey of Europe in 1962“, tíma- riti sem gefið er út af Efna- hagsnefnd Sameinuðu þjóð- anna fyrir Evrópu (ECE). I Sovétríkjunum hafði verið gert ráð fyrir aukningu á þjóðarframleiðslunni s e m næmi átta og hálfum af hundr aði árið 1962, en aukningin nam hins vegar aðeins sex af hundraði það ár, en nam átta af hundraði árið 1960. í löndum Austur-Evrópu varð aukningin mest í Alban- íu eða 8 af hundraði, en þar var gert ráð fyrir au'kningu sem næmi 15 af hundraði. í Rúmeníu varð aukningin 7 af hundraði (átti að verða 13 af hundraði), í Búlgaríu varð hún 6 af hundraði (átti að verða 14 af hundraði), og í ‘Ungverjalandi nam hún 5 af hundraði (átti að verða 9 af hundraði). Framleiðslu- aukningin í Austur-Þýzka- landi og Póllandi nam um 3 af hundraði (átti að nema 6 af hundraði í Póllandi). Séu lönd Austur-Evrópu tekin saman nam aukningin um 3 af hundraði árið 1962, en ár- in 1960 og 1961 nam hún 6 af hundraði. Þessi samdráttur I efnahags útþenslunni átti að nokkru leyti rætur að rekja til þess, að slæmt veðurfar hafði nei- kvæð áhrif á landbúnaðar- framleiðsluna. Af því leiddi, að auka varð matvælainn- flutning eða draga úr mat- vælaflutningi, og olli það í mörgum löndum erfiðleikum við að útvega vaxandi iðn- aði vélar og hráefni. í nálega öllum löndum Austur-Evrópu bötnuðu lífs- kjörin mjög óverulega á ár- inu 1962. Að undanskilinni Rúmeníu (og e.t.v. Albaníu, en þaðan liggja ekki fyrir upplýsingar til samanburðar) urðu sama og engar hækkan- ir á meðallaunum, og í nokkrum þessara landa lækk uðu þau. Þegar frá er talið Ung- verjaland og e.t.v. Pólland, sýndu tekjur á hvern íbúa til- hneigingu til að vaxa örar hjá bændum en launþegum. Laun þegar nutu hins vegar góðs af aukinni atvinnu (í sum- um tilfellum meiri en áætl- að hafði verið), og hefur það sennilega aukið neyzluna á hverja fjölskyldu meira en sem næmi hækkun meðal launa á hvern íbúa. Þetta „launahlé“ speglar á vissan Ihátt aukna fjárfestingu og aukin útgjöld til landvama á mörgum þessara landa á síðustu árum. „Hléð“ hefur líka reynzt nauðsynlegt vegna slælegra afkasta innan landbúnaðarins og getuleysis eða viljaskorts til að vega upp á móti hinum lélegu afköstum með auknum matvælainnflutningi. Að undantekinni Tékkó- slóvakíu var útþenslan í iðn- aðarframleiðslu landanna 1 Austur-Evrópu árið 1962 nokkru meiri en áætlað hafði verið, og var svipaða sögu er að segja um árin á undan. 1 flestum landanna hefur orð- ið vart greinilegs samdráttar á síðústu tveimur árum, en þegar frá eru talin Albanía, Tékkóslóvakía og Austur- Þýzkaland, er aukningin í iðnaðarframleiðslunni bæði mikil — 9 af hundraði eða þar yfir — og í samræmi við eða jafnvel meiri en aukningin, sem gert er ráð fyrir í alls- herjaráætlunum, sem eiga að vera komnar til framkvæmda árið 1965. ♦ Beinkröm, skyr- bjúgur og blóðleysi enn útbreidd í Evrópu Hungursneyð hefur ekki komið upp í Evrópu eftir seinni heimsstyrjöld. En sjúk dómar, sem stafa af skorti, eru enn almennir, með því að lönd álfunnar eru fjarri því að vera jafnefnuð, og auk þess er til fátækt og fáfræði í löndum sem eru vel á vegi stödd efnahagslega, segir for- stjóri Evrópu-skrifstofu Al- þjóða heilbrigðismálastctfn- unarinnar (WHO), dr. Paul J.J. van de Calseyde, í boð- skap sem hann birti í til- efni af Alþjóðaheilbrigðisdeg- inum 7. apríl s.l. Beinkröm (rakitis) er al- geng um alla Evrópu einfald- lega vegna þess að mæður vita ekki, hvers konar mat- aræði hæfir börnum bezt. Sama á við um skyrbjúg og blóðleysi, sem enn eru all- tíð. Mörg lönd hafa gefið skýrslur um vanhöld og vönt unarsjúkdóma, t.d. jurtahvítu skort, pellagra, skort á C-víta mínum og járni, segir dr. van de Calseyde. Alþj óðaheilbrigðisdagurinn 7. apríl var í ár helgaður efninu „Hungur — sjúkdóm- ur milljónanna“, og var hann einkum miðaður við ástandið í þróunarlöndunum — helm- ingur jarðarbúa fær of lítið að borða, vegna þess að ým- ist er magn eða gæði matar- ins ófullnægjandi. En löndin, sem lengra eru á veg komin, hafa einnig sín næringarvandamál. Dr. van de Calseyde leggur áherzlu á, að lausnin á vandamálum vanhalda og rangrar næring- ar liggi fyrst og fremst á sviði uppfræðslu almennings og menntunar lækna og hjúkr unarkvenna á þessum tiltekna vettvangL Sé fáfræði að nokkru leyti orsök vöntunarsjúkdóma í Evrópu, hvað þá að segja um ofát og leti? Þessi fyrirbæri eiga sök á hinum fjölmörgu tilfellum offitu, sem læknar verða nú að fást við. Þau stuðla líka að alvarlegustu sjúkdómum Evrópu — hjarta og æðasjúkdómum. í löndum sem búa við góð lífskjör er offita algengasti næringarsj úkdómurinn og á meiri sök á vanheilsu manna en samanlagðir þeir sjúkdóm ar sem stafa af bætiefnaskorti Það er sérstaklega eftirtektar vert, að offita meðal barna og unglinga • færist stöðugt 1 vöxt í öllum löndum Evrópu. en blaðið hefur samt haldið áfram að þrástagast á ósann- indunum. Auðvitað voru slíkar full- yrðingar kærkomnar þeim hagsmunahópum í Bretlandi, sem áhuga hafa á því að fá sem mest veiðiréttindi. Það var ekki ónýtt fyrir Dennis Welch og félaga hans að geta otað framan í brezk stjórnar- völd nokkrum tugum tilvitn- ana í málgagn íslenzks lýð- ræðisflokks, þar sem því var haldið fram, að það stæði ekki á öðru en brezku stjórn- inni til þess að þessar undan- þágur fengjust. MESTA ÖÞJÓÐ- HOLLUSTAN It/fenn furðar ekkert á því, þótt kommúnistar brygð- ust hinum íslenzka málstað og legðu sig alla fram um það að efna til illdeilna milli ís- lendinga og Breta. Þeir hafa aldrei látið sig íslenzkan mál- stað neinu varða og munu ekki gera það héðan í frá. Þeir eru þar að auki hinir geð verstu yfir því, að ekki skyldi takast að nota landhelgisdeil- una til þess að kljúfa okkur úr Atlantshafsbandalaginu og auka hér kommúnísk á- hrif. En menn höfðu haldið, að Framsóknarflokkurinn mundi hlífast við því að stofna íslenzkum hagsmun- um í voða. Það hafa leiðtogar hans þó vísvitandi gert að undanförnu eins og alþjóð er nú ljóst. Þeir ætluðu að reyna að fá Breta til að gera nýjar kröf- ur á hendur okkur. Það hefur ekki tekizt, og þeir geta ek leynt gremju smni út af þi að þessi áform mistókust. Enn telja þeir sig þó eij eitt vopn. Flokkssamþyk þeirra um riftun landhelgi samkomulagsins við Bre stendur óbreytt. Ef þeir meirihluta á Alþingi mi kommúnistum telja þeir s því enn geta stofnað til nýr. árekstra við Breta. En íslenzkir kjósendi munu sjá til þess við kjc borðið 9. júní, að til þess f Framsóknarflokkurinn ek aðstöðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.