Morgunblaðið - 25.05.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.05.1963, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIB' r Laugardagur 25. maí 1963 4 Bandaríkjamenn klifu Mt. Everest Tveir fóru upp vesturhlíð fjallsins, sem talin hefur verið ókleif ÁRIÐ 1945 tókst Stalín a8 gera það, sem engum hinna rússnesku keisara hafði áður tekizt að gera: buga Þýzka- land í styrjöld og leggja undir sig hið mikla landsvæði í Austur-Evrópu, sem liggur á milli Rússlands og Úkraínu annars vegar og Þýzkalands hins vegar. Gamli stórrúss- neski draumurinn hafði rætzt. Að vísu hefði Stalín ekki tek- izt þetta án gífurlegrar hjálp- ar frá Bandaríkjunum, enda var þetta haft á orði í Austur- Evrópu í stríðslok: Frelsararn- ir komu í bandarískum skrið- drekum í bandarískum stígvél um og bandarískum khaki- skyrtum, tyggjandi bandarískt kex með bandarísku viðsmjöri ofan á, en þeir voru rússnesk- ir. Við hefðum heldur viljað hafa þetta öfugt. — Stalín fékk alla hjálpina með láns- og leigukjörum, en eftir stríð- ið sinnti hann engu endur- gjaldskröfum Bandaríkjanna. Sama er að segja um Krúsjeff, þannig að búast má við, að fé mundu kjósa sjálfstæðis frem- ur en innlimun í annað hvort nýlenduveldið. Töluvert er gert úr ágreningi Rússa og Kínverja af þessum og öðrum sökum, en me'nn skyldu vera minnugir orða Krúsjeffs, að „jafnvel í beztu fjölskyldum getur snurða hlaupið á þráð- inn“. Þegar í harðbakkann slær, standa valdaklíkurnar í Kreml og Peking saman um kúgun- arkerfi sitt. Óeining vest- rænna þjóða þjappar þessum tveimur klíkum fastar sam- an, og enginn skyldi gera sér of mikilar vonir um að ágrein ingur hinna tveggja páfa bolsi vismans sé svo mikiil, að lltpensla sovézka nýlendukerfisins þetta sé Bandaríkjunum end- anlega glatað. Landabréfið sýnir útþenslu Sovéjtríkjanna, mesta ný- lenduríkis, sem mannkynssag- an greinir frá. í austri hafa Rússar lagt undir sig tugi fjar skyldra þjóða, sem glata nú óðum menningu sinni. Veldi þeirra teygist allt austur að Kyrrahafi, þar sem þeir lögðu undir sig norðurstrendur Kína fyrir um það bil níutíu árum. Sumar þessara þjóða hafa horfið með öllu, og er það nú viðurkennt opinberlega í Moskvu, að Stalín hafi sundr- að og dreift ýmsum þjóðum út um alla Síberíu, svo að til- vera þeirra sem þjóða er end- anlega úr sögunni. Sumar þjóð ir voru bókstaflega höggnar niður (byssuskot voru of dýr). — Um kúgun Rússa á Gyðing um er óþarft að ræða hér. Það yrði of langt mál. Kínverjar gera nú landa- kröfur á hendur Rússum. Rétt mun það vera, að Rússar hafa langt undir sig kínversk svæði með nauðungarsamningum og beinni kúgun, og að þar býr kínverskt fólk sums staðar. En víða búa í héruðum þessum þjóðir, sem hvorki eru kín- verskar né rússneskar, og Vesturveldin megi slaka á ár- vekni sinni. Þvert á móti ber þeim að auka samstarf sitt og efla herstyrk sinn í hvívetna, svo að kommúnistum skiljist, að sigrar vegna undanlátssemi Vesturveldanna eru endaniega úr sögunni með stofnun At- latnshafsbandalagsins. NATO er sá varnarskjöldur, sem frjálsar þjóðir þurfa að fylkja sér um, vilji þær halda freisi sínu, enda sýnir sagan, að frá stofnun NATO hefm- ekki ver- ið hopað á hæli undan hótun- um Sovétfastistanna í Kreml. (Með einkarétti: Nordisk Pressebureau og Mbl.) Katmandu, Nepal, 24. mai AP. Á SUNNUDAGINN verður gerð tilraun til þess að láta þyrlu lenda í 4.275 metra hæð í hlíð fjallsins Everest í Himalayafjall- garðinum og freista þess þannig að koma í sjúkrahús tveim banda rískum fjallgöngumönnum, sena eru illa haldnir af kali. Á miðvikudag höfðu fjórir Bandaríkjamenn klifið Everest tind. Tveir þeirra, Barry C. Bis- hop og Luther G. Jerstad, höfðu farið upp suðurhlíðina, en hinir, William F. Unsoeld og Thomas F. Hornhein unnu það afrek, sem aldrei fyrr hefur verið gert, að fara upp vesturhlið fjallsins. Fóru þeir síðan allir niður að sunnanverðu, svo að segja má, að þeir Unsoeld og Hornbein séu fyrstu mennimir sem fara yfir Mount Everest. Á leiðinni niður henti hinsveg- ar það óhapp fjórménningana, að þeir fundu ekki tjaldbúðir sínar vegna myrkurs og urðu því að láta fyrir berast um nóttina und- ir berum himni — án tjalds og svefnpoka í 8.500 metra hæð. Af- leiðingarnar urðu þær, að þá Bis- hop og Unsoeld kól mjög illa á fótum. Er óttazt, að þeir missi allar tær, verði þeim ekki kom- ið í sjúkrahús hið fyrsta. Leiðangursstjórinn Norman R. Dyhrenfurt, segir, að þeir Unsoeld og Hornbein hafi orðið fyrri til að komast á toppinn. Fyr irhugað hafi verið að allir menn- irnir fjórir mættust þar, en þeir hafi farizt á mis þar uppi og ekki hitzt aftur, fyrr en nokkrum tug- um metra neðra, er allir voru á niðurleið. Segir Dyhrenfurt leiö angurinn mjög hreykinn af af- reki þeirra Unsoeld og Hornbein því að til þessa hafi vesturhlíðin verið talin ókleif með öllu, — margan fjallgöngumanninn hefði dreymt um að vinna þetta afrek. Úlpa annarstýndu pilt- anna finnst sjórekin Sjórekin úlpa, sem talin er vera af Birni Braga Magnússyni, piltinum, sem saknað var ásamt Jóni Björnssyni um miðja sl. viku, fannst á miðvikudagskvöld í fjörunni milli Pálsbæjar og Bakka á Seltjarnarnesi, og á svip uðum slóðum fannst plitti úr bátL Ekki hafa piltarnir eða báturinn fundizt, þrátt fyrir það að flugvél frá Slysavarnafélag- inu flaug með öllum fjörum í gær, en þá var mikil fjara og sást vel til botns á grunnsævi. Síðan þeirra félaga var sakn- að hefur stöðugt verið gengið á fjörur og flogið með þeim. En talið hefur verið að helzt væri að vænta þess að finna eitthvert brak í fjörum nálægt Reykjavík, eins og kom á daginn, er úlpan fannst. Það voru leitarmenn úr | Mjólkurstöðinni, samstarfsmenn 1 Jóns, sem fundu hana, en þeir og j samstarfsmenn Björns Braga, í j Gutenberg-prentsmiðjunni, hafa j verið mjög ötulir við leitina, og aðstoðað Slysavarnafélagið. -ylgst með sprung- um í Pósthúsinu STARFSFÓLK í Pósthúsinu í Reykjavík hefur veitt því athygli að á stöku stað í austurenda húss- ins hafa myndazt smásprungur og 1—2 hurðir í þeim enda eru orðnar stirðar í falsinum. En við þann stafn hússins er verið að grafa djúpan og mikinn grunn. Var óttast að sprungur kynnu ágerast, og var í gær verið að mæla og athuga skemmdir, til að fylgjast með málinu. í miðbænum háttar þannig ti. að sjór gengur inn undir húsin á flóðum, sem kunnugt er, og getur vatnið skolað jarðvegi burtu und- an húsum, ef einhvers staðar losn ar um, enda jarðvegurinn möl og sandur. Af þeim sökum er verið að fylgjast vel með hvort eitt- hvað kunni að raskast við Póst- húsið vegna næsta grumns. kaf í sjóinn 40 lesta UNDIR morgun á uppstigningar- dag náðist upp úr Grafarvogin- um fram undan Sorpeyðingar- stöðinni stærsta ýta sem til er hér á landi en hún hafði farið þar á kaf í leðju um miðjan dag á miðvikudag og færzt í kaf með flóðinu. Var mikill viðbúnaður við að ná henni upp, mikið notað af þungum trukkum og verkfær- um, því ýtan er yfir 40 tonn að þyngd og knstar aærri 4 millj. króna. ýta á Ýtan er tiltölulega ný og eign íslenzkra aðalverktaka. Hafði hún verið sl. mánuð á Hellissandi á Snæfellsnesi, en verið var að flytja hana á sementsferjunni til baka til að nota hana við Kefla- víkurveginn, er óhappið varð. Var botninn þar sem henni var ekið af ferjunni ekki eins traust- ur og áætlað var á þessum stað og sökk ýtan í 1—2m. djúpa ieðju. . í fyrstu var reynt að ná henni upp í ferjuna en tókst ekki, Er flóðið kom, gekk sjórinn yfir ýtuna, en á fjörunni um nóttina náðist hún í land. Voru fyrir- tæki eins og Björgun, Þunga- vinnuvélar og Gunnar Guðmunds son h.f., með mikil tæki til að ná henni. Ýtan er ekki talin skemmd, nema hvað saltur sjór hefur flætt inn í hana, og þarf að taka hana sundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.