Morgunblaðið - 25.05.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.05.1963, Blaðsíða 17
i' Laugardagur 25. maí 1963 MORCUHPT. 4 010 17 Leifur Ásgeirsson prófessor sextugur EINN belzti andlegi afreksmað- ur fslendinga, Leiifur Ásgeirsson, prófessor, verður sextugur í dag. IÞessi þjóðlkiJinni raunv'ílsindaímað ur er ættaður frá Reytkjum í llvundarreykjadal, sonur Ásgeins Sigurðssonar bónda frá Efstabæ í Skorradal og konur hans Ing- unnar Daníeisdióttur. Efstabæjar ættin er löngu þjóðkunn fyrir andlegit atgervi, bræður dr. Leifs og frændur eru allir sér- (staðir hæfileikamenn, en kunn- aistur bræðra hans er Ijóðlista- maðurinn Magnús heitinn Ás- geirsson. Dr. Leifur lauik stúdentsprófi í Reykj avík árði 1927. Hann hóf þegar stærðfræðináim við Gött- ingenháskóla á Þýzkalandi, en jþessi háskóli var þá ein helzta miðstöð stærðfræðimennta. Pró- fessor David Hiilbert, sem marg- iir munu telja merkasta stærð- fræðing á fyrri heimingi þess- arar aldar, var þá enn virkur vísindamaður og kennari í Göitt- ingen. Arftaki hans, prófessor Riehard Courant, hafði þegar af- rekað mikilu vísindastarfi og mótað nýjar stefnur. Prófessor Couranf lagði einkum stund á (þá stærðfræði, sem eðlisfræði- vísindin byggja á, og hefur hann öðrum fremur mótað þessa stærð fræðigrein. Mikii orð fór af etærðfræðideild Göttingenhá- skóla undir foryistu Courants, og leituðu margir ungir hæfileika- menn kennslu hans, meðal þeirra dr. Leifur. Nemendur Courants frá þessum tkna mynda sérstæð- an vísindamannahóp, en í bonum eru margir merkustu núlifandi stærðfræðingar. Dr. Leifur er einn þeirra. Árið 1933 lauk Leifur dr. phil. prófi í Göittingen með glæsilegri ritgerð um nýja meðalgildisreglu fyrir afileiðujöfnur í margvíðu rúmi. Fyrir ritgerð sína varð dr. Leifur þegar alkunnur meðal stærðfræðinga, og er þessi regla nú kennd við hann. ! Að námi loknu hélt dr. Leifur (heim, en á Íslandi var þá óger- legt að finna hæfilegt starf fyrir inn unga stærðfræðing. Gerðist dr. Leifur þá skólastjóri héraðis- skólans að Laugum í Suður- Þingeyj arsýslu og hédt því starfi til 1943. Það ár var tekin upp við Háskóla íslandis kennsla í verk- fræði, og var dr. Leifi falin kennsla í stærðfræði. Hann var síðan skipaður prófessor í stærð- fræði árið 1945. Upp frá því hef- ur hann stundað vísinda- og kennslustörf við Háskóla ís- landis. Noklkru eftir, að dr. Leifur fór frá Göttingen flubti prófessor Oourant til Bandarikjanna og stofnsebti mikla stærðfræði- istofnun við New York-háskóla. Árið 1954 bauð hann dr. Leifi til vúsindastarfa við stofnunina. Flutti dr. Leifur ásamt fjöl- skyldu til Bandaríkjanna í tvö ár. Nokkurn hluta þesisa tírna starfaði hann einnig við Kali- forníuháskóla í Berkeley. Á þess uim tveim árum dvaldi dr. Leifur aifibur í hópi margra vina frá ár- unum í Göttingen. Vestanhafs iauk hann við nýjar merkar Istærðfræðiritgerðir. Árið 1952 stofnuðu Norður- Höndin nýtt tímarit um stærð- fræði, Mabþematica Scandinav- ica, og var dr. Leifur kjörinn í ritstjórn þess. Fyrir vísindastörf hlaut dr. Leifur árið 1955 verð- laun úr Minningarsjóði dr. phil. Ólafis Daníelssonar og Sigurðar Guðmundssonar húsameistara. Dr. Leifur er hámenmtaður maður, og nær áhugasvið hans langt út fyrir mörk raunvisind- anna. Hann hefur verið mikil- virkur í ýmiSum mennimgar- og Kiannúðarmálum, og sérstak- etaklega skal þess getið, að íhann var fiormaður samtaka um hj álprstarfsemi í Þýzkalandi ár- ið 1946. Fyrir þessi störf hetfur hann verið sæmdur erlendum heiðursmerkj um. Sá, sem þetta ritar, hefur átt því láni að fagna að þekkja dr. Leif í nær tvo áratugi, og leiðir okkar hafa oft legið saman við ýmis störf. Þessi samiskipti hafa vei'ið mér ti'l mikillar ánægju og gagnsemi. Ljúfmennska, göfug- lyndi og drengskapur eimkenma framkomu og skaphöfn þessa merka manns. Ég og fjölskylda mín óskiuim honum innilega ti'l hamingju í tileáni af merkisaf- mælinu. Fjölskyldu dr. Leiifs, hinni elskulegu og ágætu konu haná, Hrefnu KoLbeimsdóttur, og börn- um þeirra, Kristínu og Ásgeiri, sendum við einnig inni'legustu afimælisóskir og þökkum ánægju stundir á heimili þeirra. Gunnar Böðvarsson. Doktorsvörn 1 Háskóla íslands LAUGARDAGINN 1. júní n.k. kl. 2 síðdegis fer fram doktors- vörn í hátíðasal Háskóla íslands. Bjarni Guðnason, mag. art., ver rit sitt Um Skjöldungasögu, sem heimspekideild hefur metið hæft til vamar við dokborspróf. Andmælendur doktorsefnis verða þeir dr. h.c. Einar Ólafur Sveinsson, prófessor, og dr. phil. Jakob Benediktsson, forstöðu- maður Orðabókar háskólans. For seti heimspekideildar, dr. phil. Matthías Jónasson, stjórnar at- höfninni. Öllum er heimill að- gangur að doktorsvörninni. Poul Bírkelund-kvart- ettinn heEdur tónleika hér í GÆRKVÖLDI kom til Reykja- víkur Poul Birkelund-kvartett- inn frá Kaupmannahöfn ásamt píanóleikaranum Eyvind Möller. Ætla þeir að halda hér tónleika fyrir styrktarfélaga Tónlistar- félagsins nk. mánudags- og þriðjudagskvöld kl. 7 síðdegis í Austurbæj arbíói. í kvartettinum eru þessir tón- listarmenn: Poul Birkelund, flauta; Arne Karecki, fiðla; Her- man Holm Andersen, víóla og Alf Petersen, celló. Auk þess leikur með þeim Eyvind Möller, píanóleikari. Á efnisskránni eru þessi verk: Kvartett fyrir flautu, fiðlu, víólu og celló eftir Paisiello; Kvartett í g-moll fyrir píanó, fiðlu, víólu og celló eftir Mozart; Serenata í D-dúr eftir Beethoven fyrir Jón Jónsson klæðskerameistari JÓN var fæddur á Syðri-Steins- mýri í Meðallandi og voru for- eldrar hans Þuríður Oddsdóttir og_ Jón Eyjólfisson, Syðri-S'teins- mýri. Jón miisisti föðuir sinn árið 1918, og 1919 fór hann úr fior- eldrahúsum að Mýrum í Álfta- veri og var þar í eitt ár. Flutti hann þá til Vestmannaeyja og lærði klæðskeraiðn hjá Steini Sigutðsisyni, klæðskerameistara þar, og vanm þar við þá iðn til ánsins 1929, þegar hann fluttist til Reykjavikur. Hann kvæntist 5. janúar 1928 eftirlifandi konu sinni, Sigrúnu Þorkelsdóttur, bónda í Búlands- seli í Skaftártungu, og konu hans, Signýjar Bárðardóttur, bónda á Ljóbsstöðum í sömu sveit. Þegar til Reykjavíkur kom tók Jón við stjórn hraðsauma- sbofu Andrésar Andréssonar, og var klæðskeri og verkstjóri henn ar ti'l ársins 1938, en árið 1938 stofnaði hann ásarnt nakkrum mönnum fataverksmiðjuna Föt hf. og var v klæðskerameistari 'hennar til ársins 1955, að hann stofnaði fyrirtækið Teppi hf. með Sigurði Árnasyni, og ráku þeir það í félagi í nokkur ár, en síðustu árin rak hann verzlun- ina Stakk við Snorrabraut, og þar varð hann bráðkvaddur við störf sin. Með Jóni er genginn einn af beztu iðnaðanmönnum sinnar stéttar. Eins og að framan segir, stjórnaði hann í mörg ár karl- mannafatagerð Andrésar Andrés sonar og síðar verksmiðjunni Föt hf. um langt árabil og er fyrsti islenzki klæðskerameist- arinn, sem' stjórnar verksmiðju- rekstri i þeirri grein. Jón var talinn einn af færustu mönnum í sinni iðn og vel liðinn af starfs- fólki sínu. Hann var áhugamað- ur að hverju því verki sem hann og var tók sér fyrir hendur, = honum það í blóð borið eíns og fleirum Skaftfelling'um. Börn þeirra hjóna eru: Eria, gift Þorvarði Gunnarssyni, tré- smíðameistara; Magnús, verzlun- arstjóri hjá Sláturfélagi Suður- lands, kvæntur Magneu Ingvars- dóttur, og Sigurþór, vélsmiða- meistari, verkstjóri hjá Vél- smiðju Sigurðar Sveinbjöms- sonar, kvæntur Sigurborgu Jóns dóttur. Sá, sem þessar linur ritar, kynntist Jóni heitnum og naut þess að starfa með hornuim um langit árabil og þakkar hér með ánægjulegar samverustundir, einnig fyrir hönd annarra félaga og samistarfsmanna, sem með honum störfuðu um langt skeið, og sem hann ávallt með léttlymdi sinu gat komið í gott skap. H. flautu, fiðlu og víólu; Tríó í G-dúr eftir Haydn fyrir píanó, flautu og celló, og loks Kvartett í G-dúr fyrir flautu, fiðlu, víólu og celló eftir Mozart. Eins og sjá af efnisskránni er hún mjög fjölbreytiley og tals- vert nýstárleg, og ekki þarf að efa að þetta verði bæði nýstár- legir Og skemmtilegir tónleikar, þcí Poul Birkelund kvartettinn og Eyvind Möller, píanóleikari, eru mjög vel þekktir á Norður- löndum og í Þýzkalandi, en í þessum löndum hafa þeir haldið fjölda tónleika og hlotið hina beztu dóma. Auk þess hafa þeir spilað inn á fjöldann allan af hljómplötum og koma iðulega fram sem einleikarar með sin- fóníuhljómsveitum. Meðlimir Birkelund-kvartettsins eru allir meðlimir í dönsku útvarpshljóm- sveitinni. Poul Birkelund er sóló-flautuleikari hljómsveitar- innar, en Arne Karecki er konsertmeistari hennar. Þetta verða sjöundu tónleikar Tónlistarfélaigsins á þessu ári. 101 árs í gær AKUREYRI, 24. maí. — Tómas Tómasson, Heligamagrastræti 4, varð 101 árs í dag. Hann hefur ihafit fótaviist fram að þessu, en verið blindur í 20 ár. — Sv. P. Vöiuu KAFFIB£j. úrvdlsvorur . JOHNSDN & KAABER há

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.