Morgunblaðið - 26.05.1963, Page 8
8
Jf ORCV \ TtL ABIb
Sunnudagur 26. maí 1963
B
Wi
ægilsgt !íí í sól
hita og raka
9
ÞEGAR komið er yfir 6 þús.
km. vegalengd að heiman £rá
íslandi, er það bæði óvænt og
kærkomið að hitta landa, og á-
nægjan verður ennþá meiri, ef
þeir eru jafn gestrisnir og elsku-
legir og þeír þrír íslendingar,
sem ég hitti í Lagos í Nigeríu.
Auk Ómars Tómassonar, flug-
manns, sem ég hef áður sagt frá
í blaðinu, búa þar tvær íslenzk-
ar konur. Krist'n, dóttir Björns
Björnssonar, stórkaupmanns í
London og Huldu konu hans, er
gift enskum manni, Ian Daniel,
sem er forstjóri hjá stórfyrir-
tækinu Lever Bros. í Nigeriu,
og hjá þeim dvelur móðursystir
Kristínar, Elínborg Stefánsson.
Kristin talar lýtalausa ís-
lenzku, vantar aldrei orð og eng-
inn erlendur hreimur greinist á
mæli hennar, þó hún hafi flutzt
frá íslandi 6 ára gömul, og að-
eins dvalið á Íslandi tvisvar sinn
um í nokkrar vikur síðan. Á upp
vaxtarárunum var hún í erlend-
um skólum, heimavistarskóla í
Englandi og háskóla og tónlist-
arskóla í Sviss, en á heimili henn
ar í London var alltaf lögð á-
herzla á að tala góða íslenzku
og þar kom mikið af íslending-
um og jafnvel nú grípa þær E1
ínborg taekifærið til að tala
saman á íslenzku, þegar aðrir
eru ekki viðstaddir. Elímborg,
sem er dóttir Karls Bjarnasonar
í Reykjavík, fór eftir lát manns
síns utan til Huldu systur sinn-
ar og Björns mágs síns árið 1936
og hefur verið með fjölskyld-
unni síðan, nú síðast hjá Krist-
ínu Björnsdóttur, og aðeins kom
ið tvisvar í heimsókn til íslands.
Kristín segist vel muna þegar
hún fór frá íslandi til Danmerk-
ur á stóru skipi í fylgd með stóru
systur sinni, Ingu, sem þá var
12 ára gömul. Foreldrar þeirra
voru áður komin út og var þetta
mesta æfintýraferð í augum 6
ára hnátu. Þremur árum síðar
flutti fjölskyldan til London, þar
sem Björn og Hulda bjuggu
lengst af í Purley, sem er í 15
km. fjarlægð frá sjálfri stór-
borginni. Þar kynntist Kristín
manni sínum, sem einnig á sina
fjölskyldu í þessu úthverfi. Þau
eru búin að vera gift í 8 ár og
eiga tvo elskulega drengi, Anth-
ony, sem er nærri 7 ára og Christ
opher, 4ra ára. Ian Daniel var
fyrstu hjúskaparár þeirra fram-
kvæmdastjóri Pepsodent-tann-
kremsverksmiðju Lever Bros
fyrirtækisins í London, en var
síðan sendur til Lagos, þar sem
hann hefur verið markaðsfor-
stjóri fyrirtækisins í 2 ár og er
nú að taka við yfirstjórn allra
verksmiðjanna á staðnum.
• Geysistórar verksmiðjur
Hann og mr. Clark, fráfarandi
framkvæmdastjóri, gengu einn
morgun með mér gegnum verk-
smiðjuirnar í Lagos, en s'ðan
spjallaði ég við þær frænkurn-
ar yfir síðdegisteinu um dvölina
þarna í hitabeltinu.
Verksmiðjusvæðið nær yfir 9
ekrur lands. Það liggur að sjó
í hafnarhverfinu Apapa, hefur
eigin hafskipabryggju og lína frá
járnbrautinni tekur á sig sveig
gegnum verksmiðjusvæðið.
Þarna eru framleiddar úr pálma
kjörnum og pálmaolíu, sem eru
aðalframleiðsluvörur Nigeríu,
ýmsar vörur, sem jafnvel við
hér norður á íslandi þekkjum,
svo sem Sunlight-sápa, Life-
buoy-sápa, Lux-sápa, sem að
vísu er framl. úr nautafeiti, smjör
líkið Blái borðinn, baðsápur o.
fl. Verið er að setja upp Omo-
þvottaefnisverksmiðju og einn-
ig verksmiðju fyrir tannkremin
Pepsodent, Signal og Gibbs, en
þessar vörur selja Apapaverk-
smiðurnar nú frá verksmiðjum
fyrirtækisins annars staðar. Þá
er í byggingu önnur smjörlíkis-
verksmiðja, en þegar eru fram-
leiddar þarna íirlega um 1300
lestir af smjörlíki og matarfeiti
alls konar og um 19 þús. lestir
af sópu. Seinna er svo áformað
að bæta við framleiðslu á
shampoo og kremum, en ilm-
vötn og talkum voru áður fram-
leidd í félagi við Nigeriufyrir-
tæki, sem hefur nú tekið við á
eigin spýtur. Auk framleiðslu á
fyrrgreindum vörutegundum —
og einihverju hefi ég vafalaust
gleymt — sér verksmiðjan um
að hreinsa pálmaolíu fyrir Nig-
eríustjórn, sem ekki getur enn
iátið annast slíkt hjá eigin fyr-
irtækjum.
Það liggur í augum uppi að
slíkur verksmiðjurekstur er geysi
umfangsmikill og keppir verk-
smiðjan að því að hafa innan
sinna vébanda flllt það sem verk
smiðjan sjálf og starfslið henn-
ar þurfa á að halda. Þarna er t.d.
vélaverkstæði með um 100 manna
starfsliði, vel útbúin rannsókn-
arstofa, þvottahús, þar sem föt
starfsfólks eru þvegin, mötu-
neyti, þar sem það fær ódýrar
máltíðir, og fastráðinn læknir
frá Evrópu veitir starfsliði og
fjölskyldum þess ókeypis lækn-
ishjálp. Hefur hann um 3500
sjúklinga, en starfsliðið í verk-
smiðjunum í Apapa er um 650
manns og í útibúinu í Aba 240,
flest Afríkumenn. Framleiðslan
er mest seld í Nigeríu og Kam-
erún og hefur fyrirtækið 29
dreifingarstöðvar.
Lever Bros tilheyrir einu
stærsta verzlunarhring í heimi,
Unilever. Það reisti sína fyrstu
sápuverksmiðju í Nigeríu árið
1924, en smjörlíkisverksmiðjan
tók til starfa árið 1954. í þessum
verksmiðjum verður Ian Daniel
nú aðalforstjóri og því býr hann
með fjölskyldu sinni þar skammt
frá,
• Indælt í sólinni
Lever Bros leggur fram-
kvæmdastjórum sínum til góð
hús, búin húsgögnum og önnur
þægindi sem nauðsynleg eru tal-
in í hitabel/tinu. Þau Ian og
Kristín Damel búa í hvítmál-
uðu steinhúsi í tveimur hæðum,
sem umlukt er stórum garði.
Háu frönsku gluggarnir á neðri
hæðinni standa ávallt opnir út
í garðinn og stofurnar prýða
hvenær sem þar er komið fall-
egar blómaskreytingar, sem þær
frænkurnar eru mjög natnar við,
enda fölna afskorin blóm fljótt
í þessum hita. Uppi á loftinu eru
stór loftkæld svefnherbergi,
hvert með tilheyrandi baðher-
bergi og þar er notalegt fyrir
gesti að fá að koma úr hitanum
og rakanum.
— Það eru ekki nema 5-6 ár
síðan loftkæling var tekin í not-
kun í húsum í Nigeríu, segir
Kristín, er ég hafði orð á þessu.
Áður var loftslagið hvitu mönn-
unum erfitt, en nú höfum við
svo margs konar hjálpartæki og
meðul til að hjálpa okkur að
standast hita og sjúkdóma. Líf-
ið hér í hitabeltinu er því ekki
sambærilegt við það sem áður
var.
— Mér likar mjög vel hérna,
bætir hún við og hér er gott að
búa um stundarsakir. Ég hugsa
oft um það hve það er nú í raun-
inni miklu indælla hér í sólskin-
inu en í þokunni í Englandi. Og
þó saknar maður á vissan hátt
heimalandsins.
Við höfum hér næga heimilis-
hjálp. Ég hefi t.d. það sem kall-
að er á ensku „cook-steward“,
en hann eldar matinn og þvær
og straujar, en hér er alltaf nóg
að þvo, því hver maður skiptir
daglega um föt innst sem yzt.
Þjónninn okkar hefur þvottavél
með þurrkara, sem kemur sér ó-
neitanlega vel yfir regntímann.
Auk hans höfum við það, sem
kallað er „small boy“, en hann
gerir húsverkin, og fer snúninga.
Þegar „harmattan" kemur norð-
an frá eyðimörkinni nokkrar vik
ur á ári, þá hefur hann nóg áð
gera við að þurrka af. Þá berst
fíngert rautt ryk frá eyðimerk-
urstormunum í Sahara hingað
og rykkornin smjúga alls staðar
inn. Þetta kemur í gusum og
kælir svolítið, því á meðan dreg-
ur fyrir sólu. Önnur lífsþægindi
höfum við hér. Okkur er lagður
til bíll og bílstjóri og ég hefi
lítinn bil, sem ég ek hér í kring.
En þó ég sé alvön umferðinni í
London, er manninum minum
illa við að ég aki inni í Lagos-
borg, vegna þess að bílstjórar
hér hirða litið um umferðarregl-
ur.
— En hvernig þolið þið ís-
lenzku konurnar loftslagið. Ég
veit að þú leikur tennis, sem
mér finnst vera fráleitt í þess-
um hita,
— Við Elínborg þolum hita
mjög vel. Og þegar við hjónin
leikum tennis við kunningjana,
er eins og ég sé oft sú sem bezt
stend mig í hitanum. Annars
reynir maður yfirleitt að hafa
sem minnsta áreynzlu vegna
loftslagsins, og þarf þess reyndar
ekki. Einustu heimilisverkin
sem falla í okkar hlut er að baka
kökur og laga ábætana þegar
mikið er haft við, fyrir utan
það að líta eftir börnunum og
húsinu. Og það verður maður
að gera stöðugt. Þó þjónarnir séu
búnir að vera lengi á sama heim-
ilinu og séu ágætir, verður allt-
af að fylgjast með því að þeir
geri hvern smáhlut, segja þeim
að þvo sér um hendurnar, sjóða
allt vatn og yfirleitt að gera
ekki ráð fyrir að þeir muni neitt
lengur en nofckra daga í einu.
Þetta eru eins og börn og verð-
ur að fara með þá eins. Og sjálf-
sagt finnst þeim allt þetta hrein-
lætisstúss mesti óþarfi. En það
er vissulega mikilvægt hér.
• Rakinn erfiður
Að enskum sið er drukkið síð-
degiste á heimilinu, sem þjónn
ber fram í fallegri silfurkönnu
og með þvi kökur og heimabak-
að brauð, sem Elínborg hefur
kennt kokkinum að búa til, en
yfir öllum kökudiskum eru
hettur úr hvítri grisju til varn-
ar gegn skordýrum. Drengirnir
borða súrmjólkina sína og við
höldum áfram að spjalla.
— Skilja þeir nokkuð í ís-
lenzku?
— Ég segi við þá bíddu og
elskan og þessháttar skilja þeir,
en lengra nær það nú efcki, svar-
ar Kristín og hlær við.
— Það er ýmsum erfiðleikum
bundið að halda heimili í þessu
heita og raka loftslagi, er það
ekki?
— Jú, allt skemmist og mygl-
ar, einkum yfir regntimann í
maí, júní og júlí. Við reynum
ekki emu sinni að hafa bækur á
heimilinu og maður verður jafn-
vel að muna eftir að geyma síga-
retturnar í loftkælda herberg-
inu, þó að þær séu í blikkdós-
um, ef þær eru ekki reyktar upp
fljótlega. Alla fataskápa verður
að láta standa opna öðru hverju
og við höfum rafmagnsofna í
skápnum, til að geta þurrkað
loftið þegar rakast er. Þegair
við komum úr fjögurra mánaða
leyfi í sumar var myglað í öllum
skápum og höfðu þjónarnir þó
opnað glugga daglega. En hér
er sem betur fer litið um pödd-
ur, sem sækja í föt. Aftur á móti
getur maður sjálfur fengið mosk-
itobit, sem er óþægilegt en hættu
laust ef tekið ei» inn kínin, og
svokallaður „sandflær" geta bit-
ið og valdið sérstakri tegund
hitasóttar.
Af matföngum er nægt úr-
val, en það er eins og allur- mat-
ur tapi bragði hér suðurfrá.
Flestar vörur fást en vegna
geymsluörðugleika er mikið
notaður niðursoðinn matur og
staðið getur þannig á skipaferð-
Framhald á bls. 17
Daniei-fjölskyldan, Ian og Kristin meö synina tvo
Heimili Drniel-fjöldskyldunnar í Lagos í Nigeríu. Fyrir utan standa
húsráðendui með sonum sínum tveimur, Elínborgu frænku þeirra
og mr. Clark, fráfarandi forstjóra Lever Bros., sem er í heimsókn.
Við teborðið. Frá vinstri: Christopher, Kristín, Antony og Elinborg.