Morgunblaðið - 26.05.1963, Page 13

Morgunblaðið - 26.05.1963, Page 13
Sunnudagur 26. maí 1963 M O R G JJ N B L 4 Ð I Ð 13 Landið okkar Næst liggur leið okkar til Flateyrar og göngum við þar á fund oddvita Flateyrarhrepps, Eafns A. Péturssonar, og Gísla Brynjólfssonar, sem ráðinn var sveitarstjóri á síðasta hausti. Þeir leysa vel og greiðlega úr spurningum okkar. Hafnarstræti. íbúar hér á Flateyri voru 545 á manntalinu 1. des. 1962, og hafði fjölgað um 20 frá árinu áður. Þetta er sama sagan og á öðrum stöðum á Vestfjörðum; fólki fjölgar heldur, enda er af- koma manna góð og atvinna alls staðar mjög mikil og víða skort- ur á vinnuafli þegar mest er að gera á vertíð. „Hér eru ágæt hafnarskilyrði", segir Rafn, „og bryggja mjög góð. Geta stærstu skip lagzt við hana og hafnargarðurinn er rúm góður og aðdýpi mikið. Fyrir- huguð er stækkun á henni og til- drengja. Nú er stefnt að því að koma upp íþróttahúsi og sund- laug. Má heita að íyrri áfanga þess sé lokið og pæsti áfangi verði íþróttasalur. í vetur voru 92 nem.endur í skólanum. Skólastjóri er Hjörtur Hjálmarsson og við erum mjög vel staddir með kennaralið. Skól- inn er vel búinn að ýmsum tækj- um, sérstaklega til handavinnu- kennslu. Á sl. hausti keypti hreppsfé- lagið, með framlagi frá ríkinu, íbúð fyrir skólastjóra, sem hefur gert okkur kleift að leysa hús- Isusfafc v,' ' "ta— Barnaskólahúsið. • • '. **V>.VVA\V^.V. ?**«. . .*.* -. v\0 •: lögur frá Vitamálastjóra liggja fyrir. Er mjög þægilegt um stækk un, og gott að vinna að því í á- föngum. Frá fyrstu tíð hefur verið mjög mikið um það að togarar hafi notað höfnina hér sem líf- höfn og til að liggja af sér veður. Aðstaðan við höfnina hér er frá náttúrunnar hendi, ein sú bezta á landinu. Eyrin sjálf girðir fyrir allan sjógang inn fjörðinn, en ágætt bátalægi er fyrir innan eyrina, sem lokar alveg fyrir út- hafsöldunni. í undirbúningi er aukning á viðleguplássi fyrir bátana og við höfum í huga að koma upp ver- búðum fyrir sjö báta, og hefur fengizt samþykkt að framlag verði veitt til þeirra frá ríkinu samkvsemt fjárveitingum, sem heyrt hafa undir hafnarlög. Annars vill hér alltaf vera talsverður sjógangur á eyrina norðanverða og úthafsaldan gengur á eyrina á kafla að norð anverðu. Á sl. sumri var því unn- ið að því að aka stórgrýti í sjó- varnargarð á nokkur hundruð metra kafla.“ Næst spyrjum við Gísla sveit- arstjóra um framkvæmdir í kaup túninu. „Þar hefur mest borið á nýja barnaskólanum, sem er mjög full kominn, og tekinn var í notkun haustið 1961 fyrir barna og ungl- ingafræðsluna, sem hafði verið áður í gömlum og þröngum húsa- kynnum. Kennslustofur eru fjórar og «uk þess handavinnustofa næðisvandræði kennaranna, sem var áður mikið vandamál. Við höfum mikinn hug á því að koma upp gagnfræðadeild við skólann, enda verða árgangarnir stærri með ári hverju og nemend um fer fjölgandi, svo að á næsta ári gæti verið fullskipuð gagn- fræðadeild við skólann. Ég vil taka það fram, að skól- inn hefur notið mikillar vinsemd- ar og skilnings fólks hér heima, og eins þeirra, sem héðan eru fluttir, t.d. gáfu gamlir nemend- ur skólanum píanó. Geta má þess, að nú eru í smíð um 4 íbúðir, en húsnæðisvand- ræði eru hér mjög mikil, enda skortur á vinnuafli, en um aukn- ingu á því er ekki að ræða nema eitthvað rætist úr um húsnæði. Félagslíf hér er gott. Hreppur- inn á samkomuhús, en mikil hreyfing er hér fyrir því að byggja félagsheimili. Samkomu- húsið er hér orðið gamalt og að ýmsu leyti úr sér gengið. Hér er starfandi nefnd með fulltrúum allra félaganna á staðnum, að undirbúa málið. Leikstarfsemi hefur alltaf ver- ið töluverð og sýnt leikrit á hverjum vetri og þá farið með það á næstu firði. Kvenfélagið hér varð nýlega 45 ára, en það hefur alltaf haldið uppi tölu- verðri starfsemi hér. Sl. sumar kom það upp barnaleikvelli, sem er gæzluvöllur, og starfræktur af kvenfélaginu sjálfu og var það mikið framtak, sem konurnar sýndu í því máli. Nokkur önnur félög eru starfandi hér og nokk- uð um íþróttir." Næst spyrjum við Rafn odd- vita um samgöngumálin: „Ég álít að samgöngumálin hér á Vestfjörðum verði ekki leyst á öruggan hátt, fyrr en við fáum sérstakt Vestfjarðaskip. Þó verð- ur að stefna að því að bæta vega kerfið, og flugsamgöngur eru okkar aðal keppikefli. Nú er sjúkraflugvöllur sunnanvert við fjörðinn skammt frá höfuðból- inu Holti í önundarfirði. Þarna er fyrirhugað að gera flugvöll, sem stærri flugvélar geti lent á. Hér eru tvímælalaust beztu skil- yrði á Vestfjörðum til flugvallar- gerðar. Þarna eru sandar, sem þarf að jafna, og aka síðan malarlög ofan á. Flugmála- stjórnin hefur ákveðið að hefj- ast handa nú í vor, og flugmenn telja að þarna gæti verið mjög á- kjósanlegur varavöllyr fyrir ísa- fjörð. Vegasamband hér innansveit- ar er yfirleitt ekki í góðu lagi. Hér í firðinum er töluverður bú- skapur, og mjólk er flutt til ísa- fjarðar allt árið um kring. Að sumrinu er mjólkin flutt með bílum, en yfir veturinn kemur bátur eimu sinni til tvisvar í viilrn og tekur mjólkina. ■ Hér uim slóðir telja menn að nauðsynlegt sé að end- urbæta stórlega veginn yfir Breiðadalsheiði, þannig að sam- göngur milli ísafjarðar og Flat- eyrar og Suðureyrar geti orðið betri og tryggari. Við teljum sömuleiðis að miklu meira mætti gera að því að moka fjallvegi hér á Vestfjörðum en raun hefur orðið á, og þá í einhverju hlut- falli við hinn mikla snjómokstur sem hér á sér stað á hverju ári á Suður- og Norðuflandi. Teljum við okkur hafa verið afskipta í þeim efnum, en vonandi stendur það allt til bóta.“ Rafn A. Pétursson er fram- kvæmdastjóri Fiskiðju Flateyr- ar h.f., og við spyrjum hann um útgerðarmálin: „Fiskimiðin hér eru mjög feng. sæl og borið hefur á því, að fiskigengd hefur aukizt við út- færslu landhelginnar, en við höf- um hér 12 mílur allt árið. Þá er ófriður vegna togaranna ákaflega mikið vandamál á þessu svæði. Okkur finnst að Landhelgisgæzl- an þyrfti að gera meira að því að bægja togurunum frá veiðar- færum. Hér verða bátar oft fyrir tilfinnanlegu veiðarfæratjóni vegna ágengni erlendra togara, en^þó einnig íslenzkra. Ég sagði að miðin væru feng- sæl, og á þeim er svo til ein- göngu fiskað með línu og hrá- efnið af þeim sökum mun betra en annars staðar þekkist, og af ýmsum ástæðum öðrum, t.d. fiskstærðinni, en mest er af með- alstórum fiski, má gera ráð fyrir að enginn landshluti hafi ráð á slíku úrvals hráefni til útflutn- i ingsframleiðslu. Það er því mjög ofárlega í huga margra Vest- firðinga, hvoxt ekki muni vera mögulegt að framleiðsla okkar verði seld út undir sérstöku gæðavörumerki. Það er ekki víst að allir geri sér grein fyrir því, hve hlutur Vestfjarða í útflutningsfram- leiðslu þjóðarinnar er stór. Vil ég því sýna fram á það með dæmi, þar sem eingöngu er átt við frosinn fisk. Á árinu 1961 nam heildarverðmæti útflutnings Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna 633 millj. kr., en hlutur Vestfjarða af því var 112.9 millj. kr., eða rúmlega sjötti hluti af heildarverðmætinu. Það er líka vert að benda á í þessu samfoandi að þarna er svo til eingöngu um að ræða úrvals línufisik og nær enginn togarafiskur. Við bindum við það mjög sterkar vonir, að nú í vor verði töluverð síldveiði hér á svæðinu út af Vestfjörðum, og er margt sem styður það. Síldin gengur frá Suðvesturströhdinni eftir hrygningu og vestur og norður fyrir land á miðin. Með hinum nýju síldarleitartækjum höfum við mjög sterka trú á því, að við eigum eftir að hafa hér árvissa síldveiði á þessu svæði eftir hrygningartímann fyrir sunnan. Möguleikar á að hagnýta síld hér á Vestfjörðum eru í fyrsta lagi frysting á öllum fjörðunum, og í öðru lagi eru verksmiðjur á flestum stöðunum. Þær eru að vísu ekki afkastamiklar, og af þeim ástæðum er brýn þörf fyrir stækkun og lagfæringu þeirra tækja víðast hvar.“ En víkum næst að útgerð og fiskvinnslu hér á Flateyri: Héðan hafa verið gerðir út i vetur 4 stórir bátar, 55—100 tonn. Yfir sumarmánuðina ganga héðan að auki 15 þilfarsfoátar, 5—12 tonna. Afli og gæftir hatfa verið með betra móti frameftir vetri, en lélegar mjög allt frá því að páskahretið kom. Bátarnir sækja ýmist vestur eða norður, eða þá beint út af önundarfirði, en Flateyri er á fiskisvæðinu miðju og því ekki síður í sveit sett en aðrir staðir á Vestfjörð- um. Fyrrihluta vertíðar gætti meiri ýsu í aflanum en áður, og telj- um við það áhrif frá útfærslu land)helginnar.“ Fiskiðja Flateyrar er stærsti atvinnurekandinn á staðnum, en það fyrirtæki var stofnað fyrir 2% ári og keypti þá allar eignir ísfells h.f. hér. Strax var horfið að því að endurbæta aðstöðu til fiskvinnslu, og nú er svo komið, að frystihúsið er flutt í ný húsa- kynni, 1000 fermetra að flatar- máli, sem virðist að allra dómi mjög vel fyrir komið og hagan- lega, miðað við útbúnað frysti- faúsa nú á döguim. Til jafnaðar starfa við það 50 —60 manns. Fiskiðjan er eigandi að 2 bátum og vinnur afla þeirra mestmegnis til frystingar. Einnig kaupir hún allan afla trillubát- anna. Nokkuð af þessum afla fer í skreið, sérstaklega smáfiskur- inn. Fiskiðjan rekur einnig fiski- mjölsverksmiðju, sem verið er að endurbæta og gera starfhæfa til að taka á móti síld, og eru á- ætluð afköst hennar 700 mál á sólarhring. Annað fyrirtæki á Flateyri er Fiskborg h.f., framkvæmdastjóri Jón Stefánsson, viðskiptafræð- ingur. Á hennar vegum er einn bátur og fyrirtækið hefur stórt og rúmgott verkunarhús og salt- ar og herðir nær allan aflann. Þá er Hjallanes h.f., en stærsti hluthafi þar er Kaupfélag Ön- firðinga, sem gerir út einn bát og saltar og herðir mest af afl- anum. Þessi fyrirtæki skapa að sjálf- sögðu mesta atvinnu á staðnum, en sú atvinna er eingöngu bund- in gæftum og aflabrögðum. Ef vel fiskast er öllu til skila haldið að hægt sé að anna vinnslu afl- ans og jafnvel hörgull á fólki, og er af þessum ástæðum nokkuð af aðkomumönnum, þó sérstaklega á bátunum. — ht. Frá höfninni. — Skák Framh. af bls. 20. 21. — h6 22. Bf4 Rc8 Svartur gat ekki hindrað hvítan í eftirfarandi peðsráni. 23. Hxf7! Rxd6 24. Hxg7f Kxg7 25. Bxd6 Hbc8 26. Bxf8f Kxf8 Hvítur á nú tveimur peðum meira Og léttunna skák þar af leiðandi. Lok skákarinnar þarfn- ast ekki skýringa. 27. f4, b5; 28. Hd4, . 5; 29. a3, h5; 30. Kf2, h4; 31. Ke3, Rh5; 32. Bc2, Rg3; 33. Bd3 (33. Bxg6, Bf5!) 33. — Hb8; 34. d6, Kf7; 35. Rd5, Hd8; 36. Re7, Rf5; 37. Rxf5, gxf5; 38. Hd5, Ke6; 39. Hxf5, Kxd6; 40. Hg5, He8t; 41. 42. Bxb5, Bxb5; 43. 44. Hb6t Kd7; 45. 46. Hb7t , Ke8; 47, 48. b5, Hxa3; 49. f5, Hxg2; b4, Ha2; b6, Hb3; 50. Hb8t gefið. IRJÓh. menn eignist þá nýjan heims- meistara. lokum þessa einvígis og tel ég miklar líkur til þess að skák-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.