Morgunblaðið - 26.05.1963, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.05.1963, Blaðsíða 19
Sunnudagur 26. maí 1963 M O R C V JV R r A B I Ð 19 V” Kennedy Bandaríkjaforseti sæmir Gordon Cooper geimfara heiðursmerki bandarísku geimferða- stofnunarinnar. Á myndinni eru í fremstu röð frá vinstri: Frú Hattie Cooper, móðir geimfarans, kona hans Trudy og dætur þeirra tvær, Camala og Janita, Cooper, Virgil Grissom geimfari, Kennedy forseti, geimfararnir Alan Shepard, Walter Schirra, og Scott Carpenter. Filippus prins, ciginmaður Englandsdrottningar, sést hér ræða við nokkrar sýningarstúlkur að aflokinni tizkusýningu í London. Skriðdrekar byltingarmanna á leið yfir Kizilaytorg í Ankara sl. þriðjudag. Eins og kunnugt er hófst þann dag byltingartilraun í Tyrklandi, en hún fór út um þúfur og leiðtogar byltingar- manna eru nú í haldi. Fyrir skömmu varð ljón starfsmanni dýragarðs í Aandaríkjun- um að bana. Starfsmaðurinn var að hreinsa búr ljónsins, er það réðst á hann. Reynt var að reka ljónið frá líki mannsins inn í næsta búr við hliðina á, en það tókst ekki. Varð því að stytta ljóninu aldur. Á myndinni sést leynilögreglumaðurinn, sem skaut Ijónið, standa við lík þess og mansins, sem það drap. Eins og skýrt var frá í fréttum, aflýsti Jóhannes páfi XXIII móttöku í Péturskirkjunni í Róm sl. miðvikudag, vegna veik- inda. 1 stað þess kom hann út í glugga íbúðar sinnar, sem snýr að Péturstorginu, og blessaði 15 þús. menn, sem þar voru sam- an komnir. Á myndinni sést páfinn blessa mannfjöldann úr glugga íbúðar sinnar. Frú Jacqueline Kennedy ber tveggja ára gamlan son sinn, John, upp tröppur Hvita hl'ss- ins eftir að mæðginin höfðu rætt nokkra stund við Gordon Coöper, geimfara, fyrir utan húsið. Eins og skýrt hefur verið frá stendur nú yfir í Addis Abeba i Etíopíu ráðstefna leiðtoga 30 sjálfstæðra Afríkuríkja. Á mynd- inni sést Haille Selassie Etíopíukeisari (í miðju) taka á móti William Tubman forseta Líberíu (t.v.) og Houphouet Boigny forseta Filabeinsstrandarinnar (t.h.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.