Morgunblaðið - 26.05.1963, Síða 20
2Q
MUKGUIVBLAOIB
Sunnudagur 26.. .maí .1963
BIRCIR CUDCEIRSSON SKRIFAR UM
HLJOMPLÖTUR
ELISABETH Schwarzkopf er
fædd árið 1915 og er tvímæla
laust bezti þýzki sópran, sem
nú er uppi og starfandi. Með
henni hafa verið gefnar út
fjöldamargar hljóðritanir og
kennir þar margra grasa. Það
sem fyrst vekur athygli í sam-
bandi við Schwarzkopf fyrir
utan fágæta raddfegurð, eru
einstakir hæfileikar til túlk-
unar á hinum ólíkustu tón-
skáldum. Hún virðist fast að
því jafnvíg á hvað sem er,
samanber óperur Mozarts,
Wagners, Verdi, Puccini, R.
Strauss o.fl. Sömuleiðis ljóða-
söng, þjóðlög og óperettur svo
eitthvað sé upp talið. Schwarz
kopf er lyriskur sópran og
nam við Tónlistarháskólann í
Berlín. Aðalkennari hennar
var Maria Ivogún. Það er sagt
að Schwarzkopf beiti sig
ströngum sjálfsaga, og æfi sig
ef svo má segja þindarlaust.
Svo mikið er víst, að í nýút-
kominni bók sinni, er Gerald
Moore alveg gáttaður á henn-
ar ströngu vinnubrögðum,
einkum því, að hún skuli
syngja fullum hálsi, þegar hún
æfir sig, í stað þess að hlífa
röddinni. Sömuleiðis hefur
Schwarzkopf svo næma tón-
heyrn, að óvenjulegt er. Ekki
nóg með það að hún heyri
sjálfa sig syngja óhreint, þeg-
ar enginn annar heyrir það,
heldur heyrir hún í mörgum
tilfellum betur en sjálfur
hljómsveitarstjórinn, sem hún
vinnur með í það og það
skiptið, ef einhver hljóðfæra-
leikarinn í hljómsveitinni ger
ir smávægilegustu skissu.
Núna í maí gaf His Mast-
ers Voice út á sínu nýupp-
tekna merki, „Angel“, sem þó
er eldra en merkið alkunna
með hundinum fyrir framan
grammófóntrektina, óperuna
„Cosi fan tutte“ eftir Mozart
og óperettuna „Káta ekkjan“
eftir Lehar. Elisabeth Schwarz
kopf fer með aðalhlutverk
beggja þessara vérka, en þau
hafa reyndar verið til með
henni í eldri upptökum frá
Columbia, og munu margir
kannast við þær. Einkum
mun upptakan á „Cosi fan
tutte“ vera mönnum minnis-
stæð, enda einhver bezta upp-
taka á Mozartóperu, sem gerð
hefur verið. Þar var Herbert
von Karajan stjórnandi, en á
þessari nýju útgáfu er hljóm-
sveitarstjóri ICarl Böhm.
(Kvikmyndahúsgestir kannast
eflaust margir hverjir við son
hans, Karlheinz Böhm). „Cosi
fan tutte“ er sú ópera Mozarts,
sem einna minnst er almenn-
ingi kunn. Veldur því eflaust
m.a., að fátt er þar um fljót-
lærðar aríur, svo er óperan
mestmegnis byggð upp af dú-
ettaum, terzettum o.s.frv. Það
er samt sem áður staðreynd,
að margir álíta „Cosi fan
tutte“ beztu óperu Mozarts,
og það er í rauninni mesta
furða, að hann skyldi semja
eins djúpsæja tónlist við hið
næsta ómerkilega efni, er óper
an fjallar um. Kröfur þær,
sem Mozart gerir hér til flytj-
enda eru geysimiklar. Eihk-
um er hlutverk það, sem
Schwarzkopf fer með í
þessari hljóritun, þrælslega
erfitt sbr. t.d. aríuna frægu
„Come scogiio".
Elisabeth Schwarzkopf hef-
ur sjaldan gert betur en hún
gerir hér í hlutverki Fior-
diligi. Röddin er kristaltær og
hljómmikil og innlifun slík
að hún gefur Fiordiligi fá-
heyrða karakterdýpt. Það er
hægt að benda á framan-
nefnda aríu og „Per pietá“
sem dæmi, en þó er það fyrst
og fremst í samsöng sem rödd
in svífur upp í ómælishæðir
ólýsanlegrar fegurðar.
Christa Ludwig fer með
hlutverk Dorabellu vel og hnit
miðað. Ferrando er sunginn
af spánska tenorsöngvaranum
Alfredo Kraus. Er ekki laust
við að hann sé all-þvingaður
á efra raddsviðinu. Hins veg-
ar er hann ánægjulega stíl-
hreinn og hæfilega skapheit-
ur í söng sínum. Nægir þar
að benda á „Fra gli amplessi",
sem hann syngur með
Schwarzkopf. Giuseppe Tadd-
ei syngur Guglielmo með
sinni alkunnu kröftugu bari-
tonrödd og Walter Berry í
hlutverki Don Alfonso sýnir
okkur hvernig á að flytja
buffo-hlutverk Mozarts. Desp
inu syngur Hanny Steffek all-
sæmilega.
Karl Böhm stjórnar hljóm-
sveitinni Philharmónía í Lond
on. Hann notar yfirleitt frem-
ur rólegt tempo án þess að
hægt sé að segja að það sé
ar sögur hafa farið af undan-
farin ár. Sumir álíta hann
mesta píanista sem nú er uppi.
Það má segja, að næstum hafi
myndazt um hann nokkurs
konar goðsögn. Og kannski
stendur hann undir henni.
Eitt er víst, að tæknilega séð
á hann fáa jafnoka. Faðir
Sviatoslav Richter var þýzk-
ur en móðirin pólsk. Áður
en Vesturlandbúar höfðu
heyrt Richter lcika eina ein-
ustu nótu á tónleikum eða af
hljómplötum, voru sagðar af
honum hinar furðulegustu
sögur. Eftir þeim að dæma er
maðurinn í mesta máta ó-
vanalegur þó ekki sé nema
að úthaldinu einu saman. Það
er t.d. sagt fyrir satt, að oft
að loknum konsert fari hann
aftur til tónleikahússins og
leiki á flygelið í tónju hús-
inu fram undir morgun,
gleymandi stund og stað. Við
höfum heyrt margar upptök-
ur með Richter og nokkuð
getað áttað okkur á því,
hvernig hann er. Upptökur
hans eru æði misjafnar, en
þar sem honum tekst bezt,
er næstum opinberun að
hlusta á hann. Einhver allra
bezta hljómplatan, sem kom-
ið hefur út með Richter er án
efa upptakan á píanókonsert-
um no. 1 og no. 2 eftir Franz
Liszt. Séu menn orðnir leið-
ir á þessum verkum, er rétt
að benda á hvað Richter get-
. :■> /■''%
Elisabeth Schwarzkopf
á nokkurn hátt silalegt. Þvert
á móti er hann sífellt vakandi
fyrir ýmis konar nostri við
það og fraseringar. Ástæða er
að benda á, að tréblásturs-
hljóðfæri koma mjög vel fram
í þessari upptöku, en þau
gegna hér eins og yfirleitt
alltaf í verkum Mozarts veiga
miklum hlutverkum, og því
stórgalli, ef þau heyrast lítt
eða illa eins og oft vill brenna
við í hljóðritunum. Óperan
er í mjög vönduðu og fögru
albúmi, sem er með óvenju
smekklegri mynd á framhlið,
eða „Les deux Cousines“ eft-
ir Watteau. Texti fylgir með.
Hljóðritun er í góðum fyrsta
flokki. Númer eru ANS 103,
AN 104—6 (m), SANS 103,
SAN 104—6 (s).
Sviatoslav Richter er sá
píanóleikari, sem hvað mest-
ur gert úr þessari tónlist. Er
ekki ósennilegt, að margur
reki upp stór augu við að
hlusta á þessa upptöku. Sá
sem þetta skrifar skildi ekki
til fulls, hvað Rögnvaldur Sig
urjónsson átti við um daginm,
þegar hann sagði hér í þess-
um þætti, að meiri vanda
væri að spila Liszt en menn
almennt halda, fyrr en hann
hlýddi á þessa hljóðritun.
Þetta er sennilega bezta hljóð
ritun, sem nokkru sinni hefur
verið gerð á þessum verkum,
þó að upptakan með Emil Sau
er sé meðtalin. Richter er
fyrst og fremst skáld á hljóð-
færið og hér er hver einasta
nóta gerð að músik. Sinfóníu
hljómsveitin í London leik-
ur með undir stjórn Kondras-
hin á aldeilis frábæran hátt.
Hljómplatan er gefin út hjá
Philips og er hljóðritun góð.
Númer eru: ABL 3401 (m),
SABL 207 (s).
Seinasta verkið, sem Jo-
hannes Brahms samdi fyrir
hljómsveit, var Konsert fyrir
fiðlu og cello í a-moll, op.
102. Verk þetta er tiltölulega
sjaldan flutt miðað við önnur
verk höfundar. Það er samt
sem áður meðal beztu tón-
smíða hans, og er þeim, sem
ekki hafa kynnst konsertin-
um, eindregið ráðlagt að gera
það, séu þeir hrifnir af t.d.
sinfóníum Brahms. Verk
þetta samdi' Brahms fyrir vin
sinn, fiðluleikarann fræga
Joseph Joachim, og var það
fyrst flutt í Köln í október
1887, af Joachim og celloleik-
aranum Robert Hausmann, en
Brahms stjórnaði hljómsveit-
inni. Tvöfaldi konsertinn, eins
og hann er kallaður, er fáan-
legur í ágætri upptöku frá
Columbia. David Oistrakh leik
ur á fiðlu, Pierre Fournier
á cello, hljómsveitin Phil-
harmonia í London leikur með
undir stjórn Alceo Galliera.
Flutningur er í senn ljóðrænn
og ástríðuþrunginn. Einleik-
ararnir eru báðir þekktir fyr-
ir hlýjan, hreinan og fagran
tón og njóta sín mjög vel í
þessari upptöku. Galliera dreg
ur víða fram frasa hjá tré-
blásurum, sem maður minn-
ist varla að hafa heyrt á öðr-
um upptökum á þessu verki.
Auk þessa verks er einnig
á þessari plötu „Tragíski for-
leikurinn“, op. 81 eftir
Brahms, sem er eitt ágætasta
verk hans. Flutningur er að-
sópsmikill og öflugur, en nokk
uð er það furðulegt, hve málm
blásarar eru eins og miður
sín og ónákvæmir, þar sem
hér er um að ræða beztu
hljómsveit Bretlands. Hljóð-
ritun er í góðu meðallagi.
Númer eru CX 1487 (m) SAX
2264 (s).
Annað verk, sem einnig er
óvanalegt í hljóðfæraskipan,
er „Þrefaldur konsert“ í C-
dúr op. 56 eftir Ludwig van
Beethoven, saminn 1804. Kon-
sertinn er skrifaður fyrir þrjú
einleikshljóðfæri (fiðlu, píanó
og cello) og hljómsveit. Hann
er jafnvel enn fáheyrðari en
áður nefndur konsert eftir
Brahms, og skipar naumast
eins veglegan sess meðal
verka Beethovens og „Tvö-
faldi konsertinn“ meðal verka
Brahms. Hann er samt meira
en þess verður að honum sé
gaumur gefinn, því að hann
hefur marga þá kosti og eig-
inleika til að bera, sem að-
eins verk Beethóvens hafa.
Þessi konsert kom út fyrir
allnokkru hjá Columbia, þar
sem David Oistrakh leikur á
fiðlu,Sviatoslav Knushevitzky
á cello og Lev Oborin á píanó,
en hljómsveitin Philharmonia
í London undir stjórn Sir
Malcolm Sargent leikur með.
Flutningur þessara listamanna
er óhemju fágaður, en nær
ekki að innsta kjarna verks-
ins. Þó flutningur sé nokkuð
kaldur kemur það ekki svo
mjög að sök vegna sterkrar
rytmatilfinningar einleikar-
anna svo og góðs skilnings á
heildarbyggingu verksins.
Hljómsveitarstjórn Sargents
er býsna góð, enda er hann
enginn viðvaningur á þessu
sviði. Við munum eftir því,
að fyrir seinasta stríð, þegar
Schnabel lék alla píanókon-
serta Beethovens inn á hljóm
plötur, stjórnaði Sargent
hljómsveitihni, sem lék með.
Hljóðritun er með mjúkum
tón en dálítið þykk og óskýr
á hljómsveitinni. Einleikshljóð
færin koma ágætlega fram.
Númer eru: C 1062 (m), SBO
2753 (s).
DAGANA 24. marz til 7. apríl,
fór fram skákmót í Sarajewo
með þátttöku 8 stórmeistar.. auk
4 titillausra meistara. í iyrsta
sæti kom ungverski stórmeist-
arinn L. Portisch 7 v. 2—5.
Gligoric, Ivow, Simagin og
Uhlmann 6%. 6.—7. Paohmann
og Szabo 6. 8. Trifunovic 5V2.
9. Bogdanovic 4V2. 10. Schamko-
witsch 4. 11.—12. Kozomara og
Osmanagic 3V2. Óvenjumörg jafn
téfli urðu í þessu skákmóti og
til dæmis má nefna að Trifuno-
vic gerði allar skákir sinar jafn-
tefli! Mér hefur þó tekizt að
finna eina vinningsskák úr hópi
stórmeistaranna. Ég styðst við
skýringar L. Pachmans við skák-
ina í fyrra maíheftinu af Schach-
Echo.
Hvítt: L Pachmann
Svart: W. Uhlmann
Enski leikurinn
1. c4, c5; 2. Rf3, Rc6; 3. Rc3, g6;
4. e3, Rf6; d4, cxd4; 6. exd4, d5;
7. Bg5
í 4. einvígisskák Botvinniks Og
Petrosjans, lék Botvinnik 7. cxd5,
Rxd5; 8. Db3, Rxc3; 9. Bo4, e6;
10. bxc3. E. t. v. er leikur hvíts
í þessari skák 7. Bg5 öllu sterk-
ari.
7. — dxc4
Eftir 7. — Re4; 8. cxd5, Rxc3;
9. bxc3, Dxd5; 10. Db3 á svartur
einnig í erfiðleikum. T. d. 10. —
De4f; 11. — De4; Be3 með hót-
uninni Dxf7f!
8. Bxc4
Hér telur Pachmann að sér hafi
orðið á mistök. Betra var sem sé
8. d5! Ra5; 9. b4!, cxb3 f.h. og
hvítur hefur mikla möguleika
sbr. eftirfarandi leikjaröð. 10.
axb3, b6; 11. b4, Rb7; 12. Re5 og
svarta staðan er undir þungri
pressu.
8. — Bg7?
Sennilega var skárra 8. — e6;
9. d5, exd5; 10. Rxd5, Bg7 ásamt
Be6 og svartur hefur nokkra von
um að jafna taflið.
9. d5
Það er athyglisvert að fylgjast
með því hve d-peðið veldur
svörtu hersveitunum miklum
erfiðleikum, og er þannig gott
dæmi hversu gríðarlega sterk
stöku peðin geta orðið.
9. — Rb8
10. 0-0 0-0
11. Hel Rbd7
12. Dd2 Rb6
13. Bb3 Bf5
14. Rd4 Bd7
15. Hadl
Síðustu leikir hvíts hafa ein-
kennzt af einfaldleik og rök-
réttri hugsun. Hann hefur nú
lokið við að koma mönnum sín-
um í valdaaðstöðu og er nú ekk-
ert að vanbúnaði að láta kné
fylgja kviði.
15. — Hc8?
Seigara viðnám veitti 15. He8,
16. De2 Dc7
Svartur gerir sér vonir um að
hvítur hraði sér að hirða peðið
á e7, en við það næði svartur
nokkru mótspili. T. d. 17. Dxe7,
Hfe8; 18. Db4, Bf8; 19. Da5, Rg4,
en hvítur flýtir sér hægt!
17. Rdb5! Dc5
18. Dxe7 Dxe7
Hér átti svartur ekkert betra
t. d. 18. — RfxdS; 19. Rxd5, Bxb5;
20. Dxc5, Hxc5; 21. Be7. Eða
18. — Bxb5; 19. Bxf6 og hvítur
vinnur.
19. Hxe7 a6
20. Rd6 Hb8
21. h3
liítill leikur. Svarti eru allar
bjargir bannaðar.
Framhald á bls. 13,