Morgunblaðið - 26.05.1963, Qupperneq 24
n
Viðreisn
að verki
EFTIR nokkra daga opn-
ar Samband íslenzkra sam
vinnufélaga nýtt stórhýsi í
Ármúla 3. Verður véla-
deild SÍS þar til húsa í
framtíðinni og skrifstofur
á efri hæð hússins. Aðal-
hygging hússins er fjórar
hæðir, en auk þess er einn
ar hæðar hakbygging.
Stærð hússins er 26820
rúmm. Bygging þess hófst
í maí 1961, og mun senn
fulllokið.
Verður ekki annað sagt
en þessi glæsilega bygging
SÍS, sem áætla má, að
kosti um 40 millj. kr., sé
talandi tákn um þann
„samdrátt" og „móðuharð-
indi“, sem ríkt hafa í land-
inu undanfarin ár, og sér-
lega glöggur vottur þess,
hvemig núverandi ríkis-
stjórn hefur „lagt sam-
vinnuhreyfinguna í ein-
elti“.
(Ljósm. Mhl. ÓI. K. M.)
„Þjóðvarnarmenn“ lýsa and-
stöðu gegn bræðingnum
TÍU af fyrrverandi forystumönn-
um og frambjóðendum „Þjóð-
vamarflokksins“ hafa sent Morg-
unblaðinu yfirlýsingu, þar sem
þeir lýsa yfir andstöðu sinni gegn
kosningabandalagi kommúnista
og nokkurra þjóðvamarmanna.
Yfirlýsing þeirra er svohljóð-
andi:
Að gefnu tilefni viljum við
undirrituð, sem studdum Þjóð-
varnarflokkinn í síðustu alþingis
kosningum, lýsa yfir eftirfarandi:
Með kosningabandalagi því,
sem efnt hefur verið til í nafni
Þjóðvamarflokksin- við Sósía-
listaflokkinn undir merkjum Al-
þýðubandalagsins, teljum við al-
gerlega gengið í berhögg við
fyrri stefnu og yfirlýsingar Þjóð-
varnarflokksins, enda munum við
ekki veita fyrrnefndu kosninga-
bandalagi atkvæði okkar né ann-
an stuðning.
Yfirlýsing þessi er send öllum
dagblöðum Reykjavíkur til birt-
ingar.
Reykjavík, 24. maí 1963.
Bárður Daníelsson
(sign)
Hafsteinn Guðmundsson
(sign)
Magnús Baldvinsson
(sign)
Valdimar Jóhannsson
(sign)
Þórhallur Halldórsson
(sign)
Björa Sigfússon
(sign)
Kristín Jónsdóttir
(sign)
Sigurður Elíasson
(sign)
Valdimar Jónsson
(sign)
Þórhallur Vilmundarson
(sign)
Svo sem af yfirlýsingu þessari
má glögglega sjá, ríkir nú alger
upplausn í því liði, sem áður stóð
að hinum svonefnda „Þjóðvarn-
arflokki".
Af þeim tíu, sem yfirlýsinguna
undrrita, eru fimm af stofnend-
um flokksins, þ. e. Valdimar Jó-
hannsson, fyrrv. formaður hans,
Bárðwr Daníelsson, fyrrv. bæjar-
fulltrúi hans í Reykjavík, Þór-
hallur Halldórsson, Magnús Bald-
vinSson og Þórhallur Vilmundar-
son.
Eins og áður hefur komið fram
í blaðafregnum hefur stjórn
„Þjóðvarnarfélags Kópavogs14
lýst sig andvígt framboði Gila
Guðmundssonar í Reykjaneskjör-
dæmi, og vitað er, að meðal
kommúnista í kjördæminu ríkir
lítil hrifning yfir framboði hans.
Ekki mun heldur hafa gengið
vel að fá samþykkt þeirrar stofn-
unar flokksins, sem tekur ákvörð
un um framboð flokksins, fyrir
sambræðslunni við kommúnista.
Munu aðeins 8 af 28 mönnum,
sem þar eiga sæti, hafa lýst sam-
þykki við hið sameiginlega fram-
boð, 4—5 hafa greitt atkvæði á
móti því, en aðrir ýmist ekki
mætt eða setið hjá í mótmæla.
skyni, þ. á. m. formaður „Þjóð-
varnarfélags Reykjavíkur".
Það virðist því. ekki sem
þessi tilraun kommúnista til að
bjarga fylgishruni flokks síns
ætli að verða þeim að miklu
haldi.
Iltankjörstaðakosning
UTANKJÖRSTAÐAKOSNING er nú hafin. Þeir sem ekki
verða heima á kjördegi geta kosið hjá sýslumönnum,
bæjarfógetum og hreppstjórum og í Reykjavík hjá borgarfógeta.
Erlendis er hægt að kjósa hjá íslenzkum sendiráðum og ræðis-
mönnum sem tala íslenzku.
Listi Sjálfstæbisflokksins er D-listi
Kosningaskrifstofa borgarfógeta í Reykjavík er í Melaskólan-
nm. Skrifstofan er opin sem hér segir: alla virka daga kl. 10—12,
2—6, 8—10, sunnudaga kl. 2—6
Kosningaskrifstofa
Sjálfstæðisflokksins
er i Valhöli við Suðurgötu, veitir hún allar upplýsingar og að-
sloð í sambandi við utankjörstaðaatkvæðagreiðslu. — Upplýsingar
um kjörskrárkærur eru veittar á sama stað.
Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins er beðið að gefa skrifstof-
anni upplýsingar um fólk sem verður fjarverandi á kjördegi, inn-
anlands og utanlands.
-----•-----
Símar skrifstofunnar eru 23118 og 22136.
Sjálfboðaliðar
ÞEIR sjálfboðaliðar, sem vilja starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn á
kjördag, eru beðnir um að láta skrá sig í Sjálfstæðishúsinu eða
í simum 17100 eða 18192.
Sjálfstæðisflokkurinn.
Furðuleg forherðing
Menn höfðu almennt bú-
izt við því, að eftir orð-
sendingu brezka sendiherr
ans til íslenzku ríkisstjórn-
arinnar um landhelgismál-
in mundi Tíminn sjá sig
um hönd og láta fölsunar-
áróður sinn í málinu nið-
ur falla. Sú hefur þó ekki
orðið reyndin, því að það
er eins og blaðið hafi held-
ur forherzt við ofanígjöf-
ina. S.l. sunnudag segir
það t.d. í forystugrein:
„.....og brezka stjórn-
in lýsir með því ótvírætt
yfir í fyrsta sinn, að hún
viðurkenni 12 mílna fisk-
veiðilögsögu íslands og
heitir því jafnframt að
æskja ekki eftir framleng-
ingu á undanþágunum. Yf
irlýsingu um síðara atrið-
ið hefur brezka stjórnin
aldrei gefið áður“.
Hin algjörlega fyrirlitn-
ing á dómgreind almenn-
ings, sem lýsir sér í hin-
um tilvitnuðu orðum, er
meiri en orð fá lýst. í orð-
sendingu þeirri, sem brezki
sendiherrann afhenti ís-
lenzkum stjórnarvöldum
fyrir hönd ríkisstjórnar
sinnar, sagði orðrétt:
„Samkvæmt orðsending-
unni frá 11. marz 1961 get-
ur enginn ágreiningur orð
ið milli landa okkar um,
að tólf mílna fiskveiðilög-
sagan við ísland er viður-
kennd af hálfu ríkisstjórn-
ar minnar“.
Brezka ríkisstjórnin lýs-
ir því þannig yfir, að hún
hafi fyrir tveimur árum
endanlega viðurkennt 12
mílna fiskveiðilögsöguna
við ísland. En íslenzkt
málgagn — og það m.a.s.
málgagn annars stærsta
stjórnmálaflokks þjóðar-
innar — telur sér sæma að
halda því fram, að slík við
urkenning sé nú veitt „í
fyrsta sinn“.
í orðsendingu brezka
sendiherrans sagði enn-
fremur:
„Ég vil leyfa mér að
endurtaka enn einu sinni
þær yfirlýsingar, sem rík-
isstjórn mín hefur áður
gefið íslenzku ríkisstjórn-
inni, um, að ríkisstjórn
mín hefur ekki í hyggju
að fara fram á framleng-
ingu þriggja ára tímabils-
ins, sem lýkur 11. marz
1964“.
Þrátt fyrir þessa ótví-
ræðu yfirlýsingu leyfir
Tíminn sér að halda því
fram, að brezka ríkisstjórn
in hafi „aldrei“ áður lýst
því yfir, að hún mundi
ekki óska eftir framleng-
ingu undanþáganna. Þessu
er blákalt haldið fram, þó
að utanríkisráðherra lands
ins hafi tvívegis lýst því
yfir með skömmu millibili,
að slíkar yfirlýsingar lægju
fyrir, bæði í áheyrn al-
þjóðar í útvarpsumræðun-
um fyrir tæpum mánuði og
skömmu síðar í viðtali í
málgagni sínu.