Morgunblaðið - 31.05.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.05.1963, Blaðsíða 1
50. árgangur 121. tbl. — Föstudagur 31. maí 1963 PrentsmiSja Morgunb'aSiiini i hagsýni og víðsýni vísa veginn i ■ r ríkisins Viðtal við Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra MORGUNBLAÐIÐ átti í gær samtal viS Gunnar Thoroddsen, fjármálaráSherra. Var þar sérstaklega rætt um fjármálastjórn rík- isins og hinn trausta fjárhag þess. Jafn- fram^ var vikiS aS tolla- og skattalækkun- um og um þær sagSi fjármálaráSherra m.a.: — Þessi leiS, aS lækka tolla og skatta, er aS mínu áliti heppilegri og raunhæfari kjara- bót fyrir fólkiS heldur en þær launahækk- anir, sem ekki er grundvöllur fyrir í aukn- ingu þjóSarframleiSslunnar og sem leiSa til verSbóIgu og aukinnar dýrtíSar og lækka verSgiIdi krónunnar. Þessari stefnu ber að halda áfram. Um fjármálastjórnina sagSi Gunnar Thor- oddsen, fjármálaráðherra m.a.: —- Um fjárstjórn ríkisins gildir það sama og um stjórn fyrirtækja: Traust og heiðar- leiki þurfa að sitja í öndvegi. Og ráðherrann bætti við: — Þau leiðarljós, sem ég óska og vil að vísi veginn fyrir fjármálastjórn ríkisins, eru hagsýni og víðsýni. Um störf sín sem fjármálaráðherra sagði Gunnar Thoroddsen: — Þar voru mikilvæg viðfangsefni, sem biðu úrlausnar, og það hefur verið í senn erfitt verk og ánægjulegt að vinna að gagn- gerðri endurskoðun og nýskipan skatta-, tolla- og útsvarsmála og ýmsum umbótum í fjárstjórn ríkisins. Milwood-' málið Fjórir fóru til Skotlands í morgun Munnlegur mál- flutningur í Hœstarétti í MORGUN fóru fjórir af á- höfn b.v. Milwoods til Skot- lands. Eftir er þá aðeins 1. vél stjóri, George Moir. Morgunblaðinu barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá skrifstofu Hæstaréttar: L „Eftir athugun á sakargögn i um í sambandi við kæru á úr !1 skurði sakadóms Reykjavíkur um hald á togaranum Milwood frá Aberdeen, hefur Hæsti- réttur í dag ákveðið, að frek ari málsgögn skuli lögð fyrir dóminn og kærumálið síðan flutt munnlega fyrir Hæsta- rétti samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 31. gr. laga nr. 57/1962“. Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra VIÐTALIÐ við Gunnar Thor- odidlsen, fjánmálaráðherra, fer hér á eftir: Frétitamaðiu- Morgunblaðisins spurði fjármáilaráðherra, hve rík ur þáttur batnandi afkoma ríkis- sjóðs væri í viðreisninni. Ráð- herrann svaraði: — Mjög mikilvægur liður í við reisninni var frá upphafi af- koma ríkissjóðs, þ.e.a.s. að ríkis- sjóður skilaði greiðsluafgangi. — Og það hefur tekizt? — Já, ölil ár Viðreisnarstjórn- arinnar. — En hvernig var þetta áður? — Sl. áratug hefur það verið upp og ofan, hvort tekjuhalli eða tekjuafgangur hefur verið hjá ríkissjóði. Til dæmis var halli árið 1957, eina heila árið, sem vinstri stjórnin sat við völd. Bæði innlendir og erlendir sér fræðingar lögðu á það höfuð- áherzlu, að þessi hlekkur í við- reisnarkeðjunni mætti ekki bila. Ég minniist þess til dæmis, að hinn nýlátni, mikillhæfi forstjóri AllþjóðagjaMeyrissjóðsins, Per Jaoobson, skrifaði mér bréf, þar sem hann taldi það höfuðnauð- syn, að greiðsluafgangur yrði tryggður hjá rikissjóði. Greiðisluafgangur varð fyrstp ár viðreisnarinnar, árið 1960, sem nam 35 millj. kr., árið 1961 varð hann 72 milljónir og á sl. ári, sem ekki er að fullu upp- hvert barn. Nú hefur orðið veru- leg breyting á kaupgjaldi og tekj um manna og því eðlilegt og í samræmi við stjórnansáttmálann að hækka þesear skattfrjálsu tekjur um semt næst 30%. Það mundi þýða, að hjón hefðu skatt- frjálsar um 90 þús. kr. og 5 manna fjölskylda um 130 í stað 100 þús. nú. Þessi leið að lækka tolla og skatta er að miínu áliti heppi- legri og raunhæfari kjarabót fyrir fólkið heldur en þær launa hækkamr, sem ekki er grund- völlur fyrir i aukningu þjóðar- framleiðslunnar og sem leiða tii verðbólgu og aukinnar dýrtíðar og lækka verðgildi krónunnar. Þessari stefn-u ber að halda á- fram. — Hvernig fær það samrýmzt traustum fjárhag ríkissjóðs, greiðsluafgangi og vaxandi fram kværr.lum eins og framkvæmda- áætlunin gerir ráð fyrir? — Að því er stefnt, að þjóðar- framleiðslan og þjóðartekjurnar fari vaxandi ár frá ári. Það getfur ríkissjióði aukna-r tekjur, þótt tollstigar og skattstigar séu ó- Framhald á bls. '9 gert, eittihvað á annað hundrað millj. kr. — Og þetta hefur tekizt, þrátt fyrir skattalækkanirnar? — Já. í ársbyrjun 1960 voru gerðar gagngerðar breytingar á skattakerfiniu, skattar voru af- numdir af almennum launatekj- um, 9% söluskabturinn garnili felldur niður, en tekinn upp 3% smásöluiskattur, sem að Vs hluta rennur til sveitafélaganna og hefur gert þeim kleift að lækka útsvörin. Síðan hafa fjárlög á hverju ári verið afgreidd halla- lauis og ríkissjóður rekinn með tekjuafgangi, án þess að leggja á nokkra nýja akatta eða tolla eða hækka þá, sem fyrir voru. Þvert á móti hafa tollstigax tví- vegis verið lækkaðir. Þegar teknar eru saman tollalækikan- irnar í nóvember 1961 og sam- kvæmt nýju tollskránni, nema þær lækkanir samtals um 200 mililj. kr., miðað við innflutning ársins 1962. — Verður stefnt að frekari lækkunum, ef viðreisnin heldur áfram? — I stjórnarsáttmálanum frá nóvember 1959 var ákveðið að ifnema tekjuskatta af almenn- im launatekjum. Þetta var fram .væmt strax á fyrsita þingi. Þá " ókveðið að tekjur hjóna, allt að 70 þús. kr., skyldu skattfrjáls ar, og auk þess 10 þús. fyrir VIÐREISN AÐ VERKI * Arangur og áfangar Viðreisnartímabil núverandi ríkisstjórnar hefir ekki að- eins einkennzt af meiri framkvæmdum en dæmi eru til, heldur hefir jafnframt verið lagður grundvöllur að áfram- haldandi jafnvægi og festu í fjármálum þjóðarinnar: • Sparifé lanðsmanna hefir meira en tvöfaldazt í tíð viðreisnarstjórnarinnar. Vaxið úr um 1,578 millj. kr. í árslok 1958 í 3,522 millj. kr. í árslok 1962. Aukning- in = 123%. • Viðreisnarstjórnin hefir endurvakið fjármálatraust þjóðarinnar út á við. Safnazt hafa frjálsir gjaldeyris- varasjóðir á annað þúsund millj. kr. Erlendar skuld- ir hafa lækkað á síðustu tveim árum um nærri þús- und millj. kr. Hækkuðu 1957 og 1958 um nærri 750 millj. kr. Þjóðin hefir öðlazt verzlunarfrelsi. Fjárfestingarhöftin afnumin. Úthlutunarnefndir og ráð lögð niður. • Sett hafa verið ný lög til styrktar og eflingar stofn- lánasjóðum atvinnuveganna og þannig lagðir horn- steinar að vaxandi atvinnulífi í framtíðinni. • Á þessu árl verða keypt erlendis frá fiskiskip sem eru samtals um 8000 rúmlestir og kosta um 400 millj. kr. Þetta er margfalt meira átak en áður nokkru sinni. Fiskveiðistjóður hefir vaxið stöðugt og honum gert kleift að veita rífleg stofnlán til uppbyggingar fiskiskipaflotanum. • Verzlunarfloti landsmanna er í stöðugum vexti. Þannig eiga öll kaupskipafélögin ný skip í smíðum og hafa verið að festa kaup á nýjum skipum. • Almenna veðlánakerfið til íbúðabygginga hefir stór- eflst í tíð Viðreisnarstjórnarinnnar. Gert er ráð fyrir, að úr því verði lánað á þessu ári á annað hundrað millj. kr., en húsnæðismálastjórn hetir þegar veitt íbúðalán, sem nema meira en 90 millj. kr. Þetta er helmingi meira lánsfé en í tíð vinstri stjórnarinnar. • Lánshámarkið til bygginga verkamannahústaða hef- ir verið tvöfaldað og lögin um verkamannabústaði endurskoðuð frá grunni. • Bótakerfi almannatrygginga hefir verið margfaldað, skatt- ar og tollar lækkaðir. Árið 1963 verður mesta framkvæmda- ár í sögu þjóðarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.