Morgunblaðið - 31.05.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.05.1963, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ HIÍLBfRT FOOTNLR: H Æ T T IJ L E G IJ R FARMUR 3 — Ég fór niður til að hita vatn á gasinu og fór svo upp aft- ur. Líklega hefur gluggatjaldinu blásið yfir logann og svo kvikn- að í því. En til allrar óheppni hafði stúlkan skilið eftir dós af hreinsilegi í glugganum, og hún hefur sprungið. — bað er nú ekki varlegt að skilja eftir sprengiefni, svona rétt við eld, frú, sagði fyrirlið- inn. — Þetta er ekki nema satt, svaraði hún, án þess að bregða svip. — Ég skal skamma stúlk- una rækilega, og lofa yður, að þetta skal ekki koma fyrir aftur. Svo fór hún með þá inn í borð stofuna og setti fyrir þá góðgerð- ir, og svo fóru þeir með hrós- yrði á vör, fyrir snarræði henn- ar. Síðan þutu vagnarnir eftir götunni og kyrrðin lagðist yfir bana aftur. Frú Storey fór aft- ur í rúmið, en sofnaði samt ekki. Klukkan ellefu daginn eftir sátum við í setustofunni ásamt Latham Rowe, sem var lögfræð- ingur húsmóður minnar. And- styggilegur brunaþefur lá í loft- inu. Farangur okkar hafði verið sendur á undan okkur þangað sem skemmtiskipið lá, o>g við vorum þarna ferðbúnar. Latham er ágætis maður, þrýst inn og geðgóður og maður, sem er fyrirfram gerður til að vera vinur allra kvenna en engrar eiginmaður. Frú Storey sagði: — Ég verð að fela þér að heimta út trygginguna og sjá um viðgerðirnar. — Sjálfsagt, sagði hann. — En segðu mér nú alveg hreinskilnis- lega, Rosika, hvað það var sem olli þessum bruna. >ú færð mig ekki til að trúa á þessa óvar- kárni hjá henni Grace. Frú Storey brosti. — >að kost aði mig nýjan kjól handa henni að mega ljúga þessu upp á hana, sagði hún. — Sannleikurinn er sá, að einhver ýtti benzíndós milli grindanna fyrir glugganum Og fleygði svo inn logandi eld- spýtu, eða einhverju þessháttar á eftir. Rjóða andlitið á Latham föln- aði. — Guð minn góður! Hvílíkt djöfullegt tiltæki! æpti hann. Og þú ætlar að láta þetta gott heita? — Ef til rannsóknar kæmi, kæmi það í veg fyrir, að ég gæti farið í þessa ferð. Og auk þess hefðist ekkert upp úr þvi. Ég kýs heldur að fást sjálf við óvini mína. — Hefurðu nokkra hugmynd um, hver gerði þetta? — Auðsjáanlega einhver, sem vildi ekki, að ég færi með skemmtiskipinu. — Og þú ert hörð á því að fara samt? Hún brosti að þessari einfeldn- ingslegu alvöru hans. — Ég get ekki staðizt ögranir, góði minn. Það er eins og hver annar veik- leiki í fari mínu. í gær-var ég ekkert æst í að fara, en nú vil ég ekki sleppa ferðinni fyrir nokkurn mun. Hann varð áhyggjufullur á svipinn — en í alvöru talað, Ros ika, get ég ekki vitað þig hætta lífi þínu fyrir þennan .... — Fimm þúsund á viku, skaut hún inn í glettnislega. — Já, en athugaðu þinn gang. Þessi Horece Laghet er ekki ann að en þorpari. Þú ættir að heyra sögurnar. sem af honum eru sagðar í fjármálaheiminum. Ef einhver vill senda kúlu gegnum hausinn á honum, þá sé honum það velkomið, segi ég bara. Hvað kemur þér þetta við — Ég skal játa, að ég býst við, að Laghet verði mér erfiður, ját- aði hún. — En atvinna er atvinna og þetta er meira að segja dálít- ið freistandi viðfangsefni. — Já, en hvað geturðu gert? Á landjörðinni veiztu, hvar þú stendur, en á skipi geta ótrúleg- ustu hlutir gerzt. Sjórinn er allt- af reiðubúinn að gleypa eitt lík, og enginn þarf að verða neins vísari. Ef einhver er þarna um borð, ákveðinn að kála Laghet, hvernig geturðu þá hindrað það? Ef þú ætlar að fara að afstýra því, verðurðu bara samferða hon um fyrir borð. Hún brosti bara. — Hvernig geturðu afstýrt því, að maður sé myrtur, sem óvingast við hvern mann, sem hann á einhver skipti við, hélt hann áfram. Núna stefnir al- mennt hatur að Laghet, likast fióðöldu. Og ef þú ferð að tranga í lið með honum, sópar hún þér bara burt ásamt honum. Hún klappaði honum blíðlega á kinnina. — Þú ert bezti maður, Latham, en þú bara misskilur þetta allt. Ef þú gætir sannfært mig um, að þetta yrði róleg og tilbreytingarlaus sjóferð, þar sem ekkert er að gera annað en liggja í letinni og fitiia, þá gæt- irðu fengið mig ofan þessu á svipstundu. En þegar ]# ferð að tala um hættu! Ha! Iia! Hún sveiflaði báðum örmum. — Þetta er ekki til neins f,yrir þig. Spurðu bara hana Bellu. Hann sló einnig út handleggj- unum, en með örvæntingarsvip. in. Kafli. Þegar við stigum út úr leigu- vagninum á brýgigjunni, gátum við séð Sjóræningjann í allri sinni dýrð, þar sem hann lá úti á miðri ánni. Þetta var kaldur og bjartur dagur, og glitrandi áin var honum verðugt um- hverfi. Þetta var stórt, hvítt skip með lágum reyk'háf og fjöldann allan af flöggum, sem héngu á snúrum og blöktu í gofunni. Heill hópur fólks hafði safn- azt saman á bryggjunni, til þess að horfa á þetta nýjasta undur skipasmíðalistarinnar. Þetta er alveg nýjasta gerð, sögðu kapp- sigliíigamenn — ljót að vísu en gekk samt í augun. Hvað sjálfa mig snerti, þá hugsaði ég nú fyrst og fremst um allar þessar milljónir. sem þetta far, undir sex iðjuleysingja á skemmtiferð hafði kostað, og það setti að mér hugboð um, að svona eyðsla mundi hefna sín. Næst skipin-u sjálfu vakti létti- báturinn athygli fjöldans þama — Ijómandi skrautgripur úr rauðaviði og messing. Þetta var léttibátur, sem hefði getað verið smíðaður handa kóngum og drottningum. Þegar við gengum um borð. gapti fólkið af undrun og aðdáun. En sumir af grófara taginu létu eitthvað ljótt út úr sér. Eftir fimm mínútur vorum við komin að skipsstiganum, sem var alls ekki neinn venjulegur lausa- stigi, heldur stór stigi úr tekk- viði, með hamprenning á þrep unum, til að varna því, að mönn um skrikaði fótur. Laglegur ung ur háseti hjálpaði okkur upp úr bátnum og -nyrtilegur yfirmaður heilsaði okkur. þegar upp kom. Svo kom þjónn í hvítum jakka, til að fylgja okkur í káetur okk- ar. Allt var svo sem nógu fínt, en einhvernveginn fannst mér samt eins og enginn fagnaði okkur þarna um borð. Hásetinn, yfir- maðurinn og þjónninn voru allir með steingerð, sviplaus andlit, og enginn þeirra horfði beint framan í okkur. Svo virtist sem við kæmum síð astar um borð. Léttibát var óðar krækt í gálgana og dreginn upp. Þá gall við flaut bátsmannsins og ég heyrði glamrið i akkeris- festinni frammi í. Hugsa sér að láta allt þetta bíða eftir sér! Þegar niður kom, var íbúð okkar miklu líkari viðhafnar- hóteli en nokkru fljótandi. Þarna var setustofa, tuttugu fet á lengd, með svefnherbergjum, næstum eins stórum, sínu hvorum megin, marmaraklætt baðherbergi fyrir hvora okkar, með gylltum málm- höldum. Birtan kom þarna gegn um lítil, kringlótt kýraugu, og þetta var allt svo vel skreytt og búið, án þess þó að vera áber- andi. Það bauð mann beinlínis velkominn! Þjónninn tjáði okkur, að kok- teilar væru fram bornir í vetrar- gaðinum. Þegar við höfðum farið úr kápunum, fylgdi hann okkur upp á sóldekkið, þar sem var stór skáli, grænn og hvitur, með stórum gluggum allt í kring og fullur af hverskyns skrautblóm- um. Þarna var ferðahópurinn saman kominn. Þegar maður er kynntur mörgu fólki samtímis, áttar mað- ur sig ekki vel á því fyrr en smátt og smátt, eftir nokkurn tíma. Ég lenti hjá ungri, fallegri stúlku, sem var óframfærin og feimin á svipinn, svo að næstum gegndi furðu um ungu kynslóð- ina nú á tímum. Hún sagði mér, að hún væri nýútskrifuð úr klausturskóla í Frakklandi. Þetta var Celia Dare, unnusta Horace — Nú veit ég hvert við förum um jólin. AuðvitaS til Jólaeyja. Laghet. Mér fannst þetta skamm- arlegt. Móðir hennar var enn réttu megin við fertugt — falleg kona. Allir kölluðu hana Soffíu. Hún var að þvi leyti ólík dóttur sinni, að hún hafði sig talsvert í frammi. Björtu augun, sem voru mjög máluð allt í kring, voru á sífelldri ferð, hingað og þan að og virtust alltaf vera að reikna eitthvað út. Mér fannst hún halda si,g hafa séð vel fyrir dótturinni. Þriðja konan var frú Holder, eða Adele. Hún var falleg á þann hátt, að það minnti á Dresdenar- postulín og virtist jafn brothætt. Það er svona fegurð, sem geng- ur svo oft í augun á sterkum mönnum, ekki sízt mönnum eins og Laghet. Oft fylgir þessu góð matarlyst. Af karlmönnunum hefði eng- inn vandi verið að þekkja Adri- an Laghet sem bróður Horace. Hann var hávaxinn og með sama andlitsfallið, enda þótt innrætið virtist vera gjörólíkt. Adrian var lingerður. Þótt hann væri ekki nema þrjátíu og tveggja ára var hann orðinn eins gildur um mittið og um brjóstið. Hann var samkvæmismaðurinn í fjöl- skyldunni. Emil Herbert, ungi slaghörpu- leikarinn var aðlaðandi ungur maður, Ijóshærður, hægur í fram komu, en með einbeitt augnaráð, sem gefur til kynna meistara á sínu sviði — og það var Emil. En þegar tónlistinni sleppti var hann ekkert annað en feiminn drengur. Ég sá hann skotra aug- unum til stúlkunnar, sem stóð hjá mér. Þegar góðgjörðirnar tóku að hafa sín áhrif, var mikið talað og hlegið. Á ytra borðinu sýnd- ist þetta vera kátt samkvæmi, en það var það ekki raunveru- lega. Eg var ekki búin að vera innan um það í tvær mínútur, áður en ég fann á mér þennan þunga, sem lá yfir öllu. Augun í þessum brosandi andlitum voru vör um sig og óróleg. Allt þetta fína fólk var eins og í gler- brynjum. Frú Storey var þarna innan um hinar konurnar — há, grönn og kæruleysisleg — eins og stór og glæsilegur fugl innan um tamda kanarífugla. Brosið á henni var hvorttveggja í senn vingjarnlegt og órætt. Ég fann KALLI KÚREKI * - * ~ Teiknari: Fred Harman YOU MADE TWO MISTAKES, SAM' TAKW’ TH’MOMEYAWAT PBOM ME.-'Ató’TUKNlM' YOUR BACKy J1 DIDM’T TELL TH DUCHESS HOW TH'OC-TIMEE. IS SVOSEP TO'VE KILLEDY0U.--1 JUST SAIP THERE WAS A BRAWLf J MOW rr’LL BE PLAIM HE SHOT YOU, JUST W CASE TH'SHERIFFEVER DI&S UP TH'EVlPfMCE/I AN’l DOW’T HAVE T'SHARE TH’ BLACKMAIL MOWEY/ EVERYTHIM&- WORKED OUT FIME ) niOkVT IT Í4M ---------—■— ■-' fjandskapinn, sem þarna ríkti inni, en gat bara ekki staðsett hann innan um öll þessi brosandi andlit. Horace Laghet virtist helzt skemmta sér við það að móðga alla. Það var nú hans skilningur á gamansemi. Þegar hann kom með bróður sinn, til að kynna hann frú Storey, sagði hann: — Þetta er hann Adrian litli, sem ætlar að kyssa á hönd yðar o» syngja og dansa, eða þá mála mynd eða gera hvað sem honum er sagt. 16250 VINNINGAR! Fjórði hver miði vinnur að meðaltali! Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur. Lægstu 1000 krónur. Dregið 5.*hvers mánaðar. f- Þú gerðir tvö glappaskot, Sam. Að taka frá mér peningana og að snúa baki í mig. k Ég sagði ekki kerlingunni, hvernig sá gamli hefði drepið þig, ég sagði bara að það hefði komið til illinda. Nú liggur það ljóst fyrir að hann skaut þig, ef lögreglustjórinn skyldi finna upp á því, að grafa upp sönn- unargögnin. Og ég þarf ekki að skipta fénu. Allt er í bezta lagi. Er það ekki, Sam? iml — ÞJÓ'NUSTA SJ FRÖh/SK þJÓNUSfA andlitsböS f)and$nurtincj hárgreicsla 'eiHeÍrit med i/al || Snyrtiisörcc. valhöllirsS ailltvarpiö Föstudagur 31. maí 8.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegisútvarp 13.15 Lesin dagskrá næstu viku 13.25 „Við vinnuna“ Tónleikar 15.00 Síðdegisútvarp 18.30 Harmonikulög 18.50 Tilkynningar 19.20 Veðurfregnir 19.30 Fréttir 20.00 Efst á baugi • (Tómas Karls. son og Björgvin Guðmunds- son). 20.30 „Fiðrildi", píanóverk op. 2 eftir Robert Schuman 20.45 í ljóði, — þáttur í umsjá Baldurs Pálmasonar 21.10 „Skólastjórinn", sinfónía nr, 55 1 Es dúr eftir Haydn 21.30 Útvarpssagan: „Alberta og Jakob" eftir Coru Sandel; Vl.(Hannes Sigfússon 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Hafliði Jónsson garðyrkjustj. 222.30 Á síðkvöldi: Létt klassísk tónlist 23.30 Dagskrárlok

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.