Morgunblaðið - 31.05.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.05.1963, Blaðsíða 2
2 M O R G V /V B L Á Ð 1 fí Föstudagur 31. maí 1963 FÁIR þekktu Hlíðina eins vel og Bjarni. í henni sá hann í senn meyjuna, húsfreyjuna og móðurina. Hún var lifandi vera eins og landið allt. f brjósti Bjarna verður kaldur steinn að kviku lífi, jafn- vel dauðinn rís upp í ljóðum hans. Ætli þetta séu ekki á- hrif frá Hlíðinni, hugsa ég, þegar við ökum að Múlakoti og sjáum Hlíðarenda rísa eins og monúment á vinstri hönd. Jú, líklega. Þeir sem hafa fylgzt með Hlíðinni í æsku hljóta að líta öðrum augum á landið en við, sem erúm hand- gengnari gráum mosa og hrauni. Og nú finnst mér hún, þrátt fyrir vorgráan hráslag- ann, eins og Bjarni lýsir henni: „Á vori vænust meyja, vafin öll í skart.“ Bjarni segir ekki að hún sé eins og meyja. Hlíðin er ekki eins og, hún er. Þegar við komum að Múla- koti hittum við Túbals á hlað- inu. Hann er að virða fyrir sér Túbals í vinnustof unni A vori vænust meyja Sp’allað við Túbals heima í Múlakoti garðinn góða, og ekki laust við hann sé raunamæddur á svip. „Komdu sæll, Túbals," segj- um við. „Sælir,“ svarar hann, og gengur til okkar. „Á hvaða ferð eruð þið,“ bætir hann við. „Við erum að sniglast um Rangárvellina," segi ég. „Á, einmitt," segir hann. „Við gátum ekki hugsað okkur annað en að heimsækja þig, Túbals." Honum þykir vænt um þessi orð. Hann gegn ir engu, en bendir upp eftir hretnöktum reynitrjánum: „Þarna sjáið þið páskana," segir hann. Við hváum. „Þessi tré voru öll farin að laufgast fyrir páskana, en svo kom hretið og lék þau eins og þið sjáið. Ég veit ekki hvort garðurinn nær sér eftir þetta áfall. Það er versti óvinur, sem hann hefur gengið á hólm við enn sem komið er.“ „Verri en Heklugosið?" spyrjum við. „Miklu verri," svarar hann. „Er garðurinn búinn að ná sér eftir gosið," spyrjum við enn. „Já, fyrir löngu. En sjáið þið hvemig hann er út leik- inn. Sumir segja hann muni ná sér aftur, ég veit það ekki. Ætli það sé ekki eitthvað svip að ásatt um mig og garðinn. Ég hef lítið getað unnið und- anfarið. einna helzt dútlað við að smíða ramma utan um myndirnar. Ég fékk kransæða stíflu, ætli hún sé ekki eins og páskahret. Og nú er Mannsi dáinn.“ Það er tregi í þessum orð- um. „Það sést ekki mikið af Eyjafjallajökli," segi ég. „Nei,“ gegnir Túbals. „Kannski hann sé eitthvað miður sín líka? Hann er ekki enn kominn undan sænginni. Kannski hann hafi vakað fram eftir. En gjörið þið svo vel og gangið í bæinn, þá get- um við fengið okkur kaffi og ég skal segja ykkur skritna sögu af jöklinum. Ætli hann sé eins tilfinningalaus og við höldum." Við göngum í bæinn. Túb- als segir okkur, að þeir hafi verið að leggja rafmagnsleiðsl ur í stofur og ganga, og nú sé verið að setja allt í samt lag aftur, en við megum ekki taka það nærri okkur, þótt ýmis- legt sé öðruvísi en það eigi að vera. „Þessar breytingar kosta mikla peninga," segir hann. „Ætli það nái ekki einni sýn- ingu?“ Við setjumst við borðið. Hann horfir fjarlægum aug- um út um gluggann, svo segir hann: „Það var komið fram í september fyrir mörgum ár- um. Ég hafði verið nokkra daga í Þórsmörk ásamt fleira fólki, en nú var það farið heim fyrir þremur dögum. Ég tjaldaði í Langadal. Hesturinn óvenju spakur og hreyfði sig ekki, en kroppaði í óendan- legu áhyggjuleysi. En svo var það um fjögur leytið, að hann kom allt í einu á hvellspretti og virtist óskaplega hræddur. Ég tók á móti honum, klapp- aði honum og stillti hann, en leiddi hann síðan niðureftir og tjóðraði hann þar. Fer síð- an heim að elda. En þegar ég er nýsetztur kemur hann aft- ur á harðaspretti og hafði þá slitið tjóðrið og var nú frávita af hræðslu. Ég legg á hann og ríð inn að svonefndum Búða- hamri innst í Mörkinni. Þegar ég kem aftur heim í tjald, er orðið aldimmt. Fer ég þá með hann aftur niður í dal og tjóðra hann þar. En ég hef ekki verið nema klukkustund heima í tjaldi, þegar hann kemur enn einu sinni á harða stökki og hleypur um dalinn eins og óður sé, en þorir samt ekki nema rétt fram í miðjan dal. Þá var komið slagveðurs- rok. Mér var nú hætt að lít- ast á blikuna. Ég fór með hann aftur niður í miðjan dal, breiddi yfir hann vaxdúk og tjóðraði hann og stóð hjá hon- um stundarkorn og reyndi að róa hann. Jæja, hvað held- urðu gerist nema það, að ég heyri allt í einu langsamt ösk- ur, sem var svo ógurlegt og hrollvekjandi að ég hef aldrei heyrt neitt svipað því um mína daga. Það stóð yfir í eina eða tvær mínútur. Klukk an var annað hvort eitt eða tvö um nóttina, þegar ég heyrði þetta brestandi hljóð. Nú trylltist hesturinn auð- vitað, hann prjónaði og barði út í loftið með fótunum og mér tókst ekki að róa hann fyrr en klukkan var farin að ganga fimm um morguninn. Þá stilltist hann loks og ég gat farið heim í tjald að sofa. Hvernig sem á því stendur varð ég ekkert hræddur. En líklega hef ég ekki haft tíma til þess. Ég hef aldrei getað leyst þessa gátu, en reynt að sannfæra sjálfan mig um, að þetta hljóð hafi stafað af ein- hverjum vatnsþrýstingi í jökl inum. Þó var það ekkert líkt dynkjunum, sem maður heyr- ir, þegar jökullinn springur. Mér fannst loftið titra í kring um mig og finnst enn, þegar ég segi ykkur þessa sögu. Þetta er einhver óhugnanleg- asta nótt sem ég hef lifað og kannski allra verst að eiga ekki einn lítinn, eins og á stóð.“ Ég hvima í allar áttir. í her- berginu er stafli af málverk- um, annar í litlu herbergi inn- af og sá þriðji og langstærsti í allstórri kompu inni af norð- austurhorni stofunnar. Ég get ekki leynt forvitni minni. Hann stendur upp og bendir inn 1 kompuna: „Þetta er mín bankabók," segir hann. „Og þarna eru tvær myndir af móður minni.“ Hann bendir á stofuveggina. „í garðinum ávaxtaði hún sitt pund. Hún ræktaði hann að öllu leyti sjálf og ég held mér sé óhætt að fullyrða, að hann hafi verið frægasti garður á landinu. Hann er orðinn nokk uð rótgróinn eins og ég. Hann er frá 1897. Við höfum fylgzt að. Ég hef alltaf selt vel, en það hefur farið meira orð af honum.“ Hann kveikir í sígar- ettu. „Máttu þetta?" spyr ég. „Ég reyki orðið lítið,“ segir hann, „ætli ég reyki meira en þrjár eða fjórar sígarettur á dag. Ég fór suður í marz og fékk þá flensuna. Ég hef sótt margt betra suður en hana.“ „Hvað helzt?“ spyr ég. „Þarftu að spyrja," segir hann, og skáblínir á mig. „Auðvitað konuna.“ Ég virði hann fyrir mér. Hann er í Ijósum mann- kynsbuxum, eins og þeir segja fyrir vestan, köflóttri skyrtu óhnepptri í háls- málið og hún kiprast undir axlaböndunum. Hann er bóndi, veitingasali og málari. Og nú er hann kominn með nýjar myndir frá Þingvöllum og Fljótsdalshéraði og stillir þeim upp við vegg. Það er ferskur sumarblær yfir þeim, og mér finnst þær segja: Hann hefði þurft að fá meiri hvíld, hann hefði átt að geta plægt draum sinn, lagt bónd- ann og veitingamanninn á hilluna og málað okkur öllum stundum. En þær segja ekkert upphátt, og ég ekki heldur. Mér finnst þetta einkamál milli hans og þeirra. „Stofnaðirðu bú hér, þegar þú giftir þig, Túbals? spyr ég. „Nei. Við komum hingað 1927, en ég tók ekki við búinu fyrr en sjö árum síðar." „Og þú rekur sæmilegt bú?“ „Nei, það er lítið.“ „Var það stærra áður?“ „Nei, það var ennnú minna.“ „Hvernig stendur á því?“ „Til þess liggja einstænskar l jgjunt oréutp Sa<1' formúlur: ég hef stækkað það. í gamla daga tíðkuðust ekki stórbú hér í sveitinni.“ „Og þú hefur fimmtíu fjár?** „Nei, ég hef á annað hundr- að kindur, eða kannski þær séu hundrað, ég man það ekki. Ætli þær verði ekki á annað hundrað, þegar þær eru bornar. Annars skaltu spyrja Reyni, son minn, um fiáreipn- ina, því hann sér að mestu leyti um búreksturinn.“ „Málar hann líka?“ „Nei, ætli það sé ekki nóg á fólk lagt, að ég geri það.“ Hann horfir út um glugg- ann og svipast um eftir græn- um bletti. Einhver tregi leggst yfir fölt, órakað andlit hans eins og skýbakki á dökkvotar hlíðar, augun fjarlæg, hugur- inn einhvers staðar langt úti 1 bláu tómi minninganna. Nú hillir þær upp: „Mannsi er dáinn,“ segir hann, „vissirðu að hann dó I gær? Hann fór alltof fljótt. Við þekktumst vel frá því við vorum smástrákar og ég sé eftir honum. Hann var ágæt- ur maður. Hann var einskonar leiðtogi minn, þegar ég fór fyrst út fyrir landsteinana 1928 og stundaði nám í kon- unglegu akademíunni í Kaup- mannahöfn. Við vorum sam- ferða og hann var góður ferða félagi. Svo fór hann til Þýzka- lands, en þegar ég ætlaði á eftir honum voru öll sund lok- uð. Þannig er þetta með köfl- um, sundin lokast þegar minnst varir, og þegar þau opnast aftur hafa forlögin beint lífi okkar að nýjum lok- uðum sundum. Við höfum þetta ekki allt í hendi okkar.“ „Hver var fyrsti kennari þinn?“ „Ásgrímur. Hann var tvð sumur í röð hér í Múlakoti og parta úr mörgum öðrum sumrum. Hann kom hingað fyrst 1912, þá var ég 15 ára.“ „Og þá skoppaðirðu í kring- um hann?“ „Ég er nú hræddur um það.“ „Og byrjaðir að mála?" „Nei. Ég var byrjaður að mála áður en Ásgrímur kom í sveitina, en hann var mér mjög hjálplegur og sagði mér til. Muggur var mér líka hjálplegur. Hann sendi mér fyrsta litakassann, sem ég eignaðist, þá var ég 12 ára. Þá voru jól.“ „Hver heldurðu að beri á- byrgð á því að þú byrjaðir að mála?“ Túbals gengur aftur út að glugganum. „Það er óskemmti legt að sjá garðinn svona út- leikinn," segir hann. „Er list í blóðinu?" spyr ég. „Nei,“ svarar hann snöggt, „en Hlíðin er í blóðinu.,, „En Jökullinn?" spyr ég á- leitinn. Hann gengur að borðinu og sezt, horfir fast á mig og seg- ir: „Hefurðu séð hann klukk- an fjögur að morgni í miðjum júní? Það er stórkostleg mynd. Þá er hann fallegastur." „Og þá hefurðu málað hann.“ „Já, ég hef oft málað hann.** „Og þú hefur grætt á jökl- inum?“ Það er eins og honum bregði við þessi óvarkáru orð: „Grætt," endurtekur hann, „ekki eins og þú heldur. Lit- irnir í Eyjafjallajökli hafa farið í andlega sparibaukinn.'* „Þú gætir ekki látið vera að mála, Túbals?“ „Nei.“ „Af hverju?" „Af hverju?" andvarpar hann. Svo bætir hann við: „Ætlið þið langt austur?“ „Ekki lengra.“ „Takmarkið er Hlíðin, sem sagt: gott. Þið eigið þá eitt- hvað sameiginlegt með Gunn- ari. Haldið þið að hann hafi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.