Morgunblaðið - 31.05.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.05.1963, Blaðsíða 6
MORCUNBLAÐ10 Fostudagur 31. maf 1963 Fimmtugur i dag: Steinþór Gestsson bóndi á Hæli HVER ER sá íslendingur að hann ekki muni M.A. kvartettinn. — Kvartettinn, sem söng sig inn í bugi allra þeirra, er hlýddu á samstilltan og hljómfagran söng hans. Og enn fær þjóðin að njóta söngs þeirra félaga, svo er tækninni fyrir að þakka. Enn hljóma tærar raddir þeirra og hefja huga fólksins yfir dægur- raul líðandi stundar. En bara allt of sjaldan. En því minnist ég á þetta að í dag er einn þessara félaga fimm tíu ára. Það er Steinþór Gests- son bóndi á Hæli. Auðvitað er þetta enginn aldur og gefur sízt af öllu tilefni til að upp verði hafinn ævisagnalestur í sagn- fræðistíl, enda myndi ég manna sízt vera fær um að gera því verki full skil. Engu að síður eru þetta merk tímamót í lífi Stein- þórs, sem gefa mér fullt tilefni til að senda honum þessa leið beztu afmælisóskir. Steinþór er vel gjörður og vin margur og vitnar þar bezt það traust og sú tiltrú, er samferða- , mennirnir hafa sýnt honum og trúað fyrir margháttuðum störf um ungum að aldri. Hann hefir verið oddviti sveitar sinnar um langt árabil, en auk þess hefir hann gegnt margháttuðum öðr- um störfum í almennings þágu heima í sveit sinni og jafnan hlot ið eindregið traust og virðingu. Sýslunefndarmaður hefir hann verið í rúma tvo áratugi og skip að þar sæti sitt af festu og mynd ugleik. Og ekki munu hestamenn landsins telja Steinþór neinn lið létting í sínum hópi enda hefir hann verð formaður Landssam- bands hestmannafélaga um langa hríð. Svo sem í öðrum efnum hefir Steinþór aldrei verið með hálf- . velgju í landsmálaskoðunum en fylgt stefnu sinni eftir með gætni og grandvarleik, er þeim ein- um er auðið, sem fyrst og fremst virða og meta það bezta í hverj- um einstakling, og trúa því að hver og einn vilji í raun og veru réttri láta gott af sér leiða, enda þótt að skipzt sé í fleiri ólíka hópa. Steinþór hefir um árabil verið forustumaður okkar Sjálfstæðis- manna hér í Árnessýslu og í fram boði til Alþingis bæði meðan Árnessýsla var sérstakt kjördæmi og eftir að hin eldri kjördæmi Suðurlands voru sameinuð. Fyrir það starf þakka ég honum ekki hvað sízt, vitandi það, að hann hefir í því unnið af sömu hygg- indum og prúðmennsku, sem ein kennir alla hans framkomu og störf. Er vel þegar slíkir menn veljast til forustu á þeim vett- vangi. Steinþór tók ungur við búsfor ráðum á Hæli ásamt Einari bróð ur sínum, og hefir búið þar síðan við vaxandi gengi og hyggindi. Kona hans, Steinunn Matthías- dóttir, hefir staðið við hlið hans í starfinu af festu og myndugleik og átt sinn ríka þátt í sköpun þess myndarheimilis, er við hverj um blasir, sem að garði ber hjá I þeim hjónum. Börnum sínum hafa þau veitt skilningsríkte for ustu og menntun eftir því sem þau hafa haft aldur til, og veit ég með vissu að milli þessarar; fjölskyldu allrar er hin fegursta vinátta og heilbrigð samvinna. Og getur nokkrum gefizt betra? Þetta áttu aldrei að verða nema fáein orð um hið fimmtuga, sí- unga afmælisbarn og við það skal og staðið. Eg óska þér far- sældar og hamingju og óska heim ili þínu öllu blessunar um ókom in ár. Þér þakka ég margra ára vináttu og þá ekki síður skilning og velvild, er ég hefi hjá þér notið, þegar mér hefir þótt nokk urs við þurfa. Húmorinn met ég mikils og óvíða hefi ég séð hann svo einlægan og hyggilega beitt, sem af þinni hendi, en því að- eins er hann gildur að hann hrær ist í manngerð, sem með gáfum og velvilja vill skila verkum sín um til gagns og blessunar fyrir samfélag sitt. Gunnar Sigurðsson, Seljatungu. Katlakórinn Fóstbræður heldur söngskemmtanir KARIiAKÓRINN Fóstbræður efnir til hinna árlegu samsöngva sinna fyrir styrktarfélaga í Aust- urbæjarbíói dagana 4., 6. og 7. júní n.k., undir stjórn Ragnars Björnssonar. Á efnisskránni eru að þessu sinni 7 íslenzk og 7 erlend lög, er fæst hafa verið flutt áður hér á landi. Af verkefnum má nefna m.a. 3 lög eftir Jónas Tryggva- son, 2 lög eftir Sigfús Halldórs- son, auk laga eftir Pál ísólfsson og Ragnar Björnsson, söngstjóra Fóstbræðra. Lag Ragnars er sam. ið við ljóð Halldórs Kiljan Lax- ness „Únglíngurinn í skóginum", mjög nýstárlegt að byggingu, og má segja, að með flutningi þess leggi Fóstbræður út á nýja braut í íslenzkum karlakórssöng. Þá syngur kórinn og lög eftir Selim Palmgren, Olav Kielland og Erik Bergman, söngstjóra hins þekkta finnska karlakórs, Muntra Musikanter", er heim- sóttu fsland í fyrrasumar. Sex einsöngvarar koma fram með Fóstbræðrum að þessu sinni, m.a. Eygló Viktorsdóttir, Erl- ingur Vigfússon og Þorsteinn Hannesson. Undirleik á píanó annast Carl Billich. Samsöngvarnir verða í Aust- urbæjarbiói, sem fyrr segir, hinn fyrsti þriðjudaginn 4. júní kl. 19:15. „Kosningarímur" kveðnar af listilegum skáldmennum koma út síð- degis í dag. — Verða til sölu í Bókabúð ísafoldar í Austurstræti og í bókabúð Lárusar Blöndal í Vest- urveri og kosta kr. 25,00. Útgefendur. Frú Uildur Stefánsdóttir otr Páll Ólafsson, ræðismaður Gullbrúðkaup I D A G eiga gullbrúðkaup frú Hildur Stefánsdóttir og Páll Ól- afsson, fyrrverandi ræðismaður frá Hjarðarholti. Að þeim báðum standa merkar ættir. Frú Hildur er yngsta barn séra Stefáns M. Jónssonar að Auðkúlu og fyrri konu hans, Þor bjargar Halldórsdóttur. Bræður frú Hildar eru séra Eiríkur, pró- fastur að Torfastöðum, séra Björn, prófastur að Auðkúlu (lát inn), Lárus, fyrrum bóndi í Gautsdal, og Hilmar, fyrrverandi bankastjóri. Hálfsystir þeirra er Sigríður, kona séra Gunnars Árnasonar. Páll er elzti sonur séra Ólafs Ólafssonar, prófasts og skóla- stjóra að Hjarðarholti, og konu hans, Ingibjargar, dóttur séra Páls Mathiesen, alsystur séra Jens Pálssonar í Görðum. Systkin Páls eru: Jón Foss, læknir (lézt í Ameríku), var kvæntur Elísa- betu Kristjánsdóttur, Kristín, læknir, kona Vilmundar, fyrrv. landlæknis, Guðrún, fyrri kona séra Björns Stefánssonar (al- bróður frú Hildar), látin 1918, og Ásta, kona Ólafs Bjarnason- ar, bónda í Brautarholti. Páll og Hildur voru gefin sam- an í hjónaband að Auðkúlu af séra Stefáni, föður brúðurinnar, hinn 31. maí árið 1913. Störf Páls Ólafssonar frá Hjarð arholti í þágu útgerðar og um- bótamála til lands og sjávar eru svo vel kunn að eigi er þörf á að rekja það hér. Fyrir íslenzka ríkið hefur hann einnig unnið mikil og góð störf. Lengstum hafa þau átt heim- ili í Reykjavík að undanteknum allmörgum árum, er þau voru búsett í Færeyjum og Dan- mörku. Heimili þeirra frú Hildar og Páls Ólafssonar hefur jafnan borið svip smekkvísi og menn- ingar, hvar sem það hefur staðið. Þessi glæsilegu hjón eignuðust fimm gáfuð og myndarleg börn, sem öll hafa komizt til mann- dóms og þroska. Þau eru Stefán, tannlæknir, kvæntur Guðnýju Nielsdóttur, Ingibjörg, gift Pétri Eggerz, sendiherra, Þorbjörg, gift Andrési Ásmundssyni, lækni, Ólöf, myndhöggvari, gift Sigurði Bjarnasyni, ritstjóra, og Jens, mannfræðingur. — Barnabörnin eru tólf. Heimili þeirra er nú að Ásvalla götu 54 í Reykjavík. Margir Reykvíkingar minnast heimilis þeirra frú Hildar og Páls Ólafs- sonar sem eins hins fegursta og hlýjasta heimilis í bænum, ekki sízt á þeim árum, er þau bjuggu á Hólavelli og Sólvallagötu 4. Páll er nú orðinn 75 ára en frú Hildur varð sjötug á sl. vetrL Þau bera aldur sinn vel og koma fram af sömu háttvísi og höfð- ingsskap, sem ávallt hefur ein- kennt þau. Vinir þesara merku hjóna óska þeim innilega til hamingju með 50 ára hjúskaparafmælið og gæfu og blessunar í framtíðinnL með þökk fyrir allar ánægjuleg- ar stundir, bæði utanlands og innan. Vinur. — ★ — Gullbrúðhjónin eru fjar- verandi úr bænum um þessar mundir. Niðurnítt Heilsuhæli ÞESSA HÓGVÆRU hugvekju sendir „Hælisgestur": „Kæri Velvakandi! Fyrir nokkrum dögum átti ég er indi á Vífilsstaðahæli, til að heimsækja ættingja sem þar hafði verið lagður inn sem sjúkl ingur. Við þekkjum öll orðatil- tækið að „glöggt sé gestsaugað“ og þessvegna sendi ég þessar fáu línur. Eg varð fyrir miklum von- brigðum er ég kom í sjúkra- stofurnar, og sá hve allt var þar í mikilli niðurníðslu, veggir flestir með stórum sprungum í, málning á veggjum flosnuð af, svo að á mörgum stöðum gat að líta bera steypuna. Þar að auki voru sjúkrarúmin mörg hver illa farin, og líkast því sem þau hefðu ekki verið lökkuð svo árum skipti. Sjónvarpstæki hefur verið komið fyrir í glugga lausu herbergi í kjallara hælis ins, og getur hver maður séð hversu óhollt slíkt er fyrir sjúklinga að sitja i gluggalausri herbergiskytru. ^ Ólíkt hjá nágrönnum okkar Þennan stutta tíma sem ég dvaldi þarna á hælinu, varð mér ósjálfrátt hugsað til svip- aðra heilsuhæla erlendis t.d. I Danmörku og Svíþjóð, sem ég þekki til af persónulegri reynslu, hvílíkur reginmunur. Allir vita hve mikla þýðingu umhverfi hefur fyrir sjúklinga, og sér í lagi þá sem dvelja þurfa langdvölum í heilsuhælum. Eg vona að þessi orð verði ekki tekin sem ádeila á lækna og hjúkrunarlið hælisins, því ég veit að þar fer saman hið bezta úrvalslið. Nei, hér er um at- hugunarleysi forráðamanna rík isspítalanna að ræða, og ef þessi fáu orð skyldu vekja þá til um hugsunar um að mikið þarf að gera til bóta á Vífilstaðahæli, þá er tilganginum náð. Hælisgestur".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.